Fréttablaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 6
Við eigum í alvarlegum viðræðum um vopna- hlé með fyrirvörum. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands Í dag eru tólf sveitar- félög með færri en 250 íbúa og 25 með undir 1.000. H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Tónlistarsjóður 2022 Hlutverk Tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra. Veittir eru styrkir til almennrar tónlistarstarfsemi og til kynningar og markaðssetningar á tónlist og tónlistarfólki. Styrkir eru veittir til ákveðinna verkefna og að jafnaði ekki lengur en til eins árs í senn. Umsóknartímabil er frá 17. mars til 2. maí 2022 kl. 15.00. Upplýsingar og umsóknargögn er að finna á rannis.is. Umsóknum og lokaskýrslum skal skila á rafrænu formi. Gert er ráð fyrir að viðspyrnuaðgerðir ríkisstjórnar sem kynntar voru síðastliðinn janúar hækki Tónlistarsjóðinn um 50 milljónir króna árið 2022, fjárframlag er ætlað viðburðarhaldi á árinu. Umsóknarfrestir eru tvisvar á ári, í maí og nóvember. tonlistarsjodur@rannis.is. Sími: 515 5800 © GRAPHIC NEWSHeimildir: Institute for the Study of War, UK Ministry of Defence, Reuters Innrás í Úkraínu – dagur 21 PÓLLAND SLOVAKIA UNGVERJALAND RÚMENÍA MOLDÓVA SVARTAHAF Lvív Donetsk Lútsk Dnípro LúhanskKríjvíji Ríh Karkív Kænugarður Súmíj Konotop Sjostka Gomel Tjernív Odessa Míjkolaíjv Kerson Berdíjansk Melítopol Zaporizhzhia Maríupol Ívano- Frankívsk Ú K R A Í N A HVÍTA-RÚSSLAND R Ú S S L A N D KRÍMSKAGI DONBASS- SVÆÐIÐ 60 mílur 100 km 1 2 3 4 5 6 8 7 Borgir undir stjórn Rússa Svæði undir stjórn Rússa Sókn Rússa Umkringdar borgir Átakasvæði Kænugarður: Áfram skotið á íbúðarhúsnæði. Útgöngubann. Maríupol: Áfram skotið á borgina sem er alveg umkringd. Rússneskir hermenn halda 400 gíslum á spítala, þar á meðal læknum og sjúklingum. Kerson: Úkraínumenn skutu niður þrjár rússneskar þyrlur við ªugvöllinn. Odessa: Fjórtán rússnesk skip gera sig líkleg til innrásar. Donbass: Rússar hafa vopnað almenna borgara til að gæta öryggis. Gomel: Búið að setja upp tvær þjálfunarbúðir fyrir málaliða. Súmíj: Rússar hafa hleypt almennum borgurum frá tveimur bæjum skammt frá Súmíj. Karkív: Tvær húsalengjur eyðilagðar í sprengjuárásum. Rússar eru að ná að umkringja borgina. 1 6 7 8 5 3 4 2 Þrjár vikur eru frá því Rússar réðust inn í Úkraínu. Erind- rekar landanna eru bjartsýnir á að viðræður beri árangur. Bandaríkjamenn auka stuðning sinn við Úkraínu. arib@frettabladid.is ÚKRAÍNA Tæpar þrjár vikur eru frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Erindrekar Úkraínu og Rússlands halda áfram viðræðum um mögu- legt vopnahlé. Volodímír Selenskíj, forseti Úkra- ínu, ávarpaði þingmenn í fulltrúa- deild Bandaríkjaþings í gær þar sem hann kallaði eftir frekari stuðningi og hlaut hann standandi lófaklapp fyrir. Ítrekaði Selenskíj beiðni um að lofthelgi landsins yrði lokað, Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, ítrekaði að þeirri beiðni væri hafnað þar sem slíkt gæti stigmagnað átökin. „Við sjáum eyðilegginguna, við sjáum þá mannlegu þjáningu sem á sér stað í Úkraínu. Ástandið gæti orðið mun verra ef NATO grípur til aðgerða sem gætu breytt stöðunni í beint stríð milli NATO og Rúss- lands,“ sagði hann. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið 800 milljónum dala í beina hernaðaraðstoð til Úkraínu. Bætist það við 13,4 milljarða dala aðstoð til landsins. Öldungadeild Banda- ríkjaþings sendi frá sér ályktun um að Vladímír Pútín Rússlandsforseti væri stríðsglæpamaður, hlaut til- lagan einróma stuðning. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, var bjartsýnn á að við- ræður gætu skilað árangri þegar hann ræddi við RBC-fréttastofuna í gær. „Við eigum í alvarlegum við- ræðum um vopnahlé með fyrir- vörum.“ Kína, sem hefur til þessa verið hliðhollt Rússum, virðist leika tveimur skjöldum, sendiherra Kína í Bandaríkjunum sagði í skoð- anagrein að Kína hefði ekki haft neina vitneskju um innrásina og ef þeir hefðu vitað af henni þá hefðu Úkraína fær peninga en ekki gæslu Íbúar Maríupol sem náðu að flýja borgina hafast við í hringleikahúsi í Zaporizhzhia. