Fréttablaðið - 18.02.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 18.02.2022, Blaðsíða 28
Þessar persónur eru í mjög ólíkum aðstæð- um, en þær eru báðar í neyslu og eiga báðar börn sem þær eru ekki að sinna nógu vel af einhverjum ástæðum. odduraevar@frettabladid.is Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Hopps, segir ótrúlega snjókomu á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga skemmtilega áskorun fyrir fyrirtækið frekar en martröð. „Þetta er fyrsta skiptið sem Hopp lendir í svona miklum snjó,“ segir Sæunn en eins og flestir vita hefur snjónum svoleiðis kyngt niður í Reykjavík svo eftir hefur verið tekið. „Við erum á hverjum degi með stórar vaktir sem keyra um borgina að bjarga skútunum og erum að ein- beita okkur að því að flytja þær að upphituðum stéttum og miðborg- inni,“ segir Sæunn. Hún segir hjólin enn mjög mikið notuð, þvert á það sem flestir kannski halda. „Við erum samgöngufyrirtæki og fólk er búið að velja rafskúturnar sem fararmáta og getum ekki skellt í lás og þjónustum notendur okkar,“ segir Steinunn, sem viðurkennir að það hafi verið mikið að gera síðustu daga. „Það sem við erum fyrst og fremst að gera er að reyna að taka skúturn- ar úr farvegi snjóruðningstækjanna. Það gagnast Hopp ekki neitt að vera með óruddan stíg og við viljum ekki að stígar séu ekki ruddir vegna raf- skútna, enda hafa snjóruðnings- tækin leyfi til að ryðja hjólunum.“ Sæunn segir að ruðningurinn hafi tekið sinn toll af fararskjótum Hopps. „Það eru tugir af skemmdum skútum en það er ákveðinn fórnar- kostnaður því að notendurnir vilja skúturnar og við viljum sinna not- endunum okkar og þetta snýst um þjónustu.“ Hopp er með átta manneskjur á vakt á hverjum sólarhring að sinna hjólunum úti auk starfsfólks á verk- stæði. „Naglarnir gera mikið og fólk fer á þessu út um allt, en maður skilur að sumir séu ragari við að nota hjólin núna.“ n Hoppað á skútum yfir snjóskaflana Það hefur verið erfitt að nota raf- skútur í borginni. mynd/aðsend Disney+ The Book of Boba Fett aðalhöfundur: Jon Favreau aðalhlutverk: Temuera Morrison, Ming-Na Wen og Jennifer Beals Oddur Ævar Gunnarsson Kannski er The Book of Boba Fett jafn sérkennileg sjónvarpssería og raun ber vitni vegna þess að væntingarnar voru eiginlega allt of miklar frá upphafi. Bæði er serían afleiða hinna vin- sælu The Mandalorian-þátta og titilpersónan hefur verið meðal dularfyllstu og dáðustu persóna Stjörnustríðsheimsins allar götur síðan Boba Fett birtist í örfáar mínútur í The Empire Strikes Back og Return of the Jedi, þar sem hann kollsteyptist heldur klaufalega ofan í alræmdan Sarlacc-pyttinn á Tato- oine og var talinn af. Í fyrsta þætti brýst Boba af aðdá- unarverðum rammleik upp úr ban- vænum pyttinum og ljóst verður að sögur af andláti þessa skelfilegasta mannaveiðara stjörnuþokunnar hafa verið stórlega ýktar í tæplega fjóra áratugi. Hefst þá svaðilför persónunn- ar um sandöldur Tatooine, sem ætla mætti að væri eina plánetan í stjörnustríðskorti Disney, og sköll- ótt þroskasaga þar sem manna- veiðarinn kýs af óljósum ástæðum að snúa baki við sérgrein sinni til að leggja undir sig glæpaveldi Jabba heitins the Hutt. Skrykkjótt framvinda sögunnar leiðir f ljótt