Fréttablaðið - 17.03.2022, Side 22
Í hverri flík gefst kjörið tæki-
færi til þess að tjá sig á tísku-
palli lífsins og hinum ýmsu
breiðstrætum borga og bæja.
Eitt af því sem tískuunn-
endur hafa löngum hunsað
í fataskúffunni, að minnsta
kosti þeir sem ekki gegna
forsetaembætti á Íslandi, eru
sokkarnir.
jme@frettabladid.is
Á tískuvikum í París, Madrid,
Kaupmannahöfn, New York og
víðar hafa sokkapörin nú fengið að
stíga fram í sviðsljósið á leggjum
tískusýningargesta. Þið heyrðuð
rétt. Sokkar hafa undanfarið verið
heitasta heitt, bæði bókstaflega
og ekki, hjá tískumógúlum úti í
heimi. Eftir að stórstjörnurnar Zoë
Kravitz og Bella Hadid sáust báðar
skarta sportsokkum nýlega hafa
tískuunnendur keppst við að setja
strikið í tísku-téið með fallegum,
skrautlegum og litríkum sokkum
með ágætis árangri.
Hinn fullkomni fylgihlutur
Sokkar eru hinn fullkomni fylgi-
hlutur til þess að toppa lúkkið
með smá litasprengju. Til dæmis
getur verið fallegt að nota dökka
hlutlausa sokka undir gyllta eða
málmlitaða sandala. Sokkar mega
líka kíkja vel upp úr ökklaskóm
eða strigaskóm. Ef þú ert ekki
alveg tilbúin/n í að fara alla leið í
sokkatískunni þá má alltaf para
áberandi eða mynstraða sokka
saman við síðar buxur og lágar
mokkasíur og leyfa sokkunum að
skína þegar þú sest til borðs.
Það allra besta við sokkatísk-
una er að kaup á sokkum þurfa
alls ekki að létta um of á peninga-
pyngjunni, þó svo það sé auðvitað
hægt, sé vilji fyrir hendi, að eyða
háum fjárhæðum í sokka eins og
allt annað.
Hlýjar titrandi tám
Það þarf vart að nefna að þetta
trend er sérstaklega kærkomið
hér á landi, þar sem sjaldan gefst
tækifæri til þess að skarta opnum
skóm eða sandölum, enda er
kuldaboli gjarnan snöggur að
narta í berar tærnar þegar dregur
fyrir sjaldséða sólu. Þá er gott að
hafa leyfi frá tískulöggunum til
að sporta sokkum með sandölum,
líkt og ekta pabba sæmir. n
Tjáðu þig
með táklæðnaði
Gestur á Louis Vuitton tískusýningunni á tískuvikunni í París í lok janúar
klæddist fagurgrænum sokkum við stuttbuxur, strigaskó og græna tösku.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Norski áhrifavaldurinn Annabel Rosendahl sést hér
skarta neongulum sokkum við stuttbuxur og græna
sandala á tískuvikunni í París í ágúst í fyrra.
Svissættaða leikkonan Cleo von Adelsheim parar saman
Dior sportsokka og gul-köflótta dragt í anda Clueless á
tískuvikunni í París í janúar síðastliðnum.
Þessi gestur klæddist pastelfjólubláum sokkabuxum við
bleika mynstraða sokka og pastelfjólubláa tösku fyrir
utan tískusýningu Miu Miu í París í mars.
Hin kínversk-bandaríska Jaime Xie skartar hér gylltum
sandölum yfir gráa sokka fyrir utan Miu Miu tískusýning-
una í París í mars. Útkoman er afar elegant.
SJÁLFBÆR REKSTUR
Föstudaginn 25. mars gefur Fréttablaðið,
í samstarfi við Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð,
út sérblaðið Sjálfbær rekstur.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Nánari upplýsingar um auglýsingar og umfjallanir fyrir blaðið veitir;
Arnar Magnússon, sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins.
Sími: 550-5652 / arnarm@frettabladid.is
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
6 kynningarblað A L LT 17. mars 2022 FIMMTUDAGUR