Morgunblaðið - 13.01.2022, Síða 51
allt sem fram fór. Arnþór átti
það til að byrja alveg upp á nýtt
með dílaskarfana, enda höfðum
við bara talningar á hreiðrum og
svo innsæi Arnþórs og hyggju-
vit. Arnþór grínaðist stundum
með að hann vildi útskýra allt
með rauðhöfðaönd en ég náði
aldrei að spyrja hann hvort
skarfarnir gerðu ekki sama
gagn. Best hefði verið að eiga öll
þessi samtöl niður skrifuð eða á
bandi, en Arnþór var maður
samtals, síma og orða og kunni
síður við tölvupóst. Símtal tók
gjarnan 45 mínútur og korter
var fljótt að líða.
Arnþór lét ekki bilbug á sér
finna síðustu árin og lagði enda-
laust á ráðin um frekari rann-
sóknir og ný verkefni. Hann
nýtti tímann vel eftir að form-
legum starfsaldri lauk og birti
þá mikið af efni um sjófugla. Þar
vann hann brautryðjandaverk,
sem þurfti reyndar ansi marga
sporgöngumenn til að taka við.
Hans ráð var: „Í rannsóknum er
alltaf best að rækta garðinn
sinn.“
Hann reyndist mér alltaf vel,
hafði tíma og var ráðhollur,
hvetjandi og alltaf með svör.
Sem leiðbeinandi gaf hann laus-
an taum og menn höfðu frjáls-
ræði. Blessuð sé minning hans.
Ég votta Soffíu og Þrándi og
fjölskyldum þeirra samúð mína.
Jón Einar Jónsson.
Lítt reyndum líffræðinema óx
það nokkuð í augum að knýja
dyra hjá Arnþóri Garðarssyni,
prófessor í dýrafræði, í fyrsta
skipti. Erindið var að kanna
hvort hann væri fáanlegur til að
taka að sér nemanda í fugla-
fræði. Áhyggjur voru óþarfar
því hann tók mér opnum örmum
með sínu hlýlega viðmóti. Ég
þurfti reyndar að beita smá for-
tölum á þessum fyrsta fundi til
að lenda ekki í pödduverkefni en
Arnþór hafði vítt áhugasvið eins
og endurspeglast í þeim verkum
sem eftir hann liggja. Hann var
heimspekingur af guðs náð og
talaði oft um afmarkaða hluti á
almennan hátt. Þessi stíll hent-
aði nemendum misvel sem
stundum komu ráðvilltir af fund-
um við Arnþór. Fyrir þessu var
góð ástæða sem kom í ljós við
lengri kynni; hann svaraði ekki
alltaf þeim spurningum sem
spurt var, heldur þeim sem hann
vissi af reynslu að réttara væri
að spyrja. Arnþór hafði kosti
sem prýða bestu leiðbeinendur.
Auk víðfeðmrar þekkingar á fag-
legum viðfangsefnum hafði hann
djúpan skilning á þjóðmálum og
gamansama sýn á mannlegt eðli
og leitaðist við að víkka sjón-
deildarhring nemenda. Hann las
landið betur en flestir og við
léttfetarnir, eins og hann kallaði
aðstoðarfólk stundum, vorum oft
hissa hvað hann gat vísað okkur
af mikilli nákvæmni á fugla og
staði, jafnvel þar sem hann hafði
ekki komið í áratugi. En það var
ekki síst glaðværð Arnþórs og
uppbyggileg nærvera sem gerði
hann að góðum kennara og áhrif
hans á ævi og störf léttfetanna
eru mikil og varanleg.
Faglegur áhugi risti djúpt og
hann sinnti rannsóknum lengi
áfram eftir að hann lét formlega
af störfum. Eins og algengt er
meðal vísindamanna virtust
mörkin milli vinnu og einkalífs
stundum óskýr. Meðal annars
hafði hann frumkvæði að því að
ég stundaði rannsóknir á fuglum
á föðurleifð konu hans, Guðrún-
ar Sveinbjarnardóttur austur í
Flóa, sem hluta af námsverkefni.
