Morgunblaðið - 13.01.2022, Síða 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022
✝
Arnþór Garð-
arsson fæddist
6. júlí 1938 í
Reykjavík. Hann
lést á heimili sínu í
Hafnarfirði 1. jan-
úar 2022.
Foreldrar hans
voru Garðar Þor-
steinsson, fisk-
iðnfræðingur og
stórkaupmaður, og
kona hans, Þórunn
Sigurðardóttir ljósmóðir, frá
Fiskilæk í Borgarfirði. Arnþór
var yngstur fjögurra barna
þeirra hjóna, en systkini hans
voru þau Bergljót, Geir og Gerð-
ur sem nú eru öll látin. Garðar
átti auk þess Ester, Ólaf, Þóri og
Þorstein.
Uppvaxtarár Arnþórs voru á
Seltjarnarnesi. Addó, eins og
hann var oftast kallaður, hneigð-
ist snemma að undrum náttúr-
unnar og sex ára gamall var
varð síðar prófessor í dýrafræði
við Háskóla Íslands þar sem
hann starfaði að rannsóknum og
kennslu.
Guðrún Sveinbjarnardóttir
var ein af stúlkunum sem hann
teiknaði mynd af og felldu þau
fljótlega hugi saman og giftu sig
26. september 1959. Guðrún
fæddist 3. október 1937, hún lést
17. desember 2016.
Börn Guðrúnar og Arnþórs
eru Soffía plöntuvistfræðingur,
f. 1960, og Þrándur tölv-
unarfræðingur, f. 1963, kvæntur
Álfheiði Ólafsdóttur myndlist-
armanni, f. 1963. Börn Þrándar
og Álfheiðar eru: a) Guðni Þór
efnafræðingur, f. 1989, kvæntur
Marie Legatelois umhverf-
isfræðingi, f. 1989, og eiga þau
sex börn; Guðnýju Adèle, f. 2014,
Lóu Noelle, f. 2015, Helga Cor-
bin, f. 2017, Fjólu Angele, f.
2018, Mikael Noel, f. 2020, og
Söru Teresu Karítas, f. 2021. b)
María Rún, sem er í meist-
aranámi í myndlist, f. 1995.
Útför verður frá Seljakirkju í
dag, 13. janúar 2022, klukkan 15.
hann ákveðinn í að
læra meira um líf-
ríkið. Ungur var
hann sendur í sveit
á sumrin til frænd-
fólks á Mývatni, í
Fljótshlíð og víðar
og kynntist þar
gömlum búskap-
arháttum ásamt líf-
legu fugla- og jurta-
lífi.
Arnþór gekk í
Menntaskólann í Reykjavík og
lauk þaðan stúdentsprófi 1957.
Addó var listfengur og drátt-
hagur og teiknaði myndir af
samstúdentum sínum í Fánuna.
Arnþór hélt utan til frekara
náms, fyrst í dýrafræði í Bristol
á Englandi sem hann lauk árið
1962. Áfram hélt hann í dokt-
orsnám til Berkley í Kaliforníu
þar sem hann varði dokt-
orsritgerð sína um stofnstærð
rjúpunnar árið 1971. Arnþór
Í dag kveð ég Arnþór Garð-
arsson, sem var í senn mikill
fræðari, áhrifavaldur og náttúru-
verndarsinni. Arnþór var ekki
síður góður félagi. Ég er einn
þeirra sem var svo lánsamur að
kynnast Arnþóri, hann var læri-
meistari minn og síðar kær fé-
lagi. Minning um þann gagn-
kvæma vinskap mun fylgja mér
á meðan á jarðríki mínu stendur.
Eitt af því sem um Arnþór má
segja, líkt og um fleiri vísinda-
menn, að hann var ekki bara
skapandi vísindamaður heldur
og mikill listamaður. Hvort held-
ur voru skissur af fuglum eða
mynd af heilu vistkerfunum.
Hann gat þetta allt saman.
Stundum er sagt að vísindin og
listin séu systkin, hvor tveggja
skapandi. Arnþór var skapandi
vísindamaður og líka listamaður.
Blessuð sé minning Arnþórs
Garðarssonar. Sú minning sem
við eftirlifendur eigum um hann
mun lifa.
Jón S. Ólafsson.
