Fréttablaðið - 17.03.2022, Síða 20
S Í G I L D K Á P U B Ú Ð
Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is
Laxdal er í leiðinniFylgið okkur á FB
SKOÐIÐ
LAXDAL .IS
Vatnsvarðar
yfirhafnir
frá
Einn frægasti hönnuður
hátískuskófatnaðar vann
nýlega með Birkenstock-
merkinu og hannaði nýja
og glamúrskotna útgáfu af
þessum frægu og hversdags-
legu inniskóm.
oddurfreyr@frettabladid.is
Samstarf tískuhúsa er oft óhefð
bundið og skemmtilegt og stund
um er jafnvel lúmskur húmor í því
hvernig hátísku og hversdagsleika
er blandað saman á nýjan hátt. Það
á svo sannarlega við um þetta nýja
samstarf, sem er í senn glæsilegt og
skemmtilegt.
Blahnik er einn frægasti skó
hönnuður heims og þekktur fyrir
fína og dýra skó, svo það er engin
furða að hans útgáfa af þessum
frægu inniskóm sé töluvert ólík
upprunalegu útgáfunni. Að sögn
framleiðenda var samt lögð jafn
mikil áhersla á að þeir væru þægi
legir eins og alltaf, en þeir eru bara
mun skrautlegri og með miklu
meira flaueli.
Tveir stílar í nýjum búningi
Blahnik tók snúning á tveimur af
vinsælustu skónum frá Birken
stock, Arizonasandalanum og
Bostonklossanum, og báðir
stílarnir eru nú fáanlegir með
bleikfjólubláu flaueli, bláu flaueli
eða svörtu leðri. Allir skórnir hafa
líka kristalsylgju, sem er ein
kennismerki Blahnikskónna.
Skórnir fara í sölu í tvennu
lagi. Hluti þeirra fer í sölu eftir
viku og svo kemur annar hluti í
verslanir í júní. Þeir verða seldir á
vefsíðum vörumerkjanna tveggja
og í völdum verslunum.
Þeir ódýrustu kosta um 79
þúsund krónur en þeir dýrustu
tæplega 96 þúsund krónur.
Blahnik elskar Birkenstock
Blahnik segir sjálfur að Birken
stockskór hafi „verið í fataskápn
um hans frá upphafi vega“ og bætir
við: „Ég hef elskað og notað mína í
mörg ár. Ég er mjög ánægður með
að við skulum hafa getað unnið
saman og það að blanda saman
Manolo Blahnikútlitinu við hvers
dagsleg þægindi Birkenstock er
bara dásamlegt!“
Oliver Reichert, forstjóri
Birken stock, bætti við: „Við erum
hæstánægð með að vinna með
Manolo Blahnik, en óviðjafnanlegt
handverk hans hefur sett staðalinn
fyrir skósmíði í langan tíma.“
Hann sagði að þetta safn af
skóm væri einstakt og að það lyfti
bæði hönnun Birkenstock og stíl
Manolo Blahnik á hærra plan. ■
Manolo Blahnik hannaði Birkenstock-skó
Manolo Blahnik er einn frægasti skóhönnuður heims og þekktur fyrir fína og dýra skó. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Nýju skórnir eru mun skrautlegri og með miklu meira af
flaueli en venjulegir Birkenstock-skór. SKJÁSKOT/YOUTUBE
Nýju Birkenstock-skórnir fást í tveimur útgáfum og
þremur litum. SKJÁSKOT/YOUTUBE Allir skórnir hafa kristalsylgju, sem er einkennismerki
Blahnik-skónna. SKJÁSKOT/YOUTUBE
Það er líka hægt að fá skóna með svörtu leðri.
SKJÁSKOT/YOUTUBE
Blahnik tók snún-
ing á tveimur af
vinsælustu skónum frá
Birken stock, Arizona-
sandalanum og Boston-
klossanum.
4 kynningarblað A L LT 17. mars 2022 FIMMTUDAGUR