Fréttablaðið - 17.03.2022, Side 14
Því miður er ekkert
sem bendir til þess að
breyting verði á rekstri
og stjórnun borgar-
innar komist Sjálf-
stæðisflokkurinn ekki
til valda í borginni.
Alda er ekki vön að
gera eða segja nokkuð
til þess eins að geðjast
öðrum eða kaupa hylli
þeirra.
Reykjavíkurborg er borg tækifær-
anna. Í borginni er fjölbreytt mann-
líf, öflugt atvinnulíf og skemmtilega
ólík borgarhverfi. Það er fegurðin
við Reykjavík. Frábærir hlutir eiga
sér stað í borginni á degi hverjum,
hvort sem um ræðir velferðarþjón-
ustu, skipulagt íþróttastarf, listvið-
burði og jafnvel almennt skólahald
svo eitthvað sé nefnt. Reykjavíkur-
borg er nefnilega lifandi borg sem
líkja mætti við lystigarð fullan af
ólíkum en fallegum blómum.
Forgangsröðun fjármuna
Forgangsröðun fjármuna í grunn-
og lögbundna þjónustu hefur
fengið að víkja fyrir „skemmtilegri
verkefnum“ sem sumir nefna gælu-
verkefni. Nauðsynlegt er að breyta
um stefnu og sammælast um að
forgangsraða í þágu grunnþjón-
ustunnar. Það gæti hljómað sem
leiðinlegt stefnuskjal fyrir kosn-
ingar. Hins vegar er staðreyndin sú
að slæm sorphirða, biðlistar eftir
leikskólaþjónustu, myglað og ónot-
hæft húsnæði, framkvæmdastopp í
samgöngumálum og kreppa á hús-
næðismarkaði eru vandamál sem
nauðsynlegt er að leysa. Þau eru
þó öll tilkomin vegna pólitískra
ákvarðana vinstri manna síðustu
ár en einstrengingsleg nálgun er
því miður farin að hafa slæm áhrif
á þjónustuna og reksturinn. Því
mætti segja að í lystigarðinum sé
einnig talsvert mikið af arfa sem
hefur verið ósnertur í fjölda ára.
Stefnubreyting nauðsynleg
Því miður er ekkert sem bendir til
þess að breyting verði á rekstri og
stjórnun borgarinnar komist Sjálf-
stæðisf lokkurinn ekki til valda í
borginni. Áframhaldandi skulda-
söfnun, lóðaskortur með tilheyr-
andi húsnæðiskreppu, biðlistar
eftir þjónustu, uppsöfnuð við-
haldsþörf og enn meiri umferðar-
tafir eru það sem koma skal ef fram
heldur sem horfir. Lystigarðurinn
er fullur af arfa. Til þess að blómin
nái að blómstra og njóta sín þarf
að byrja á að hreinsa jarðveginn
og fjarlægja arfann. Þó ekki sé það
skemmtilegasta verkefnið skilar
það mun fallegri garði til lengri
tíma. n
Lystigarðurinn Reykjavík
Egill Þór Jónsson
borgarfulltrúi
Sjálfstæðis-
flokksins og fram-
bjóðandi í 6. sæti í
prófkjöri f lokksins
18. og 19. mars
Ragnhildur Alda vinkona mín sæk-
ist nú eftir fyrsta sæti í próf kjöri
Sjálfstæðisf lokksins í Reykjavík.
Hún er hæfileikarík og ég er þess
algjörlega viss að hún verði frábær
og farsæll stjórnmálamaður. Ég gæti
skrifað margt um ótal kosti hennar
en ég held að einn þeirra skipti
miklu meira máli en aðrir. Það vita
nefnilega allir sem þekkja Öldu að
hún er algjörlega laus við alla tilgerð
og plat.
Ég kynntist Öldu í menntaskóla.
Á þeim aldri eru f lestir logandi
hræddir við að vera öðruvísi,
synda á móti straumnum og falla
ekki í hópinn. Alda er hins vegar
ekki þannig. Henni finnst það sem
henni finnst og hún er óhrædd við
að segja það hverjum sem er. Hún
fórnar ekki sínum gildum til að
þóknast neinum. Þrátt fyrir það er
Alda ótrúlega vinmörg og einhvern
veginn virðast allir þekkja hana og,
það sem meira er, tala um hana af
hlýju. Þetta held ég að sé merki um
náttúrulegan leiðtoga.
