Fréttablaðið - 17.03.2022, Side 10

Fréttablaðið - 17.03.2022, Side 10
Aðalfundur VM 2022 Aðalfundur félagsins verður haldinn föstudaginn 25. mars kl. 17:00. Fundarstaður: Stórhöfða 29 (gengið inn Grafarvogs megin) Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Nánari upplýsingar varðandi fundinn er að finna á heimasíðu félagsins, vm.is Boðið verður upp á léttar veitingar að fundi loknum. VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna www.vm.is Allur þingflokkur Viðreisnar hafnar hugmyndum um sölu á þriðjungshlut í Landsvirkjun. Þau leiðu mistök komu fram í Frétta- blaðinu í gær að einungis Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksfor- maður Viðreisnar, hefði svarað fyrirspurn blaðsins. Rétt er að hún svaraði fyrir hönd alls þing- flokksins. Beðist er velvirðingar á mistökunum. helgivifill@frettabladid.is Landsbankinn hefur enn ekki ráðið hlutabréfagreinanda í stað Sveins Þórarinssonar. Fram kom í frétt á Innherja í janúar að hann hefði ráðið sig til Arctica Finance. Landsbankinn er ekki hættur að vinna greiningar fyrir fagfjárfesta, samkvæmt upplýsingum frá bank- anum, en verið sé að skoða hvernig málum verði háttað framvegis. Sveinn vann við greiningar hjá Landsbankanum í liðlega átta ár. Landsbankinn hefur verið eini bankinn sem unnið hefur verðmöt á skráðum fyrirtækjum fyrir fagfjár- festa undanfarin misseri. Enginn banki vinnur verðmöt fyrir einstaklinga þrátt fyrir að MiFID II tilskipunin veiti svigrúm til að birta opinberlega verðmöt á smærri hlutafélögum. Öll fyrir- tækin í Kauphöllinni nema þrjú falla undir þá skilgreiningu. ■ Ekki enn ráðið í stað greinanda magdalena@frettabladid.is Ísland er langt á eftir því sem er að gerast í samanburðarlöndunum hvað varðar stafræna þróun í versl- unar- og þjónustugeiranum. Þetta segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka versl- unar og þjónustu, í sjónvarpsþætt- inum Markaðinum sem sýndur var á Hringbraut í gærkvöldi. „Það er skylda okkar að stíga ræki- leg skref svo við verðum ekki áfram eftirbátur samanburðarlandanna hvað þetta varðar. Í grunninn snýst þetta um að tryggja samkeppnis- hæfni íslensks atvinnulífs til fram- tíðar,“ segir Andrés og bætir við að Samtök verslunar og þjónustu hafi lagt mikla áherslu á þennan mála- flokk á undanförnum misserum. „Við höfum lagt áherslu á þetta í allri okkar kynningarstarfsemi og aðstoðað fyrirtækin við að innleiða stafræna umbreytingu í sinni starf- semi. Við stigum stórt skref með stofnun Stafræna hæfniklasans sem er samstarfsverkefni okkar, VR og Háskólans í Reykjavík með dyggri fjárhagslegri aðkomu stjórnvalda. Þetta er okkar leið til að aðstoða atvinnulífið við að mynda þekk- ingu á stafrænni umbreytingu á öllum sviðum.“ Aðspurður hvað sé fram undan í stafrænni þróun segir Andrés að erf- itt sé að spá fyrir um hvað sé handan við hornið. „Við munum líklega sjá frekari þróun í þá átt sem við höfum nú þegar séð í verslunum. Við höfum séð sjálfvirka afgreiðslukassa, öpp og f leiri nýjungar. Við munum sjá fleira í þeim dúr á næstu misserum.“ Í þættinum var einnig rætt um verðhækkanir á olíu og hrávörum, rekstrarumhverfi fyrirtækja, kjara- mál og netverslun. ■ Segir Ísland eftirbát samanburðarlandanna Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. MYND/HRINGBRAUT LEIÐRÉTTING Í grunninn snýst þetta um að tryggja sam- keppnishæfni íslensks atvinnulífs til fram- tíðar. Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segir að 80 prósent af útflutningi Íslands byggi á orkunýtingu, þar með talin ferðaþjónusta og sjávarút- vegur. helgivifill@frettabladid.is  Áttatíu prósent af útf lutningi Íslands byggja á orkunýtingu. Ann- ars vegar er um að ræða orkusækinn iðnað sem nýtir græna orku. Hins vegar ferðaþjónustu og sjávarútveg sem nýta jarðefniseldsneyti. Þetta segir Sigríður Mogensen, einn af höfundum grænbókar á vegum ráðherra um stöðu og áskor- anir í orkumálum í ljósi loftslags- markmiða stjórnvalda og sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, í sjón- varpsþættinum Markaðinum sem sýndur var á Hringbraut í gærkvöldi. Sigríður segir að ef ná eigi mark- miðum um full orkuskipti meðal annars í f lugi og á skipum ásamt því að viðhalda öflugum útflutningi þurfi orkuframleiðsla að aukast um 120 til 125 prósent fyrir árin 2040 eða 2050, eftir því hvernig á málið sé litið, samkvæmt grænbókinni. Hún bendir á að góð lífskjör hér á landi byggi á útflutningi. Að hennar sögn er stærsti hlutinn af aukinni orku sem framleiða þurfi vegna þess að hætta eigi að nota jarðefnaeldsneyti og nýta þess í stað græna orku. Sigríði finnst ekki koma til greina að draga úr umsvifum orkusækins iðnaðar til að heimili og önnur fyr- irtæki geti nýtt orkuna í orkuskipti, eins og Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, talaði fyrir í sama sjónvarpsviðtali. Sigríður segir að hin Norðurlönd- in og Evrópusambandsríki stefni á að margfalda sína grænu orkufram- leiðslu. Hún segir að við megum ekki láta það gerast að ekki hafi tekist að ná markmiðum í loftslagsmálum vegna þess að ekki hafi verið vilji til að fara í frekari orkuvinnslu. Auður segir að ekki megi ganga á náttúruna og afsaka það með því að vísa til þess að um sé að ræða aðgerðir í loftslagsmálum. Það muni leiða til þess að við munum rekast á annan vegg: Ekki losun gróður- húsalofttegunda heldur skort á auðlindum. „Við verðum að muna að við búum í kerfi þar sem eðlisfræðilög- málin segja okkur að auðlindir eru takmarkaðar. Við verðum að lifa í sátt við náttúruna,“ segir hún. Auður segir að millilandaflug sé skammt á veg komið í að losa sig við jarðefnaeldsneyti. „Þar gætum við hreinlega þurft að fækka ferðum en í mörgum flokkum þarf að hugsa hlutina upp á nýtt,“ segir hún og nefnir sem dæmi áherslu á fjöl- breyttari ferðamáta og að bílaleigur geti ekki f lutt inn mikinn fjölda af jarðefnaeldsneytisbílum. Sigríður segir að í svipmynd Eflu og Samorku sem hafi verið mest í umræðunni hvað varðar orkuþörf hafi verið gert ráð fyrir breyttu neyslumynstri, fjölbreyttari ferða- mátum og Borgarlínu, orkusparn- aði, bættri orkunýtingu vegna tækniþróunar og svo framvegis. „Ég er ósammála því að við séum að fórna íslenskri náttúru,“ segir hún og nefnir að rammaáætlun sé til staðar til að tryggja að jafnvægis sé gætt á milli verndar og nýtingar náttúrunnar. Sigríður segir að rammaáætlunin hafi ekki gagnast vel að undanförnu því hún hafi verið föst í þinginu. „Við værum ekki að sjá þessa miklu aukningu í raforkuframleiðslu ef rammaáætlunin hefði rúllað í gegnum þingið jafnt og þétt.“ Hún tekur undir að skoða eigi aðra valkosti áður en virkjað sé, eins og að stækka núverandi virkjanir og bæta orkunýtingu. ■ Útflutningur byggir á orkunýtingu Sigríður Mogen- sen, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmda- stjóri Land- verndar Flugvélar munu í framtíðinni ganga fyrir grænni orku. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 10 Fréttir 17. mars 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 17. mars 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.