Morgunblaðið - 13.01.2022, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það kom svo
sem fæstum
á óvart þeg-
ar þau tíðindi bár-
ust frá höfuðstöðv-
um Atlantshafs-
bandalagsins í gær, að ekki
hefði náðst þar samkomulag á
milli bandalagsríkjanna og
Rússlands um framtíðarskipan
öryggismála í Evrópu eða um
lausn þeirrar deilu sem nú er
uppi við landamæri Rússlands
og Úkraínu.
Þar hefur Pútín Rússlands-
forseti ákveðið að hnykla vöðv-
ana með því að staðsetja um
100.000 rússneska hermenn við
landamærin ásamt vígbúnaði,
og fer víst enn fjölgandi í þeim
hópi. Þó að stjórnvöld í Kreml
segi að Rússar hafi engin
áform uppi um að senda þenn-
an myndarlega her inn í Úkra-
ínu, þykir það ekki sannfær-
andi boðskapur, sér í lagi þar
sem vígbúnaðurinn er langt
umfram það sem telja mætti
eðlilegt til að verja landamæri
Rússlands.
Herliðið virðist hins vegar
aðallega hugsað til að setja
þumalskrúfur á Vesturlönd,
enda hafa Rússar nú sett fram
víðtækar kröfur í formi
tveggja alþjóðasamninga á
hendur annars vegar Banda-
ríkjamönnum og hins vegar
Atlantshafsbandalaginu, sem
Rússar segja að séu þeim
nauðsynlegar og ófrávíkjan-
legar til þess að tryggja öryggi
sitt.
Kröfur Rússa myndu kalla á
gjörbreytta skipan öryggis-
mála Evrópu, þar sem í þeim
fælist meðal annars að Atlants-
hafsbandalagið gæti ekki stað-
sett herlið í sínum eigin banda-
lagsríkjum, sem gengu til liðs
við bandalagið eftir að kalda
stríðinu lauk. Þá yrði banda-
lagið að loka þeim „opnu dyr-
um,“ sem vesturveldin hafa
sagt að standi að bandalaginu
fyrir þau ríki sem uppfylla þau
skilyrði um lýðræði og frelsi
sem sett hafa verið.
Sú krafa snýr einkum að
Úkraínu, sem Pútín vill alls
ekki að gangi til liðs við Atl-
antshafsbandalagið. Það er
álitaefni, hvort það sé vegna
þess að hann telji í raun, að
varnarbandalag vestrænna
ríkja sé ógn við Rússa, eða
vegna hins, að Pútín vill helst
ná Úkraínu aftur í faðm Rússa,
með valdi ef ekkert annað
býðst. Hefur lærð ritgerð hans
frá því síðasta sumar, þar sem
forsetinn hélt því meðal annars
fram að Úkraína ætti sér enga
framtíð án Rússlands, ekki
slegið á ótta fólks um hið síðar-
nefnda.
Brýnt er að Rússum og Pút-
ín sé gert það ljóst að slík
ævintýri myndu hafa í för með
sér háalvarlegar afleiðingar.
Valdhafar á Vest-
urlöndum hafa ver-
ið óvenjulega skýr-
ir um það, sem er
út af fyrir sig já-
kvætt, að ráðist
Rússar inn í Úkraínu bíði
þeirra meðal annars útskúfun
frá alþjóðlega bankakerfinu,
sem og ýmsar refsiaðgerðir
gagnvart helstu bakhjörlum
Pútíns.
Spurningin er hins vegar sú,
hvort Pútín telji eitthvert
mark takandi á þeim hótunum,
sér í lagi í ljósi þess að allir
helstu leiðtogar Vesturlanda
glíma nú við erfiðleika á
„heimavígstöðvunum“. Biden
Bandaríkjaforseti ræður ekki
við þingmenn síns eigin flokks,
sem drepa helstu baráttumál
hans nánast að geðþótta. Þá
þótti framganga hans í Afgan-
istan langt í frá sannfærandi,
svo ekki sé tekið dýpra í árinni.