Arnþór Garðarsson, prófessor
emeritus við Háskóla Íslands, er
látinn á 83. aldursári. Sérsvið
Arnþórs var vistfræði fugla og
hann var leiðandi á því sviði um
áratuga skeið. Hér nægir að
nefna rannsóknir á fæðu og fé-
lagsatferli rjúpu, vistfræði Mý-
vatnssanda og rannsóknir á
stofnstærð og dreifingu sjófugla.
Arnþór var bráðger og vakti at-
hygli strax 17 ára gamall er
hann og Agnar Ingólfsson birtu
ritgerð í Náttúrufræðingnum
um fuglalíf Seltjarnarness. Þar
má greina þætti sem einkenndu
hann alla tíð, öguð fræðileg
vinnubrögð, skýr framsetning og
listfengi, en greinina prýða
fuglamyndir teiknaðar af Arn-
þóri. Fræði Arnþórs voru ekki
takmörkuð við fugla, hann var
grasafræðingur góður og vann
einnig við rannsóknir á hrygg-
leysingjum. Þessa fjölþættu
þekkingu notaði hann til að
tengja saman lífverur í fæðuvef
og rannsaka hvernig þessi tengsl
höfðu áhrif á stofnþróun fugla.
Arnþór var ekki bara öflugur
vísindamaður heldur líka ein-
beittur náttúruverndarmaður og
beitti sér mjög fyrir verndun
Mývatns og Þjórsárvera.
Leiðir okkar Arnþórs lágu
fyrst saman vorið 1969 á Nátt-
úrufræðistofnun Íslands. Hann
var þá liðlega þrítugur fram-
haldsnemi við Berkeley-háskóla
og starfsmaður Náttúrufræði-
stofnunar, en ég unglingur á 15.
ári með áhuga á fuglum. Fyrir
tilverknað Finns Guðmundsson-
ar fuglafræðings var Náttúru-
fræðistofnun miðstöð fugla-
áhugamanna á þeim árum.
Þangað sótti ég til að tengjast
þessu samfélagi. Þessir góðu
drengir, Finnur og Arnþór, urðu
mér fyrirmyndir og höfðu áhrif á
í hvaða farvegi líf mitt hefur
runnið. Báðir höfðu þann eig-
inleika að geta gert rannsóknir á
fuglum spennandi og eftirsókna-
vert hlutskipti í augum hins
óharðnaða unglings. Arnþór var
seinna kennari minn við Háskóla
Íslands, að loknu námi starfaði
ég með honum við HÍ í nokkur
ár, og síðar á lífsleiðinni unnum
við ítrekað saman.
Hvernig kom Arnþór mér fyr-
ir sjónir? Meðalmaður á hæð,
grannleitur næstum tálgaður,
dökkur yfirlitum, snögghærður,
arnarnef prýddi andlit, prúð-
menni, töffari, um varir lék jafn-
an órætt bros, og „ævinlega
blessaður“ voru hlýleg ávarps-
orð við endurfundi. Úti á mörk-
inni, blái anorakkurinn, vindla-
reykur, matargerð, karrí, og
fuglar yfir og allt um kring.
Hann var glöggur, orðhagur, ag-
aður í vinnubrögðum, gerði kröf-
ur um fræðilega nákvæmni, eng-
inn afsláttur gefinn þar,
ábendingar hans þarfar og
bættu hvert verk. Í andstöðu við
þetta var óreiðan á skrifstofunni,
stundum velti ég því fyrir mér
eftir hvaða kerfi gögnum og
skjölum væri eiginlega raðað eða
ekki raðað. Þegar ég nú öllum
þessum áratugum síðar lít yfir
eigin skrifstofu þá hvarflar að
mér að ómeðvitað hafi meistar-
inn verið mér fyrirmynd um æði
margt í lífinu! Í glímunni við elli
kerlingu varð vöxturinn þriflegri
og getan til umsvifa úti á mörk-
inni minni, en eldlegur áhugi á
faginu, hugmyndaauðgi og vilj-
inn til framkvæmda var hins
vegar óbugaður allt til hinstu
stundar.
Að leiðarlokum þakka ég Arn-
þóri fyrir áratuga vináttu og
hjálpsemi. Fjölskyldu hans votta
ég samúð mína. Farðu í friði
meistari!
