Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.03.2022, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 17.03.2022, Qupperneq 2
Endurbætur á húsnæð- inu kosta 600 milljónir króna. Það komu hingað 110 manns til að vinna að þessu og við vorum svo um 80 í innlenda tökuliðinu. Sædís Kolbrún Steinsdóttir, hjá TrueNorth Svangir svanir á Seltjarnarnesi Lokaþættir nýjustu seríu Bachelor voru teknir upp á Íslandi í haust og sýndir í sjónvarpi í síðustu og þessari viku. Sérfræðingar sem komu að framleiðslu þáttanna hér á landi eru sammála um að landkynningin sé verulega verðmæt. lovisa@frettabladid.is FERÐAÞJÓNUSTA Gera má ráð fyrir að rúmar þrjár milljónir Banda- ríkjamanna hafi séð Bachelor- þættina í línulegri dagskrá auk þess sem mikill fjöldi horfir á streymis- veitum. „Þetta hefur mjög mikið að segja og vekur áhuga hjá fólki á að ferðast til Íslands,“ segir Sigríður Dögg Guð- mundsdóttir, fagstjóri ferðaþjón- ustu hjá Íslandsstofu. „Þannig er svo sterkt núna að vera í lokaþáttum Bachelor. Þetta er rosalega vinsælt sjónvarpsefni með mikið áhorf auk þess sem tímasetn- ingin er mjög góð því á sama tíma er verið að aflétta takmörkunum vegna heimsfaraldursins,“ segir Sigríður. „Það að þessi tiltekni þáttur hafi verið tekinn upp á Íslandi hefur gríðarlega jákvæð áhrif á Ísland sem áfangastað,“ segir Hjalti Már Einarsson, viðskiptaþróunarstjóri hjá Datera, en fyrirtæki hans hefur frá því að fyrri þátturinn var sýndur í síðustu viku greint ýmis gögn um leitaráhuga og Ísland á netinu. „Þær þjónustur og vörur sem komu fram í þáttunum hafa allar fengið mikla athygli í leitarvélum. Sama hvort um ræðir gististaði, afþrey- ingu, fatamerki eða baðlón. Tökum dæmi um baðlón og spa á Íslandi. Gögnin sýna að velflest baðlón og spa-tengd afþreying á Íslandi er að njóta góðs af þeim í leitaráhuga frá Bandaríkjunum í kjölfar þáttarins.“ Sædís Kolbrún Steinsdóttir, fram- leiðandi hjá TrueNorth, segir að þetta sé með skemmtilegri verk- efnum sem hún hafi tekið þátt í en hlutverk TrueNorth var sem dæmi að velja og finna áfanga- og gisti- staði fyrir stefnumótin sem voru í lokaþáttunum og fjölskyldusamveru sem er í þeim síðasta ásamt tökustað rósaafhendinga og bónorðs. „Það komu hingað 110 manns til að vinna að þessu og við vorum svo um 80 í innlenda tökuliðinu. Auk þess er svo fólkið sem kom fram í þáttunum eins og kórinn í Hallgrímskirkju og aðrir sem komu fram,“ segir Sædís. Hún segir að framleiðsludeildin hafi verið óvenjustór því um sé að ræða raunveruleikaþátt og að það hafi þurft að undirbúa marga tökustaði í einu. Aðspurð um hvernig það hafi verið að halda þessu leyndu í marga mánuði segir Sædís hlæjandi að það hafi gengið óvenju vel.segir Sædís og hlær. n Ástarævintýri Claytons hér á landi verulega verðmæt Fyrri Íslandsþátturinn var sýndur á skjá í Sky Lagoon þar sem eitt stefnu- mótið átti sér stað. