Morgunblaðið - 13.01.2022, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 13.01.2022, Qupperneq 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022 ✝ Sigurður Brynjar Guð- laugsson fæddist 5. apríl 1994 í Reykja- vík. Hann lést 25. desember 2021. Faðir hans var Guðlaugur Ingi Sigurðsson, flug- stjóri hjá Air Atl- anta, og móðir hans Vala Rós Ingv- arsdóttir snyrti- fræðingur. Systkini hans eru: Þórunn Sif, maki Giuseppe Porricelli, dætur Olivia Lóa og Greta Sofia. Elm- ar Ingi, unnusta Helga María Kristjánsdóttir. Sigurður stundaði nám í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti en tók síðan réttindi og var löggildur meindýraeyðir. Sigurður var um tíma til sjós, vann sem aðstoðarmaður við pípulagnir, auk annarra starfa. Útför Sigurðar verður gerð frá Lindakirkju í dag, 13. janúar 2022, klukkan 15. Kirkjugestir eru beðnir að framvísa neikvæðu hraðprófi sem er ekki meira en 48 stunda gamalt. Streymt er frá athöfninni á: www.lindakirkja.is/utfarir/. Virkan hlekk má finna á: www.mbl.is/andlat/. Elsku drengurinn okkar. Við eigum engin orð en það sem kemur upp í hugann er einstakur: „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt. faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orðið sem best lýsir þér. (Terri Fernandes) Við vitum að þú ert með okk- ur alltaf og tekur á móti okkur þegar okkar tími kemur, en þangað til: „Love you“, eins og við kvöddumst alltaf. Mamma og pabbi. Elsku Sigurður minn, það er varla að ég komi orðum að því hvernig mér líður nú þegar þú hefur kvatt þennan heim. Sökn- uðurinn er átakanlegur, sorgin yfirþyrmandi, ég sakna þín alla daga daga, alltaf. Síðan þú fæddist hefur þú verið litli skugginn minn, þú fylgdir mér hvert fótmál. Fyndinn, uppá- tækjasamur og skemmtilegur varstu alla tíð. Á seinni árum hef ég reynt að vera skugginn þinn, að vera til staðar fyrir þig. Vinátta okkar var sú allra fallegasta, alltaf nóg af hlátri og glensi en aldrei vantaði ein- lægnina og hlýjuna sem streymdi frá þér. Þú varst ein- stakur og ég er heppin að hafa átt þig fyrir bróður. Lífið án þín er tómlegt en minningin um þig lifir áfram. Nú ert þú frjáls, ég veit þó að þú ferð ekki langt og munt halda verndarhendi yf- ir okkur. Við sem eftir stöndum finnum enn hlýjuna sem frá þér streymdi, sérstaklega pabbi. Minningarnar eru margar en það sem sameinar þær eru hláturinn og gleðin sem ríktu í nærveru þinni. Elsku bróðir, ég elska þig, „arrivederci“. Þórunn Sif. Ég heyri’ í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson) Það er erfitt að átta sig á því að við erum að kveðja elskuleg- an sonarson okkar, Sigurð Brynjar, í hinsta sinn. Á svona stundum er bara hægt að reyna að muna góðu stundirnar og orna sér við þær minningar af veikum mætti. En það er bless- unarlega af nógu að taka. Hann Sigurður Brynjar okkar var góður og ljúfur drengur, opinn, alls ófeiminn, uppátækjasamur og frábær sögumaður. Sigurður Brynjar gat talað við alla og öllum líkaði vel við að tala við hann. Sannkallaður hrókur alls fagnaðar frá unga aldri. Þegar hann varð eldri þá voru líka ófá áhugamálin. Það var sama hvort það voru fluguhnýtingar, stangveiði, leiðsögumennska eða golf, allt tók hann með trompi. Hann tileinkaði sér alla nýja kunnáttu á ótrúlega skömmum tíma og það var eng- in yfirborðsþekking. Enda var ósjaldan sagt að hann Sigurður Brynjar væri ótrúlegur. Þrátt fyrir