Þar fékk ég að bauka í þrjú sum-
ur í grennd við hús þeirra hjóna
og naut gestrisni þeirra beggja í
hvívetna og var aldrei látinn
finna að líklega væri nokkur
ófriður af mér. Guðrún heitin
tók mér ekki síður vel en Arnþór
„enda frænka þín“ eins og hann
sagði stundum kíminn en við
Guðrún vorum mjög fjarskyld.
Faglegur áhugi Arnþórs birtist
meðal annars í mikilli einbeit-
ingu í rannsóknarferðum. Ein-
hverju sinni vorum við nokkrir á
leið austur í Lón þegar einn
hafði orð á því í Mýrdalnum að
hann þyrfti að pissa. Prófess-
orinn hummaði og ók svo ein-
beittur alla leið í Hornafjörð án
þess að stoppa. Þannig lét hann
fátt trufla sig þegar mikilvæg
rannsóknagögn voru í húfi.
Arnþórs verður lengi minnst
fyrir óviðjafnanlegt framlag
hans til náttúruvísinda, líffræði-
menntunar og náttúruverndar.
En okkur sem honum kynnt-
umst verður hann ávallt minn-
isstæður sem aðsópsmikill og
skemmtilegur félagi, traustur
lærifaðir og heimspekingur. Ég
minnist Arnþórs með þakklæti
og söknuði og sé hann fyrir mér
í sumarlandinu, sitjandi á þúfu
(sem gæti verið við Mývatn eða
Látrabjarg), með augað í teles-
kópinu og feltbók í hendinni. Ég
votta fjölskyldu Arnþórs samúð
mína.
Tómas Grétar Gunnarsson.
Arnþór Garðarsson, fugla-
fræðingur (1938-2022) og pró-
fessor emeritus við HÍ, verður
borinn til grafar í dag. Við leið-
arlok langar mig að minnast
mentors og samverkamanns til
áratuga.
Við hittumst fyrst 1974 þegar
Arnþór, þá nýráðinn prófessor í
dýrafræði, tók að kenna líffræði-
nemum við HÍ. Nokkrum árum
síðar hafði Arnþór svo umsjón
með fjórða árs verkefni mínu um
villiminkinn. Arnþór réð gjarnan
framhaldsnema sem aðstoðar-
kennara þannig að ég byrjaði
fljótlega að kenna með honum í
námskeiðum sem hann bar
ábyrgð á. Hélt sú vinna áfram
eftir að ég kom heim úr fram-
haldsnámi og stóð hátt í tvo ára-
tugi. Sjálfur var hann orðinn
leiður á því að kryfja fiska,
froska, lunda og rottur með
stúdentum. Og í nokkur ár, áður
en Páll frændi hans Hersteins-
son tók við kennslu við Háskól-
ann, kom það í minn hlut að
halda fyrirlestra um spendýr í
hryggdýranámskeiðinu, hann sá
auðvitað sjálfur um fuglahlut-
ann. Það var gaman að vinna
með Arnþóri, hann var síungur,
fróður og frjór í hugsun.
Árið 1978 bauð hann mér að
gegna stöðu tækjavarðar við Líf-
fræðistofnun í hálfu starfi. Því
embætti fylgdi ekki einungis
traust fjárhagsleg afkoma held-
ur einnig ýmsir skemmtilegir
snúningar og ferðalög. Síðsum-
ars 1978 bað hann mig til dæmis
um að fljúga norður á Akureyri,
leigja þar bíl, keyra hringinn í
kringum Mývatn og safna fugl-
um sem drukknað höfðu í silung-
anetum bænda við vatnið. Syðra
krufði Arnþór endurnar og
rannsakaði á ýmsa vegu. Þá um
vorið fór ég með honum og um
20 nemum í hryggdýranámskeiði
hans við skorina í eftirminnilega
skoðunar- og rannsóknaferð þar
sem hápunkturinn átti að vera
að merkja toppskarfa í Klofn-
ingi, skeri sem liggur skammt
utan við höfnina í Flatey á
Breiðafirði. En það fór öðruvísi
en efni stóðu til. Bátnum sem
flutti fyrsta merkingarhópinn yf-
ir í Klofning hvolfdi við klettana.
