Fréttablaðið - 18.02.2022, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 18.02.2022, Blaðsíða 34
Í garðinum Mjöllin breiðir sig nú yfir leiðin í Hólavallakirkjugarði í Reykjavík og setur hátíðlegan og ævintýralegan blæ á hið vinsæla athvarf borgarbúa frá amstri dagsins. Þótt ekki sé búist við ofankomu í höfuðborginni um helgina er lítið fararsnið á snjónum því spáð er áframhaldandi frosti næstu daga. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sala kirkna er leið þjóðkirkj- unnar til að laga reksturinn að mati formanns Siðmennt- ar. Kirkjur geti til dæmis orðið gistiheimili, veitingastaðir eða einkaheimili. Afhelgun er ekki viðkvæmt mál, sam- kvæmt Biskupsstofu. kristinnhaukur@frettabladid.is TRÚMÁL Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar, telur kirkjur þjóðkirkjunnar of margar og að tími sé kominn til að selja hluta þeirra. Hægt sé að endurnýta kirkjur sem samkomuhús, gistiheimili, veit- ingastaði eða jafnvel heimili ein- staklinga. „Það liggur í augum uppi að ef þjóðkirkjan getur ekki haldið við öllu sínu húsnæði fyrir þær gífurlegu upphæðir sem hún fær þá verður hún að taka til í rekstrinum,“ segir Inga. Sala kirkna sé ein leið til þess. Inga segir margar kirkjur gömul og falleg hús sem eigi það skilið að vera viðhaldið og vitaskuld séu margar kirkjur í mikilli notkun. Hins vegar sé sífelldur þrýstingur frá þjóðkirkjunni á að fá peninga til að viðhalda kirkjum og kvartað undan viðhaldskostnaði í umsögnum. Aðspurð um tilfinningar fólks til kirkna segir Inga skiljanlegt að fólk geti tekið ástfóstri við byggingar. Sjálf myndi hún til dæmis ekki vilja sjá Alþingishúsið gert að hót- eli. „Þetta eru samt bara byggingar og það má breyta hlutverki þeirra. Hægt er að gera það með virðingu,“ segir hún. Þetta hafi lukkast vel erlendis. Fækkað hefur mikið í þjóðkirkj- unni undanfarin ár, bæði hlutfalls- lega og í sálum talið. Árið 1998 voru 90 prósent landsmanna í henni en 62 nú. Meðlimafjöldinn náði hámarki árið 2009, 253 þúsundum, en er nú 229 þúsund. Samkvæmt kirknaskrá frá árinu 2010 var fjöldi kirkna á vegum sókna þjóðkirkjunnar 322 og gerir Pétur Markan, samskiptastjóri Bisk- upsstofu, ráð fyrir að fjöldinn hafi ekki mikið breyst síðan þá. Rekstr- ar- og viðhaldskostnaður eigna var rúmar 277 milljónir árið 2020. „Fólkið í kirkjunni tekur ákvörð- un um að afhelga kirkju. Það er yfir- leitt gert til að byggja stærri kirkju,“ segir Pétur. Dæmi um þetta sé gamla kirkjan í Grindavík, sem var afhelguð árið 1982 og hefur gegnt ýmsum hlut- verkum síðan, til dæmis verið dag- mæðraheimili, leikskóli og AA-hús. Gamla kirkjan á Stöðvarfirði var afhelguð árið 1991 og er nú gisti- heimilið Kirkjubær og sú gamla á Blönduósi var afhelguð árið 2007 og er nú notuð undir alls kyns menn- ingarviðburði. „Afhelgun er ekki erfið eða vand- ræðaleg umræða innan þjóðkirkj- unnar, alls ekki,“ segir Pétur. Fólki þyki það þó gott ef húsið fái sam- félagslegt hlutverk eftir á. Inga nefnir að húsnæði kirkjunnar hafi að stórum hluta verið reist fyrir sameiginlega sjóði og að önnur lífsskoðunarfélög hafi ekki í sömu hús að venda. Þjónustuþegar Sið- menntar, til dæmis, fái ekki að leigja kirkjur undir athafnir, sem sé stórt vandamál þegar kemur að útförum. Inga segir að hægt væri að þjóð- nýta sumar kirkjurnar í þágu fleiri lífsskoðunarfélaga. ■ Ráðleggur sölu á kirkjum vegna fækkunar í sóknum Gamla kirkjan á Stöðvarfirði er nú gistiheimili. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þetta eru samt bara byggingar og það má breyta hlutverki þeirra. Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar bjork@frettabladid.is FÓLK Diljá Ámundadóttir, vara- borgarfulltrúi Viðreisnar, segir nú í fyrsta sinn frá nauðgun sem hún varð fyrir tvítug, í viðtali við helgar- blað Fréttablaðsins á morgun. Fimmtán árum síðar tók nauðg- arinn ábyrgð á verknaðinum og segist Diljá hafa fundið innri frið með þeirri staðfestingu. Hún segist nú vilja segja sögu sína, ekki til að skila skömminni, það hafi hún nú þegar gert, heldur sem fordæmi fyrir aðra gerendur. „Þöggunin er ekkert alltaf besti vinur gerandans. Gerandinn minn á í dag konu og barn og það að hann hafi stigið þetta skref hlýtur að vera heilandi fyrir fólkið í kringum hann,“ segir Diljá. Hún vill f leiri úrræði fyrir gerendur til að taka ábyrgð. „Þannig held ég að ofbeldis- menning eigi eftir að dvína.“ ■ Segir frá nauðgun fyrir fimmtán árum Diljá er í viðtali í helgarblaði Frétta- blaðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM með og án rafmagns lyftibúnaði Komið og skoðið úrvalið mhj@frettabladid.is SKATTAMÁL Embætti ríkisskatt- stjóra skoðar nú mál tengd áhrifa- völdum en ekki hefur komið til sektarákvarðana í kjölfar skatteftir- lits vegna áhrifavalda. Þetta kemur fram í svörum frá embættinu. „Á undanförnum mánuðum hefur eftirliti og upplýsingagjöf verið beint sérstaklega að þeim aðilum sem koma við sögu svokallaðra áhrifa- valda,“ segir í svörum ríkisskatt- stjóra. „Tilefni þessa er mjög aukin notkun samfélagsmiðla til stafrænn- ar markaðssetningar þar sem fyrir- tæki eiga í samstarfi við einstaklinga, svokallaða áhrifavalda, um að koma vöru eða þjónustu á framfæri.“ Þá bendir embættið á að eitthvað sé um að almenningur sendi ríkis- skattstjóra ábendingar varðandi áhrifavalda og markaðssetningu á samfélagsmiðlum áður en embættið staðfestir að mál tengd þeim séu til skoðunar hjá embættinu. „Mál þessu tengd eru í vinnslu hjá embættinu en ekki hefur komið til sektarákvarð- ana í kjölfar skatteftirlits vegna svo- kallaðra áhrifavalda.“ ■ Skatturinn skoðar mál áhrifavalda Snorri Olsen ríkisskattstjóri. MYND/STJÓRNARRÁÐIÐ 2 Fréttir 18. febrúar 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.