Boris Johnson, forsætisráð-
herra Breta, sætir mikilli
gagnrýni fyrir viðbrögð ríkis-
stjórnar sinnar við kórónu-
veirufaraldrinum, og nýlegar
fréttir um veisluhöld í Down-
ingstræti 10, á sama tíma og
flestir aðrir Bretar máttu
sætta sig við að mega vart
heilsa nágrannanum, gætu ein-
faldlega bundið enda á stjórn-
málaferil hans.
Macron Frakklandsforseti
glímir einnig við vandamál
heima fyrir, þar sem hann
horfir nú fram á erfiða kosn-
ingabaráttu í vor. Hefur hann
reynt að afla sér skammtíma-
vinsælda með öllum ráðum, til
dæmis með því að sparka í
Breta við hvert tækifæri sem
gefst, en óvíst er hvort það
dugi honum til að halda í for-
setastólinn. Þá er Olaf Scholz
nýtekinn við sem kanslari
Þýskalands og fær í fangið
verkefni, sem flestir myndu
segja að væri í erfiðari kant-
inum.
Það flækir enn stöðuna, að
ríki Evrópu hafa á síðustu ár-
um gengið langt í að binda
trúss sitt við Rússa í orku-
málum. Munu vesturveldin
geta staðið við hótanir sínar
um alvarlegar afleiðingar,
þegar Pútín ákveður að skrúfa
fyrir jarðgasið, sem nú hitar
hús og knýr fyrirtæki þeirra?
Það er illt að ekki hafi verið
hlustað á aðvaranir Banda-
ríkjastjórnar til margra ára
hvað þetta varðar.
Á sama tíma er ljóst að eng-
an veginn er hægt að sam-
þykkja kröfur Rússa í núver-
andi formi. Hvort að hægt
verði að fara einhverja milli-
leið, sem tryggi bæði lausn
Úkraínudeilunnar og komi í
veg fyrir mikil og afdrifarík
átök, verður að koma í ljós. Sú
lausn virðist þó ekki vera í
sjónmáli.
Mun Pútín taka
mark á aðvörunum
vesturveldanna?}
Engin lausn í sjónmáli
A
uðvitað varð að grípa í taumana.
Við gengum einfaldlega illa um
auðlindina okkar í sjónum. Ofveiði
var orðin staðreynd og gjaldþrot
útgerða hringinn í kringum landið
blasti við. Það var því flestum ljóst að við þurft-
um að stýra sókn í fiskistofnana okkar.
Fyrir fjörutíu árum sá það enginn fyrir að
mörg sjávarþorpanna sem þá lifðu á sjósókn og
fiskvinnslu myndu eiga undir högg að sækja.
Að íbúunum væri meinað að draga bein úr sjó
því fiskveiðiheimildin væri í höndum annarra.
Að bátarnir hyrfu og að fiskvinnslurnar stæðu
auðar af því að kvótinn var kominn á örfárra
hendur einhvers staðar annars staðar. Fjarri
flestum sjávarþorpum.
Sú framtíðarspá, að fjörutíu árum síðar væru
nokkrir útvaldir eigendur útgerða orðnir svo
auðugir af kvótanum að þeir væru nánast í vandræðum
með að koma þeim auði fyrir í annarri starfsemi alls
ótengdri sjávarútvegi, hefði verið hlegin í kaf. Að útgerð-
arisar væru ráðandi i verslunum og bönkum, í matvæla-
vinnslu og matvælainnflutningi, í flutningafyrirtækjum og
fjölmiðlum, í fasteignafélögum og tryggingafélögum, í
ferðaþjónustu, í veitingarekstri, í heilbrigðisþjónustu.
