Morgunblaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022 Reykjavík, 13. janúar 2022 Tilnefningarnefnd auglýsir eftir tilnefningum eða framboðum til stjórnar Tilnefningarnefnd Eikar fasteignafélags hf. auglýsir eftir tillögum hluthafa að fram- bjóðendum til stjórnarkjörs sem og framboðum annarra til stjórnar félagsins, vegna aðalfundar hluthafa sem stendur til að halda 31. mars 2022. Tilkynning um framboð skal vera á sérstöku eyðublaði sem tilnefningarnefnd félagsins lætur í té og unnt er að nálgast á heimasíðu félagsins https://www.eik.is/hluthafar/. Tillögur hluthafa og framboð skulu send á netfangið tilnefningarnefnd@eik.is eða í lokuðu umslagi á skrifstofu félagsins, eigi síðar en 4. febrúar 2022. Rökstudd tillaga nefndarinnar skal kynnt með fundarboði aðalfundar og vera aðgengileg hluthöfum á heimasíðu félagsins a.m.k. þremur vikum fyrir aðalfund. Starfsemi tilnefningarnefndar takmarkar ekki heimildir til þess að skila inn fram- boðum til stjórnar minnst sjö sólarhringum fyrir aðalfund í samræmi við 3. mgr. 20. gr. samþykkta félagsins. VIÐTAL Andrés Magnússon andres@mbl.is Magnús Örn Guðmundsson, bæj- arfulltrúi á Seltjarnarnesi, sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæð- isflokksins í komandi kosningum, en Ásgerður Halldórsdóttir, núverandi oddviti flokksins og bæjarstjóri, leitar ekki endurkjörs. „Sjálfstæðisflokkurinn þarf aug- ljóslega að styrkja stöðu sína í kom- andi kosningum. Hann fékk um og yfir 60% atkvæða í sveitarstjórna- kosningum hér áður fyrr en dalaði 2014 og enn meira síðast, þegar það kom fram framboð, sem kalla mátti klofningsframboð frá okkur og fékk 10% atkvæða. Það er verkefnið nú, að auka fylg- ið verulega á ný, ég hef fulla trú að það takist og ég vil leiða þá baráttu. Ég finn það, að það eru margir áhugasamir um að koma til liðs við okkur, bæði fólk sem vill gefa sig að störfum fyrir bæinn okkar og aðrir sem vilja styðja okkur, vilja kjósa okkur, til góðra verka. Ég geri mér því vonir um að eftir prófkjörið í lok febrúar verðum við með mjög sterka sveit í framboði og framtíðin björt.“ Margt nýtt fólk? „Já, mér sýnist það og ég held að úr geti orðið spennandi hópur. Það hafa margir lýst vilja til þess að gefa kost á sér og nú er lag, því það eru sæti að losna. Ég vil sjá samheldinn hóp, sem er til í að vinna vinnuna og gera Seltjarnarnes að því fyrir- myndarsveitarfélagi til framtíðar, sem við höfum átt að venjast og eig- um að ætlast til.“ Og þú finnur meðbyr? „Já, við finnum það. Það er búið að endurreisa Sjálfstæðisfélagið hér á Nesinu og mikill kraftur í starfinu. Það er mikið af ungu fólki, sem hef- ur verið að flytja hingað, borg- aralega sinnað fólk með skoðanir á skólunum, leikskólunum og þjónust- unni í bænum, og vill beita sér.“ Höfum góða sögu að segja Hefur eitthvað vantað upp á að það hafi verið til fyrirmyndar? „Það hefur auðvitað á ýmsu geng- ið hér, eins og víðar, undanfarinn áratug, en í stórum dráttum höfum við góða sögu að segja. Það er hins vegar margt sem má geta betur og svo er það nú þannig að í blómlegu bæjarfélagi eru verkin aldrei búin.“ Hefur ekki vantað svolítið upp á samstöðuna? Nú fyrir skömmu gekk einn bæjarfulltrúinn ykkar til liðs við minnihlutann og samþykkti út- svarshækkun, sem óhætt er að segja að hafi mælst misvel fyrir. „Jú, það var afleitt og þar gekk hann beinlínis gegn loforðum okkar sjálfstæðismanna til kjósenda, sem ég get ekki enn skilið hvernig hann fékk af sér að gera. Og það hefði ekki tekið minnihlutann nema fimm mínútur að eyða öllum peningnum, hefðu tillögur hans í kjölfarið náð fram að ganga! Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að við bjóðum fram samhentan, heiðarlegan og ábyrgan hóp, sem stendur við stóru orðin og vindur ofan af svona mistökum.“ Svo þið munið lækka útsvars- prósentuna aftur? „Já, engin spurning. Það verður grundvallarmál hjá okkur og helst hönd í hönd við fyrirheit okkar um ábyrgan rekstur sveitarfélagsins.“ Fyrsta verk þitt sem bæjarstjóri ef allt gengur eftir hjá þér? „Það er auðvitað ekkert gefið, en ég gef kost á mér til þess að vera pólitískur leiðtogi og hafa sigur. Ég get tekið að mér að verða bæj- arstjóri; oddviti í meirihluta er í stöðu til þess. Það er samt ekki þannig að ég sé að bjóða mig fram til þess að leita mér að vinnu og ég tel koma til greina að ráða faglegan bæjarstjóra, vanan rekstrarmann.“ Tækifærin, eru þau næg? „Já, það er ný byggð við Gróttu, þar sem innviðirnir eru í raun til- búnir, við erum að fara að byggja nýjan leikskóla svo að við getum lækkað inntökualdur niður í 12 mán- uði á kjörtímabilinu, en þá er sveit- arfélagið nánast fullbyggt. Við höf- um öll tækifæri til þess að gera góðan bæ betri. Í því ljósi var þetta óvænta útspil um hækkun útsvarsins óskiljanlegt, því fjárþörfin er ekki aðkallandi hjá bæjarfélaginu. Jú, atvinnuleysið fór í ríflega 10%, líka á Seltjarnarnesi, sem leiddi til hallareksturs, auk upp- safnaðra lífeyrisskuldbindinga, en það er engan veginn óviðráðanlegt. En fyrir íbúana, sem hafa orðið fyrir búsifjum í heimsfaraldrinum, að fá þá yfir sig skattahækkun, það var áfall fyrir marga. Segir sína sögu að til þess hefur ekki verið gripið í nokkru öðru sveitarfélagi.“ Vill nútímlegri rekstur Þú nefndir að styrkja þurfi rekst- urinn og bæjarstarfsmönnum hefur fjölgað örar en bæjarbúum; er reksturinn í ólagi? „Nei, það er ekki þannig. En það má bæta hann og gera nútímalegri. Við lifum í breyttu þjóðfélagi og eig- um að notfæra okkur það; höfum tækifæri til að gera reksturinn skil- virkari og betri. Þau þurfum við að grípa, bæði til að bæta þjónustuna og nýta fjármuni bæjarbúa betur. Við erum með kröfuharða kjós- endur og þrátt fyrir að útsvarshlut- fallið hafi verið lágt, þá borga þeir mikið í útsvar, með 4. hæsta útsvar á íbúa á landinu. Við veitum frábæra þjónustu, við löðum að okkur frá- bæra kennara, skilum af okkur nem- endum í fremstu röð samkvæmt öll- um mælikvörðum, við tökum mun yngri börn inn í leikskólana en ger- ist í Reykjavík – þess vegna streym- ir ungt fólk úr Reykjavík hingað…“ Streymir það til ykkar? Það er nú ekki miklu húsnæði til að dreifa? „Nei, það bætist ekki mikið við af nýju húsnæði, en eldra fólkið hefur verið minnka við sig og flytja, svo hér hefur talsvert losnað af einbýlis- húsum og raðhúsum, sem fjöl- skyldufólk sækir í.“ Og allt byggingarland upp urið? „Já. Það er staðan. Ég er stuðn- ingsmaður verndar vestursvæðanna og ég held að það sé almenn sátt um það, að raska ekki meira landi hér. Það eru þéttingareitir hér og þar, en við viljum ekki stækka óendanlega, lítum svo á að Nesið verði fullbyggt eftir Gróttubyggð.