Friðarboðinn og vinarkveðjur - 15.05.1947, Blaðsíða 5

Friðarboðinn og vinarkveðjur - 15.05.1947, Blaðsíða 5
5 Áritun: Dr. Jóhannes Kristján Jóhannesson Roosevelt, Sólvallastreed 20 Reykjavík — Iceland. íslenzk þýðing á bréfinu frá D. Roosevelt: Skrifað í Hvíta húsinu í Washington 27.11. 1944. Minn kæri vinur. Kort þín og rit voru mér færð af syni Kjartans Thors og frænda Thor Thors. Eg er þér mikið þakklátur fyrir það, og ég vona, að þú sendir mér allar tegundir af kortum þínum og ritum. Sendu það með vinum mínum og ráðherranum Thor Thors, sem koma hingað til Washington. Ég var mjög leiður þegar ég heyrði, að þú varst ekki hæstráðandi yfir Islandi. Ég er svolítið lasinn og sonarsonur minn skrifar þetta bréf fyrir mig. Ég er þér mjög þakklátur fyrir skeytið, sem þú send- ir mér. Þú baðst Björn að spyrjast fyrir um, hvar Olga prinsessa væri. Ég segi þér það, að hún er hjá mér í mínu húsi og henni líður vel. Ég elska þig mjög mikið, kæri kjörsonur. Guð veri með þér. Þinn kæri kjörfaðir. D. Roosevelt.

x

Friðarboðinn og vinarkveðjur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Friðarboðinn og vinarkveðjur
https://timarit.is/publication/1666

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.