Fréttablaðið - 17.03.2022, Síða 34

Fréttablaðið - 17.03.2022, Síða 34
Um 100 börn á aldr- inum fimm til níu ára komu með sínar hug- myndir um hvernig þau myndu vilja hafa rýmið. Hjördís Ástráðsdóttir KVIKMYNDIR The Batman Leikstjórn: Matt Reeves Aðalhlutverk: Robert Pattinson, Zoë Kravitz, Paul Dano og Colin Farrell Oddur Ævar Gunnarsson Robert Pattinson er hvorki vampíra né skólastrákur í galdraskólanum Hogwarts lengur, heldur Leður- blökumaðurinn í enn einni endur- ræsingunni og harla fínn sem slíkur. Þegar við hittum Leðurblöku- manninn að þessu sinni hefur hann barist gegn spillingunni í Gotham- borg í tæp tvö ár. Skyndilega finnst borgarstjórinn myrtur á dularfullan hátt og Leðurblökumaðurinn má, sem Bruce Wayne, hafa sig allan við að finna morðingjann og tónninn sem er gefinn minnir jafnvel á rað- morðingjamyndir á borð við Zodiac frá 2007. Leikararnir standa sig upp til hópa með prýði í myndinni og áhyggjur af Pattinson í titilhlutverkinu eru með öllu óþarfar. Þá skilar Zoë Kravitz sínu í hlutverki Kattarkonunnar á meðan Colin Farrell og Paul Dano fara hreinlega á kostum sem ill- mennin Mörgæsin og Gátumennið. Colin er svo gott sem óþekkjanlegur í hlutverkinu og virðist skemmta sér konunglega. Tónninn í þessari leðurblöku- mynd er nokkuð frábrugðin fyrri myndum að því leytinu til að hand- ritshöfundar gefa sér dágóðan tíma til að rekja söguna með „slow burn“ aðferðinni sem er mjög í tísku þessi misserin. Þessi frásagnaraðferð er þó ekki allra og sjálfum leiddist mér nokkuð á köflum. Myndin er tveir tímar og 47 mín- útur að lengd og má færa fyrir því rök að það hefði verið hægt að stytta hana um allavega 40 mínútur án þess að það bitnaði á söguþræðinum. Þyngsta byrði myndarinnar er sú staðreynd að þetta er jú þrátt fyrir allt enn önnur myndin um Leður- blökumanninn. Það verður hins vegar enginn aðdáandi svikinn af því að sjá myndina en spurningin er hvort venjulegir áhorfendur séu í stuði fyrir mynd sem tekur sig ansi alvarlega. n NIÐURSTAÐA: The Batman er góð mynd en er þrátt fyrir það bara enn ein myndin um Leðurblökuna. Aðdáendur munu kætast en öðrum áhorfendum gæti leiðst. Hægeldaður Leðurblökumaður Nýlega var nýtt upplifunar- rými opnað í Hörpu, Hljóð- himnar, sem ætlað er börnum og fjölskyldum þeirra til að kynnast töfraheimi hljóðs og tóna. Með þessu framtaki hefur Maxímús Músíkús, frægasta tónlistarmús Íslands, fengið samastað. svavamarin@frettabladid.is Hljóðhimnar eru nýtt upplifunar- rými í Hörpu, ætlað yngri tónlist- arunnendum, sem opnað var í vik- unni. „Hugmyndin að verkefninu er innblásin af heillandi ferðalagi hljóðbylgja og skiptist í miðeyra, innra eyra og ytra eyra, þar sem hvert svæði er litakóðað eftir mis- munandi viðfangsefnum, allt frá því hvernig hljóð myndast og hvernig tónlist verður til,“ segir Ingibjörg Fríða Helgadóttir, barnamenn- ingarstjóri Hörpu. „Innra eyrað er svæði með tæknileg viðfangsefni, gengið er inn um miðeyra og í ytra eyranu er leikmynd af Sinfóníunni, svo dæmi sé tekið.