“ En það er ekki sátt um alla hluti? „Nei, það er mikill munur á okk- ur og vinstriflokkunum. Þeir vilja gera allt fyrir alla, sem áreiðanlega er af góðum huga, en ekki í takt við raunveruleikann. Við erum lítið sveitarfélag, þannig að ef illa tekst til með einhverja eina framkvæmd getur það haft hrikaleg áhrif; líttu bara á öldulaugina á Álftanesi. Það kallar þess vegna á aðra nálgun. Líttu t.d. á fimleikahúsið, þar sem 75% iðkenda eru Reykvík- ingar, sem kallaði á að við settumst niður með Reykjavíkurborg og sömdum um sanngjarna leigu til 20 ára. Svipaða sögu er að segja um hjúkrunarheimilið gagnvart ríkinu, en það borgar 85% Þetta eru dýr mannvirki og þau skekkja skulda- stöðuna, en þá er ekki tekið með í dæmið að við erum að fá tryggar leigutekjur fyrir stórum hluta kostnaðarins.“ Svo skuldaviðmiðin eru í lagi? „Já, þau eru í raun undir 70% en mega fara í 150%. Sem manni sýn- ist raunar að Reykjavíkurborg fari yfir á næsta ári.“ En hvað með gagnrýni um að Seltjarnarnes og önnur sveitarfélög í nágrenni borgarinnar standi sig ekki í félagslegri þjónustu af ýmsu tagi, sem síðan lendi á borginni? „Mér finnst það óréttmæt gagn- rýni. Við höfum reynt að standa okkur vel varðandi uppbyggingu á félagslegu húsnæði. Við höfum hins vegar tekið þátt í verkefnum með Reykjavíkurborg, t.d. varðandi húsnæðislausa og greitt okkar hlut.“ Eruð þið þá að flytja vandann út fyrir bæjarmörkin? „Nei, við erum ekki að því. Ef það væri mikil og brýn þörf hér, þá myndum við bregðast við því með öðrum hætti. Við látum ekki okkar eftir liggja í félagsþjónustu, eins og sést á því að um 20% útgjaldanna eru til félagslegra mála. Hið sama á við dellu um að við séum ekki að borga það sem okkur ber í öðrum málaflokkum, við borg- um allt sem okkur ber í þessum byggðasamlögum, við borgum í réttu hlutfalli við íbúatölu.“ En jöfnunarsjóðurinn, sem nú er mest til umræðu? „Ég er bara ekki sammála því tali. Ég lít á greiðslur úr honum sem sanngjarnt framlag vegna mál- efna fatlaðra, en svo má ekki gleyma því að við erum einnig að greiða heilmikið inn í jöfnunarsjóð- inn.“ Fyrirhyggja til framtíðar Þú nefnir að það megi bæta reksturinn og það er eilítil upp- bygging eftir, en hver er framtíð- arstefnan? „Við höfum haft þá stefnu að hafa grunnþjónustu og grunnskyldur sveitarfélagsins eins góða og kostur er, alveg í fremstu röð, en látið gæluverkefni vera. Við höfum horft til þarfa fjölskyldufólks – ég nefni íþróttaaðstöðu og útivistarsvæði – en sérstaklega hvað varðar skólana. Ég er íhaldssamur að því leyti. Það sem við tökum okkur fyrir hendur eigum við að gera vel, helst með framúrskarandi hætti. En við þurfum líka að gæta hófs í verk- efnavali, það er ekki þannig að bær- inn eigi að vera að vasast í hverju sem er. Það sem við gerum, það verðum við að gera af skynsemi, fyrirhyggju og ráðdeild. Við sjáum hvað mörg sveitarfélög hafa lent í ógöngum vegna óvarkárni og jafn- vel óráðsíu, en sveitarstjórnarfólk er einmitt kosið til þess að vera eft- irlitsmenn með sameiginlegum fjármunum almennings í bænum. Við verðum að standa undir þeirri ábyrgð, því þannig byggjum við gott bæjarfélag til framtíðar.“ Útsvarslækkun grundvallarmál - Magnús Örn Guðmundsson vill 1. sæti sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi - Vill styrkja stöðu flokksins á ný - Væntir nýrra frambjóðenda á lista - Þarf að gera rekstur bæjarins nútímalegri Morgunblaðið/Árni Sæberg Nesið Magnús Örn Guðmundsson bæjarfulltrúi gefur kost á sér í oddvitasæti sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.