í ljós að slíkt er hægara sagt en gert og hvatir Boba Fetts eru óljósar. Aðallega vegna þess að hann sleppur of billega úr Sar- laccnum til þess að réttlæta aðra eins persónuleikabreytingu. Í ljósi vigtar Boba Fetts í Star Wars-heiminum hafa líklega flestir orðið fyrir vonbrigðum með að fá ekki að sjá átakanlegri og meira sannfærandi upprisu Boba frá dauðum en skyndilausnina sem kristallar meginvanda upphafs- þáttanna þar sem lítið virðist vera í húfi og framvinda sögunnar er hæg og á köflum hreinlega óspennandi. Þessi galli er svo áberandi að það er eins og að handritshöfundarnir hafi áttað sig á takmörkunum per- sónunnar í fjórða þætti af sjö og því tekið snarpa vinkilbeygju með því að skófla Boba hreinlega til hliðar í fimmta þætti. Þá stígur Manda- lórinn, úr sínum eigin þætti, inn í atburðarásina og stelur senunni. Ansi kaldhæðnislegt að persónan sem haslaði sér völl í krafti her- klæða og vinsælda Boba Fetts reyn- ist hér í raun betri og mun áhuga- verðari Boba Fett heldur en sjálfur Boba Fett. Enda háir það Boba Fett að per- sónan hefur alltaf verið fámál og þannig sveipuð dulúð. Þegar Boba Fett hins vegar gerist fyrirvaralaust göfugur og allt of ræðinn gufa per- sónutöfrarnir upp og sterk rök má færa fyrir því að grunn persónu- sköpunin dragi helst söguþráðinn og þar með þáttaröðina niður. Strax þegar Mandalórinn mætir í þætti fimm og skjátími Boba Fetts er skorinn niður í 20 sekúndur verð- ur sagan áhugaverðari og spennan eykst sem skilar skemmtilegu loka- uppgjöri Boba þegar handritshöf- undarnir bjarga sér fyrir horn með öflugum liðsauka Mandalórans og f leiri óvæntum gestum. n niðurstaða: Book of Boba Fett fer ekki nógu vel með sjálfan Boba Fett. Aðrar persónur blómstra hins vegar í seinni hálf- leik sem er miklum mun skemmti- legri og keyrir upp eftirvænt- inguna eftir frekari ævintýrum Mandalórans. Mandalórinn betri Boba Fett en Boba Fett Kaflarnir í Bók Boba Fetts eru misáhugaverðir og aðalper- sónan er fjarri góðu gamni í þeim bestu. mynd/disney Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir fer með hlutverk í tveimur nýjum íslenskum bíómynd- um í fullri lengd, Berdreymi, sem frumsýnd er á Íslandi í apríl, og í kvikmyndinni Harmi sem frumsýnd er í dag. ninarichter@frettabladid.is Margir kannast við Ísgerði Elvu Gunnarsdóttur af skjánum. Hún var annar stjórnenda Krakkafrétta á RÚV um árabil, samhliða leik- ferlinum. Þá hefur hún gegnt stöðu verkefnastjóra samfélagsmiðla á RÚV. Núna hefur hún þó dembt sér alfarið í leiklistina og leikur hlut- verk í tveimur nýjum bíómyndum. Athygli vekur að bæði hlutverk eru um margt sambærileg þó að þau séu ekki eins. Í báðum tilfellum er um að ræða mæður sem eru illa staddar vegna neyslu. Lukkulegri í lífinu en bíó „Ég er aðeins lukkulegri sem mamma í lífinu en í bíó,“ segir Ísgerður, sem eignaðist soninn Birgi Galdur fyrir sjö mánuðum síðan. Hún segir að það sé þó meiri áskor- un að takast á við aðstæður sem eru fjarri hennar raunverulega lífi. „Þessar persónur eru í mjög ólík- um aðstæðum, en þær eru báðar í neyslu og eiga báðar börn sem þær eru ekki að sinna nógu vel af einhverjum ástæðum. En þær eru mjög ólíkar, og myndirnar rosalega ólíkar. Samt eru þarna