Fréttablaðið - 18.02.2022, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 18.02.2022, Blaðsíða 38
Var málinu vísað til lögreglu í ljósi ríkari heimilda hennar til að rannsaka slík mál, þegar sönnunarstaða getur verið erfið. Úr svari Samgöngustofu Við vanmetum gjarnan heimafjöllin okkar af því að við verum vön að ganga á þau við góðar aðstæður. Jónas Guðmundsson, verkefnis- stjóri slysavarna hjá Slysavarna- félaginu Landsbjörg Birna Hafstein, for­ maður Félags íslenskra listamanna í sviðslist­ um og kvikmyndum, og Þor kell Sig ur laugs­ son athafnamaður gefa kost á sér í 2.­3. sæti. arib@frettabladid.is REYKJAVÍK Hátt í tuttugu manns hafa þegar gefið kost á sér í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík f y rir borgarstjórnarkosn- ingarnar í vor. Framboðsfrestur rennur út 28. febrúar næstkomandi og fer próf kjörið fram 18. og 19. mars. Hildur Björnsdóttir borgarfull- trúi og Ragnhildur Alda María Vil- hjálmsdóttir varaborgarfulltrúi sækjast eftir því að leiða listann. Marta Guðjónsdóttir borgarfull- trúi og Kjartan Magnússon, fyrr- verandi borgarfulltrúi, gefa kost á sér í annað sætið. Töluvert af nýjum nöfnum er komið á lista. Þorkell Sigurlaugs- son athafnamaður og Birna Haf- stein, formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvik- myndum, gefa kost á sér í 2.-3. sæti. Borgarfulltrúarnir Björn Gísla- son og Valgerður Sigurðardóttir gefa kost á sér í þriðja sætið. Heiða Þórðardóttir athafnakona sækist eftir 3.-4. sæti. Jórunn Pála Jónas- dóttir borgarfulltrúi og Þórður Gunnarsson hagfræðingur sækjast eftir 4. sætinu. Borgarfulltrúinn Baldur Borg- þórsson, sem fór nýverið yfir í Sjálf- stæðisf lokkinn úr Miðf lokknum, sækist eftir 5. sæti, það gera líka Helga Margrét Marzellíusardóttir tónlistarkona og Helgi Áss Grétars- son lögfræðingur. Þá eru f leiri sterklega orðaðir við framboð, þar á meðal útvarps- maðurinn Frosti Logason. ■ Mörg ný nöfn í prófkjöri Sjálfstæðismanna Ákvörðun lögreglu um að hætta rannsókn á meintu óleyfilegu atvinnuflugi á einkavélinni TF-ABB var af hálfu Samgöngustofu kærð til ríkissaksóknara sem fyrir sitt leyti vísaði kærunni frá nokkrum mánuðum síðar. gar@frettabladid.is FLUGMÁL Samgöngustofa vildi ekki una ákvörðun lögreglunnar um að fella niður rannsókn á umsvifum í tengslum við flugvélina TF-ABB og kærði hana til ríkissaksóknara sem vísaði síðan málinu frá í október. Um er að ræða flugvélina sem fórst í Þingvallavatni 3. febrúar. Samgöngustofa bendir á að heim- ilt sé að f lugmaður í einkaflugi og farþegar hans skipti með sér kostn- aði af fluginu. „Vísaði Samgöngustofa málinu til lögreglu vegna framkominna ábendinga um að viðkomandi flug- maður stundaði atvinnuflug með farþega án þess að hafa til þess til- skilin leyfi. Var málinu vísað til lög- reglu í ljósi ríkari heimilda hennar til að rannsaka slík mál, þegar sönn- unarstaða getur verið erfið vegna framangreindra heimilda um deil- ingu kostnaðar,“ segir í svari Sam- göngustofu til Fréttablaðsins. „Lögregla tilkynnti í júní síðast- liðnum ákvörðun um að hætta rannsókn málsins þar sem ekki var talinn grundvöllur til að halda henni áfram. Samgöngustofa kærði þá ákvörðun til embættis ríkissak- sóknara sem vísaði málinu frá í október síðastliðnum,“ segir áfram í svari Samgöngustofu. „Frávísun málsins hjá embætti ríkissaksóknara markaði lok þess hjá Samgöngustofu að því er varðar þann hluta sem leiddi til lögreglu- kæru, það er þær ábendingar sem lágu til grundvallar ákvörðun um að vísa málinu til lögreglu,“ svarar Samgöngustofa þeirri spurningu hvort málinu sé þar með lokið. „Að því er varðar spurningu um heimildir yfirvalda til að rannsaka mál til hlítar sem tengjast meintri atvinnustarfsemi í einkaflugi eða hvort það uppfylli reglur um skipt- ingu kostnaðar þá hefur Samgöngu- stofa margvíslegar heimildir til að sinna eftirliti og rannsaka mál,“ svarar Samgöngustofa enn fremur og vísar í lög um loftferðir annars vegar og lög um Samgöngustofu hins vegar. „Ef þörf er á aðkomu annarra stjórnvalda, svo sem lög- reglu, í einstaka málum er hægt að vísa þeim þangað.