Morgunblaðið - 13.01.2022, Side 49

Morgunblaðið - 13.01.2022, Side 49
MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022 ✝ Guðmunda Loftsdóttir fæddist í Grindavík 17. nóvember 1930. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- vangi 27. desember 2021. Foreldrar henn- ar voru Laufey Ein- arsdóttir húsfreyja, fædd á Bjargi í Grindavík 5.9. 1909, d. 9.10. 1991 og Loftur Georg Jónsson, fisksali og brunavörður í Þjóðleikhúsinu, fæddur á Arn- ey á Breiðafirði, Skarðsstrand- arhreppi, 20.9. 1902, d. 20.2. 1968. Systkini Guðmundu voru Ey- rún Lára Þórey, f. 13.10. 1926, d. 31.1. 1993, Lofthildur Kristín, f. 23.8. 1928, d. 2.7. 2017, Helga, f. 4.5. 1939, d. 19.6. 2019, Eiríkur Jón, f. 6.9. 1944, d. 28.12. 1945, Hrefna Björk, f. 11.2. 1947 og hálfbróðir, Skarphéðinn Krist- inn Loftsson, f. 27.7. 1922, d. 28.6. 2001. Guðmunda giftist Eyjólfi Júl- íusi Kristjánssyni 17. nóvember 1951. Eyjólfur var fæddur í Ólafsvík 29.8. 1920, d. 6.8. 1991. Fyrir átti Eyjólfur Braga Eyj- Hannessyni. Börn þeirra: Hann- es, f. 30.7. 1977, Vignir Freyr, f. 22.12. 1983 og Heimir Már, f. 22.11. 1986. Eyjólfur Kristján Eyjólfsson, f. 17.1. 1964, giftur Zönnu Per- sijanova. Fyrri maki Eyjólfs var Lilja Ægisdóttir og eru börn þeirra: Ægir, f. 4.4. 1985 og Óð- inn, f. 19.9. 1994. Barn Eyjólfs og Guðbjargar Guðmundsdóttur er Kristján Haukur, f. 16.2. 2000. Guðmunda fæddist á Bjargi í Grindavík og bjó þar til sex ára aldurs þegar hún flutti til Reykjavíkur með foreldrum sín- um og systrum og bjuggu þau lengst af á Lindargötu 26. Guð- munda og Eyjólfur hófu búskap á Bröttukinn í Hafnarfirði árið 1950. Bjuggu um tíma í Krísuvík, keyptu sér íbúð á Jófríð- arstaðavegi 10 þar sem þau bjuggu í nokkur ár. Þau byggðu hús á Móabarði 8b og að lokum byggðu þau sér hús á Miðvangi 11, þar sem Guðmunda bjó til ársins 1996 þegar hún flutti á Sólvangsveg 1. Guðmunda vann við ýmis störf um ævina, síðustu 20 starfsárin vann hún á leikskól- anum Víðivöllum. Árið 2018 flutti Guðmunda á hjúkr- unarheimilið Sólvang þar sem hún bjó síðustu ár ævi sinnar. Útför Guðmundu fer fram í Hafnarfjarðarkirkju í dag, 13. janúar 2022, klukkan 13. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat ólfsson, f. 11.10. 1940, en börn Guð- mundu og Eyjólfs eru: Guðrún Eyjólfs- dóttir, f. 18.1. 1949, gift Grétari Bern- ódussyni. Börn þeirra eru: Kristín Benný, f. 15.8. 1969, Óskar Eyjólfur, f. 22.9. 1976. Loftur Georg Eyjólfsson, f. 8.9. 1951, d. 30.12. 2014, giftur Jónínu Jóhanns- dóttur. Börn þeirra: Guðmunda Ellen, f. 2.2. 1982, sonur Jónínu og stjúpsonur Lofts: Björgvin Jó- hann Jónsson, f. 20.11. 1974. Laufey Eyjólfsdóttir, f. 12.1. 1953, gift Jóni Steini Elíassyni. Fyrri maki Laufeyjar var Ásgeir Baldursson og eru börn þeirra: Kristján Berg, f. 30.3. 1971, Lovísa Guðbjörg, f. 16.2. 1973, Anna Marta, f. 16.2. 1973. Páll Breiðfjörð Eyjólfsson, f. 24.7. 1954, giftur Svövu Hlíð Svavarsdóttur. Börn þeirra: Guðrún Svava, f. 21.1. 1980, Eyj- ólfur Júlíus, f. 3.7. 1982 og Páll Fannar, f. 2.2. 1988. Guðmunda Hulda Eyjólfs- dóttir, f. 23.5. 