Allir um borð fóru í sjóinn en
náðu fljótlega að komast á þurrt.
Við sem horfðum á þetta gerast
frá hafnarhöfðanum í Flatey
ræstum strax út hjálparlið sem
kom félögum okkar til bjargar.
Engum varð alvarlega meint af
volkinu en þarna var vini okkar
Arnþóri verulega brugðið. Eftir
þessa uppákomu hætti hann að
taka nemendur með með sér í
skarfamerkingar. Morguninn
eftir þetta óhapp sigldum við
með Baldri upp á Brjánslæk.
Þaðan var haldið að Látrum og
gengið upp á Bjargið. Ekkert
var slegið af því þegar hópurinn
kom aftur niður af Látrabjargi
var áð en svo sest upp í bílana
og ekið næturlangt yfir í Ólafs-
dal þar sem hópurinn átti vísa
gistingu. Til að slá á syfju sem
sótti á okkur bílstjórana þegar
leið á nóttina, stoppaði Arnþór
einum tvisvar sinnum. Ég horfði
á hann stíga út, leggjast á þurr-
an veginn og velta sér þar
nokkra hringi. „Óbrigðult ráð til
að ná úr sér syfju,“ sagði Arnþór
þegar hann stóð glottandi upp.
Svo var haldið áfram. Þetta var
Arnþór, engum líkur.
Við Ástrós kveðjum Arnþór
Garðarsson með virðingu og
þökk og sendum fjölskyldu hans
samúðarkveðjur.
Karl Skírnisson.
Arnþór Garðarsson var í hópi
merkustu vísindamanna Íslands
og skildi eftir sig ótrúlegt ævi-
starf. Hann var fuglafræðingur
af ástríðu og hafði það takmark
að mæla stærð sem flestra fugla-
stofna hér á landi, öðlast skiln-
ing á undirstöðum þeirra í vist-
kerfum lands, vatna og sjávar,
fylgjast með framvindu þeirra
og berjast fyrir verndun þeirra.
Með dugnaði, hugvitssemi,
þrautseigju og djörfung, og
góðri aðstoð starfsbræðra og
nemenda tókst honum þetta ætl-
unarverk. Hann var sífellt á
flugi á næstum ómögulegum
slóðum, mest með Úlfari Henn-
ingssyni flugstjóra, á sérútbú-
inni flugvél hans, að ljósmynda
varpfuglabyggðir og áningar-
staði farfugla. Einn daginn voru
það Þjórsárver, annan daginn
Eldey, þá Breiðafjarðareyjar,
Vestmannaeyjar, Látrabjarg,
Hornbjarg, Hælavíkurbjarg og
aðrar eyjar og útnes um land
allt. Þannig tókst honum að ná
tölu á skörfum og skeglu, lang-
víu, álku og stuttnefju, lunda,
súlum, fýl, álftum, gæsum og
öndum. Um allt þetta skrifaði
hann innihaldsríkar greinar í
vísindaritum. Arnþór var mjög
vel að sér um lífríki sjávar og
grasafræðingur góður. Hann var
líka uppfinningamaður sem sí-
fellt leitaði nýrra leiða til að ná
takmarki sínu. Djarfasta tiltæk-
ið var að fljúga í flugvél fram af
brúnum himinhárra fuglabjarga
til að ljósmynda svartfugl og ritu
á syllunum undir. Arnþór var
ungur fjósamaður í Álftagerði
við Mývatn og festi tryggð við
þá náttúruperlu. Strax og tæki-
færi gafst á starfsferlinum lagð-
ist hann í að koma tölu á alla
vatnafugla á svæðinu ár hvert,
en jafnframt kafaði hann með
rannsóknum ofan í dýpstu rök
vistkerfisins til að öðlast skilning
á sveiflugangi sem rannsóknirn-
ar leiddu fljótt í ljós. Hann lagði
grunninn að náttúrurannsókna-
stöð við vatnið sem enn starfar
og byggir á arfleifð hans. Hann
hafði sérstakt innsæi þegar kom
að vistkerfum og margar af til-
gátum hans um klukkuverk Mý-
vatns hafa reynst arftökum hans
við Mývatnsrannsóknir gott
veganesti. Arnþór var afbragðs-
kennari, vinsæll og virtur af
nemendum sínum, studdi þá
með ráðum og dáð, góðgjarn,
greiðvikinn, og glaður í sinni.
