Fréttablaðið - 18.02.2022, Blaðsíða 16
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654,
Ásdís Kristjánsdóttir er 43 ára
verk- og hagfræðingur. Eiginmaður
hennar er Agnar Tómas Möller
og eiga þau saman þrjú börn; tví-
bura, stelpu og strák sem eru 13
ára, og yngri strák sem er 10 ára.
Þau búa í efri byggðum Kópavogs,
í Hvörfunum, þar sem náttúran
er við höndina, en Ásdís stundar
reglubundna hreyfingu og fjöl-
skyldusport.
Ásdís tekur hlýlega á móti okkur
á fallegu heimili fjölskyldunnar
á björtum og fallegum vetrardegi
þar sem snjórinn skartar sínu
fegursta.
Hversu lengi hafið þið búið hér í
efri byggðum Kópavogs?
„Við bjuggum fyrst úti á Kársnesi
en fluttum svo hingað í Hvörfin
fyrir rétt um áratug síðan. Hér
líður okkur ákaflega vel. Nálægðin
við náttúruna og helstu þjónustu
eru sannkölluð forréttindi,“ segir
Ásdís.
Það sem heillaði þau við húsið
var annars vegar staðsetningin og
hins vegar skipulag hússins.
„Húsið er þannig uppbyggt að
það nær vel utan um fjölskylduna
og hér líður okkur vel. Náttúrufeg-
urðin í Kópavogi er engu lík og allt
um kring eru afskaplega fallegar
gönguleiðir sem hentar vel fyrir
hundafólk eins okkur. Reyndar er
hundurinn okkar ákaflega latur og
þrjóskur, hann neitar einfaldlega
að fara út í göngutúra þegar veðrið
hentar ekki, sem hefur verið ansi
oft á þessum fyrstu vikum ársins,“
segir Ásdís og hlær.
Fjarlægð heimilisins frá skóla og
öðrum tómstundum fannst henni
líka skipta miklu máli sem og sam-
göngur til og frá vinnu.
„Umferðin hefur verið að þyngj-
ast einna helst í Reykjavík en þó
einnig hér í efri byggðum. Arnar-
nesvegurinn mun sem betur fer
létta á þeirri umferð þegar hann
verður tilbúinn en því miður er
nú eitthvað lengra í að umferðar-
vandinn leysist í Reykjavík.“
Tennis nýjasta áhugamálið
„Í raun má segja að reynsla mín
komi úr atvinnulífinu annars
vegar og hins vegar úr uppeldis-
starfi barna minna en þau hafa
alist upp í Kópavogi nánast alla
sína ævi. Í gegnum börnin mín hef
ég því snertifleti við svo margt,
hvort sem það er skólinn, íþrótt-
irnar, tónlistarnámið eða aðrar
tómstundir. Okkur fjölskyldunni
hefur alltaf liðið vel í Kópavogi og
hér viljum við búa.“
Ásdís hugsar vel um heilsuna og
passar sig að halda daglegri rútínu
samhliða vinnu og fjölskyldulífi.
„Ég hef mikinn áhuga á alls
kyns hreyfingu. Ég hef verið í um
Myndlist eftir íslenska listamenn prýðir veggina.
Heimilishundur-
inn Perla er
mikil dekurrófa
og nýtur sín
best þegar hún
fær að hafa það
notalegt með
húsmóðurinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINk
Fallegar ljósar viðarinnréttingar eru í
forgrunni í eldhúsinu og við eldhús-
eyjuna slær hjarta heimilisins.
Kaffistellið sem Ásdís erfði frá
ömmu sinni og afa er í miklu dálæti
hjá henni og orðið sextíu ára gamalt.
Sjöfn
Þórðardóttir
sjofn
@frettabladid.is
áratug í þjálfun með systur minni
og vinkonum hjá sama þjálfara, á
sama tíma í hverri einustu viku.
Það gefur mér ótrúlegan kraft að
eiga góða vinkonustund í ræktinni.
Auk þess stunda ég reglulega
hlaup, Pilates og tennis. Við hjónin
byrjuðum nýverið að æfa tennis í
Tennishöll Kópavogs og er tennis
því okkar nýjasta áhugamál. Þá
förum við mikið á skíði þegar tími
gefst og aðstæður leyfa. Það er
okkar fjölskyldusport.“
Persónulegir hlutir í bland
við nýlegri og sögulega
Þegar kemur að heimilisstíl
Ásdísar vill hún hafa notalegt í
kringum sig.
„Ég blanda saman persónu-
legum hlutum við nýlegri hluti.