að lífið hafi stundum verið erfitt þá var hann fyrir okkur aldrei annað en kátur ungur drengur og síð- ar meir kátur ungur maður. Vandamálin, ef einhver voru, skildi hann jafnan eftir við dyrnar. En nú er hann farinn allt of fljótt og það eina sem við getum sagt er: Góða ferð í Sumarlandið, elsku drengurinn okkar. Amma og afi í Garðabæ, Magna Magdalena Baldursdóttir og Sigurður Guðlaugsson. Í dag kveðjum við ástkæran frænda og vin sem lést á jóla- dag allt of ungur. Í æsku var Sigurður Brynjar hjá okkur í nokkra daga. Hann spjallaði við okkur um ýmis- legt, m.a. áhugamál sín sem voru flug og veiðar. Þarna var veiðiáhugi hans þegar kominn í ljós. Sem dæmi um áhugann þá náði hann að fá (mig) Ágústu til að ganga með sér niður á stóru bryggjuna í Keflavík með veiði- stöng. Nú skyldi fara að veiða og ætlaði hann að kenna mér handtökin. Þegar á bryggjuna kom sá ég að það var fjara og ef hann myndi detta út í sjó yrði fallið langt. Ég hélt í úlpu- kragann til að byrja með, hálf- hrædd um hann, en honum þótti það óþarfi því hann væri vanur veiðimaður. Hann sagði við mig: „Ég dett ekkert í sjó- inn, Ágústa.“ Ég passaði mig á svo lítið bæri á að vera tilbúin að grípa hann ef hann skyldi detta. Ég sá það alveg fyrir mér að þurfa að stinga mér til sunds á eftir honum. Hann hélt ótrauður áfram að veiða og leiðbeindi mér. Ekkert var fisk- að þann daginn og glaður drengur labbaði með mér heim. Hann er eina barnið sem hefur fengið mig til að veiða með sér úti á bryggju, sannfæringar- krafturinn og áhuginn var slík- ur að það var ekki annað hægt en að hrífast með og fara með honum. Árin liðu og hittum við Sig- urð Brynjar reglulega í fjöl- skylduboðum og við önnur tækifæri og sagði hann okkur frá draumum sínum. Hann hringdi reglulega í Baldur. Rétt fyrir tvítugsaldurinn flutti hann til okkar í u.þ.b. einn vetur og stundaði nám í FS. Það gekk á ýmsu og oft kátt á hjalla. Kristján sonur okkar var mikið hjá okkur á þessum tíma og náðu þeir vel saman. Sigurður Brynjar var afar þakklátur fyrir að vera hjá okkur og talaði oft um það hvað honum þætti vænt um Baldur og hvað Kristján og Andrés hefðu reynst sér vel líka. Sig- urður Brynjar elskaði barna- börnin okkar sem þá voru orðin fjögur. Þegar þau komu í heim- sókn var það fyrsta sem þau spurðu um: „Hvar er Siggi frændi?“ Ágústa var að læra ljósmyndun á þessum árum og kom Sigurður Brynjar sem módel í skólann og þótti það gaman. Sem dæmi um hvað honum þótti vænt um Baldur og barnabörnin okkar þá tók hann ekki annað í mál en að halda upp á 20 ára afmælið sitt hjá okkur. Hann vildi bara fá vöffl- urnar hans Baldurs sem var nóg fyrir hann. Barnabörnin laumuðust inn í herbergið hans og létu engan vita, klæddu sig í fötin hans og héldu tískusýn- ingu fyrir hann og hlógu sig máttlaus þegar þau settu sig í stellingar fyrir framan uppá- halds Sigga frænda. Hann hló og klappaði fyrir þeim og þótti þetta mjög gaman. Við vorum heppin að fá að hafa hann hjá okkur þennan tíma og kynnast honum betur. Þetta var mjög dýrmætur tími og við gleymum honum aldrei. Við syrgjum góðan dreng og þökkum honum fyrir samfylgd- ina sem var allt of stutt. Elsku Guðlaugur og Vala, Þórunn Sif, Giuseppe og sól- argeislarnir ykkar Olivia Lóa og Greta Sofia, Elmar Ingi og Helga María. Sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur og leiða. Við vitum það að Sigurður Brynjar var elskaður