Ólafur Karl Nielsen.
Arnþór Garðarsson, félagi
okkar og lærimeistari, er fallinn
frá. Með Arnþóri er genginn
einn helsti baráttumaður okkar
fyrir náttúruvernd og jafnframt
mikill frumkvöðull í fræðunum.
Arnþór var með okkur í votlend-
isnefndinni, sem starfaði á ár-
unum 1996-2006, þar starfaði
einnig Árni Waag Hjálmarsson,
annar baráttumaður fyrir nátt-
úru- og þá sérstaklega votlend-
isvernd. Votlendisbókin sem
Arnþór ritstýrði og kom út 1975
er undirstöðurit í öllu sem lýtur
að votlendisvernd. Arnþór sat
lengi í Náttúruverndarráði og
var formaður þess 1990-1996.
Hann var ávallt virkur í Fugla-
vernd, hvort sem var á hliðarlín-
unni eða sem stjórnarmaður,
alltaf var hægt að leita til Arn-
þórs um góð ráð og leiðbein-
ingar. Hann ætlaði reyndar að
taka við formennsku Fugla-
verndar, en var þá valinn for-
maður Náttúruverndarráðs og
hann vildi ekki þjóna tveimur
herrum. Arnþór var síðastur
þeirra þremenninga og æsku-
vina, Agnars Ingólfssonar og
Jóns Baldurs Sigurðssonar, til
að kveðja okkur. Þeir höfðu allir
kynnst á unglingsaldri vegna
áhuga á fuglum og þekking
þeirra á náttúrunni var mjög
víðtæk, þó að þeir hefðu sérhæft
sig síðar í námi og starfi. Allir
voru þeir lærisveinar Finns Guð-
mundssonar (Fugla-Finns).
Margar skemmtilegar sögur
eru til af Arnþóri við leik og
störf og ófá skiptin sem við nut-
um samvista við hann við Mý-
vatn og víðar um land. Arnþór
hélt áfram að stunda fuglarann-
sóknir fram á síðustu stundu.
Hann var að vinna að greinum
um fjölda skarfa, stærð lunda-
stofnsins og farhætti og uppruna
hávellu við Ísland á vorin. Við
þessir yngri reyndum eftir bestu
getu að aðstoða Arnþór gegnum
tíðina við rannsóknir hans með
vinnuframlagi, upplýsingum og
myndum, svo nokkuð sé nefnt.
Við hittum Arnþór síðast í
hófi sem félagi okkar og einn
lærisveina Arnþórs, Ólafur Karl
Nielsen, hélt hinn 2. október síð-
astliðinn. Þar hélt Ólafur upp á
40 ára afmæli fálka- og rjúpna-
rannsókna. Arnþór var þar
hrókur alls fagnaðar og fór
manna síðastur úr veislunni. Við
minnumst Arnþórs með söknuði,
krafts hans og framsýni og send-
um Soffíu, Þrándi og fjölskyld-
unni samúðarkveðjur okkar.
Einar Ó. Þorleifsson,
Jóhann Óli Hilmarsson,
Ólafur Einarsson.
Ég kynntist Arnþóri fyrst
vorið 1981 þegar ég tók tíma-
bundið að mér kennslu við líf-
fræðiskor Háskóla Íslands. Arn-
þór hafði þá verið að leita að
plöntuvistfræðingi fyrir rann-
sóknir í Þjórsárverum og réð
mig til verksins. Allar götur síð-
an var Arnþór sá sem ég leitaði
til um álit og hollráð. Hann var
glöggskyggn með afbrigðum og
ætíð mátti treysta dómgreind
hans. Stundum, sérstaklega til
að byrja með, skildi ég ekki hvað
hann var að fara enda átti Arn-
þór það til að tala í nokkrum vé-
fréttastíl og gerði almennt ráð
fyrir að viðmælandi þekkti til
mála og ekki þyrfti að útskýra
grundvallaratriði. Þekking hans
var með ólíkindum breið, fugla-
fræðingurinn Arnþór var t.d. vel
að sér um plöntur og gróður.