Alda er ekki vön að gera eða segja
nokkuð til þess eins að geðjast
öðrum eða kaupa hylli þeirra. Þess
vegna eru loforð hennar ekki innan-
tóm og þess vegna mun hún raun-
verulega berjast fyrir því sem hún
talar fyrir, þar á meðal bættu skipu-
lagi borgarinnar, vandaðri rekstri
borgarinnar og ekki síst umbótum
í leikskólamálum … þessum sömu
leikskólamálum og núverandi
borgarstjóri hefur reglulega lofað
að sinna í 20 ár.
Ég held að það sé kominn tími
fyrir Öldu breytinga. n
Kominn tími fyrir Öldu
breytinga í Reykjavík
Þórir Helgi
Sigvaldason
lögmaður
Daglega berast nýjar fréttir sem
tengja má við hlýnun jarðar.
Kristján Vigfússon, aðjúnkt við
HR, sagði í frétt Fréttablaðsins 1.
febrúar sl. loftslagskvíða barna og
ungmenna gríðarlegt áhyggjuefni.
Nýleg könnun sýni að 60 prósent
ungs fólks hafi svo miklar áhyggjur
að þau telji mannkynið dauða-
dæmt.
Í þessu samhengi má spyrja sig
hvort eftirfarandi fréttir séu gleði-
tíðindi eða áhyggjuefni. Sjófar-
endur sjá risastóran borgarísjaka á
Húnaflóa og hafís sem er aðeins 17
sjómílur frá landi. Hafís er óvenju
mikill á norðurslóðum og NA-sigl-
ingaleiðin fyrir norðan Síberíu
lokaðist fyrr en venjulega í haust
þannig að fjöldi f lutningaskipa sat
fastur í hafís. Landsvirkjun afhend-
ir ekki raforku til fjarvarmaveitna
á köldum svæðum sem hitaðar
eru með raforku eða til fiskimjöls-
verksmiðja sem kaupa raforku með
skerðingarákvæðum. Ástæðan er
sú að miðlunin í Þórisvatni fylltist
ekki í haust þar sem jöklar á vatna-
sviði Þjórsár bráðnuðu lítið síðast-
liðið sumar og rennsli inn í Þóris-
vatnsmiðlun var því takmarkað.
Árið 2021 var lélegt vatnsár. Afleið-
ingin er sú að það þarf að brenna
þúsundum tonna af olíu vegna raf-
orkuskorts.
Fyrir tveim árum birti undirrit-
aður grein sem bar nafnið „Þróun
hitastigs í eina öld“ og hófst þann-
ig: Veðurstofa Íslands var stofnuð
1. janúar 1920 og er því 100 ára í
ár. Af því tilefni er rétt að líta yfir
farinn veg og þróun veðurfars á
Íslandi í eina öld. Oft er sagt að það
þurfi að kanna fortíðina til þess að
gera sér grein fyrir því sem framtíð-
in kann að bera í skauti sér. Hitastig
er sá þáttur í veðurfari sem mest er
rætt um á þessum tímamótum.
Þessi grein fjallar um þróun hita-
stigs í eina öld í höfuðstaðnum
Gleðitíðindi eða áhyggjuefni?
Gunnlaugur
Jónsson
eðlisfræðingur
Tölulegar upplýsingar um ársmeðalhita í 100 ár til 2019
Stykkishólmur Reykjavík Stórhöfði
Ársmeðalhiti 4,0°C 4,8°C 5,2°C
Mesti ársmeðalhiti 5,5°C 6,1°C 6,3°C
Minnsti ársmeðalhiti 2,3°C 2,8°C 3,7°C
Hallatala: hlýnun á ári 0,0057°C 0,0036°C 0,0025°C
Hlýnun á 100 árum 0,57°C 0,36°C 0,25°C
Tölulegar upplýsingar um ársmeðalhita í 100 ár til 2021
Stykkishólmur Reykjavík Stórhöfði
Hallatala: hlýnun á ári 0,0051°C 0,0028°C 0,0020°C
Hlýnun á 100 árum 0,51°C 0,28°C 0,20°C
Það virðist því ekki
sérstök ástæða til
þess að hlakka til eða
kvíða breytingum á
hita í Reykjavík næstu
aldirnar.