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY stjórnvöld þar reynt að stöðva áformin. Forsætisráðherrar Tékklands, Póllands og Slóveníu funduðu með Selenskíj í Kænugarði í gær þar sem þeir ítrekuðu stuðning landa sinna og Evrópu við stjórn hans. Samkvæmt minnisblaði breska varnarmálaráðuneytisins hafa rúss- neskir hermenn átt í erfiðleikum með að komast á milli innan Úkra- ínu og eru því háðir vegakerfinu. Þá hafa þeir einnig átt í erfiðleikum með að ná yfirráðum í lofti, hefur það hægt töluvert á framgangi þeirra. Talið er að hersveitir fyrir utan Kænugarð haldi áfram að safna vistum áður en þær ráðast á borgina, er líklegt að það gerist í næstu viku. n kristinnhaukur@frettabladid.is BÍLAR Sjálfskiptum bílum hefur fjölgað hratt á Íslandi á undan- förnum árum. Árið 2014 var rétt rúmlega helmingur allra innfluttra bíla sjálfskiptur og hafði hlutfallið verið svipað árin þar á undan. Í dag er mikill meirihluti innfluttra bíla sjálfskiptur, 83,5 prósent árið 2021. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráð- herra til Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Árið 2021 voru f luttir inn 15.797 bílar, 13.187 af þeim sjálfskiptir, 1.181 beinskiptur og 1.429 óskráðir. Þá voru aðeins 2.242 bílar, eða 14,2 prósent, hreinir bensínbílar og hefur hlutfallið aldrei verið lægra. Árið 2020 var hlutfall hreinna bensínbíla 22 prósent og 39 pró- sent 2019. Vildi Andrés vita hvort ráðherra teldi reglur um takmörkun öku- skírteinis þeirra sem taka bílpróf á sjálfskiptan bíl í samræmi við þróun bílaf lotans og markmið stjórnvalda. En samkvæmt Evr- ópureglugerð er hægt að taka próf á sjálfskiptan bíl og má viðkomandi þá ekki keyra beinskiptan bíl. Í svarinu sagði Sigurður að þetta fyrirkomulag væri ekki í andstöðu við markmið stjórnvalda í orku- skiptum eða í ósamræmi við þróun bílaflotans. n Beinskiptingin að hverfa úr bílaflotanum Gírskiptingin skiptir fólk máli. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY kristinnhaukur@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Samkvæmt nýjum drögum að leiðbeiningum fyrir lítil sveitarfélög verða þau að hefja sam- einingarviðræður eða svara ráðu- neytinu því hvers vegna það geti sinnt lögboðnum skyldum sínum. Á þetta við sveitarfélög með færri en 250 íbúa fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar í vor og sveitarfélög með færri en 1.000 íbúa fyrir sveit- arstjórnarkosningarnar árið 2026. Upphaf lega vildi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra að íbúalágmarkið yrði skylda. Fjölda- mörg sveitarfélög hafa því farið af stað í viðræður eða kosningar um sameiningar við nágranna sína. Hins vegar hafa mörg sveitarfélög streist á móti og sagst sjálf bær þó að íbúafjöldinn sé lítill. Þær leið- beiningar sem litu dagsins ljós eru því málamiðlun milli ráðuneytis- ins og þeirra. Í dag eru tólf sveitarfélög með færri en 250 íbúa og 25 með undir 1.000. Þegar samþykktar samein- ingar eru gengnar í gegn fækkar þeim þó í 11 og 21. Tvær samein- ingarkosningar fara fram um þar- næstu helgi. Samkvæmt leiðbeiningunum þurfa sveitarfélögin þó að skila inn ítarlegri skýrslu, meðal annars um fjárhag til næstu þriggja ára, um hvernig 44 lögboðnum málaflokk- um og 17 ólögboðnum sé háttað og hvort sveitarfélagið hafi sett sér 20 tegundir af lögbundnum stefnum og reglum. Þá beri sveitarfélögunum að nefna hvaða sameiningarkostir komi helst til greina og gera grein fyrir styrkleikum og veikleikum fyrir sameiningu. n Lítil sveitarfélög þurfa að réttlæta tilvist sína Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra Ómögulegt er að sprengingin hafi verið slys. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY helenaros@frettabladid.is ÚKRAÍNA Rússar eru sagðir hafa jafnað leikhús við jörðu í sprengju- árás í Maríupol í gær. Leikhúsið hafði verið notað sem neyðarskýli íbúa borgarinnar og segja borgar- yfirvöld í Maríupol að yfir þúsund manns hafi verið í leikhúsinu þegar sprengjan féll. Utanríkisráðherra Úkraínu deildi mynd á samfélagsmiðlum af rjúk- andi rústum leikhússins og sagði hann sprenginguna vera viður- styggilegan stríðsglæp. Linnulausar loftárásir og stór- skotaárásir Rússa hafa nú staðið í um tvær vikur í Maríupol og telur utanríkisráðherrann ómögulegt að um slys hafi verið að ræða. n Rússar sagðir hafa sprengt í Maríupol 6 Fréttir 17. mars 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.