Arnþór var líffræðingur af
ástríðu, – nokkuð sem á raunar
við marga líffræðinga. Sú ástríða
skýrir umhyggju fyrir lífríki
jarðar en líffræðingar búa líka
yfir skilningi á því hvaða afleið-
ingar athafnir mannsins geta
haft. Sýn Arnþórs var alltaf
skýr, t.d. sagði hann í Votlend-
isriti Landverndar 1975: „… eft-
ir því sem menn gera sér betur
grein fyrir eðli og starfsemi
náttúrlegra vistkerfa verður æ
ljósara í fyrsta lagi að sú starf-
semi er svo flókin og yfirgrips-
mikil, að nauðsynlegt er að halda
eftir tiltölulega stórum samfelld-
um svæðum í upprunalegu
ástandi, til þess að tryggt sé að
starfsemi vistkerfisins raskist
sem minnst, og í öðru lagi að
röskun mannsins á flókinni og
lítt rannsakaðri starfsemi nátt-
úrunnar er oft með þeim hætti
að horfir til eyðingar ekki aðeins
umhverfis mannsins heldur og
mannkynsins sjálfs.“ Fáir fræði-
menn hafa skilað jafnmikilvægu
lífsstarfi fyrir náttúruvernd á Ís-
landi og Arnþór. Hann stjórnaði
vistfræðirannsóknum í Þjórsár-
verum í byrjun 8. áratugar síð-
ustu aldar, fyrstu íslensku rann-
sóknunum sem ætlað var að
meta áhrif stórframkvæmda á
lífríki. Framlag Arnþórs skipti
líklega sköpum fyrir setningu
laga um verndun Mývatns og
Laxár, uppbyggingu Náttúru-
rannsóknastöðvarinnar við Mý-
vatn, friðlýsingu Þjórsárvera og
skráningu þeirra á alþjóðlega
Ramsar-samninginn um vernd-
un votlendis. Þegar Arnþór sat í
Náttúruverndarráði 1972-1981
vann hann ötullega að friðlýs-
ingu votlendis og á þeim áratug
stökk flatarmál friðlanda úr 8
km² og upp í nær 2600 km², en
hélst svo lítið breytt næstu 25
árin. Þá lét Arnþór sig varða
virkjunarárform annars vegar á
vatnasviði Skjálfandafljóts og
Mývatns/Laxár og hins vegar í
Þjórsárverum og í Samvinnunni
1970 varaði hann við „þeirri
skammsýnu fáfræði og þröng-
sýni, sem einkennir áætlanir um
að eyðileggja tvö höfuðdjásn ís-
lenskrar náttúru“. Það kann að
virðast fjarstæðukennt að í al-
vöru hafi verið áformað að eyði-
leggja efri hluta Laxár og Lax-
árdal, bylta vatnfari Mývatns og
drekkja stærstum hluta Þjórs-
árvera með miðlunarlóni. Þessi
áform voru þó sett fram af op-
inberum aðilum, fylgt eftir af
fyllstu hörku og stundum mátti
litlu muna að þeim yrði hrint í
framkvæmd. Það var ekki síst
fyrir atbeina Arnþórs að því var
afstýrt.
Ég þakka Arnþóri fyrir sam-
fylgdina og votta aðstandendum
hans samúð mína.
Þóra Ellen Þórhallsdóttir.
Ég var þeirrar ánægju að-
njótandi að vera nemandi Arn-
þórs, fyrst í dýrafræði í BS-
námi, síðar í framhaldsnámi í
sjávarvistfræði og að lokum var
hann mér innan handar í dokt-
orsnámi í vatnalíffræði, sem
stundað var í Englandi. Meðan á
námi stóð vann ég hjá Arnþóri
við rannsóknir á heiðargæs og
beit hennar í Þjórsárverum og
að loknu námi urðum við sam-
kennarar í líffræði og unnum
saman að rannsóknum á Mý-
vatni og Laxá í S.-Þingeyjar-
sýslu. Auk þess sat ég í stjórn
Náttúrurannsóknarstöðvarinnar
við Mývatn og í Náttúruvernd-
arráði meðan hann var formað-
ur.
