Morgunblaðið - 13.01.2022, Side 41
UMRÆÐAN
41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022
KATTAFÓÐUR
Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes
www.gaeludyr.is
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Borðstofuhúsgögn
frá CASÖ í Danmörku
Teg. 700, langborð 200x100, stækkun 6x50 cm
Skipulag höfuðborg-
arsvæðisins hefur ver-
ið í brennidepli á síð-
ustu misserum.
Margir og þar með
talin áhugamanna-
samtökin Samgöngur
fyrir alla (SFA) hafa
látið í ljósi áhyggjur
af þróun mála og til-
lögum skipulags-
yfirvalda á höfuðborg-
arsvæðinu um þéttingu byggðar og
Borgarlínu. Rétt er að taka fram
að SFA leggja áherslu á bættar al-
menningssamgöngur og sem fjöl-
breyttasta ferðamáta og hafa kom-
ið fram með tillögur um ódýrara og
skilvirkara hraðvagnakerfi – létta
Borgarlínu.
Viðbrögð við hugmyndum SFA
um góðar og skilvirkar samgöngur
hafa m.a. verið þau að um sé að
ræða gamaldags viðhorf sem ekki
sé mark á takandi. Látið er að því
liggja að þar tali gamlir fagmenn
sem ekki hafi fylgst með nýjustu
hugmyndum um borgarskipulag.
Félagar í þessum áhugamanna-
samtökum hafa langa reynslu af
því að vinnu við samgöngu- og
skipulagsmál og hafa kennt þessi
fræði við háskóla landsins um ára-
raðir og er því ekki hægt að fallast
á þessi rök.
Breytt hugmyndafræði
um skipulag borga
Löggjöf um skipulag hefur tekið
miklum breytingum frá því elstu
skipulagslög voru sett hér á landi
árið 1921 enda hafa samfélags-
breytingar verið örar og tækniþró-
un í samgöngum og samskiptum
mikil. Tvær mikilvægustu breyting-
arnar eru almenn notkun einkabíls-
ins upp úr seinni heimsstyrjöld og
tölvu- og sjálfvirknibylting síðustu
áratuga.
Aðalskipulag Reykjavíkur 1962-
1983 er oft kallað tækniskipulagið
og byggðist það á þeirri hug-
myndafræði sem réð ríkjum um
miðja síðustu öld, m.a. með flokkað
gatnakerfi. Í lok síðustu aldar
komu fram nýjar kenningar um
endurreisn borga (e. urban renaiss-
ance) sem endurspeglast í þéttingu
byggðar og vistvænum sam-
göngum, sbr. AR 2010-2040. Fag-
menn í SFA þekkja vel til beggja
þessara hugmyndakerfa enda hafa
þau bæði margt til síns ágætis þó
að sjálfsögðu þurfi að aðlaga þau
að tækni, menningu og einkennum
hverrar borgar.
Þó tækniskipulagið (AR 1962)
hafi verið gagnrýnt fyrir að leggja
til stofnbrautir í gegnum gamla
bæinn sem kallaði á niðurrif húsa,
þá vill stundum gleymast að stofn-
brautakerfið hefur gagnast
höfuðborgarsvæðinu í
meira en hálfa öld og
komið í veg fyrir að
umferð flæddi í gegn-
um íbúðahverfi. Ekki
hefur þurft að rífa hús
í Reykjavík til að
koma fyrir akreinum
eins og í mörgum eldri
borgum.
Einkabíllinn og
stofnbrautakerfið
Umbætur á stofn-
brautakerfinu hafa
setið á hakanum síðustu 10 til 15
árin og því hafa umferðartafir vax-
ið stórlega. Því miður er ólíklegt að
þær tillögur um breytingar á stofn-
brautakerfinu sem nú eru í sam-
göngusáttmála höfuðborgar-
svæðisins muni duga til að bæta
umferðarástandið. Þvert á móti er
líklegt að umferðartafir muni
aukast umtalsvert. Andstæðingar
bílaumferðar telja ýmsir að ekki
taki að bæta umferðarrýmd stofn-
brautakerfisins því það muni strax
fyllast aftur af bílum. Þetta minnir
á söguna um gamla kaupfélags-
stjórann sem sagði að það tæki því
ekki að panta tiltekna vöru því hún
seldist strax upp.
