Fréttablaðið - 17.03.2022, Síða 31

Fréttablaðið - 17.03.2022, Síða 31
FÓKUS Á HJARTA LANDSINSFIMMTUDAGUR 17. mars 2022 Hvannadalshnjúk (2.110 m) þekkja allir en færri þekkja til litla bróður hans, Sveinstinds (2.044 m), sem er skammt frá og státar af því að vera næsthæsti tindur landsins. Enn færri þekkja til litlu systur Sveinstinds, Sveinsgnípu, sem lúrir í kjöltu hans. Hún er líkt og flestir hæstu tindar landsins staðsett á öskjubarmi Öræfajök- uls og nær 1.925 m hæð. Hvað hæð varðar er hún því ekki jafnoki áðurnefndu risanna tveggja en á fullt roð í nágranna sína Vestari- og Eystri-Hnapp. Þrátt fyrir lítil- látt nafnið er Sveinsgnípa snotur tindur sem minnir á hanakamb. Efst býðst mergjað útsýni yfir krosssprung- inn Hrútárjökul og austurhlíð Sveinstinds ofan hans. Í vesturátt blasir síðan við 7 km breið og fannhvít askja Öræfajökuls og Hvannadalshnjúkur, sem frá þessu sjónarhorni minnir á egypskan sfinx. Sveinsgnípa er líkt og Sveinstindur kennd við Svein Pálsson lækni og náttúrufræðing. Hann telst einn merk- asti vísindamaður okkar Íslendinga en var jafnframt hugrakkur fjallagarpur. Er talið að hann hafi fyrstur manna gengið á Sveinstind, þann 11. ágúst 1794, frá Kví- skerjum, en hann var þá talinn hæsti tindur landsins. Síðar hafa margir efast um að Sveinn og fylgdarmaður hans hafi í raun náð Sveinstindi, og út frá lýsingum og tímasetningum í Ferðabók hans líklegra að hann hafi sigrast á tindi Sveinsgnípu. Hvað sem því líður þá er talið að í göngunni hafi Sveinn áttað sig betur á eðli skriðjökla, en hann var einn sá fyrsti í heiminum sem áttaði sig á rennsli þeirra. Sveinn vissi hins vegar ekki, fremur en flestir samtíðarmenn hans, að háfjallaveiki gerir ekki vart við sig fyrr en komið er yfir 2.500 m hæð. Segir svo í Ferðabók hans: „Loftið tók nú, eins og vant er á slíkum stöðum, að verða of þunnt og andardrátturinn alltof léttur. Annar félaga minna varð svo kvíðafullur og syfjaður, að við urðum loks að skilja hann eftir, og féll hann jafnskjótt í svefn og hann fleygði sér niður í snjóinn.“ Félagarnir þrír komust þó allir lifandi heim og fjallgangan þótti hin mesta frægðarför. Á Sveinsgnípu og Sveinstind má velja um nokkrar leiðir sem allar teljast langar og krefjandi jöklagöngur. Vinsælust í seinni tíð er svokölluð Læknaleið, sem Sveinn gekk á sínum tíma og liggur meðfram Rótar- fjallshnjúki eystri. Loks má þvera öskjuna frá Sandfells- eða Hnappaleið á Hnjúkinn. ■ Litla systir litla bróður Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari Tómas Guðbjartsson hjartaskurð­ læknir og náttúru­ unnandi Þótt Sveins- gnípa falli í skugga voldugri bróður síns Sveinstinds þá er hún ekki síður tilkomumikill tindur. Í fjarska Hvannadals- hnjúkur og Efri- Dyrhamar. Gengið upp hrygg Sveinsgnípu. Sveinstindur og Hvannadalshnjúkur í baksýn, en frá þessu sjónarhorni er hæsti tindur landsins hvað tilkomumestur. MYNDIR/ÓMB Sveinsgnípa liggur vinstra megin Sveins- tinds sem sést fyrir miðri mynd og var löngum talinn hæsti tindur landsins. Fjallsárlón í for- grunni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.