1958, gift Helga Nú er hún elsku mamma og tengdamamma búin að kveðja þetta líf og náði hún að lifa langa og góða ævi. Hún hefur fylgt okkur í gegn- um lífið og átt með okkur marg- ar góðar stundir. Það verður skrítið að heyra ekki í henni reglulega og ræða við hana um lífið og tilveruna, þar sem við mæðgur vorum í sambandi nán- ast daglega, ýmist í gegnum síma eða yfir kaffibolla og spjalli. Mamma var stolt af fjölskyldu sinni og fannst ánægjulegt hversu vel gekk hjá öllu hennar fólki. Líf hennar snerist mikið um að halda fjölskyldunni saman og var árlegt jólaboð stórfjöl- skyldunnar á jóladag stór þáttur í því. Einnig var vani að halda svokallaða Halakotshátíð um verslunarmannahelgi í sumar- búðstaðnum hennar. Þar hittust bæði stórir og smáir og áttu góð- ar stundir saman. Aðrir viðburð- ir innan fjölskyldunnar voru henni einnig mikilvægir, eins og afmæli, útskriftarveislur og ann- að sem tilefni gaf til að hittast og gleðjast. Mamma fór oft með okkur fjölskyldunni í ferðalög. Sérstak- lega er minnisstætt eitt ferða- lagið sem við fórum í Skaftafell þegar mamma var 74 ára. Þar tók hún þátt í kvennahlaupi með okkur og fleiri gestum sem staddir voru í Skaftafelli það sinnið. Eitthvað dróst hún aftur úr þeim yngri í hlaupinu og var alveg hissa á því hvað allir voru að flýta sér og gætu ekki haldið hópinn. En hlaupið kláraði hún þó það tæki eitthvað lengri tíma en hjá hinum og voru eflaust margir búnir að grilla og ganga frá þegar hún kom í mark. Sagan af hlaupinu var lýsandi dæmi fyrir þrautseigju hennar og elju. Mamma var fylgin sér og gafst ekki upp þó á móti blési. Hún var mikill persónuleiki, hörkudugleg og vann sig upp úr fátækt með elju og dugnaði ásamt pabba. Hún var vel liðin í vinnu, þótti dugleg, skemmtileg og úrræðagóð. Hún var alveg til í að taka þátt í leik eða gríni þeg- ar hún var með fólki sem hún treysti. Hún var þekkt fyrir að vera hnyttin í orðalagi, sem mörgum þótti gaman af. Mamma skilur eftir sig stóra fjölskyldu og eru afkomendur hennar orðnir yfir fimmtíu og náði hún að verða langa- langamma áður en hún kvaddi. Takk elsku mamma og tengdamamma fyrir allt sem þú veittir okkur, sonum okkar og fjölskyldum þeirra, í gegnum líf- ið. Einnig viljum við þakka starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Sólvangi fyrir góða umönnun og kærleika til mömmu. Kær kveðja, Guðmunda og Helgi Elsku amma. Sit hér í sófanum og skrifa þessi orð til þín, horfandi yfir hrúgu af jólaskrauti sem ég hef mig ekki í að pakka niður. Jóla- tréð stendur enn bert, fyrir utan lítinn fugl sem festur er á grein við toppinn. Þetta er sami fugl og afi setti með mér á jólatréð á Miðvanginum jólin sem við fjöl- skyldan bjuggum hjá ykkur fyrir um þrjátíu árum. Það var í síð- asta skiptið sem afi, sem kvaddi okkur sumarið eftir, skreytti tréð. Jólin eftir skreyttum við saman: jólastjörnurnar fóru í gluggana, jólabjallan var hengd upp fyrir ofan eldhúsvaskinn og hinn óendanlega spennandi burstabær hans afa var settur saman. Við pressuðum líka dúka og rúmföt og þrifum húsið hátt og lágt, þar sem meðal annars stytturnar þínar fengu að fara í jólabað – slíkt hef ég aldrei séð gert síðar en hafði þó tekið þátt í þeirri helgiathöfn með þér jólin á undan. Að endingu var fuglinn tekinn upp úr kassanum og sett- ur á sinn stað eins og öll fyrri jól. Og baksturinn! Þetta var hvorki í fyrsta né síðasta skiptið sem ég fékk að taka þátt í þeirri list- grein með þér. Mörgum árum seinna hringdi ég í þig frá Bandaríkjunum og saman plön- uðum við smákökubakstur. Þeg- ar ég svo kom, sendir þú mig rakleiðis í Fjarðarkaup til þess að kaupa lambalærissneiðar sem við veltum upp úr raspi; þér fannst ég nefnilega vera orðinn svo horaður. Þetta fitunarverk- efni þitt hefur reyndar staðið alla mína ævi. Í valnum liggja ótalmargir lítrar af skyri og heimagerðar fiskibollur sem þú steiktir upp úr