Fréttablaðið - 17.03.2022, Page 11

Fréttablaðið - 17.03.2022, Page 11
Sandra Yunhong She, framkvæmda- stjóri hjá Arctic Star, segir að hennar helstu áhugamál séu vinnan og samverustundir með fjölskyldunni. Þá hefur hún einnig mikinn áhuga á kínverskri heimspeki. Arctic Star er fyrirtæki sem framleiðir fæðubótar- efni úr sæbjúgum. Hver eru þín helstu áhugamál? Áhugamálin eru mörg, það má segja að vinnan og fjölskyldan megi líka flokkast undir áhugamálin mín. Mér leiðist aldrei í vinnunni, alltaf hægt að finna einhver skemmtileg og krefjandi verkefni að fást við. Mér finnst gaman að ferðast og að upplifa mismunandi menningu. Við fjölskyldan ferðumst mikið. Mér finnst gaman að fara í göngu- túra og stunda útvist. En líka bara að vera heima eða í bústað með fjöl- skyldunni, leika við dóttur mína eða dunda mér í matargerð, fara út á kaffihús með fjölskyldu eða hitta vini og félaga. Fara í leikhús eða bíó. Lífið er stutt og ég nýt þess á meðan ég get. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Kínversk heimspeki, til dæmis Daodejing (Tao Te Ching), og Konfú- síus hefur haft mikil áhrif á mig. Kannski vegna þess að ég er Kínverji og lærði mikið um gamla kínverska heimspeki í skóla. Hver hafa verið mest krefjandi verkefnin á undanförnum miss- erum? Markaðssetning á Arctic Star heilsuvörum er efst á listanum hjá mér. Það er að koma Arctic Star heilsuvörum inn á kínverska og bandaríska markaðinn. Covid- 19 hefur haft mikil áhrif á söluna okkar til Kína. Við vorum komin vel í gang með dreifingar- og söluaðila í Kína og salan gekk mjög vel, svo stoppaði allt vegna Covid-19. Það er mjög krefjandi verkefni að fara í gang aftur og ég er mjög spennt fyrir því verkefni. Arctic Star heilsuvörur eru á Amazon.com og það gengur vel þar. Við stefnum á að fá sam- starfsaðila í Bandaríkjunum til að koma okkar frábæru heilsuvörum inn í heilsubúðir þar. Hvaða áskoranir eru fram undan? Áskoranir eru helst markaðsmál og þróun á nýjum afurðum. Við hjá Arctic Star erum fyrst og fremst að sérhæfa okkur í þróun á fæðubótar- efnum úr hreinum, ómenguðum og hágæða náttúrulegum hráefnum, eins og til dæmis íslenskum sæbjúg- um. Í Kína eru sæbjúgu notuð til bóta við hinum ýmsu meinum, til dæmis til að meðhöndla háan blóð- þrýsting, liðverki og stirðleika, jafn- vel til að auka kynorku, ásamt ýmsu öðru. Í Indónesíu eru þau til dæmis mikið notuð í græðandi meðferðir. Ef þú þyrftir að velja annan starfs- frama, hvað yrði fyrir valinu? Það er svo margt sem ég mundi vilja gera og finnst gaman, ég er alltaf tilbúin til að læra og prófa eitthvað nýtt. Ef ég þyrfti að velja annan starfs- frama, þá mundi ég vilja fara í til dæmis lögfræði og verða lögfræð- ingur, eða fara í myndlistarskóla og vera hönnuður eða arkitekt, eða læra f leiri tungumál og vera þýð- andi og svo framvegis. Hver er uppáhaldsborgin þín? Ég er fædd í Anshan í Kína og upp- alin þar. Bjó í Dalian þar til ég flutti til Íslands árið 2002. Dalian er ein af þeim borgum sem eru í uppáhaldi hjá mér, mjög falleg strandborg í Norðaustur-Kína. Svo finnst mér gott og þægilegt að búa í Reykjavík, íslenskt veður er kannski ekki mitt uppáhalds en ég læt það ekki hafa áhrif á mig. n Þykir kínversk heimspeki heillandi Sandra segir að borgin Dalian sem er strandborg í Norðaustur-Kína sé ein af þeim borgum sem séu í uppáhaldi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR n Svipmynd Sandra Yunhong She Nám: BA í íslensku, MBA í mark- aðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Störf: Framkvæmdastjóri hjá Arctic Star ehf. Fjölskylduhagir: Gift Jens H. Valdimarssyni, matvælatækni- fræðingi og eigum við saman eina dóttur. Ef ég þyrfti að velja annan starfsframa, þá mundi ég vilja fara í til dæmis lögfræði. JAGUAR F-PACE 180D Portfolio Nýskr. 3/2019, ekinn 44 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð: 8.690.000 kr. Rnr. 148334. JAGUAR E-PACE 150D Nýskr. 10/2020, ekinn 16 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð: 7.690.000 kr. Rnr. 420907. LAND ROVER Discovery Sport SE 150D Nýskr. 6/2018, ekinn 48 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð: 6.290.000 kr. Rnr. 420918. JAGUAR I-PACE EV400 HSE Nýskr. 7/2020, ekinn 9 þús. km, rafmagn, sjálfskiptur. Verð: 11.590.000 kr. Rnr. 149045. JAGUAR I-PACE EV400 HSE Nýskr. 8/2020, ekinn 11 þús. km, rafmagn, sjálfskiptur. Verð: 11.890.000 kr. Rnr. 420919. LAND ROVER Discovery 5 HSE SDV6 Nýskr. 12/2018, ekinn 22 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð: 13.890.000 kr. Rnr. 420854. RANGE ROVER VELAR HSE R-dynamic Nýskr. 5/2018, ekinn 61 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð: 12.190.000 kvr. Rnr. 420913. RANGE ROVER SPORT HSE Dynamic P400e Nýskr. 2/2019, ekinn 32 þús. km, bensín, sjálfskiptur. Verð: 13.290.000 kr. Rnr. 333717. JAGUAR - LAND ROVER Hesthálsi 6-8 / 110 Reykjavík 525 6500 / jaguarlandrover.is Allir bílar sem merktir eru APPROVED hafa farið í gegnum gæðaferli notaðra Jaguar og Land Rover bíla. Sjón er sögu ríkari – komdu í reynsluakstur strax í dag. NOTAÐIR LÚXUSBÍLAR SÝNINGARSALUR - HESTHÁLSI 6 E N N E M M / S ÍA / N M 0 1 0 0 6 7 J a g u a r n o t a ð ir 8 b íl a r 5 x 2 0 1 7 m a rs 10 Fréttir 16. mars 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ MARKAÐURINNFRÉTTABLAÐIÐFIMMTUDAGUR 17. mars 2022

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.