Fréttablaðið - 05.03.2022, Qupperneq 86
Leikskáldið Hrafnhildur
Hagalín skrifaði sína fyrstu
ljóðabók á æskuslóðum rit
höfundaferils síns á Spáni.
Hún segir ljóðið og leikritið
að mörgu leyti skyld form.
tsh@frettabladid.is
Hrafnhildur Hagalín Guðmunds
dóttir sendi frá sér sína fyrstu
ljóðabók á dögunum, sem ber titil
inn Skepna í eigin skinni. Hrafn
hildur hefur starfað sem leikskáld,
þýðandi og dramatúrg um árabil
og getið sér gott orð fyrir störf sín
á þeim sviðum. Hrafnhildur segir
ljóðin hafa kviknað þegar hún tók
sér þriggja mánaða leyfi frá starfi
sínu í Borgarleikhúsinu fyrir þrem
ur árum hvar hún starfaði sem list
rænn ráðunautur.
„Ég hafði aldrei gefið mér neinn
tíma til þess að huga að skriftum
á þessu tímabili þannig að ég var
orðin svolítið langeyg eftir því og
bað um leyfi og fór í þrjá mánuði til
Frakklands og Spánar og var ekki
með neitt sérstakt plan. Ég fór í
borgina Alcoy þar sem ég í rauninni
hóf minn rithöfundarferil. Var áður í
gítarnámi þar og svissaði svo yfir og
fór að skrifa mitt fyrsta leikrit, Ég er
meistarinn. Ég var þarna í tvo, þrjá
mánuði og fór að rifja upp alls konar
sem hafði átt sér stað þar, þannig að
ljóðin eiginlega bara komu til mín.“
Í bókinni er mikið um borgar- og
landslagsmyndir en þú ert líka að
fjalla um tilfinningar og minningar,
mætti kannski segja að þetta væri
einhvers konar kontrapunktur á
milli hins innra og ytra landslags?
„Já, það má kannski segja það.
Það var eiginlega dálítið merkilegt
að koma þarna aftur af því að það
er náttúrlega langur tími liðinn og
það er nú eitt það skemmtilega við
að eldast að maður sér alltaf hlut
ina í nýju og nýju ljósi og fattar að
maður er eiginlega margar per
sónur yfir ævina. Að koma aftur
á þennan stað og rifja alls konar
upp og uppgötva það hvað minn
ingin er hál og hvað líkaminn getur
geymt mikið af alls konar tilfinn
ingum og minningum sem maður
kannski nær ekki alveg yfir vits
munalega.“
Þannig að það var ekki mikil
áreynsla að skrifa bókina?
„Nei, í rauninni ekki og ég fór að
lesa mikið ljóð, ég hef nú alltaf lesið
töluvert af ljóðum og haft gaman
af því. Það hafa margir sagt að leik
ritin mín sum séu ljóðræn þannig
að þetta er svo sem alveg í samhengi
við það sem ég hef gert áður.“
Hrafnhildur segist sammála því
að ljóð og leikrit séu skyld fyrirbæri
að því leytinu til að formin séu bæði
mjög knöpp.
„Ljóð eru kannski svona eins og
litlar óperur í sjálfu sér, þau sam
ræma í rauninni allar listgreinarnar,
þau eru með hrynjandi og þau eru
myndlist og það er hægt að f lytja
þau eins og litla leikþætti. Hrynj
andin í tungumálinu í ljóði er líka
í takt við leikrit að því leytinu til
að þau eru flutt og það er hlustað á
þau, ljóðin náttúrlega hófu sinn feril
þannig að þau voru mælt af munni
fram,“ segir hún.
Er einhvers meira að vænta frá
þér í ljóðlistinni eða heldurðu að þú
munir snúa þér aftur að leikritun?
„Já, það er aldrei að vita. Ég er
með alls konar í bígerð og langar til
þess að fara að gefa skriftum meiri
tíma. Ég er náttúrlega búin að vera
í leikhúsinu núna alveg í átta ár í
fullu starfi og rúmlega það þannig
að þetta kallar á orðið,“ segir Hrafn
hildur að lokum. n
Maður er eiginlega margar
persónur yfir ævina
Hrafnhildur
Hagalín leitaði
aftur á æsku-
slóðir á Spáni
við ritun
bókarinnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/
EYÞÓR ÁRNASON
Orfeus
Höfuð þitt
hrekst eftir botninum
hver steinn á veginum
verður ríkari af mýkt
meðan andlit þitt eyðist
og hafið setur upp helgrímu
þína
tsh@frettabladid.is
Á sunnudag verður haldið lista
verkauppboð í Gallery Porti til
styrktar Úkraínu. Fjölmargir lista
menn taka þátt í uppboðinu og mun
allur ágóði renna til mannúðar og
baráttusamtaka í Úkraínu.
Skipuleggjendur eru úkraínsk
íslenski listamaðurinn Alexander
Zaklynsky og sænski listamaðurinn
Julia Mai Linnéa Maria, ásamt þeim
Árna Má Erlingssyni og Skarphéðni
Bergþórusyni hjá Gallery Porti.
Alexander segist hafa stokkið til
þegar Julia kom með hugmyndina
að uppboðinu en hann á mikið af
vinum og vandamönnum í Úkraínu
og vildi reyna að láta gott af sér leiða.
„Ég á fjölskyldu í Úkraínu og þau
eru í miklum vandræðum í átök
unum og ég varð að gera eitthvað.“
Að sögn Alexanders er auðvelt að
líða eins og maður sé bjargarlaus
vegna ástandsins og er uppboðið
ein leið til að takast á við það.
Fjölmargir listamenn hafa gefið
verk á uppboðið, þar á meðal ljós
myndarinn Óskar Hallgrímsson
sem er búsettur í Kænugarði ásamt
úkraínskri eiginkonu sinni.
„Núna eru í kringum fimmtíu
listamenn og það bætast f leiri við
dag hvern. Næstu helgi verðum
við í Bíó Paradís og helgina eftir
það stefnum við á að sýna nokkrar
úkraínskar kvikmyndir þar,“ segir
Alexander.
Um svokallað hljóðlátt uppboð er
að ræða og verður því ekkert ham
arshögg. Jón Gnarr setur uppboðið
en hann hefur sjálfur persónuleg
tengsl við Úkraínu og forseta lands
ins Volodímír Zelenskíj.
Nánari upplýsingar eru á Facebo
ok og artists4ukraine.com. n
Uppboð til styrktar Úkraínu
Skipuleggjendur uppboðsins eru Alexander Zaklynsky, Julia Mai Linnéa
Maria, Skarphéðinn Bergþóruson og Árni Már Erlingsson. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
FRÉTTIR, FÓLK &
MENNING
á Hringbraut
50 Menning 5. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 5. mars 2022 LAUGARDAGUR