Það hlæja fáir í dag. Flestum ofbýður það tangarhald
sem stórútgerðin hefur á íslensku samfélagi í skjóli ótíma-
bundins einkaleyfis til nýtingar á sameiginlegri auðlind
okkar. Myndin er þó ekki eins skýr og hún gæti verið því
ríkisstjórnin hefur þrjóskast við að svara ákalli Alþingis
um upplýsingar þar að lútandi. Rúmt ár er nú
liðið frá því ég hafði forgöngu um að Alþingi
óskaði eftir skýrslu sem sýndi svart á hvítu
hvernig hagnaði og arði af sameiginlegri auð-
lind þjóðarinnar hefði verið varið til fjárfest-
inga utan sjávarútvegsins. Það fer því miður
að verða útséð með að ríkisstjórnin veiti Al-
þingi þessar upplýsingar.
Önnur mynd hefur þó teiknast býsna vel
upp; myndin af því hvernig ríkisstjórn VG,
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar vill verja
sérhagsmunina í núverandi stöðu. Á vakt þess-
ara þriggja samstarfsflokka hefur verið unnið
gegn því að ákvæði í stjórnarskránni okkar
taki af allan vafa um að ekki verði heimilt að af-
henda auðlindir nema með tímabundnum
samningum.
Fleiri atlögur að sérhagsmunagæslunni
hafa verið reyndar. Þannig hefur þingflokkur Viðreisnar
t.d. ítrekað lagt fram tillögur um tímabindingu veiðirétt-
arins, eðlilegt gjald með uppboði á markaði, aukið gegnsæi
og dreifðari eignaraðild. Á ríkisstjórnarheimilinu hefur
verið lítill áhugi á slíku. Mögulega breytist það eftir því
sem hinum stórgóðu og vinsælu Verbúðarþáttum á RÚV
vindur fram. Þótt þetta séu vissulega ekki heimildarþættir
má ímynda sér hvaða mynd verður dregin upp í þeim sem
enn á eftir að sýna. En sennilega teygja ráðherrarnir sig
bara í fjarstýringuna og slökkva. hannakatrin@althingi.is
Hanna Katrín
Friðriksson
Pistill
Eigum við bara að slökkva?
Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
A
f makrílkvóta Loðnuvinnsl-
unnar á Fáskrúðsfirði falla
um 2.600 tonn niður á milli
ára. Töpuð útflutnings-
verðmæti fyrirtækisins gætu numið
um 600 milljónum króna vegna þessa,
að sögn Friðriks Mars Guðmunds-
sonar framkvæmdastjóra. Hann seg-
ir að það ætti ekki að vera mikið mál
fyrir sjávarútvegsráðherra að rýmka
heimildir um flutning makríls á milli
ára enn frekar svo uppsjávarútgerðir
geti nýtt það á þessu ári, sem ekki
náðist í fyrra. Auk Loðnuvinnslunnar
kemur þessi staða illa við Skinney-
Þinganes, Brim hf. og fleiri útgerðir.
Langt að sækja makrílinn
Eins og greint var frá í blaðinu í
gær falla í heildina niður um tíu þús-
und tonn af heimildum í makríl.
Loðnuvinnslan er með um fjórðung
þessara heimilda og segir Friðrik
Mar það vera áfall að geta ekki nýtt
þessar heimildir. Undanfarin ár hafi
verið skapað fordæmi með því að
heimila flutning á ónýttum heimild-
um að mestu á milli ára. Í fyrra hafi
verið heimilt að flytja 16%, árið 2016
var heimildin 20% og 2015 var leyft
að flytja 30%. Í ár hefði heimildin
þurft að vera upp á 23% en ráðherra
ákvað að miða við 15%.
Loðnuvinnslan gerir út eitt skip
til uppsjávarveiða, Hoffellið, sem ber
1.650 tonn og til að hámarka gæði til
manneldisvinnslu sé miðað við 900-
1.000 tonn í túr. Makríllinn veiddist á
síðasta ári að stórum hluta utan land-
helgi djúpt austur af landinu og þá
reyndist burðargeta skipsins tak-
markandi þáttur og gerir fjarlægðin
minni útgerðum erfitt fyrir. Ekki hafi
verið um það að ræða að sameina
veiðar með öðrum skipum til að auka
afköstin, eins og margar útgerðir
með stærri flota gátu gert.
