Morgunblaðið - 13.01.2022, Síða 32
32 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022
13. janúar 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 129.68
Sterlingspund 176.1
Kanadadalur 102.59
Dönsk króna 19.757
Norsk króna 14.676
Sænsk króna 14.261
Svissn. franki 139.97
Japanskt jen 1.1226
SDR 181.58
Evra 147.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 180.7119
« Ársverðbólga í
Bandaríkjunum
nam 7% í desem-
bermánuði og hef-
ur ekki verið meiri í
nærri fjóra áratugi.
Þetta verðbólgu-
skot er rakið ann-
ars vegar til ójafn-
vægis í framboði
og eftirspurn
vegna heimsfaraldursins og hins veg-
ar til snaraukins peningamagns í um-
ferð vegna efnahagsráðstafana Banda-
ríkjastjórnar, sem freistaði þess að
örva efnahagslíf með gríðarlegum
framlögum úr ríkissjóði.
Samkvæmt atvinnumálaráðuneytinu
vestanhafs náði ársverðbólga 7% í síð-
asta mánuði ársins og hækkaði úr
6,8% í nóvember. Það er mesta verð-
bólga vestra síðan 1982 og þriðji mán-
uðurinn í röð, sem hún er meira en
6%.
Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti
þeirri skoðun fyrir áramót að verð-
bólguskotið yrði skammætt, en efa-
semdir um það hafa aukist. Talið er að
hún kunni enn að aukast á næstu mán-
uðum, en þrátt fyrir að hún nái að lík-
indum hámarki á fyrri hluta árs, þá
kann hún að vara töluvert lengur. Það
mun valda bæði neytendum og fyr-
irtækjum, en þó ekki síður stjórnvöld-
um og Seðlabanka Bandaríkjanna. Hag-
fræðingar hans vara enn fremur við því
að óvissa vegna Ómíkron-afbrigðisins
dragi ekki úr verðbólguþrýstingi.
Verðbólga rýkur upp
í Bandaríkjunum
Joe Biden
STUTT
Guðmundur Ágúst Pétursson, for-
stjóri Reebok Fitness, segir árið fara
hægar af stað vegna faraldursins.
Vanalega taki líkamsræktin við sér
upp úr þrettándanum en nú séu
margir hikandi vegna faraldursins.
Fyrirtækið rekur 7 líkamsræktar-
stöðvar á höfuðborgarsvæðinu.
„Janúar er yfirleitt stærsti mán-
uðurinn. Þetta byrjar vanalega eftir
þrettándann en fer nú töluvert hæg-
ar af stað. Við erum ekki farin að sjá
fyrir endann á faraldrinum. Það
verður kannski farið að skýrast um
miðjan næsta mánuð hvert stefnir,“
segir Guðmundur Ágúst.
Með 60% af vanalegum fjölda
Spurður hvernig þetta birtist í að-
sóknartölum segir hann iðkendum
lítið hafa fjölgað að undanförnu.
„Við erum með 60% af þeim fjölda
sem við getum búist við að hafa. Það
eru færri að koma af því að fólk fer
varlega,“ segir Guðmundur Ágúst.
Spurður hvaða áhrif faraldurinn
hafi haft á reksturinn segir hann bú-
ið að draga saman seglin í rekstrar-
kostnaði eins og hægt er. „Þunginn í
útgjöldum er húsaleigan, sem við
þurfum að standa skil á, og næst
kemur launakostnaður,“ segir hann.
Hreinlætið kostar líka sitt
Þá hafi kostnaður vegna hrein-
lætisvara aukist um 40% en stöðv-
arnar séu daglega sótthreinsaðar
með Distica-úða og þá sé sótthreinsi-
efni í boði við tækin án endurgjalds.
Hann segir aðspurður að farald-
urinn sé ekki farinn að ógna framtíð
fyrirtækisins sem þoli eitt ár af far-
aldri til viðbótar. Stuðningur frá rík-
inu hafi hjálpað mikið. Nú snúist
málið um að veita þeim sem mæta í
stöðvarnar eins mikla þjónustu og
unnt er. baldura@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Æft Reebok Fitness í Urðarhvarfi.
Vegna faraldurs fækkar gestum.
40% færri gestir
en reikna má með
- Árið fer rólega
af stað hjá Reebok
Fitness-keðjunni
DAGMÁL
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræð-
ingur Íslandsbanka, segir að minni
líkur séu á að högg komi á ís-
lenska hlutabréfamarkaðinn á
þessu ári en ýmsa markaði erlend-
is í ljósi þess hvaða stöðu hag-
kerfið er í.