Fyrir margt löngu var mér
kennt í skipulagsfræðum að ef
stórar umferðaræðar væru felldar
úr skipulagi, akreinar fjarlægðar,
eða þrengt að þeim með byggð yrði
nær ómögulegt að bæta þessi um-
ferðarmannvirki síðar. Því miður
sjáum við núna margar slíkar hug-
myndir, t.d. niðurfellingu tveggja
akreina á Suðurlandsbraut og hug-
myndir um byggð umhverfis
stærstu gatnamót landsins,
Miklubraut-Kringlumýrarbraut.
Þessi mistök gætu reynst dýrkeypt
seinna meir.
Mikilvægt er að skipulega verði
gengið í að minnka og greiða fyrir
umferð á höfuðborgarsvæðinu. Til
þess eru margar leiðir. Það er óþol-
andi að umferðartafir á höfuðborg-
arsvæðinu séu með þeim mestu
sem finnast í borgum með svipaðan
íbúafjölda í Kanada og Bandaríkj-
unum. Umferðartafirnar kosta ein-
staklinga og fyrirtæki á höfuðborg-
arsvæðinu óhemjufé á hverju ári og
valda mikilli óþarfa eldsneyt-
isnotkun og umhverfisáhrifum.
Þessi kostnaður mun aðeins aukast
ef áfram verður þrengt að helstu
umferðaræðum. Það er ofmat að
hver nýr bíll kalli á 4 bílastæði.
Réttari tala er um 2,5 stæði vegna
samnýtingar stæða. Landrýmisþörf
bíla er því ekki jafn mikil og af er
látið.
Þétting byggðar
Skipulag íbúðahverfa þarf fyrst
og fremst að miða að því að skapa
sem best lífsskilyrði fyrir borg-
arbúa og að þeir hafi sem mest val
um húsagerðir og búsetu. Síðustu
árin hafa í Reykjavík myndast hálf-
gerð skuggahverfi með þéttri og
hárri byggð. Sú gagnrýni hefur
komið fram að þéttingarreitirnir
einkennist af einsleitni í húsagerð-
um og að hin þétta og háa byggð
(5-7 hæðir) gefi ekki næga birtu í
íbúðum og víða vanti leiksvæði.
Þetta byggðaform fær ekki háa
einkunn hjá umhverfissálfræð-
ingum sem hafa sýnt fram á að
fólki líði best í hlýlegu grænu um-
hverfi.
Sú hugmynd að draga úr út-
þenslu byggðar á höfuðborg-
arsvæðinu er góðra gjalda verð en
það verður að teljast öfgakennt að
gera ráð fyrir að nær ekkert verði
byggt utan núverandi byggða-
marka til 2040. Það er til nægilegt
byggingarland á jöðrum höfuðborg-
arsvæðisins. Hvað með val íbúanna
um fjölbreytt húsnæði og um-
hverfi? Húsnæðiskannanir hafa
leitt í ljós mikinn áhuga á sérbýlis-
húsum sem varla hafa sést á ný-
byggingamarkaði síðasta áratuginn.
Það þarf ekki nauðsynlega að
byggja há fjölbýlishús til að ná
góðri nýtingu á landi. Þannig er ein
hæsta landnýting í Reykjavík í
Þingholtunum og Gamla Vest-
urbænum þar sem eru sérbýlis- og
sambýlishús á litlum lóðum. Þetta
eru ein vinsælustu hverfi borg-
arinnar.
Borgarlína
Hraðvagnakerfi er ein leið til að
auka fjölbreytni í ferðamáta fólks á
höfuðborgarsvæðinu. Það er þó
ekki sama hvernig það er útfært,
hvað það kostar og hvort það verði
mikið notað. Núverandi tillögur um
Borgarlínu þarf að endurskoða.