“ Að sögn Ingibjargar er kveikjan að Hljómhimnum tónlistarmúsin Maxímús Músíkús. Hún segir fólk geta þar fundið tengingu við íbúa hússins, sem eru Sinfóníuhljóm- sveit Íslands, Stórsveit Reykjavíkur, Íslenska óperan og aðrir tónlistar- menn, án þess að þurfa að fara á tónleika. Músarholur Maxí í Hörpunni Hjördís Ástráðsdóttir, fræðslustjóri Sinfóníunnar, tekur undir þetta. „Maxi hefur verið með okkur frá því Sinfóníuhljómsveitin var í Háskólabíói. Það má segja að hann sé afsprengi hljómsveitarinnar,“ segir hún. „Hann fæddist þar og er auðvitað eins og góðar húsamýs. Hann f lutti með hljómsveitinni, kom í þessa eðalhöll: Hörpu. Hér er hann, drengurinn, og búinn að fá samastað eins og öll börn. Hér á hann heima og hér eru holurnar hans,“ segir Hjördís. „Hægt er að fylgjast með honum í gegnum hljóðfæraleikarana. Hann tjáir sig með þeirra rödd, tónlistin er hans tungumál.“ Hjördís segist hafa fylgt verkefninu frá upphafi. Hall- fríður Ólafsdóttir, höfundur bók- anna um Maxímús Músíkús, hafi verið hluti af verkefninu í byrjun, en hún lést fyrir aldur fram árið 2020. Hugmyndir frá hundrað börnum Hópur barna frá krakkaráði hönn- unarfyrirtækisins Þykjó aðstoðuðu við hönnun rýmisins. „Um 100 börn á aldrinum fimm til níu ára komu með sínar hugmyndir um það Músarholur Maxímúsar í Hörpu Ingibjörg Fríða og Hjördís í einni músarholunni í miðju rýminu. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Sinfónían er staðsett í ytra eyra Hljóðhimna. Hjördís lætur fara vel um sig í vöggu Hljóðhimna við fagurra tóna undirspil. Hljóð dýranna eru kölluð fram með snertingu. Stytta mætti myndina um 40 mínútur án þess að það bitnaði á sögu- þræðinum, segir gagnrýnandi. MYND/SKJÁSKOT hvernig þau myndu vilja hafa rýmið, eins og teppin sem eru á veggjun- um,“ segir Ingibjörg. Hún hefur eftir Sigríði Sunnu Reynisdóttur, list- rænum stjórnanda Þykjó, að börnin séu yfir sig ánægð með útkomuna. n n Spurningin ninarichter@frettabladid.is Á vefsvæði bandaríska viðskipta- tímaritsins Forbes má lesa grein þar sem reifaðar eru ástæður fyrir ameríska ferðamenn til að heim- sækja Ísland í sumar. Í greininni er komið inn á spá Íslandsbanka þar sem reiknað er með f leiri en milljón ferðamönn- um á þessu ári. Ástæðurnar sem gefnar eru fyrir Íslandsför eru til dæmis aflétting á höftum á landamærunum vegna heimsfaraldurs, nýir valmögu- leikar í f lugi með tilkomu Play, umbætur á vegakerfi á Vestfjörðum og tilkoma lúxushótelsins Reykja- vík Edition. n Hvernig er menntaskólalífið? Jón Bjarni Snorrason framhaldsskóla- nemi Þetta er allt að koma til. Það hefur ekkert ball verið síðan í október, þetta er svona endur- koma ballanna aftur, Part II. Von- andi varanleg endurkoma. Ég er búinn að fara á eitt ball. Ég fékk frímiða á MH-ball og svo er ég búinn að vera að vinna á nokkrum böllum sem ljósamaður. Það er alltaf fyllerí á þessum böllum. Ég veit ekki hvort að það sé eitthvað meira þetta árið og mér finnst fólk jafnvel vera rólegra. Við erum skynsama og rólega kynslóðin. n Eldgosið í Fagradal trekkir enn marga að þó það sé löngu hætt að gjósa. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Forbes hvetur til Íslandsferða 26 Lífið 17. mars 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 17. mars 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.