af mörg- um og hans verður sárt saknað. Ágústa og Baldur frændi. Elsku Sigurður Brynjar frændi okkar. Það er skrítið að hugsa til þess að þú sért dáinn. Svo óraunverulegt að fá þær fréttir að þú hafir orðið bráðkvaddur núna um jólin. Margs er að minnast og margs er að sakna. Þú varst svo frábær drengur og alltaf þegar við hittum þig þá mætti okkur fallega brosið þitt, síðan var haft gaman og mikið hlegið. Þú sagðir okkur frá öllu því sem þú varst að brasa hverju sinni, enda varstu mikil draumóramanneskja. Hug- myndirnar sem þú fékkst voru misgáfulegar, en alltaf var sannfærandi að heyra þær, því allt sem þú sagðir hljómaði vel í eyrum okkar. Þú varst gædd- ur miklum persónutöfrum, hreifst alla upp úr skónum og kunnir vel að tala þig út úr að- stæðum ef svo bar við. Það er ekki annað hægt en að minnast á áhuga Sigurðar Brynjars á veiði, þá fiskveiðum í ám lands- ins. Þú lifnaðir við þegar þú sagðir frá veiðiferðunum sem þú hafðir farið í og varst af- bragðsleiðsögumaður fyrir marga stórlaxana að þinni sögn. Þið Andrés, frændurnir, vor- uð snemma með sömu flugdell- una. Þegar komið var í heim- sókn í Klapparbergið var oftar en ekki farið í „flightsim“ eða stiginn upp í stofu lagður undir playmo. Þú fluttir um tíma til mömmu og pabba á Starmóann í Njarðvík. Við mun alltaf hugsa hlýlega um tímann þegar Sigurður Brynjar bjó þar. Sér- staklega eitt kvöldið þegar Andrés og Tinna elduðu mexí- kóskan mat og Sigurður, eins mikill peppari og hann var, kallaði „gúagatúle!“ þegar við segjumst ætla að gera guaca- mole. Síðan þá er það bara gúagatúle. Þú varst svo barngóður og alltaf var stutt í bros, gleði og hlýju þegar börn voru annars vegar. Við systkinin erum þakklát fyrir allt sem við áttum með þér. Við sendum Guðlaugi og Völu, Þórunni Sif, Giuseppe og dætrum, Elmari Inga og Helgu Maríu innilegar samúðarkveðj- ur. Guð styrki ykkur og gefi að sorgin mildist með tímanum og góðu minningarnar fylli hug ykkar. Guð geymi þig elsku frændi. Minning þín lifir í hjörtum okk- ar. Þín frændsystkini, Magna, María og Andrés. Ég kynntist Sigga frænda fyrir alvöru þegar hann dvaldi hjá mömmu og pabba í Njarð- vík 2013. Hann hafði þá lent í ýmsum raunum og var staðráð- inn í að ná sér á strik með sín veikindi. Ég var nýskilinn og bjó einnig hjá mömmu og pabba. Það var virkilega gaman að kynnast þessum sniðuga litla frænda svona náið. Hann var útsjónarsamur og frjór af alls kyns sniðugum hugmyndum sem hann viðraði við mig á hverjum degi og kenndi mér einnig mjög margt á sama tíma um lífið, hversu skemmtilegt það getur verið og hversu dimmt það getur einnig verið. Samfélagsmiðlar eins og In- stagram og læksíður á Face- book voru að ryðja sér til rúms á þessum tíma og var Siggi auðvitað fremstur manna við að fanga þá nýjung með trompi. Þær voru ófáar veiðisögurnar sem hann sagði mér sem hann fór sem leiðsögumaður og hvaða flugur væri best að veiða á. Á Facebook sýndi hann mér síðu sem hét taggalicious (eins konar tinder) en þar kynntist ég eiginkonu minni sem ég á þrjá stráka með og yndislegt heimili, sem hefði kannski ekki orðið af nema fyrir Sigga frænda sem kenndi mér á þetta forrit á Facebook. Siggi var al- gjört tískugúrú. Hann þekkti öll merkin og átti allar flottustu skyrturnar og kenndi mér að klæða mig upp á nýtt. Hann var alltaf svo áhugasamur um lífið hjá manni. Spurði út í hitt og þetta og mundi alltaf það sem ég hafði sagt honum. Ég naut þess einnig mikið að taka ísrúnt með honum og eiga gott spjall. Ég heyrði síðast í Sigga sumarið 2021 á Instagram þar sem hann segir við mig: „Frændi, manstu eftir ford- inum sem þú fékkst upp í bimmann, það var svaka díll, við vorum sko flottir á bimm- anum frændi í den.