sameigin- legir fletir,“ útskýrir Ísgerður. Hún var enn að vinna í Krakka- fréttum meðan á tökum stóð og segist hafa verið öfganna á milli þegar kom að förðun og búningum. „Ég var að skiptast á að fara á sett fyrir Berdreymi og í Krakkafréttir. Þarna fór ég í smink á einum stað til að gera mig sæta, og á öðrum stað til að gera mig sjúskaða. Þetta voru fjölbreyttar vikur,“ segir Ísgerður og hlær. Ekki fordómar heldur samkennd  „En maður þarf svolítið að ímynda sér hvernig þetta er. Ég hef unnið mikið með unglingum og maður hefur þannig verið í ábyrgðarhlut- verki gagnvart þeim, en á annan hátt. En þetta kemur til mín, ein- hvern veginn.“ Hún segist finna mikla samkennd með persónunum sem hún leikur og segist aðspurð ekki hafa fundið fyrir fordómum hjá sjálfri sér þegar hún tókst á við hlutverk mæðra með fíknivanda. „Það er einhver ástæða fyrir því að þetta gerist. Aðstæðurnar sem þær eru í eru þannig að þarna eru hlutir sem er erfitt að díla við. Fólk kemur sér í aðstæður sem það ratar ekki sjálft út úr,“ segir Ísgerður. „Ég held að það sé líka lykillinn. Að ef þú ert að dæma fólkið sem þú ert að leika, þá áttu ekki að leika það.“ Las sögur mæðra af götunni Tökurnar á Berdreymi og Harmi fóru fram síðla árs 2020 og um svipað leyti varð Ísgerður ólétt með aðstoð glasafrjóvgunar. „Ég fór úr uppsetningunni beint í tökur á Ber- dreymi. Svo var ég komin mánuð á leið þegar við vorum að taka upp Harm. „Ég hef þekkt margt fólk á mis- jöfnum stöðum í lífinu á alls konar tímabilum, þannig að ég dæmi ekki þessar aðstæður. En mér finnst þetta hrikalega sorglegt,“ segir hún. Ísgerður segist hafa undirbúið sig vel og lesið viðtöl. „Ég man að það var viðtal í Frétta- blaðinu við konur á götunni, viðtal sem kom á svipuðum tíma og ég var að undirbúa mig. Ég man hvað það var fallegt og berskjaldað. Mér fannst þessar konur svo hugrakkar og þær komu í viðtal, ennþá í þessari erfiðu stöðu að vera á götunni. Þær lýstu því svo vel að það velur þetta enginn.“ Tvítugir með tvær milljónir Harmur er einkaframtak ungra kvikmyndagerðarmanna um tví- tugt, Halldórs Ólafsonar, Antons Kristensen og Ásgeirs Sigurðssonar, sem eru að stíga sín fyrstu skref í bransanum. Þeir fjármögnuðu myndina sjálfir og heildarkostn- aður framleiðslunnar var um tvær milljónir. „Þetta er svo f lott, þeir eru ótrúlega duglegir og hafa komið myndinni á hátíðir erlendis. Þeir leysa hlutina vel og fóru í kringum budgetið, komu með sniðugar lausnir á hlutum sem ég velti fyrir mér hvernig yrðu útfærðar.“ Berdreymi er kvikmynd eftir Guðmund Arnar Guðmundsson sem gerði kvikmyndina Hjartastein sem fór sigurför á kvikmyndahá- tíðum erlendis. Framleiðslan er alþjóðleg en fjórir unglingspiltar eru í aðalhlutverkunum. Auk Ísgerðar fara Ólafur Darri og Aníta Briem með hlutverk í myndinni. Berdreymi var heimsfrumsýnd á Berlinale-hátíðinni í síðustu viku og vann þar til verðlauna í gær. n Móðurhlutverk í ólíkum myndum Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir leikkona tekst á við móðurhlutverkið í eigin lífi sem og á hvíta tjaldinu. Fréttablaðið/Valli 20 Lífið 18. febrúar 2022 FÖSTUDAGURFréttaBlaðiðLíFið FréttaBlaðið 18. febrúar 2022 FÖSTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.