Fréttablaðið - 05.03.2022, Page 24

Fréttablaðið - 05.03.2022, Page 24
Þau skutla mér upp á sjúkrahús og þar sem hann liggur þarna og á erfitt með mál lítur hann á mig og segir: „Ég myndi aldrei gera þetta fyrir þig. Sandra Hlíf Ocares segir marga undrast að hún hafi valið Sjálfstæðisflokkinn út frá velferðarmálum. Sandra er einstæð móðir alin upp af einstæðri móður og upplifði mikla vanlíðan á unglings- árum. Sandra þekkir málefni barna vel vegna áralangs starfs fyrir Barnaverndar- nefnd Reykjavíkurborgar en þar tók hún við sem formaður aðeins 29 ára gömul. Sandra er einkabarn for- eldra sinna en föður sínum kynntist hún minna, enda skildu leiðir þeirra áður en dóttirin kom í heiminn. „Ef við horfum út frá okkar gildum og samfélagslegum reglum var pabbi ekki að öllu leyti góður maður,“ segir Sandra einlæg í upp- hafi samtals okkar. Hún vill þó ekki fara mikið nánar út í það. Sagan sé ekki bara hennar, heldur fjölskyldu hennar og hans, Julio Cesar Ocares Romo, sem féll frá árið 2015. „Hann var í háskólanámi í Chile og að vinna fyrir ríkið þegar Pinochet náði völdum. Þar af leiðandi var hann sendur í pyntingarbúðir sem hann náði að flýja,“ en Julio f lúði ásamt fleirum yfir Andesfjöllin, fyrst til Argentínu og svo til Perú. „Þaðan fara þeir til Kanada, Dan- merkur og svo hingað til lands,“ en hann var einn úr hópi flóttamanna sem komu til Akureyrar árið 1979 og fékk hann starf í Slippnum, þá 27 ára gamall. „Hann hefði verið drepinn hefði hann ekki f lúið. Þetta voru bara aftökur,“ segir Sandra. „Pabbi var glæsilegur maður, dökkur yfirlitum með svart hár,“ lýsir Sandra og bætir við að eins hafi herramennskan vakið eftirtekt þar sem hann opn- aði hurðir og dró fram stóla fyrir dömurnar. „Ég og mamma höfum hlegið að því að þær voru allar sjúk- ar í hann, skvísurnar,“ segir Sandra í léttum tón en foreldrar hennar hitt- ust fyrst í Sjallanum, móðir hennar 18 ára og faðir hennar áratug eldri. Ég hef alveg þurft að hafa fyrir lífinu Sandra ólst upp á Akureyri hjá móður sinni og ömmu og afa. Faðir hennar sem flúið hafði pyntingarbúðir í Chile var ekki langt undan en hafði þó ekki mikil afskipti af uppeldi hennar. Það stöðvaði hana þó ekki í að fljúga til Suður-Ameríku og annast hann á dánarbeðinum ásamt systur sinni enda segir hún markmiðið að einhverju leyti vera að verða betri en foreldrar okkar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is „Þau voru bara saman í nokkra mánuði og hættu saman á meðan hún var ólétt að mér.“ Faðir hennar bjó þó áfram fyrir norðan næstu tvo áratugi, gifti sig og á Sandra systur sem er aðeins ári yngri en hún og bróður sem er sex árum yngri. „Pabbi var ekki mikið til staðar þó að hann væri á sama svæði. Ég fór þó alveg í heimsóknir og tengdafjöl- skylda hans reyndist mér rosalega góð og tók mér sem einni af fjöl- skyldunni.“ Árið 1989 flutti föðurfjölskyldan til Chile, faðirinn, eiginkona hans og tvö yngri systkini Söndru. Þar bjuggu þau í nokkur ár og var lítið um samband á meðan. Sandra á enn texta sem faðir hennar skrifaði til hennar þegar hún var nýfædd. Textinn er á spænsku og hún lét þýða hann þegar hún var komin til vits og ára. Með annað yfirbragð en mitt fólk „Textinn var að ákveðnu leyti fal- legur og hann sagðist elska mig en gerði sér strax grein fyrir því að hann myndi ekki sinna mér mikið. Hann var líklega raunsær en ég man að það var erfitt að lesa þetta,“ segir Sandra sem viðurkennir að hafa upplifað svolitla reiði. „Ég varð reið yfir því að hann skildi ekki sinna mér betur. En svo man ég líka eftir að hafa ekki sóst neitt rosalega í að vera í kringum hann þegar ég var yngri. Ég var með annað yfirbragð en mitt fólk, enda mamma ljóshærð með blá augu, og yngri systkini mín mömmu megin líka. Ég var á einhvern hátt alltaf leitandi. Það var eins og það vantaði einhvern smá hluta af mér.