“ Þá segir Samgöngustofa að ábend- ingar um meint atvinnuflug berist reglulega þangað. „Er brugðist við þeim með því að hafa samband við viðkomandi flugmann og/eða fram- kvæma skoðanir,“ segir stofnunin og vísar eins og áður kemur fram í reglugerð þar sem heimild er til þess að f lugmaður í einkaf lugi og far- þegar hans skipti með sér kostnaði af fluginu. ■ Kærðu niðurfellingu rannsóknar lögreglu á TF-ABB til ríkissaksóknara Flugmaður og þrír farþegar hans í útsýnis- flugi létu lífið er TF-ABB fórst í Þingvallavatni fyrir tveimur vikum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR ser@frettabladid.is FERÐALÖG Búist er við að fjöldi landsmanna verði á faraldsfæti um komandi helgi, einkum og sér í lagi vegna vetrarleyfa í grunnskólum landsins og af því tilefni gjalda for- kólfar björgunarsveitanna á landinu varhug við ferðum fólks í fjalllendi. „Við vanmetum gjarnan heima- fjöllin okkar af því að við erum vön að ganga á þau við góðar aðstæður. En sömu fjöllin geta verið miklu viðsjálli að vetri til en við getum gert okkur í hugarlund,“ segir Jónas Guðmundsson, verkefnisstjóri slysavarna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, sem nefnir Esjuna sem dæmi, bæjarfjall Reykvíkinga, en ekkert annað fjall hafi tekið jafn mörg mannslíf að vetri og einmitt sá fjallabálkur. Samkvæmt upplýsingum Veður- stofu Íslands er töluverð snjóflóða- hætta í Esjunni og öðrum álíka fjöllum í grennd við Reykjavík, sömuleiðis á Vestfjörðum og Aust- fjörðum og þá er snjóflóðahættan ofan Akureyrar og yst á Tröllaskaga metin nokkur. „Spáin er góð og gert ráð fyrir hæg- lætisveðri um helgina,“ segir Jónas, „og það má búast við margmenni í jeppa- og vélsleðaferðum upp um heiðar og fjöll og þá hefur líka fjölgað verulega í hópi göngu- og fjallaskíða- fólks á þessum árstíma.“ Jónas brýnir fyrir göngufólki sem hyggst nýta gott veður til útivistar að halda sig við merktar gönguleiðir og hafa með í för snjóflóðaýli, skóflu og stöng ef leiðin liggi um opin svæði. ■ Varar við snjóflóðahættu og vísar göngufólki á merktar leiðir Esjan er varhugaverð að vetrarlagi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR mhj@frettabladid.is BRASILÍA Yfir 100 manns hafa látið lífið í brasilísku borginni Petrópolis vegna aurskriða og skyndiflóða á síðustu dögum. Borgin er í fjöllun- um norður af Rio de Janeiro. Petró- polis er um 300.000 manna borg og er afar vinsæll ferðastaður. Slökkvi- liðsmenn og björgunarsveitir sögðu í fyrradag að búið væri að bjarga 24 úr rústunum en búast má við því að dánartölur hækki á næstu dögum. ■ Yfir 100 látnir í aurskriðum  Slökkviliðsmenn í Brasilíu gar@frettabladid.is ÚKRAÍNA Jens Stoltenberg, fram- kvæmdastjóri NATO, segir banda- lagið ekki vera ógn við Rússa. Þetta kom fram í viðtali Danmarks Radio við Stoltenberg í gærkvöldi þar sem staðan í Úkraínudeilunni var rædd. „Við erum í mjög hættulegri stöðu,“ sagði Stoltenberg sem kvað orðræðu Rússa vera ógnandi. „Við vitum að Rússland hefur áður beitt Úkraínu hervaldi. Það gerir ástand- ið hættulegt.“ ■ Segir NATO ekki ógn við Rússa Jens Stoltenberg, framkvæmda- stjóri NATO. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY  mhj@frettabladid.is HOLLAND Mark Rutte, forsætisráð- herra Hollands, hefur beðist form- lega afsökunar fyrir hönd þjóðar- innar eftir að rannsókn leiddi í ljós að Hollendingar pyntuðu og tóku menn af lífi án dóms og laga í sjálf- stæðisstríði Indónesíu 1945 til 1949. Rannsóknin sýnir að hegðun hol- lenskra hermanna var samþykkt af æðstu yfirvöldum. Rutte sagði Hol- lendinga mundu horfast í augu við fortíð sína. ■ Forsætisráðherra biðst afsökunar 6 Fréttir 18. febrúar 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.