Hann var ritfær mjög og list-
fengur með afbrigðum. Kvartsár
var hann ekki, nema vera skyldi
yfir vanhæfum stjórnmálamönn-
um. Arnþór var mjög virkur í
náttúruvernd, einkum öllu er
varðaði fuglabúsvæði, vötn, mýr-
ar og flæðilönd, strandir og
fuglabjörg, sat lengi í Náttúru-
verndarráði og var formaður
þess um hríð. Þó að hann væri í
eðli sínu hæverskur og hlédræg-
ur, jafnvel feiminn, þá lá hann
sjaldan á liði sínu. Mjög minn-
isstæður er meðal annars súr-
realískur gjörningur á vegum
Kristínar Ómarsdóttur á Lista-
safni Íslands þar sem þrír fugla-
fræðingar, þeirra á meðal Arn-
þór, þá roskinn
háskólaprófessor, reru ímynduð-
um bát um sýningarsalinn með
ósýnilegu árum og hrópuðu án
afláts „róum … og róum!“ Nú er
róðrinum lokið að sinni og sakn-
að vinar í stað.
Árni Einarsson.
MINNINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Kær vinkona
okkar, Sigrún Elín
Birgisdóttir, er lát-
in, langt um aldur
fram. Þessi harma-
fregn sló okkur allar vinkon-
urnar og langar okkur að minn-
ast hennar með nokkrum
fátæklegum orðum.
Sigrún var aðeins eldri en
flest okkar hinna sem byrjuðum
í guðfræðideildinni haustið
1988. Að sama skapi var hún
lífsreyndari og bar þar að auki
með sér vissan heimsborgara-
brag. Við eigum auðvelt með að
sjá hana fyrir okkur standandi
teinrétta í dröppuðum Bur-
berry’s-frakka, með logandi síg-
arettu á milli vel snyrtra fingra
á kaffistofunni og með purp-
urarautt naglalakk. Sigrún pírði
augun ögn eins og hún vildi
ekki hleypa ókunnugum of hratt
að sér, brosti sínu yfirvegaða
brosi og sagðist hafa unnið í ut-
anríkisþjónustunni á erlendri
grundu. Hún var veraldarvön,
hafði komið víða við og ferðast
til margra staða og kunni ótal
tungumál, en var þó hógvær og
yfirlætislaus. Hún hafði ekki
þennan dæmigerða „kirkjulega
Sigrún Elín
Birgisdóttir
✝
Sigrún Elín
Birgisdóttir
fæddist 3. október
1957. Hún lést 12.
desember 2021.