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Nánar á frettabladid.is AUGLÝSING um sveitarstjórnarkosningar 2022. Á grundvelli 1. mgr. 24. gr. kosningalaga nr. 112/2021 með síðari breytingum, fara almennar sveitarstjórnarkosningar fram 14. maí 2022. Frestur til að skila framboðslistum til yfirkjörstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi er til kl. 12 á hádegi föstudaginn 8. apríl 2022. Sveitarstjórnarmenn sem hyggjast skorast undan endurkjöri skulu tilkynna þá ákvörðun til yfirkjörstjórnar fyrir lok framboðsfrests. Utankjörfundaratkvæðagreiðslu skal hefja svo fljótt sem kostur er eftir að framboðslistar hafa verið auglýstir, þó eigi síðar en 29 dögum fyrir kjördag. Þetta auglýsist hér með samkvæmt 2. mgr. 24. gr. framangreindra laga. Landskjörstjórn, 17. mars 2022. kristinnhaukur@frettabladid.is VESTURLAND Félagasamtökin sem rýma þurftu Brákarbraut 25 til 27 í Borgarnesi fyrir ári geta sótt um styrk upp á samanlagt 7,5 milljónir króna til að koma starfseminni fyrir á nýjum stað. Þau þurftu að víkja úr húsnæðinu vegna ákvörðunar slökkviliðsstjóra um ófullnægjandi brunavarnir. Félögin sem geta fengið styrki eru Fornbílafjelag Borgarfjarðar, bif- hjólafélagið Raftarnir, körfuknatt- leiksdeild Skallagríms, Skotfélag Vesturlands og Golfklúbbur Borg- arness. Hefur ríkt nokkur óánægja með rýminguna og hefur formaður skotfélagsins til að mynda gagnrýnt hana harðlega. Samkvæmt skýrslu verkfræði- stofunnar Verkíss myndu endur- bætur á húsnæðinu, til að hægt sé að koma starfseminni aftur fyrir, kosta 600 milljónir króna. Þann kostnað er sveitarfélagið ekki reiðubúið að leggja í og óvíst hvað verður um hús- næðið. n Félögin í Brákarey fá samanlagt sjö og hálfa milljón  elinhirst@frettabladid.is SAMFÉLAG „Það sem borgarráð samþykkti að gera er hvorki fugl né fiskur,“ segir Hrafn Jökulsson rithöf- undur og einn af forsvarsmönnum Réttlætis, hóps sem vill rannsókn á starfsemi vöggustofa á vegum Reykja- víkurborgar. Hrafn var gestur Frétta- vaktarinnar á Hringbraut í gærkvöldi ásamt Árna H. Kristjánssyni sagn- fræðingi, sem einnig er í hópnum. „Það eru sjö mánuðir síðan við gengum á fund borgarstjóra og lögðum fram mjög vel rökstudda kröfu um rannsókn á starfsemi á vöggustofunum sem voru reknar af Reykjavíkurborg frá 1949-1979. Og þar fóru í gegn allt að 2.000 börn á þessum tíma. Og það er óumdeilt að þarna voru vinnubrögð og aðbúnað- ur þannig að það var mannskemm- andi fyrir litlu börnin. Við vildum fá ítarlega rannsókn á því og hvað varð um börnin, því að við vissum að svo mörg hafa orðið fyrir skaða í lífinu. En borgarráð afgreiddi þetta eftir allan þennan tíma eins og einhverja hálfvelgju eins og þeir hefðu ekki kynnt sér málið,“ segir Hrafn. Árni sagði að þau væru ánægð með að borgarráð hafi samþykkt rann- sókn en þegar þau hafi farið að lesa markmiðin og hvað borgaryfirvöld ætla sér með rannsókninni þá hafi það valdið vonbrigðum. Málið sé illa skilgreint, mjög loðið og ekki að sjá að neinum markverðum spurn- ingum verði svarað. n Borgin að svæfa vöggustofumálin Hrafn Jökulsson, rithöfundur og skákmaður Eldri maður gaf sér tíma á milli élja og gaf svöngum svönum brauð á Seltjarnarnesi í gær. Svanirnir hópuðust saman og fengu sér gott í gogginn en þeir virtust hæstánægðir með góðvildina þegar ljósmyndari Fréttablaðsins bar að garð. Sílamáfur naut einnig góðs af og flaug með brauðbita í burtu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 2 Fréttir 17. mars 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.