Morgunblaðið - 13.01.2022, Síða 40

Morgunblaðið - 13.01.2022, Síða 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022 Fékk ekki 53 þúsund krónurnar Árið 2020 samþykkti Alþingi að greiða ör- yrkjum sérstaka des- emberuppbót að upp- hæð 50 þúsund krónur. Ekki stóð til að greiða þessa uppbót aftur ár- ið 2021 en eftir þó nokkurn þrýsting sam- þykkti Alþingi að greiða öryrkjum des- emberviðbót nú í des- ember sl. Upphæðin er nú 53 þúsund krónur. Það vekur athygli að upp- hæðin er hækkuð samkvæmt breyt- ingu vísitölu. Merkilegt þar sem stjórnvöld sjá ekki ástæðu til að láta almennt frítekjumark ellilífeyr- isþega hækka í samræmi við vísitölu- hækkanir. Upphæðin stendur alltaf í 25 þúsund krónum. Annað sem vekur athygli er að 53 þúsund krónurnar eru skattfrjálsar og ótekjutengdar. Skapar fordæmi Það er mjög jákvætt að Alþingi skuli á þennan hátt styðja við bakið á öryrkjum. Það er umhugsunarefni að þessi viðbótardesemberupphæð skuli greidd skattfrjáls. Þetta hlýtur að kalla á viðbrögð frá stéttarfélög- um. Þar er boltinn gefinn upp með að svona greiðslur skuli ekki skatt- lagðar. Fram undan eru lausir kjara- samningar. Það væri mjög eðlilegt að stéttarfélögin gerðu þá kröfu á ríkið að desemberuppbót væri skatt- frjáls. Það vekur einnig athygli að Al- þingi hafi ákveðið að þessi viðbót- arglaðningur skuli ekki vera tekju- tengdur. Ég hélt að það væri algjört prinsippmál hjá stjórnvöldum að tekjutengja greiðslur frá Trygginga- stofnun ríkisins. Það er gert þegar kemur að greiðslum til ellilífeyris- þega. Þeir sem hafa hæstu tekjurnar fá ekki greiðslur frá TR. Með greiðslum til öryrkja er horf- ið frá þessu. Athyglisvert, þar sem Grái herinn stendur í málaferlum við TR og vill afnema skerðingar vegna tekna úr lífeyrissjóðum. Er ríkisvaldið með þessu að rétta Gráa hernum vopnin í hend- urnar? Öryrki verður eldri borgari Eldri borgari á Aust- fjörðum hafði samband við mig til að ræða stöðu mála hjá okkar fé- lögum. Í máli hans kom fram að hann hefði verið öryrki og væri það enn. Hann er 68 ára gamall. Ekki fékk hann umræddan 53 þúsund króna aukaglaðning sem öryrkjar fengu í desember. Nú er hann flokkaður sem eldri borgari og þeir fá ekki slíka greiðslu. Er ekki eitthvað mikið að kerfinu okkar? Ekki breytast hagir öryrkja við það að lífaldur hækki og verða eldri borgarar og missa þar með hluta af sínum réttindum. Hvers vegna ekki eldri borgarar? Að sjálfsögðu er það af hinu góða að Alþingi vilji styðja við bakið á ör- yrkjum með viðbótarframlagi. En maður spyr: Hvers vegna njóta eldri borgarar sem eru á lægstu kjörum ekki þessara bóta? Hagur þeirra er alls ekkert betri en hjá öryrkjum. Hér vil ég undirstrika að svona greiðslur eiga að vera til þeirra sem lökust hafa kjörin. Aftur á móti tóku stjórnvöld þá ákvörðun að viðbótardesember- uppbótin til öryrkja yrði ótekju- tengd. Það er því ekkert skrítið að eldri borgarar geri einnig kröfu um sams konar greiðslu. Eftir Sigurð Jónsson Sigurður Jónsson »Er ríkisvaldið að rétta Gráa hernum vopnin í hendurnar? Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri í Garði. fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur 50 cm langur - Verð 13.500 kr. 95 cm langur - Verð 15.900 kr. 140 cm langur - Verð 19.400 kr. Glory bekkur í mörgum litum Pantaðu þér bekk í vefverslun Bústoð Fyrir nokkrum árum tók ég þátt í kosninga- eftirliti í Aserbaídsjan með rannsóknarteymi ÖSE. Meðal athug- unarefna var áhrif stjórnarandstöðu á skoðanamyndun í að- draganda kosninganna. Tvennt var talið ámælisvert af ÖSE: Að mótframbjóðendur for- setans voru sammála honum og stefnu hans í mikilvægustu málum (annars beið þeirra fangelsisvist) og að forset- inn og fylgismenn hans réðu lögum og lofum í fjölmiðlum. Þessi aðstaða nægði til að forsetinn var endurkjörinn og fékk yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða. Hlutverk stjórnarandstöðu Það kýs nefnilega enginn stjórnar- andstöðu sem mærir forystu vald- stjórnarinnar. Til þess að stjórnarand- staða taki völdin þarf hún að sýna fram á og ná þeirri sýn að stefna ríkis- stjórnarinnar í mikilvægustu málun- um sé röng og þjóðinni ekki til heilla – og ekki síður hitt, að hún bjóði betur. Þá er það lýðræðislegt hlutverk stjórnarandstöðu að standa fyrir mál- efnalegri og gagnrýninni umræðu í samfélaginu og fer það saman við hlut- verk fjölmiðla sem er m.a. á því sviði. Skoðanaskipti og skoðanaátök eru grundvallaratriði í lýðræðinu og skil- greina það. Einn vilji Því er þetta rifjað upp að nú eru nánast tvö ár síðan þjóðin hóf að hlýða Víði, sem var eðlilegt á hættustund, þá verða allir að hjálpast að – en segja má að hættustundin hafi verið framlengd enda þótt ógnin hafi dofnað verulega. Að lúta einum vilja er andstætt ein- kennum lýðræðis. Kannski var helsti lærdómur okkar af átökum ólíkra hugsjóna á síðustu öld að sú samfélagsgerð sem byggist á einum vilja felur í sér hörmulega skoð- anakúgun, múgsefjun og dauða. Sá lærdómur má ekki gleymast. Fræðasamfélagið Fremsta gagnrýnisafl hvers þjóð- félags er fræðasamfélagið. Hlutverk þess er m.a. að greina, gagnrýna, fletta ofan af og stinga á kýlum. En nú ber svo við að þótt margir af fremstu sóttvarnalæknum og há- skólaprófessorum við virtustu menntastofn- anir heimsins hafi gagn- rýnt lokunarleiðina og segja kaupverð hennar of hátt, berst endur- ómur þeirra sjónarmiða ekki til íslensks sam- félags. Ekki heldur hörð gagnrýni evrópskra menntamanna sem horfa upp á álfuna fara sömu leið og Kína og BNA; að nota möguleika upplýsingatækninnar til að rekja, staðsetja og hlera alla íbúa sína, endurvekja landamæra- hindranir og herða að íbúum með lög- regluvaldi. Hér á landi birtir ríkislögreglu- stjóri reglulega fréttir af tíðni heim- ilisofbeldis, sem er sennilega afleiðing lokunar veitingastaða og stofufang- elsis sóttkvíanna, en félagsvísinda- fólkið þegir þunnu hljóði. Ekki eitt orð um samfélagslega kostnaðinn af lokunaraðgerðunum. Sá reikningur bíður borgunar, kannski næstu ríkis- stjórnar. Fjölmiðlar Íslenskir fjölmiðlar, einir og sér, leiða ekki um þessar mundir þjóð- félagslega gagnrýni (með góðum und- antekningum), þeir þurfa sennilega aðhald frá stjórnarandstöðu, fræða- samfélagi og almenningi til þess. Þeir hafa kannski ekki burði eða frelsi til að hugsa sjálfstætt og gagn- rýnið, með einstaka undantekningum þó (þess vegna birtist þessi grein). Sí- bylja hræðsluáróðurs til stuðnings stjórnvöldum berst frá meginfjöl- miðlum og komi það fyrir að sjónar- mið gegn lokunarleiðinni séu birt þá svara fréttamennirnir þeim fullum hálsi í sömu fréttinni. Þetta er orðið alsiða hjá RÚV. Þessi staða minnir auðvitað á stöðu fjölmiðlunar í Aserbaídsjan og gæti kallað á harðari lagaákvæði um RÚV til að skylda stofnunina til að virða öll málefnaleg sjónarmið. Stjórnarandstaðan Komið er að því að stjórnarand- staðan á Íslandi láti til sín taka. Stjórnvöld sem ekki fá aðhald fara smám saman að taka rangar ákvarð- anir. Svo virðist sem hér sé lengra