Morgunblaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 45
Að sögn Odds Árnasonar, fagmálastjóra hjá SS og kjötiðnaðarmanns, eru þeir allra hörðustu byrjaðir að gæða sér á súrmatnum milli jóla og nýárs en segja má að salan hafi byrjað af alvöru í síðustu viku. Oddur segir að framleiðslan í ár sé afar vel heppn- uð. „Ég get staðfest að maturinn er sérlega góður í ár. Maður smakkar yfirleitt mysuna áður en verkið hefst til að meta fyllinguna í henni því það hefur mikið að segja með lokaútkomuna. Fyllingin skilar sér í matinn og þar er það skyrmysan sem spilar stóra rullu og svo auðvita önnur sérvalin hráefni.“ Misjafnt er þó hvernig fólk vill hafa sinn súrmat. „Þessir hörðustu vilja hafa matinn í súr allt árið. Ég er mikill súrmataraðdáandi en ég vil líka finna bragðið af vörunni,“ segir Oddur kankvís en al- mennt er byrjað að súrsa fyrir þorrann í ágúst. Stöðugar vinsældir Margir myndu sjálfsagt halda að þorramatur ætti undir högg að sækja en Oddur segir það fjarri lagi. „Hann er að sækja í sig veðrið ef eitthvað er. Þorrablótin eru auðvitað vinsæl og undanfarin ár þegar þeim hefur verið frestað hefur fólk ver- ið duglegt að kaupa sinn eigin þorra- mat til að njóta heima. Reyndar svo mjög að verið er að auka framleiðsluna.“ Súru pungarnir sívinsælir Súrsaðir pungar eru í uppáhaldi hjá mörgun en pungarnir eru pressaðir og því er minna soð sem fylgir, auk þess sem þeir verða þéttari og betri. Odd- ur segir pungana sívinsæla og oftar en ekki seljist þeir hreinlega upp. Styttist í þorrann Það styttist í þorrann en bóndadagurinn er komandi föstudag. Kjötiðnaðarmenn og annað fagfólk hafa staðið í ströngu undan- farna mánuði við að undirbúa þorramatinn sem margir hafa beðið með mikilli eftirvæntingu. Herramanns matur Súrmatur er ekki bara bragðgóður heldur er hann einstaklega hollur en súrsunin gerir hann auðmeltanlegri. Margfaldur meistari Oddur hér með verð- launabikar sem hann fékk þegar hann var valinn kjötiðn- aðarmaður ársins 2018. má þar nefna brugghús, bakarí og fjölmörg matreiðslufyrirtæki auk fjölda veitingastaða. Áhersla er á að nota hráefni úr nærumhverfi og eru gæðin eftir því enda oft talað um að sérstaða eyjanna sé aðgangur að framúrskarandi hrá- efni. Metnaðurinn mikill Rekstraraðilar staðanna eru flestallir faglært matreiðslufólk og metnaðurinn fyrir að byggja upp góða veitingaþjónustu í heimabæ skín í gegn. Allir þessir staðir eru lítil fjölskyldurekin fyrirtæki sem gera alla þjónustu við við- skiptavini persónulegri. Umfjall- anir um veitingastaðina hafa ratað í marga af stærstu fjölmiðlum heims á síðustu árum þar sem tal- að er um hversu magnað það sé að hægt er að reka staði af þessu tagi á eyju þar sem undir fimm þúsund manns búa. Einnig hafa verið gefnar út ótal bækur á mörgum tungumálum frá veit- ingastöðum í Vestmannaeyjum. Síðasta dæmið er að útgefandinn Phaidon gaf út bók á heimsvísu um veitingastað í Eyjum þar sem kafað er djúpt í matarsögu eyjanna og hráefnið sem fáanlegt er þar og í kringum þær. Hugmyndaauðgi Ekki skortir snjallar hugmyndir í matargerð. Nóg framboð Mikið er af girnileg- um veitingastöðum á eyjunni. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022 Gott úrval Vöruúrval fyrirtækisins er mikið og ættu allir að geta fundið það sem þeir leita að. Hunangslaust hunang Ekki er notast við býflugnahunang eins og tíðkast í hunangi Bio Today. vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • TRYGGVABRAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.