“ „Mér þyk- ir vænt um þig,“ endar hann svo á að segja. Ég á eftir að sakna hans mikið því ég lærði margt af þessum magnaða frænda mínum. Þín verður sárt saknað elsku Sigurður Brynjar. Þinn frændi, Kristján Á. Baldurs. Það er þyngra en tárum taki að kveðja núna hann Sigurð Brynjar hinstu kveðju. Það er einhvern veginn merkingar- laust að hnoða tilfinningar í orð því sorgin er svo mikil í kring- um fráfall hans. Hvað er hægt að segja þegar ungur maður deyr allt of snemma og er harmdauði fjölskyldu og öllum sem hann þekktu? Það er ósköp fátt og þá er kannski helst hægt að leita til góðra minn- inga. Sigurður Brynjar var í bleyju og varla farinn að tala þegar hann kom einu sinni sem oftar í heimsókn til ömmu og afa á Nesinu. Þau höfðu tekið fram skreytingu með áföstum fugli sem leit nokkuð eðlilega út, þökk sé fagurrauðum fjöðr- um sem voru límdar á skrokk úr plasti. Hann Sigurður Brynjar kom sér leifturhratt í námunda við skreytinguna og þá bjuggust allir við að dagar fuglsins væru nú taldir. En Sigurður tók snuðið sitt úr munninum, rétti að fuglinum og reyndi nokkrum sinnum að koma því upp í gogginn. Hann varð svolítið undrandi þegar engar voru undirtektirnar. En þarna reyndi hann Sigurður okkar að gefa minni máttar það dýrmætasta sem hann átti. Betri vitnisburð um hjartalag lítils barns er ekki hægt að hugsa sér. Þetta er fjarri því að vera eina góða minningin um spur- ult, uppátækjasamt, og skemmtilegt barn sem varð að spurulum, uppátækjasömum og skemmtilegum manni sem ein- hvern veginn allt lék í hönd- unum á. En þetta er sú sem við notum mest til að eiga við sorg- ina – minning um góðan dreng. Sigurður Óli Sigurðs- son og Rhian Atta. „Sástu mig, Halldór, hversu hratt ég fór niður brekkuna? Held ég hafi verið sá fyrsti í langan tíma sem fer þarna nið- ur á bretti, alla vega á 60 km hraða! Þetta var magnað, ég ætla aftur!“ Þarna vorum við í Hlíðarfjalli. Nokkrum árum áð- ur vorum við staddir í Klapp- arbergi. Það er gamlárskvöld, við búnir að festa hólk við staur en í hólknum er tívolíbomba, kveikt er í. „Nei heyrðu, bomb- an snýr öfugt!“ Við hlaupum eins og fætur toga … bamm! Jörðin logar og þvílík læti. „Sástu maður, þetta var geggj- að!“ Síðan hoppaði Sigurður eins og hann gerði svo oft og nuddaði saman höndunum ákaft fyrir framan nefið á sér. Þessi minningabrot lýsa honum svo vel. Alltaf fjör og alltaf stuð í kringum hann Sigurð frænda minn. Nú sit ég og slæ á lykla- borðið, hugsa til þín og tárin streyma niður kinnar mínar. Minningarnar eru margar. Manstu hundinn Lúkas? Þú ætlaðir að fá fundarlaunin. Manstu Jórdaníuferðina okkar? Þú varst hrókur alls fagnaðar þar. Manstu allar útilegurnar? Alltaf stuð með ykkur Klapp- arbergsfjölskyldunni. Elsku frændi, meira og minna allt sem þú tókst þér fyrir hendur fórstu létt með, varst góður námsmaður er þú varst við, varst afburðaveiði- maður, lóðsaðir veiðimenn um helstu laxveiðiár landsins, stofnaðir heimasíður og margt annað tengt þínum áhugamál- um. Þú fæddist inn í þennan heim sem góður drengur og fékkst fallegt hjartalag í vöggu- gjöf. Þú