Fréttablaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 16
Hann kemur inn í geggjuðu formi og mér finnst ég sjá meiri hund í honum. Hann er svo spenntur. Pétur Marinó Jónsson Mér finnst líklegt að þetta endi í jörðinni á einhverj- um tíma- punkti og þá mun ég sækja vel á hann með höggum og vonandi endar þetta bara á klassískri hengingu. Gunnar Nelson Gunnar Nelson er mættur til Lundúna en um helgina mætir hann Takashi Sato í bardagabúrinu á vegum UFC. Gunnar segir tilfinn- inguna vera góða í tengslum við að stíga aftur inn í búrið eftir yfir tveggja ára fjarveru. Hann spáir því að gera út um viðureign sína við Sato fyrir dómaraúrskurðinn. UFC „Tilfinningin fyrir því að vera kominn aftur hingað er mjög góð,“ segir Gunnar í samtali við Frétta- blaðið í Lundúnum. „Það er langt síðan síðast og bara gott að vera kominn aftur. Núna tekur við smá bið fram að bardaga sem maður hlakkar aldrei til að upplifa en það er samt margt gott við þetta. Ég er búinn að vera oft á þessu hóteli og finnst gott að koma hingað.“ Undirbúningurinn hefur að sögn Gunna gengið mjög vel. Hann segist vera meiðslafrír og hefur að eigin sögn ekki verið svona ferskur lengi. Hvað dagana fram að bardaga varðar segir Gunnar að þeir snúist um að halda þyngdinni niðri. „Það er svo sem ekkert mikið vandamál fyrir mig þar sem ég þarf ekki að skera neitt svakalega mikið niður, allavegana miðað við marga aðra. Núna snýst þetta bara um léttar æfingar, að halda flæðinu gangandi, borða mikið af hreinni fæðu, drekka rosalega mikið af vatni og fara oft á klósettið. Síðan er þetta náttúrulega bara svaka mikil bið.“ Það er alveg ljóst af viðbrögðum og fasi Gunnars að dæma að hann er meira en tilbúinn fyrir komandi bardagakvöld. Pétur Marinó Jóns- son, ritstjóri vefsíðunnar mmafrett- ir.is, þekkir vel til Gunnars og hefur fylgst vel með undirbúningi hans. „Fyrir alla bardaga eru menn að lenda í einhverjum smávægilegum meiðslum sem þeir koma síðan með inn í bardagann sjálfan. Núna hafa æfingabúðirnar gengið mjög vel og þá aðallega vegna þess að Gunnar er svo heilsuhraustur,“ segir Pétur Marinó í samtali við Fréttablaðið. Pétur er ekki frá því að hann sjái neista frá fyrri árum í augum Gunn- ars. „Hann kemur inn í geggjuðu formi og mér finnst ég sjá meiri hund í honum. Hann er svo spennt- Gunnar ekki verið svona ferskur lengi ur, finnst mér, að fara í búrið vegna þess að það er svo langt síðan hann steig inn í búrið síðast. Mér finnst vera meiri tilhlökkun í honum heldur en fyrir síðustu bardaga og þá kannski sér í lagi vegna þess að svo langur tími hefur liðið síðan hann steig síðast inn í búrið.“ Andstæðingur Gunnars, Takashi Sato, lét hafa það eftir sér í samtali við MMA fréttir og Fréttablaðið í gær að hann hygðist klára bar- dagann áður en kemur að dómara- ákvörðun. Gunnar ætlar ekki að leyfa því að gerast. „Mér finnst líklegt að þetta endi í jörðinni á einhverjum tímapunkti og þá mun ég sækja vel á hann með höggum og vonandi endar þetta bara á klassískri hengingu,“ segir Gunnar Nelson í samtali við Frétta- blaðið í Lundúnum. n ÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 17. mars 2022 FIMMTUDAGUR aron@frettabladid.is Rúm tvö ár eru liðin síðan Gunn- ar Nelson steig síðast inn í búrið á vegum UFC. Það gerðist gegn Gil- bert Burns í september árið 2019 í bardaga sem Gunnar tapaði, þar áður hafði hann tapað gegn Bret- anum Leon Edwards á dómara- ákvörðun. Meiðsli og heimsfaraldur hafa haldið Gunnari frá búrinu síðan þá en nú fær hann tækifæri til þess að minna á sig aftur á bardagakvöldi í London á laugardaginn. Það þarf óneitanlega mikinn styrk og ástríðu fyrir íþrótt sinni til þess að þrauka tíma líkt og Gunnar hefur gengið í gegnum þessi rúmu tvö ár eftir að hafa þurft að sætta sig við tvö erfið töp. En það er einmitt málið. Þetta er það sem Gunnar kann best, þetta er það sem hann þekkir. Það er alveg ljóst að bardaginn á laugardaginn gegn Takashi Sato er gríðarlega mikilvægur fyrir Gunn- ar og feril hans í UFC. Þetta er fyrsti bardagi hans á nýjum samningi og með góðum sigri gætu opnast spennandi tækifæri. Mér fannst ég skynja það á Gunn- ari þegar ég tók viðtal við hann í síð- ustu viku að hann er vel einbeittur á verkefnið fram undan. Hann horfir ekki langt fram á veginn heldur fetar hann skref fyrir skref. Gunnar segir okkur mega eiga von á bestu útgáfunni af sér á laug- ardaginn, stefnan er sett og mark- miðin skýr. Svörin eru handan við hornið. n Einbeittur Gunnar fetar veginn áfram skref fyrir skref n Utan vallar Gunnar snýr aftur í búrið á laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Stefnan er sett og markmiðin skýr. Svör- in eru handan við hornið. Það er í mörg horn að líta fyrir Gunnar fyrir komandi bardaga. Sumt tengist markaðsefni og áritunum. Gunnar Nelson á hótelherbergi sínu að æfa fyrir komandi bardaga. MYNDIR/MJÖLNIR Aron Guðmundsson aron @frettabladid.is skrifar frá London

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.