Morgunblaðið - 13.01.2022, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.01.2022, Qupperneq 24
24 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022 Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is Vefuppboð nr. 584 ÚR SAFNI BÆNDASAMTAKANNA Vefuppboði á uppbod.is lýkur 19. janúar Kristín Jónsdóttir Kjartan Guðjónsson Forsýning verka í Gallerí Fold BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Áformað er að ríkið leigi allar skrif- stofuhæðir í húsinu Austurstræti 17 sem bráðabirgðahúsnæði fyrir Menntaskólann í Reykjavík. Ef til þess kemur þarf að reisa flóttastiga á bakhlið hússins og hefur skipulags- fulltrúi Reykjavíkur tekið jákvætt í ósk þar að lútandi. Menntaskólinn í Reykjavík hefur starfað í höfuðborginni síðan 1846 en á rætur að rekja allt aftur til ársins 1056. Skólinn er starfandi í 10 húsum og fer kennsla fram í sjö þeirra. Húsin mynda litla þyrpingu, sem afmarkast af Lækjargötu, Amtmannsstíg, Þing- holtsstræti og Bókhlöðustíg. Menn rekur ekki minni til að skólinn hafi áð- ur kennt í Austurstræti. Leysa á húsnæðisvandann Í október 2020 féllst borgarráð á ósk menntamálaráðuneytisins um að ganga til viðræðna um sameiginlega framkvæmd ríkisins og Reykjavíkur- borgar til að leysa húsnæðismál Menntaskólans í Reykjavík (MR). Framkvæmdasýsla ríkisins samdi greinargerð um frumathugun vegna húsnæðismála skólans. Þar er miðað við að leysa þarfir skólans með 2.220 fermetra nýbyggingu og endurbyggja 400 fermetra friðaðan hluta húss sem kallaður hefur verið Casa Christi. Heildarkostnaður var talinn verða 2.626 milljónir króna. Elíasbet Siemsen, rektor MR, segir í samtali við Morgunblaðið að ástand Casa Christi hafi verið metið svo bág- borið í ástandsmati sem framkvæmt var síðasta haust, að hún hafi talið húsið óhæft til kennslu. Casa Christi (hús Krists) var byggt árið 1907 og var samkomuhús KFUM og K. „Við höfum verið á hrakhólum eftir að við misstum Casa Christi við Amt- mannsstíg. Við höfum verið að kenna í öllum skúmaskotum og kústaskápum ef svo má taka til orða,“ segir El- ísabet. Til dæmis sé nú kennt í les- salnum, leikfismisalnum og lestr- arsalnum. Það sé mjög aðkallandi að fá bráðabirgðahúsnæði fyrir skólann sem allra fyrst. Framkvæmdasýsla ríkisins aug- lýsti eftir bráðabirgðahúsnæði fyrir skólann í miðborginni og var ákveðið að ganga til samninga við fasteigna- félagið Eik um að leigja húsnæði í Austurstræi 17, allt nema jarðhæð- inna. Þar er í dag rekin verslun 10-11. Ekki hefur verið gengið frá leigu- samningi við Eik hf. en samninga- viðræður standa yfir, fékk blaðið upp- lýst hjá Framkvæmdasýslunni. Á embættisafgreiðslufundi skipu- lagsfulltrúa Reykjavíkur 10. desem- ber 2021 var lögð fram fyrirspurn Laufeyjar Agnarsdóttur arkitekts um breytingu á notkun efri hæða hússins á lóð nr. 17 við Austurstræti úr skrifstofum í bráðabirgðahúsnæði fyrir Menntaskólann í Reykjavík og setja flóttastiga og svalir á norðurhlið hússins, samkvæmt uppdráttum Teiknistofunnar Traðar ehf. Fyrirspurninni var vísað til um- sagnar verkefnisstjóra. Í greinargerð hans kemur fram að Austurstræti 17 sé sex hæða módernískt hús með efstu hæð inndregna, teiknað árið 1963 af Bárði Daníelssyni arkitekt. Í gildandi deiliskipulagi, samþykktu í borgarráði 19. júní 2017, var sam- þykkt að byggja fyrir inndregna 6. hæð til suðurs þar sem eru svalir, gluggafrontur framlengdur til að hæðir 2-6 séu byggðar inn í ramma og 7. hæðin inndregin að svölum. Markmið deiliskipulagsbreytingar nú sé að bæta brunavarnir Austur- strætis 17 með því að bæta við flótta- stiga á norðurhlið. Flóttastiginn verði á milli 2. og 6. hæðar. Frá 2. hæð, þaki 1. hæðar, verði annar stigi niður á jarðhæð. Flóttastiginn er opinn. Verkefnisstjóri skipulagsfulltrúa tekur jákvætt í erindið í umsögn sinni. Gerir hann ekki athugasemdir við að umsækjandi sæki um breyt- ingu á deiliskipulagi. Flóttastigi fyrir nemendur MR - Áformað að leigja hæðir í Austurstræti 17 fyrir kennslustofur Menntaskólans í Reykjavík - „Við höfum verið á hrakhólum eftir að við misstum Casa Christi,“ segir rektor - Flóttastigi á bakhliðinni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Austurstræti Húsið númer 17 er fyrir miðri mynd, milli gamla pósthússins og Héraðsdóms Reykjavíkur. MR mun fá allar skrifstofuhæðir hússins til afnota. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Lækjargata Í vetur er kennt á öllum tiltækum svæðum í húsakynnum MR. Ásrún Ýr Gests- dóttir hefur til- kynnt að hún sækist eftir því að leiða lista Vinstri grænna fyrir sveitar- stjórnarkosning- arnar í vor. Áður hafði Jana Salóme Ingibjargar Jós- epsdóttir varabæjarfulltrúi lýst yfir framboði í 1. sætið. Ásrún Ýr er fædd og uppalin í Hrísey en bjó í 11 ár á Akureyri þar til nýlega að hún fór á æskustöðvar. Ásrún Ýr vill leiða lista VG á Akureyri Ásrún Ýr Gestsdóttir Kristín Thorodd- sen, bæjar- fulltrúi í Hafn- arfirði, formaður fræðsluráðs, for- maður hafnar- stjórnar og vara- þingmaður, gefur kost á sér í annað sætið í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins sem fram fer í byrjun mars nk. Kristín hefur verið aðalbæjar- fulltrúi í fjögur ár og setið í fjöl- mörgum nefndum og ráðum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði. Kristín stefnir á 2. sæti í Hafnarfirði Kristín Thoroddsen Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, hefur ákveðið að bjóða sig fram til endurkjörs fyrir komandi kosn- ingar í borginni og óskar eftir stuðningi til að skipa áfram 3. sæti á lista Sam- fylkingarinnar. Flokksval fer fram 12.-13. febr- úar nk. Hann segist vilja leggja fram reynslu sína, þekkingu og áhuga á menntun og velferð barna. Skúli vill áfram í 3. sæti Samfylkingar Skúli Helgason Kristín Ýr Pálm- arsdóttir býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Mos- fellsbæ sem fer fram 5. febrúar næstkomandi. Á þessu kjör- tímabili hefur Kristín gegnt hlutverki varabæjarfulltrúa og ver- ið varaformaður umhverfis- nefndar. Í yfirlýsingu segist hún m.a. vilja stíga „fleiri græn skref í átt að sjálfbærri framtíð“. Kristín Ýr stefnir á þriðja sætið í Mosó Kristín Ýr Pálmarsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.