„Það er munurinn á því hverjar
aðstæðurnar eru, hvaðan pening-
arnir koma. Við erum ekki búin að
vera í stórkostlegri peningaprent-
un sem margir hafa bent á sem
skýringu á þeim gífurlegu hækk-
unum sem hafa orðið á t.d. banda-
ríska markaðnum,“ segir hann og
bendir einnig á að skuldsett verð-
bréfakaup hér á landi séu tak-
mörkuð. Það eigi að takmarka
möguleg „snjóboltaáhrif“ á mark-
aðnum. Jón Bjarki telur auk þess
að meiri líkur séu á innflæði er-
lends fjármagns á markaðinn en
útflæði. Það komi m.a. til af því að
erlend fjárfesting hér sé sögulegu
tilliti takmörkuð nú um stundir og
einnig sú staðreynd að hér eru
horfur á margan hátt mjög góðar.
Jón Bjarki er gestur Dagmála í
dag ásamt Snorra Jakobssyni, for-
stjóra Jakobsson Capital. Snorri
er bjartsýnn á íslenska markaðinn
á komandi ári og segist greina
áhuga erlendra fjárfesta síðasta
hálfa árið, sem ekki hafi farið mik-
ið fyrir fram að þeim tíma.
Eðlisólíkir fyrri aðilum
Segir hann að þessir aðilar séu
stórir og gjarnan byggðir upp í
kringum vísitölufjárfestingu. Þeir
séu því á margan hátt eðlisólíkir
þeim erlendu fjárfestum sem hér
hafa gert garðinn frægan á síðustu
árum. Það séu aðilar sem séu mun
kvikari en þeir aðilar sem nú sýni
aukinn áhuga.
Í liðinni viku benti greining Ís-
landsbanka á að talsvert útflæði
hafi orðið á erlendri fjárfestingu á
síðustu misserum. Það hafi m.a.
birst í því að Seðlabankinn hafi
þurft að taka undir til þess að
verja krónuna falli vegna hins
skarpa útflæðis. Fyrst hafi það
verið sala stórs aðila á ríkisskulda-
bréfum og síðan brotthvarf stórs
vogunarsjóðs úr hluthafahópi Ar-
ion banka.
Jón Bjarki segir margt benda til
þess að meira jafnvægi hafi komist
á inn- og útflæði erlendra aðila á
síðustu mánuðum en þó hafi orðið
vart við innflæði, bæði í tengslum
við að íslenski markaðurinn var
tekinn inn í alþjóðlega vísitölu
MSCI og eins þegar Íslandsbanki
var skráður á markað.
Taka verður Marel út fyrir
sviga við mat á markaðnum
Snorri og Jón Bjarki eru vongóð-
ir um að fleiri fyrirtæki muni koma
inn á skráðan hlutabréfamarkað á
þessu ári. Snorri segist sömuleiðis
gagnrýninn á úrtöluraddir sem geri
mikið úr þeim hækkunum sem urðu
á markaðnum á liðnu ári.
„Íslenski markaðurinn er ódýr ef
þú tekur Marel út fyrir sviga,“ seg-
ir hann og bendir á að allur sam-
anburður á kennitölum íslenska
markaðarins og annarra sé vara-
samur. Þannig sé langstærsta
hlutafélagið hér á landi þess eðlis
að það yrði á erlendum mörkuðum
sennilega skilgreint sem vaxtarfyr-
irtæki en þar séu margfaldarar í
verðlagningu gjarnan hærri en í
öðrum fyrirtækjum. Eins sé íslenski
markaðurinn mjög lítill í öllu sam-
hengi og ekki varasamt í sjálfu sér
þótt hann fari á nokkuð flug.
Hér sé stærð hlutabréfamarkað-
arins um þessar mundir um 100%
af vergri landsframleiðslu, í kjölfar
talsverðra hækkana. Í löndunum
sem við berum okkur saman við sé
hlutfallið gjarnan 200-400%. Þess
vegna þurfi yfirvöld ekki að fara á
taugum þótt hér verði talsverðar
hækkanir. Kraftarnir sem séu að
verki séu ekki jafn stórir í sam-
hengi við hagkerfið og sambæri-
legar hækkanir á mörkuðum í ná-
grannaríkjunum myndu hafa.
Meiri líkur á innflæði
Samtal Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka og Snorri Jakobsson, forstjóri Jakobsson Capital,
mættu í settið í Dagmálum og ræddu við þáttastjórnanda um fjárfestingu erlendra aðila í íslensku hagkerfi.
- Stefnir í þróttmikinn hlutabréfamarkað á þessu ári að mati sérfræðinga
- Íslenski markaðurinn ódýr sé Marel tekið út fyrir sviga - Skráningar í pípunum