feiti á stóru þungu pönnunni þinni. Það má heldur ekki gleyma sögunni um lambabjúgun þrjú sem þú sauðst ofan í átta ára pjakk seint um kvöld, löngu eftir kvöldmat. Í það skiptið átti ég reyndar frum- kvæðið eftir að hafa séð þau í ís- skápnum hjá þér og sagðist vera svangur. Þú varst efins um að ég gæti torgað þessu öllu en lést þó undan. Vissir að þetta var í uppáhaldi hjá mér á þessum ár- um, líklegast minnug reglulegra ferða ykkar afa á pósthúsið nokkrum árum áður til þess að senda bjúgu til mín alla leið til Noregs. Þetta var þó alveg örugglega eina skiptið sem þú reyndir ekki að troða ofan í mig ábót. Áratugum síðar hlógum við að þessu persónulegu meti mínu í bjúgnaáti, sem stendur enn. Ég heyri hláturinn þinn fyrir mér, ásamt hinu séríslenska tali á inn- soginu sem gerði sérstaklega vart við sig í hinum ótalmörgu símtölum við þig á unglingsárun- um. Á tímabili hittist nánast daglega þannig á að þú hringdir heim til okkar í Lækjarbergið um það leyti sem ég, síþreyttur unglingurinn, var nýkominn úr skólanum og ætlaði að leggja mig. Ég veit að þú fyrirgefur mér að einu sinni lagði ég tólið á eyrað og dottaði á meðan þú lést móðan mása með stöku „jái“ á innsoginu. Ég held að litli fuglinn á greininni verði það síðasta sem ég pakki niður eftir þessi jól. Ég lofa því að hann verði settur aft- ur á sama stað á tréð á næsta ári. Þinn Hannes. Það er komið að kveðjustund. Í senn finn ég fyrir söknuði og er einnig full þakklætis fyrir að hafa fengið það tækifæri að kynnast henni ömmu minni vel og vera samferða henni í ára- tugi. Hugurinn leitar aftur. Fyrst á Móabarðið þaðan sem ég á óljósar en hlýjar minningar en síðan á Miðvanginn sem á tíma- bili var eins konar miðpunktur fjölskyldunnar. Þangað var gam- an að koma til ömmu og afa, oft- ast margt fólk og líf í húsinu. Þegar ég var barn fannst mér ekki vera almennilegur sunnu- dagur nema að fara í heimsókn á Miðvanginn. Í sunnudagsheim- sóknunum á Miðvanginn var ekki bara líf og fjör heldur einn- ig alltaf veisluborð. Amma var gestrisin og tók vel á móti fólki. Ég sé fyrir mér kaffiborðið, smurt brauð skorið til helminga, formkökur, pönnukökur, lagtert- ur og kleinur, allt auðvitað heimabakað af ömmu. Hún amma var líka mikill fagurkeri. Hún naut þess að hafa fallega hluti í kringum sig og lagði ávallt mikla alúð og metnað í heimili sitt. Þar til amma flutti á Sól- vangsveg var hún fyrst og fremst amma mín. Amma sem hugsaði um fólkið sitt og vildi því allt það besta. En svo urðum við líka vinkonur, það er mér í dag mjög dýrmætt. Við bæði spjöll- uðum mikið og brölluðum ým- islegt. Þegar allt var á fullu í líf- inu og ég í háskólanámi með þrjú börn kom amma til aðstoð- ar. Í miðri viku kom hún til okk- ar, passaði Önnu Sigrúnu og tók á móti Grétari og Gunnari úr skólanum, á meðan ég var við námið. Svona var fyrirkomulagið okkar í heilan vetur. Það var gott að hafa ömmu hjá okkur á þessum tíma og svo sannarlega var mikil hjálp í henni. Er mjög þakklát fyrir tímann sem við átt- um saman. Eftir þennan vetur kom amma reglulega í heimsókn meðan hún hafði heilsu til og gisti þá gjarnan. Það var gaman að sækja hana, hún alltaf tilbúin og búin að pakka í bláu töskuna sína. Þessar stundir eru ómet- anlegar, ekki bara fyrir mig heldur líka börnin mín sem fengu einstakt tækifæri til að kynnast langömmu sinni. Það var mikil seigla í henni ömmu. Það þarf seiglu til að taka bílpróf þegar maður er orðinn 60 ára en það gerði amma og var stolt