Morgunblaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 42
minna. Það að hafa almennilega að- stöðu heima hjá sér skiptir raun- verulegu máli þegar heilsan er ann- ars vegar. Pjattrófur þessa heims eru þó alls ekki á því að heimarækt þurfi að vera óaðlaðandi og nútíma- fólk veit að það þýðir ekkert að loka fólk inni í geymslum og ætlast til þess að það lifi til fulls á meðan það svitnar innan um gömul fótanudd- tæki og rykfallið jólaskraut. Ítalska líkamsræktarmerkið Technogym er búið að fatta þetta. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í hönnun á líkamsrækt- artækjum, bæði fyrir lík- amsræktarstöðvar og fyr- ir einstaklinga, síðan 1985 þegar fyrsta línan kom á markað. Tækin hafa notið vinsælda því þau eru vönduð og end- ingargóð. Á dögunum fóru Technogym og franska tískuhúsið Dior í samstarf og úr varð lík- amsræktarlína sem færir heimaræktina upp á efsta stig smartheitaskalans. Dior á langa sögu en merkið kom á markað 1946 og umturnaði tískuheiminum á þessum tíma og líka hugmyndum kvenna um klæðaburð og lekker- heit. En það er önnur saga. Síðan Dior kom á markað hefur það átt sínar upp- og niðursveiflur en um þessar mundir er uppsveiflan mikil. Fólk með stíl þráir Di- or. Það er því ekki ólíklegt að Dior-dýrkendur þessa heims muni ná hámarks- púlsi við það eitt að sjá myndirnar af þessum líkamsrækt- artækjum. Þessi lína kemur í takmörk- uðu upplagi en í henni eru hlaupa- bretti, æfingabolti og fjölnota æf- ingabekkur, sem hefur slegið í gegn í hefðbundinni útgáfu en sprengir skalann þegar hann er kominn í Di- or-umbúðir. Ef fólk ætti þennan búnað heima hjá sér þyrfti enginn að svitna innan um gamalt jólaskraut heldur væru þessi tæki á besta stað í stofu. Þannig væri hægt að sameina heilsurækt og vellíðan og auka ham- ingju um mörg prósent. Er það ekki einmitt það sem fólk er alltaf að rembast við að gera en gengur misvel eins og með svo margt í lífinu? því. Heilt yfir er fólk orðið meðvit- aðra um að dagleg hreyfing skiptir máli fyrir andlega og líkamlega heilsu. Síðustu ár hefur það færst í vöxt að fólk komi sér upp aðstöðu heima hjá sér til að hreyfa sig en eftir að veiran skall á hefur orðið sprenging í heimarækt. Fólk finnur að loftið fer fljótt úr blöðrunni ef það situr fyrir framan tölvu allan daginn í heimavinnu og hreyfir sig Marta María Winkel Jónasdóttir mm@mbl.is Hér áður fyrr voru líkamsræktar- tæki eingöngu keypt inn á heimlið þegar fjölskyldumeðlimir vildu losna við aukakílóin eftir jólin eða sumarfríið þar sem bjórdrykkja og lakkrísát fór úr böndunum. Heima-líkamsræktartæki fortíð- arinnar voru auk þess svo hryllilega útlítandi að það var ekki nokkur leið að hafa þau inni á heimilinu – hvað þá í stofunni. Þessi tæki voru geymd í geymslunni eða í bíl- skúrnum og fólk taldi sér trú um að það væri frábær hugmynd að svitna innan um rykfallnar jólaseríur og drasl sem enginn hafði ánægju af lengur. Í dag hefur orðið bylting í þessum efnum. Það eru ýmsar ástæður fyrir Dior og Technogym sameina hæfileika sína Æfingabekkurinn! Þessi æfingabekkur kemur upphaflega svartur og hefur notið mikilla vinsælda hér- lendis og erlendis. Hann hefur að geyma allt það helsta sem þú þarft ef þú vilt lyfta lóð- um heima við. Hægt er að skoða bekkinn nánar á technogym.is. Ítalska háklassalíkamsræktartækjamerkið Technogym og franska tískuhúsið Dior hafa sameinað krafta sína með einstakri líkams- ræktartækjalínu sem enginn þarf að skammast sín fyrir. Samstarfið var kynnt á dögunum og koma tækin í takmörkuðu upplagi. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022 ...algjör snilld! Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél Engar flækjur Ekkert vesen Ómissandi í eldhúsið Fæst í FK, Hagkaupum, Byko, Nettó, Krónunni og Húsasmiðjunni www.danco.is Heildsöludreifing Ofursvalt Techno- gym og Dior kunna að halda boltum á lofti. Aukinn árangur Ef fólk ætti svona hlaupabretti myndi það líklega ekki fara út af heimilinu. Það væri bara heima hjá sér á brettinu að elska eigin tilveru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.