varst yndisleg mann- vera en því miður glímdirðu við sjúkdóm sem dró þig á þann stað sem þú ert á í dag. Við vorum stundum samferða Siggi í glímunni við þann sjúkdóm og oft gekk mikið á. Fyrir leik- mann er svo erfitt að skilja þær þjáningar sem einstaklingur eins og þú hefur gengið í gegn- um. Elsku Guðlaugur bróðir minn, Vala, Þórunn, Giuseppe og börnin ykkar, Elmar og Helga, Sigurðar Brynjars verð- ur sárt saknað og sorgin er óbærileg. Minning um góðan dreng lifir, nú þarf hann ekki að þjást meira og ég trúi því að hann sé kominn á betri stað. Halldór frændi. Sigurður Brynjar Guðlaugsson Dýrmætast í líf- inu er sönn vinátta í gleði og sorg. Vin- átta sem er alltaf til staðar. Hlustar, dæmir ekki en segir svo sína skoðun og gefur ráð. Þannig vinur var Helga og svo margra annarra bæði í starfi sínu og vinahópi sem var stór. Ég kynntist Helgu á gamlársdags- morgni 1978 í Reykjadal. Hún var þá nýráðin starfsmaður hjá SÁÁ og hafa þau kynni okkar haldið alla tíð síðan. Helga var sannur vinur sona minna, eins og yndisleg og skemmtileg frænka sem eldaði indverskan mat sem þeir elskuðu. Eitt sinn fórum við öll í ferðalag til Portú- gal, ógleymanleg ferð. Það síð- asta sem Helga gaf mér á af- mælinu mínu í ágúst var Helga Ásgeirsdóttir ✝ Helga Ásgeirs- dóttir fæddist 20. desember 1953. Hún lést 29. desem- ber 2021. Útförin fór fram 11. janúar 2022. myndaalbúm sem hún skreytti svo fallega og átti að vera hjá okkur öll- um til skemmtunar þegar hún væri far- in því þannig var húmor Helgu sem var einn hennar stærsti kostur og svona sá hún lífið. Helga var samt sem áður dul og ekki mikið fyrir að tala um for- tíð sína en maður skynjaði samt að hún hafði stundum verið týnda barnið sem kynntist ein- elti og höfnun í lífinu. Það varð svo hennar dýrmæta reynsla seinna þegar hún hóf störf sem ráðgjafi því hún skildi fólk svo vel út frá sinni eigin reynslu. Helga valdi það að búa með sjálfri sér en átti alltaf góðan vinahóp sem fjölskyldu, þar var hún alltaf velkomin. Þegar Helga Ásgeirs var nefnd kom alltaf bros hjá fólki, já hvað er að frétta af henni Helgu o.s.frv. Helga starfaði sem vímuefna- og áfengisráðgjafi á geðdeild Land- spítalans til fjölda ára. Hún hafði sterka réttlætiskennd og gat orðið öskureið og þar voru mál sem við stöllurnar ræddum lítið því þar fórum við á hálan ís eins og pólitík og trúmál, Jesús var ekki góður við alla og íhaldið var ekki gott. Við lásum bækur og ljóð og hún kunni góð skil á myndlist, enda komin af lista- fólki og skreytti t.d. sín jólakort sjálf. Í gegnum árin hef ég feng- ið símtöl frá Helgu: Rósfríður mín, ég skellti mér til Parísar eða Ítalíu, eða austur í sveitir. Svo komu lýsingar á öllu sem hafði hrifið hana svo ég fann jafnvel lyktina af því sem hún upplifði sjálf. Það er ekki hægt að skrifa um Helgu nema nefna Jóa, besta vin hennar. Þar setti Helga allt sitt traust og var hann hennar nánasti aðstand- andi, bæði í lífinu og við lok þess. Ótrúlega heilt og fallegt samband sem sönn vinátta þeirra til margra áratuga vitnar um. Ég á eftir að sakna Helgu og símtalanna skemmtilegu. Í síðasta símtalinu okkar sagði hún mér að hún væri á leiðinni til himnaríkis, ef hún fengi inn- göngu þar. Þá skall á þögn milli okkar en við kvöddumst samt með brandara, kökk í hálsi og tár í augum. Hvíl í friði, kæra vinkona. Rósa Ólafsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.