SFA hafa því gert tillögur um svo-
kallaða létta Borgarlínu með ein-
faldari útfærslu, margfalt minni
kostnaði og svipuðu þjónustustigi
án þess að ganga á núverandi
gatnakerfi.
Það getur varla talist skyn-
samleg hugmynd að miðjusetja
Borgarlínu í göturými og taka út
akreinar með miklu róti og kostn-
aði eins og gert er ráð fyrir á Suð-
urlandsbraut og á Laugavegi aust-
an Katrínartúns. Hætta er á að
umferð muni leita inn í nærliggj-
andi hverfi og umferðartafir muni
aukast verulega. Í hugmyndum um
létta Borgarlínu er hins vegar gert
ráð fyrir að henni verði komið fyrir
við hægri hlið gatnanna þannig að
ekki þurfi að fella út akreinar.
Í upphafi aldarinnar voru marg-
ar vestrænar borgir með áætlanir
um fjölbreyttar almennings-
samgöngur, lestir og hrað-
vagnakerfi. Á síðustu árum hefur í
vaxandi mæli borið á umfjöllun um
að þessi kerfi hafi reynst mun dýr-
ari en áætlað var og að farþega-
fjöldi hafi orðið minni en vonast
var til. Nýrri hugmyndir beina
sjónum að mikilvægi fjölbreytileika
í vali fólks á ferðamáta, sjálfvirkni
ökutækja og tölvukerfi til að stýra
umferð.1)
Lokaorð
Mikilvægt er að skipulags-
yfirvöld hugsi langt fram í tímann
og skoði þær stefnur og hneigðir
(e. trends) í samfélagsþróun og
tækniþróun sem munu hafa áhrif á
þróun höfuðborgarsvæðisins næstu
áratugina. Hvaða lífsgæði viljum
við tryggja íbúunum? Hvaða val-
möguleika munu borgarbúar hafa
um ferðamáta? Margar leiðir eru
til að tryggja greiðari og öruggari
umferð og til þess að draga úr
notkun einkabílsins.
Margt bendir til þess að fjölgun
íbúa verði minni en áætlað er og
að ferðaþörf muni ekki vaxa jafn
hratt og áður. Þjóðin er að eldast
og eldra fólk er minna á faralds-
fæti en þeir sem yngri eru. Auk
þess hefur vinna fólks heima við
aukist mikið og jafnframt dregur
netverslun úr ferðaþörf. Ný sam-
göngutækni og rafvæðing bílaflot-
ans mun breyta borgum á næstu
áratugum.
Til að gera góða borg betri þarf
að tryggja íbúum og fyrirtækjum
hlýlegt umhverfi og greiðar og
öruggar samgöngur. Í lýðræð-
isþjóðfélagi þarf fólk að hafa
frjálst val um fjölbreytt íbúða-
hverfi og fjölbreytta samgöngu-
máta. Samtökin SFA eru reiðubúin
til samvinnu við skipulagsyfirvöld
um að ná þeim markmiðum fram.
1) R. O Toole, hjá Cato stofnuninni. 8.
desember sl. ,,Dying Transit Industry
Grasps for Solutions“ og Deloitte In-
sights 13. september 2021 ,, Urban Fut-
ure with purpose“.
Eftir dr. Bjarna
Reynarsson » Til að gera góða borg
betri þarf að tryggja
íbúum og fyrirtækjum
hlýlegt umhverfi og
greiðar og öruggar sam-
göngur. Í lýðræðisþjóð-
félagi þarf fólk að hafa
frjálst val um fjölbreytt
íbúðahverfi og fjöl-
breytta samgöngumátaDr. Bjarni Reynarsson
Höfundur er skipulagsfræðingur.
Framtíðarborgin – þétting byggðar og Borgarlína
Hvar er næsta
verkstæði?
FINNA.is