Það voru forréttindi að starfa
í hálfa öld með Arnþóri. Hann
var fluggreindur, hörkuduglegur
og afkastamikill vísindamaður
og náttúruverndarmaður. Arn-
þór þoldi illa orðhengilshátt og
man ég eftir því einhverju sinni
á fundi sem hann stjórnaði um
áhrif Kísiliðjunnar við Mývatn á
vistkerfi vatnsins að upp úr hon-
um hraut eftir málalengingar
talsmanns Kísiliðjunnar að „það
væri komið nóg af hjáfræði og
nú þyrftum við að ræða vísindi“.
Í annað sinn man ég eftir honum
á fundi austur í Skaftafelli að út-
skýra fyrir búnaðarráðunautum
og skógræktarmönnum eðli
náttúruverndar. Á fundinum var
maður sem var sífellt að taka
fram í fyrir Arnþóri og benda á
gildi skógræktar í náttúruvernd.
Að lokum fauk í Arnþór og hann
sneri sér að manninum, beindi
bendli að honum og sagði:
„Kartöflurækt er ekki náttúru-
vernd.“
Arnþór var óskaplega
skemmtilegur maður og maður
naut þess að hlusta á hann í
löngum ferðum í Land Rover-
jeppa hans á holóttum malarveg-
um norður í Mývatnssveit, aust-
ur á Langanes eða sitja með
honum í flugvél klukkutímum
saman og skrá athuganir hans á
sjófuglum eða skoða fyrirhugað
stæði fyrir raflínur um viðkvæm
landsvæði.
Arnþór var mikill áhrifavald-
ur í mínu lífi og allra þeirra líf-
fræðinga sem útskrifuðust á
meira en 40 ára tímabili. Þá á ég
ekki við áhrifavalda eins og
sápu- og veitingastaðaauglýs-
endur á samfélagsmiðlum, held-
ur markaði hann djúp spor í
náttúruvernd á Íslandi, leið-
beindi fjölda líffræðinga í grunn
og framhaldsnámi, skildi eftir
mikla þekkingu á fjöru- og
grunnsjávarlífi, Mývatni og
Laxá og sjófuglabyggðum í
kringum Ísland. Á öllum þessum
sviðum var hann afkastamikill
vísindamaður og með mikla
breidd í dýrafræði, frá minnstu
mýflugum og bustormum til
stærstu fugla og spendýra.
Við Dröfn Árnadóttir vottum
aðstandendum og vinum Arn-
þórs innilega samúð okkar.
Gísli Már Gíslason.
Með Arnþóri Garðarssyni er
genginn góður liðsmaður í nátt-
úruvernd hérlendis og fræði-
maður sem skilað hefur miklu
ævistarfi. Við sem komum inn í
Náttúruverndarráð 1972 töluð-
um um piltana hans Finns Guð-
mundssonar, þá Arnþór og Agn-
ar Ingólfsson sem þá komu fyrst
við sögu ráðsins sem varamenn.
Báðir höfðu þeir farið í dýra-
fræðinám í Bretlandi með
áherslu á fuglalíf. Þannig varp-
aði Arnþór í doktorsritgerð sinni
1971 nýju ljósi á stofnsveiflur
rjúpu. Í fjölda ritgerða jók hann
við þekkingu á íslenskum fugla-
stofnum og notfærði sér m.a. at-
huganir úr flugi á útbreiðslu
þeirra og lífsháttum.
Rit Landverndar um fugla
sem út kom 1982 var undir hans
ritstjórn ásamt sérgreinum hans
sem þar birtust um vatnafugla
og rjúpu. Í inngangi þess segir
Arnþór m.a.: „Nytjar fugla og
eggja ættu undantekningarlaust
að vera háðar sérstöku leyfi, og
setja þarf skýr ákvæði um
skyldu nytjenda til að halda ná-
kvæmar skýrslur um nytjarnar.
Mörg fuglabjarga okkar eru þó
vafalaust verðmætust sem nátt-
úrufyrirbæri er varla eiga sér
líka og áhugamenn innlendir
sem erlendir eiga eftir að skoða
og heillast af hér eftir sem hing-
að til, verða bergnumdir í þess
orðs bókstaflegu merkingu.“
Arnþór hafði létta lund sem
var honum gott vegarnesti í
samskiptum út á við og í félags-
málastarfi. Þannig minnist ég
hans sem formanns í Hinu ís-
lenska náttúrufræðafélagi á átt-
unda áratugnum og enn frekar
sem formanns Náttúruverndar-
ráðs undir lok starfstíma þess
fyrir aldamót. Á 8. Náttúru-
verndarþingi í lok október 1993
lágu fyrir frá Náttúruverndar-
ráði drög að stefnu sem bauð
upp á vandaðan undirbúning og
leiðir til friðlýsinga. Í kjölfarið
var m.a. eyjan Skrúður eystra
friðlýst með súluvarpi og öðru
ríkulegu fuglalífi.
