Morgunblaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022 PV spyr: Engin stunga, engin mannréttindi? - - - Og svarar sér svo: - - - Bólusetningar, almennt talað, eru í þágu lýðheilsu. - - - Á hinn bóginn hljóta þær að vera valfrjálsar. - - - Ekkert lýðræðislegt ríkisvald má skylda borgara að taka til- tekið lyf, og bóluefni er lyf, þótt það sé í þágu lýðheilsu. - - - Þar stendur hnífurinn í kúnni. - - - Lýðheilsa andspænis ein- staklingsfrelsi. Á mótsögninni er engin lausn, a.m.k. engin góð. - - - Við verðum að lifa með mótsögn- inni og það í sæmilegri sátt. - - - Tilfallandi höfundur er tvíbólu- settur og örvaður. [Rétt eins og Staksteinar báðir.] Hann mælir með bólusetningu fullorðinna. - - - En það má ekki ganga á mann- réttindi þeirra sem vilja ekki bóluefnið í sinn skrokk – af hvaða ástæðum sem það annars er. - - - Einstaklingsfrelsið kemur stundum út sem sérviska fárra andspænis fjöldanum. - - - En það eru einmitt sérvitring- arnir sem minna okkur á gildi mannréttinda.“ Páll Vilhjálmsson Mannréttindi úti án stungu? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Um 320 flugmenn eru í dag starfandi hjá Icelandair, en að undanförnu hefur félagið í nokkrum mæli tekið til starfa aftur flugliða sem sagt var upp þegar flug nánast lagðist af í far- aldrinum. Fæstir voru flugmenninir á fyrri hluta árs 2020, eða um 70. Hefur síðan þá verið fjölgað í sam- ræmi við uppbyggingu félagsins, segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýs- ingafulltrúi Icelandair. Flugmenn Icelandair fyrir farald- ur voru um 550. Þá er vel þekkt að flugmönnum félagsins er fjölgað yfir sumartímann, enda eru umsvifin í rekstrinum mest þá. Framboð í flugi og ferðum Icelandair var í desember síðastliðnum um 65% af því sem var í þeim sama mánuði 2019. Framboðið nú, það er í janúar, er 60% af sama mánuði 2019. Sætanýting í millilandaflugi var 71%, samanborið við 40% í desember 2020 og 81% í desember 2019. Far- þegar í innanlandsflugi voru um 19.000 í desember sl., svipað og fyrir faraldur. Áfangastaðir félagsins næsta sumar verða 43. Nýmæli þar er flug til Rómar, Nice í Frakklandi, Alic- ante á Spáni og Montreal í Kanada. Flugmönnum fjölgað jafnt og þétt - Icelandair er í mikilli uppbyggingu - 320 flugmenn nú, voru flestir um 550 Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugmenn Starfið heillar alltaf og landið er nú að rísa að nýju. Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15 Bæjarstjórn Kópavogsbæjar sam- þykkti með ellefu samhljóða atkvæð- um á fundi sínum í fyrradag drög að viljayfirlýsingu bæjarins og heil- brigðisráðuneytisins um að standa saman að byggingu nýs hjúkrunar- heimilis í Kópavogi. Sömuleiðis voru samþykktar tvær viðaukatillögur bæjarfulltrúa Viðreisnar um framtíð Arnarskóla og þeirrar starfsemi sem þar fer fram. Í viljayfirlýsingunni kemur fram að byggja skuli 120 rýma hjúkrunar- heimili, nærri tvöfalt fleiri en eru nú í Sunnuhlíð, á lóð sem Kópavogsbær lætur heimilinu í té. Rætt hefur verið um Kópavogsbraut í því sambandi. Gert er ráð fyrir að nýja hjúkrunar- heimilið komi í stað Sunnuhlíðar og rísi þar skammt frá. Miðað er við að framkvæmdir hefjist á næsta ári og heimilið verði tekið í notkun þremur árum seinna. Greina þjónustu við fatlaða Í viðaukatillögum bæjarfulltrúa Viðreisnar, sem einnig voru sam- þykktar samhljóða, segir að gerð verði þarfagreining á þjónustu við fötluð börn og ungmenni í Kópavogi, samhliða vinnu við könnun á fýsi- leika þess að byggja 120 rýma hjúkr- unarheimili á þessum stað. Jafn- framt er kveðið á um að leitað verði eftir kaupum á fasteignum við Kópa- vogsbraut til að tryggja áfram starf- semi Arnarskóla og heildarskipulag svæðisins. Arnarskóli er í húsi á Kópavogs- braut 5b, á lóðarstubbi í eigu ríkis- ins, við lóð fyrirhugaðs hjúkrunar- heimilis. Þar eru 34 fatlaðir nem- endur. helgi@mbl.is Samþykktu hjúkrunarheimili - Jafnframt hugað að Arnarskóla Morgunblaðið/Rósa Braga Sunnuhlíð Betri aðstaða fæst í nýju hjúkrunarheimili í Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.