af. Það þarf líka seiglu til að fara í gegnum lífið og hjá ömmu var lífið alls ekki áfallalaust en hún bjó yfir styrk og sýndi æðruleysi þegar á bátinn gaf. Amma gat verið býsna alvöru- gefin en undir niðri kraumaði glettni og oft á tíðum óborgan- legur húmor. Hún var í senn blíð, fyndin, ákveðin, skapstór, seig, dugleg og traust. Hún hafði gaman af hvers kyns mannfagn- aði og þó hún vildi ekki láta mik- ið á sér bera þá vildi hún alltaf taka þátt. Í góðum hópi var auð- velt að fá hana til að sprella. Það sem gladdi ömmu einna mest voru ferðirnar í Halakot, sumarbústaðinn þeirra afa. Minningar frá fjölmörgum Hala- kotshátíðum um verslunar- mannahelgi ylja þar sem amma elskaði að fá fólkið sitt til sín. Því fleiri því betra og reglulega var tekið manntal. Síðustu ferðina okkar í Halakot fórum við saman í blíðskaparveðri nú í júní. Það var erfið ferð fyrir ömmu en ánægjuleg og gott að geta notið augnabliksins. Þannig týnist tíminn. Kristín Benný. Guðmunda Loftsdóttir Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN SIGURLAUG EYJÓLFSDÓTTIR frá Framnesi, Borgarfirði eystra, lést á Hjúkrunarheimilinu Dyngju Egilsstöðum 2. janúar. Útför hennar fer fram frá Bakkagerðiskirkju laugardaginn 15. janúar og hefst athöfnin klukkan 14. Í ljósi aðstæðna verður einungis nánasta fjölskylda viðstödd, en streymt verður frá útförinni á facebook – Bakkagerðiskirkja. Sigrún Skúladóttir Gunnlaugur Haraldsson Björn Skúlason Eyjólfur Skúlason Sigrún Bjarnadóttir Valgeir Skúlason Lára Vilbergsdóttir Anna Bryndís Skúladóttir Andrés Skúlason Gréta Jónsdóttir Emil Skúlason Oddný Jökulsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri, THEÓDÓR INGÓLFSSON, lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu 16. desember. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Anna Valgarðsdóttir Anna Dóra Theódórsdóttir Gísli Theódórsson Óskar Theódórsson Yannick Víkingur Hafliðason Gwennaélle Charles Isól Buffy Raphaél Charles Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, UNNUR DANÍELSDÓTTIR, Suðurlandsbraut 66, áður Álfhólsvegi 81, lést í faðmi fjölskyldu sinnar á heimili sínu mánudaginn 3. janúar. Útför hennar verður gerð frá Kópavogskirkju föstudaginn 14. janúar klukkan 15. Allir eru velkomnir í kirkjuna en vegna sóttvarna þurfa gestir að sýna neikvætt hraðpróf við innganginn, tekið af viðurkenndum aðila og ekki eldra en 48 klst. Streymt verður frá útförinni. Jónína Unnur Gunnarsdóttir Jóhann Helgi Þráinsson Sóley Björg Gunnarsdóttir Kristján Hallur Leifsson Gunnar Vigfús Gunnarsson Íris Palmqvist Guðjón Örn, Arnhildur Unnur Rannveig Ísey og Kristján Gunnar Elsku faðir okkar, tengdafaðir, unnusti, afi, og langafi SKARPHÉÐINN LÝÐSSON matreiðslumeistari, lést á Landspítalanum Hringbraut 5. janúar. Útför hans fer fram í Víðistaðakirkju þriðjudaginn 18. janúar klukkan 13. Útfarargestir eru beðnir um að framvísa neikvæðu hraðprófi ekki eldra en 48 klst. Lýður B. Skarphéðinsson Elva Björk Sveinsdóttir Einar Þór Skarphéðinsson Þóra Sv. Þorkelsdóttir Sigrún S. Skarphéðinsdóttir Guðrún Ögn Ákadóttir afa- og langafabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN JÓHANN BJARNASON, Fróðengi 1, lést mánudaginn 10. janúar. Þórhildur Sigurðardóttir Svandís Ásta Þorsteinsdóttir Páll Jónasson Anna Kristín Þorsteinsdóttir Hafsteinn Gunnarsson Sigurður Gunnar Þorsteins. Ragnhildur Þorsteinsdóttir Ingimar Theodórsson barnabörn og langafabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.