Ársmeðalhiti 1920-2021
n Stórhöfði n Reykjavík n Stykkishólmur
7,0
6,0
5,0
4,0
3,0
2,0
1,0
0,0
19
20
19
23
19
26
19
29
19
32
19
35
19
38
19
41
19
44
19
47
19
50
19
53
19
56
19
59
19
62
19
65
19
68
19
71
19
74
19
77
19
80
19
83
19
86
19
89
19
92
19
95
19
98
20
01
20
04
20
07
20
10
20
13
20
16
20
19
Reykjavík auk Stykkishólms og
Stórhöfða sem eiga sér lengsta sögu
samfelldra hitamælinga á Íslandi.
Þá er hugað að því hvað gerist ef
þróunin verður óbreytt næstu 100
árin.
Meðfylgjandi töf lur gefa tölu-
legar upplýsingar um ársmeðalhita
í 100 ár í Reykjavík, Stykkishólmi
og á Stórhöfða. Fyrri taf lan er sú
sama og birtist fyrir tveim árum
og sýnir hlýnun í eina öld til 2019
og sú síðari til ársins 2021.
Tafla 1
Á meðfylgjandi línuriti má sjá
hvernig ársmeðalhiti á þessum
þrem veðurstöðvum hefur breyst
á 102 árum frá 1920 til 2021. Fyrstu
árin eru köld en þegar árið 1939
kemur eitt heitasta árið á tímabil-
inu, ársmeðalhiti allra stöðvanna
var 5,7°C og þá mældist jafnframt
mesti hiti sem mælst hefur á Íslandi
30,5°C á Teigarhorni. Á þeim tveim
árum sem skilja að fyrri og síðari
töfluna hafa ekki orðið marktækar
breytingar á ársmeðalhita, minnsta
ársmeðalhita eða mesta ársmeðal-
hita. Hæstur er ársmeðalhitinn í
suðri á Stórhöfða 5,2°C, í Reykjavík
er hann 4,8°C en kaldast norður í
Stykkishólmi 4,0°C. Langlægsti
samanlagður ársmeðalhiti á öllum
stöðvunum var árið 1979, aðeins
2,9°C, en mestur árið 2003 þegar
hitinn náði 5,9°C. Næsthlýj asta
árið var fyrir 80 árum, árið 1941,
þegar samsvarandi hiti var 5,8°C.
Á síðsta ári var þessi hiti 5,2°C og
mun lægri en að jafnaði fyrir 80
árum.
Tafla 2
Á tveim árum frá 2019 til 2021 hafa
orðið breytingar á hallatölunum til
lækkunar. Í Reykjavík mælist hlýn-
un á 100 árum 0,28°C í stað 0,36°C
áður, hlýnun í Stykkishólmi 0,51°C
í stað 0,57°C og á Stórhöfða 0,20°C í
stað 0,25°C. Hlýnun á þessum þrem
veðurstöðvum hægir á sér en gefur
ekki í eins og ætla mætti af umræðu
um hlýnun jarðar.
Í umræðunni hefur komið fram
að veðurfar á Íslandi muni eftir
100 til 200 ár líkjast veðurfari eins
og það er nú á Skotlandi. Lands-
virkjun muni njóta meiri úrkomu
og rennslis í ám og bændum muni
ganga betur að rækta korn og þá
sérstaklega bygg, en það hentar
vel til bruggunar á bjór og Whisky
í Skotlandi. Lítum aðeins nánar á
þessa hugmynd með hliðsjón af því
að meðalárshiti í Reykjavík hefur
vaxið um 0,28°C á síðustu 100
árum. Meðalhiti í Reykjavík síð-
ustu 100 árin var 4,8°C, meðalhiti í
höfuðborg Skotlands, Edinborg, er
9,5°C. Mismunurinn er 4,7°C. Með
0,28°C hlýnun á öld verður hiti í
Reykjavík orðinn sambærilegur við
hitann í Edinborg eftir nær 17 aldir
eða árið 3700. Það virðist því ekki
sérstök ástæða til þess að hlakka
til eða kvíða breytingum á hita í
Reykjavík næstu aldirnar. n
14 Skoðun 17. mars 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