Við Kristín minnumst ferða
með Arnþóri og konu hans Guð-
rúnu Sveinbjarnardóttur, sem
lést fyrir 5 árum. Afkomendum
þeirra sendum við samúðar-
kveðjur.
Hjörleifur
Guttormsson.
Ég var átta ára þegar ég las
fyrst skrif Arnþórs um endur,
vatnafugla og rjúpu í riti Land-
verndar nr. 8, Fuglar. Mér þótti
merkilegt að sami maður rann-
sakaði þessa fugla en auðvitað
ritstýrði svona mikilvægur mað-
ur bókinni.
Ég mætti með eftirvæntingu í
fyrsta tímann í dýrafræði í HÍ.
Prófessorinn byrjaði strax að
teikna á töfluna marghyrnd
form sem táknuðu hauskúpur
alls kyns forndýra og afkomenda
þeirra. Þetta færanlega ættartré
tók á sig ýmsar myndir, einkum
ef karlinn var snöggur að strika
út milli ættbálka.
Þá um sumarið var ég fenginn
í að telja endur á Mývatni og
kynntist þá Arnþóri betur. Hann
var hafsjór af fróðleik og sögum,
enda hafði hann þá þegar marga
fjöruna sopið við rannsóknir og
náttúruvernd. Arnþór hafði alið
upp flesta kennarana í líffræð-
inni og flestir sem rannsaka líf-
ríki Íslands og fæddir eru eftir
miðja síðustu öld hafa einhvern
tímann notið leiðsagnar hans eða
ráða.
Ég var starfsmaður hjá Arn-
þóri í 3 ár og tók þátt í ferðum
um landið, akandi eða fljúgandi í
leit að dílaskarfi, straumönd,
rauðhöfðaönd og flestöllum hin-
um. Það var unnið myrkranna á
milli og menn gengu á kaffi, kan-
ilsnúðum, harðfiski og kókó-
mjólk, frá Vopnafirði vestur
hringinn, Melrakkaslétta, Tjör-
nes, Vatnsnes, Hrútafjörður,
vestur á firði og Snæfellsnes.
Oft rifjast upp eitthvað sem
Arnþór sagði manni þegar þess-
ar leiðir eru eknar. Flugferðirn-
ar voru sérlega eftirminnilegar,
ég held að ég hafi séð flestöll
björg úr lofti og margar eyj-
arnar líka. Arnþór taldi af ljós-
myndum og notaði fram á þessa
öld slides-myndir, þar sem hann
merkti talið hreiður eða fugl
með gati í filmuna með títu-
prjón.
Síðastliðinn rúman áratug
störfuðum við saman við díla-
skarf og æðarfugla, sem báðir
voru langvarandi áhugamál
hans. Því ræddum við oft saman
í síma, sérstaklega þegar læri-
faðirinn náði sér á flug og þá
varð að vera snöggur að grípa
Arnþór Garðarsson
Kæri vinur.
Að eiga vin er
dýrmæt gjöf, að
missa vin er sárt.
Mummi og Addý
hafa verið og eru okkar bestu vin-
ir alla tíð. Allar góðu stundirnar
og allt það sem við brölluðum
saman eru ómetanlegar minning-
ar.
Guðmundur
Benediktsson
✝
Guðmundur
Benediktsson
fæddist 14. maí
1945. Hann lést 26.
desember 2021.
Útförin fór fram
6. janúar 2022.
Að ferðast innan
lands og utan að búa
í sama húsi og ala
saman upp börnin
okkar, svo margt
sem ekki verður hér
upptalið.
Kveðjum þig með
söknuði, kæri vinur.
Dapurleg skilaboð dag
einn ég fékk,
að látinn sé vinurinn
kæri.
Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk,
að í grenndinni ennþá hann væri.
Kveðja,
Sveinbjörn og Ásta.