í land en í sumum nágrannaríkjanna að þjóðin verði frjáls í opnu landi og geti jafnframt búið við veiruna. Hér verða önnur gagnrýnisatriði ekki reifuð, en af nógu er að taka þegar um 20 þús. manns, vinnandi fólk og niður í börn, eru nánast í stofufang- elsi. Á þetta sér ekki nokkra hlið- stæðu meðal annarra þjóða. Þótt stjórnarandstaðan megi í þröngum skilningi grafa eigin gröf og tryggja sér valdaleysi með því að mæra stjórnvöld eða þegja í skugga valds þeirra er meira undir, þ.e. sjálft lýðræðið og opin, frjáls fjölmiðlun. Stjórnarandstaðan verður að vakna, enda getur orðið erfitt að ná einkennum eins vilja af þjóðfélaginu. Eins og er vill almenningur að allir gangi í takt og hefur oft litið á skoð- anaskipti sem þras og gagnrýnendur hornauga – og það getur þurft að kenna þjóðinni að nýju að lifa í lýð- ræðislegu þjóðfélagi þar sem mörg blóm vaxa og dafna. Lokaorð Hér verður ekki rætt hvort kosn- ingarnar 25. september sl. hafi verið haldnar við eðlileg lýðræðisleg skil- yrði. Þá var endurkjörin ríkisstjórn sem hafði ekki í tvö ár haft stjórnar- andstöðu gegn helstu gerðum sínum. Það bíður. En í fyllingu tímans þarf að gera viðbrögð stjórnvalda og annarra aðila við faraldrinum upp á gagnrýninn og málefnalegan hátt, ekki af ríkisstjórn- inni sjálfri, heldur á vegum Alþingis og af óháðum aðilum – og hér erum við enn og aftur komin að hlutverki stjórnarandstöðu, hlutverki fræða- samfélagsins, fjölmiðlanna og grund- vallarhugsununum um lýðræðislegt aðhald og lýðræðislegt þjóðfélag. Eftir dr. Hauk Arnþórsson » Við skulum hlýða Víði á hættustund, en til lengdar þurfum við að eiga gagnrýnin skoðanaskipti. Einn vilji er einkenni verstu þjóð- félaga síðustu aldar. Haukur Arnþórsson Höfundur er stjórnsýslufræðingur. haukura@haukura.is Lýðræði og einn vilji Í bók sinni, Rætur, segist Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrver- andi forseta Íslands, svo frá, er hann rifj- ar upp barnæsku sína á Þingeyri: „Afi og amma bjuggu í litlu húsi á Balanum, eins og gatan upp við fjallið var gjarnan kölluð. Önnur neðar meðfram sjónum. Nokkur hús á milli. Eitt þeirra var Gamli spítalinn. Þar bjó fólk af Brekkuætt; ekkja með unga syni; faðirinn hafði drukknað þeg- ar skip hans sökk á stríðs- árunum.“ Grátleg raunveran er önnur: 11. mars 1941 varð sá hörmung- aratburður að kafbátur réðst á línuveiðarann Fróða ÍS 454 frá Þingeyri, sem staddur var um 200 sjómílur suðaustur af Vestmanna- eyjum. Í skothríðinni sem stóð með hléum í fulla klukkustund féllu fimm skipverjar: Þeir Sig- urður Valgeir Jörundsson stýri- maður frá Hrísey og hásetarnir Gísli Guðmundsson frá Brekku og Guðmundur Stefáns- son frá Hólum, sem biðu þegar bana í kúlnaregninu. Gunnar Árnason skipstjóri frá Brekku og Steinþór bróðir hans særðust til ólífis. Daginn eftir árásina kom Fróði til Vest- mannaeyja. Fjölmenni var á bryggjunni og lúðrasveit lék sorgar- lög. Að fullri viku lið- inni var bátnum siglt til Reykja- víkur þar sem minningarathöfn um sjómennina föllnu var haldin um borð. Ekkja Steinþórs heitins, Ragn- heiður Stefánsdóttir frá Hólum, systir Guðmundar sáluga, átti síð- ar heima í Gamla spítalanum á Þingeyri með börn þeirra Stein- þórs þrjú, tvo syni og dóttur, sem seinna var þerna á Bessastöðum og lengi staðarhaldari á Hrafns- eyri við Arnarfjörð. Eftir Gunnar Björnsson Gunnar Björnsson » Grátleg raunveran er önnur. Höfundur er pastor emeritus Skýst þó skýrir séu Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.