Veikir samningsstöðuna
„Núna er ákveðið að skilja eftir
að hámarki 15% þannig að tíu þúsund
tonn falla niður, sem er mjög slæmt
ef maður hugsar um hagsmuni Ís-
lendinga, sérstaklega landsbyggð-
arinnar, og samningsstöðuna gagn-
vart öðrum strandríkjum,“ segir
Friðrik.
„Á síðasta ári juku Færeyingar
kvótann hjá sér úr 100 þúsund tonn-
um í 160 þúsund tonn. Norðmenn
færðu kvótann úr 200 þúsund tonnum
í 300 þúsund tonn. Á sama tíma var
miðað við óbreytt hlutfall af ráðgjöf
þegar kvóti íslenskra skipa var
ákveðinn.
Staðan er sú núna að Færeying-
ar hafa ákveðið að geyma það sem út
af stóð, alls um 59 þúsund tonn eða
nánast sama magn og nam aukningu
þeirra. Norðmenn eiga um 34 þúsund
tonn eftir, sem þeir ætla líka að
geyma fram á næsta ár. Á sama tíma
sleppum við því að flytja 10 þúsund
tonn á milli ára. Það er mjög slæm
ákvörðun og ekki til að bæta samn-
ingsstöðu okkar gagnvart öðrum
strandríkjum,“ segir Friðrik Mar
Guðmundsson.
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Vertíð Ásgrímur Halldórsson SF, skip Skinneyjar-Þinganess á Höfn.
Fordæmi um meiri
flutning aflaheimilda
Aðalsteinn Ingólfsson, forstjóri
Skinneyjar-Þinganess á Höfn í
Hornafirði, hefur ýmislegt við þá
ákvörðun ráðherra að athuga að
heimila ekki að færa allar ónýttar
aflaheimildir í makríl yfir á næsta
ár. „Verst þykir mér að fá þessa
ákvörðun í bakið síðustu daga árs-
ins,“ segir Aðalsteinn. „Venjulega
hefur verið hægt að færa þetta
vandræðalaust á milli ára og ef á
að breyta um kúrs í þessum efnum
er eðlilegt að gefa það út fyrir
fram svo menn hafi einhvern fyr-
irsjáanleika.“
Aðalsteinn tekur undir þau
sjónarmið sem fram koma í sam-
talinu við Friðrik Mar hér til hliðar.
Hann nefnir einnig að hagsmunir
landsins séu samofnir veiðireynslu
og það sé ekki sterkt í viðræðum
við aðrar þjóðir ef kvóti hefur fallið
niður. Þannig hafi Færeyingar og
Norðmenn heimilað flutning á því
sem út af stóð hjá þeim.
Um 700 milljónir tapast
Hlutur Skinneyjar-Þinganess, sem
fellur niður, er um þrjú þúsund
tonn og gæti útflutningsverð-
mætið numið um 700 milljónum.
Aðalsteinn segir að sannarlega
myndi muna um þá fjármuni í at-
vinnulífinu á Höfn í Hornafirði.
Um ástæður þess að svo mikið var
óveitt nefnir hann fjarlægðina á
miðin, bilun í öðru skipa fyrir-
tækisins í upphafi vertíðar og
minni burðargetu en hjá flestum
öðrum útgerðum. Þá hafi fyrir-
tækið leigt til sín heimildir og
menn verið bjartsýnir á vertíðina,
sem hafi síðan reynst erfið og
endaslepp.
Eðlilegt að hafa fyrirsjáanleika
HAGSMUNIR LANDSINS SAMOFNIR VEIÐIREYNSLU