Ég er ekki endilega að fara eftir
stefnum og straumum hverju sinni
heldur vel það sem mér finnst
fallegt, praktískt og auðvitað
þægilegt. Þrátt fyrir að ég geti verið
afskaplega litaglöð í fatavali er ég
með frekar hefðbundinn stíl þegar
kemur að heimilinu. Mikilvægast
er að heimilið haldi vel utan um
okkur og auðvitað að öllum líði vel
á heimilinu.“
Hvað finnst þér gera heimili að
heimili?
„Heimilið er sannkallaður griða-
staður fjölskyldunnar. Hér líður
okkur best. Samverustundir okkar
hér, myndir af minningunum sem
við höfum skapað saman og góðar
stundir hér með vinum og fjöl-
skyldu eru það sem gerir þetta að
heimilinu okkar.“
Fyrsti bollinn sá heilagasti
Í eldhúsinu slær hjarta heimilisins
og fjölskyldan kemur þar mikið
saman.
„Eins og sakir standa er skrif-
stofan mín í borðstofunni og þá
er gott að hafa opið inn í eldhúsið
þannig að ég næ öllum samtölum
sem þar fara fram.“
Hvað finnst þér ómissandi að
vera með í eldhúsinu?
„Kaffivélin er ómissandi. Ég
drekk mikið kaffi en fyrst og
fremst fyrir hádegi. Fyrsti bolli
dagsins er jafnframt sá allra heilag-
asti á meðan ég les blöð dagsins.
Ég fer fyrst á fætur á mínu heimili.
Þessi stund er því notaleg og fáir að
berjast um blöðin.“
Ertu sælkeri og nýtur þess að
elda og baka?
„Ég er mikill sælkeri. Við leggj-
um mikið upp úr því að elda hollan
og góðan mat á virkum dögum en
um helgar leyfum við okkur meira.
Ég er ekki eins góður kokkur og
maðurinn minn. Við höfum því
komið okkur upp ágætri verka-
skiptingu, maðurinn minn eldar
en ég geng frá. Ég sé hins vegar um
bakstur heimilisins ásamt dóttur
okkar sem er reyndar duglegri en
ég að baka þessa dagana. Þá fékk
ég nýverið súr frá vinkonu minni
og hef verið að prófa mig áfram í
að baka súrdeigsbrauð. Óhætt er
að segja að rými til bætinga í súr-
deigsbakstrinum sé þó nokkurt.“
Þegar kemur að efnis- og litavali
inn á heimilið er Ásdís meira í jarð-
litum og tímalausri áferð.
„Þegar kemur að húsgögnum vel
ég meira hefðbundna jarðliti en
skreyti þá frekar veggina með lit-
ríkum myndum. Fljótlega eftir að
við hófum búskap byrjaði maður-
inn minn að kaupa myndlist eftir
íslenska listamenn sem flest prýða
heimilið í dag. Við njótum þess að
hafa á veggjunum fallegar myndir
sem hafa fylgt okkur lengi.“
Áttu þína uppáhaldshluti sem
eiga sér sögu?
„Kaffistell ömmu og afa sem ég
erfði, en stellið er líklega um 60
ára gamalt. Það fylgir því alltaf
sérstaklega notaleg tilfinning að
draga það fram. Þá þykir mér einn-
ig mjög vænt um teppi sem amma
heklaði fyrir okkur þegar við
hófum búskap.“
Ásdís segir að þau eigi ekki
eiginlegt matarstell en henni
þyki stellið frá Royal Copenhagen
afskaplega fallegt.
„Ég á nokkrar bolla en hef ekki
safnað stellinu sjálfu.“
Heimilið prýða líka lifandi
plöntur og er rétt eins og hver
planta eigi sinn stað.
„Mér finnst lifandi plöntur gera
heimilið hlýlegra og notalegra
og við höfum þær í nánast hverju
einasta herbergi. Svo á ég það til að
freistast til að kaupa fallega blóm-
vendi um helgar,“ segir Ásdís og
bætir því við að þeir gleðji augað.
Garðurinn er stór partur af
heimilinu, sérstaklega á sumrin.
Þar er góður pallur og heitur
pottur sem er mikið nýttur af fjöl-
skyldunni árið um kring.
„Á sumrin njótum við þess að
sitja úti, hvort sem er að spjalla eða
borða úti þessa fáu daga sem það
er hægt. Þá er sonur minn duglegur
að draga mig í pottinn áður en við
förum í náttfötin á kvöldin.“ n
Ásdís er alsæl í efri byggðum Kópavogs og segir það forréttindi að búa í nálægð við náttúruna.
2 kynningarblað 18. febrúar 2022 FÖSTUDAGURMatur og heiMili