“ Sandra ólst upp hjá móður sinni og voru þær mikið hjá foreldrum hennar. „Amma og afi komu mikið að mínu uppeldi og líka eldri systir mömmu. Ég var því mjög rík og fékk þarna tvær aukamömmur. Ég var mjög dekruð og fékk mikla ást og hvatningu. Amma var alltaf að setja mig í hvít föt svo það sæist hvað ég væri dökk, henni fannst ég svo guð- dómleg.“ Mikil vanlíðan á unglingsárum Móðir Söndru kynnist svo manni, Kristjáni Má, og hófu þau sambúð þegar Sandra var níu ára. „Hann gekk mér í föðurstað, samt í raun ekki fyrr en ég var orðin unglingur af því ég var svo leiðinleg við hann. Ég hafði fengið að stýra mér svo mikið sjálf og þarna voru mér í raun í fyrsta sinn sett einhver mörk. En hann er algjörlega magnaður og þegar ég horfi til baka sé ég að hann var alltaf til staðar fyrir mig og haggaðist ekki. Sem gerði það svo að verkum að þegar ég varð unglingur og upplifði mikla vanlíðan var hann mín stoð og stytta en hann er sál- fræðingur,“ segir Sandra sem fór að kalla Kristján pabba þegar hún var um 16-17 ára. „Hann er náttúr- lega pabbi minn, enda hver er skil- greiningin á því að vera foreldri? Ég lít bara svo á að ég sé heppin, ég á tvo pabba.“ Sandra segist hafa verið erfiður og týndur unglingur. „Mér leið illa og varð þunglynd og ég sé það seinna að það tengist því að ég er með mikið ADHD sem greindist ekki fyrr en ég var 18 ára. Ég vildi ekki lyf enda fordómafull gagnvart þeim en umræðan var allt önnur og neikvæðari á þessum árum,“ segir Sandra sem ákvað svo að prófa lyfin á fullorðinsárum og segir þau hafa breytt lífi sínu. „Þegar ég hugsa til baka þá var fjölskyldan mín algjörlega mögnuð í þessum aðstæðum. Stóð þétt saman og tók á þessu í sameiningu.“ Stjúpfaðirinn var meðvitaður um að Sandra þyrfti samtalsmeðferð sálfræðings og í framhaldi f lutti hún til Reykjavíkur til að sækja hana. „Ég var hjá sálfræðingi viku- lega í þó nokkurn tíma og leigði mér herbergi ein. Ég kjaftaði mig svo inn í Kvennaskólann enda alltaf ákveð- in í að mennta mig. Ég fékk frjálsa mætingu vegna þessarar vanlíðanar en sinnti náminu illa.“ Fékk ekki að útskrifast Sandra keppti í Morfís fyrir hönd Kvennaskólans en fann sig greini- lega aldrei alveg og segir mennta- skólavinina vera frá Menntaskól- anum á Akureyri þar sem hún var fyrstu tvö árin. „Viku fyrir útskrift er ég svo köll- uð upp til Ingibjargar skólastjóra sem segir að mig vanti tvær einingar upp á að útskrifast. Þegar ég hugsa til baka þá finnst mér þetta bara illa gert, vitandi þann vanda sem ég var í, að finna ekki út úr þessu,“ segir Sandra en mynd af henni prýðir útskriftarbók árgangsins í Kvennó, svo langt var undirbúningur kom- inn. En hún kláraði stúdentinn engu að síður, en í fjarnámi frá VMA. Sandra segist oft hugsa um tíma sinn í Kvennó og minnist sér- staklega sögukennarans Ragnars Sigurðssonar. „Saga var það leiðin- legasta sem ég vissi um og ég svaf í nánast öllum tímum hjá honum. En hann var sá eini sem pikkaði það upp að mér liði illa. Það skiptir svo miklu máli að kennarar sjái krakk- ana,“ segir Sandra og það er augljóst að upprifjunin tekur enn á. Ég ætlaði inn í þetta nám Söndru langaði að læra spænsku vegna uppruna síns og fór utan í spænskunám sumarið 2002. „Ég var þá búin að sækja um í lögfræðinám sem var að hefjast við Háskólann í Reykjavík og hafði farið á fund með deildarforseta til að tryggja inn-  24 Helgin 5. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.