Fréttablaðið - 17.03.2022, Síða 40

Fréttablaðið - 17.03.2022, Síða 40
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is Kolbeins Marteinssonar n Bakþankar Á vormánuðum 1939 fæddist drengur í Þýskalandi. Varla hefði nokkurt barn getað valið sér verri stað eða tíma til að fæðast því um haustið ákvað leiðtogi landsins að hefja stríð. Fyrstu minningar drengsins voru því af sírenum um miðjar nætur í neðanjarðarbyrgi á meðan sprengjurnar féllu. Þar sat hann skelfingu lostinn með systur sinni Maríu og öðrum börnum í fangi mæðra sinna. Feðurnir voru allir á vígvellinum. Við stríðslok var staðan þessi: Faðir hans hafði fallið í stríðinu og sá hluti Þýska- lands sem hann bjó í var her- numinn af Rússum, sem stofnuðu Austur-Þýskaland. Um leið var landi hans lokað svo íbúar létu ekki glepjast vestur í frelsið. En svo varð hann heppinn. 1964 áttu íslensk stjórnvöld í viðræðum við Austur-Þýskaland um við- skipti. Ein niðurstaða þeirra var að 25 ára gamall organisti, Martin Hunger, fékk að fara til tímabund- innar dvalar til Vestmannaeyja. Hann fór aldrei til baka, stofnaði hér fjölskyldu, varð íslenskur ríkisborgari og hét nú Marteinn. Síðar hrundi gamla landið Austur- Þýskaland og til varð sameinað Þýskaland frjálst og opið. Að alast upp við stríð hefur óhjá- kvæmilega áhrif á fólk. Marteinn gætti þess alltaf að ísskápurinn heima væri vel birgur af mat. Það var hans leið til að takast á við áföll og stöðugan skort í æsku. Hann dó 2010 hamingjusamur og stoltur Íslendingur. Í dag hefur brjálaður maður, sem mótaður er af hugmyndafræði kalda stríðsins, hafið stríð sem mun hafa varanleg áhrif. Í Úkraínu híma nú fjölmörg börn í neðan- jarðar byrgjum í faðmi mæðra sinna rétt eins og fyrir 80 árum í Þýskalandi. Kannski verða sum þeirra aldrei svo lánsöm að geta fyllt ísskápinn sinn af mat. n 1939 ár í röð!*5 Bað- og blöndunartæki Flísar og múrefni Málning og kítti Salerni, baðkör, sturtur og handlaugar Innréttingar Handklæðaofnar og frábær þjónusta Takk fyrir! *Skv. könnun Íslensku ánægjuvogarinnar 2017, 2018, 2019, 2020 og 2021 á ánægju viðskiptavina á byggingavörumarkaði. Allt á einum stað fyrir baðherbergið SÆKTU APPIÐ samkaup.is/app Betra verð á matvöru Fermingar- skraut Faxafeni 11, 108 Reykjavík www.partybudin.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.