Útför fór fram í
kyrrþey.
bakgrunn“, en bjó
yfir einlægum
áhuga á öllu and-
legu og vildi dýpka
sig á því sviði. Í
náminu var aug-
ljóst að Sigrún var
opin fyrir trúar-
brögðum úr ýmsum
áttum, hún þekkti
vel til austrænna
trúarbragða og
sagðist skynja fyrri
líf. Sigrún var skemmtileg, víð-
lesin, hvíldi vel í sjálfri sér og
hafði einhvern aukaskilning fyr-
ir því óræða í lífinu, var mjög
næm á fólk og umhverfið í
kringum sig. Hún las í tarot-spil
og spáði í lófa svo að undrum
sætti. Við vinkonurnar hittumst
nokkuð reglulega á okkar náms-
árum, töluðum á persónulegum
nótum og bundumst þannig sér-
stökum vináttuböndum. Að
sjálfsögðu ræddum við líka trú-
mál. Þegar Sigrún var spurð að
því hvernig hún nennti alltaf að
hanga með okkur, þar sem hún
hafði svo ólíkar skoðanir á
trúnni en við, varð hún alveg
undrandi og spurði á móti,
hvernig við nenntum að umbera
hana með allar hennar öðruvísi
skoðanir. Sigrún var mjög um-
burðarlynd og djúpvitur, alltaf
ljúf og stutt í brosið og hlát-
urinn og þolinmóð svo af bar.
Partíin í íbúð hennar í Árbæn-
um voru óborganleg, það var
góður staður til að styrkja fé-
lagstengslin í góðra vina hópi.
Hún var góður gestgjafi. Hún
kláraði fimm ára nám í guð-
fræðinni en átti eftir lokarit-
gerðina þegar hún hætti. Hún
fann að hún ætlaði sér ekki út í
prestsskap því hugur hennar
hneigðist ekki til þess. Hún
venti sínu kvæði í kross og lauk
prófi sem löggiltur eignaskipta-
lýsandi. En það albesta hlut-
verk sem hún tók að sér í lífinu
var þó fyrst og fremst móður-
hlutverkið. Það var yndislegt að
sjá hana sem móður, og var
Birgir Sveinn demanturinn í lífi
hennar. Söknuður hans er mik-
ill og biðjum við Guð að hugga
hann og styrkja við móðurmiss-
inn. Hún var hans sálufélagi og
besti vinur.
Við kveðjum kæra vinkonu
með söknuði en yljum okkur við
góðar minningar. Blessuð sé
minning Sigrúnar Elínar Birg-
isdóttur.
Bára Friðriksdóttir,
Bryndís Malla Elídóttir,
Hildur Sigurðardóttir,
Lilja Kristín
Þorsteinsdóttir,
María Guðrúnardóttir
Ágústsdóttir,
Petrína Mjöll
Jóhannesdóttir.
Ég heimsótti
pabba minn daginn
fyrir gamlársdag á
Sólvangi. Hann
brosti ekki eins og
hann var vanur þegar ég kom í
heimsókn. Það var svo ólíkt
honum. Hann var svo víðsfjarri.
Nú er dagurinn runninn upp
eða að fara að renna upp, hugs-
aði ég. Það fann ég og sá.
Pabbi minn, góða ferð, sagði
ég og kyssti hann á ennið.
Kannski síðasta skiptið sem ég
sé hann á lífi. Kannski ekki,
hver veit. Kannski verður hann
vakandi á morgun þegar ég
kem í heimsókn. Situr í gráa
stólnum sínum. Brosir breitt.
Og man hvað ég heiti. Og man
þegar við fórum saman í bíó
fyrir meira en hálfri öld. Sáum
Mary Poppins og Bamba litla
og svo Dumbo og Sound of Mu-
sic. Svo góðar minningar.
Seinna gaf hann mér vegg-
teppi með litríkum myndum af
Bamba litla í skóginum. Ég
man enn eftir atriðum úr Mary
Poppins. Sound of Music var
líka söngvamynd sem hafði
Vilhjálmur
Einarsson
✝
Vilhjálmur
Einarsson
fæddist 14. maí
1936. Hann lést 31.
desember 2021.
Útför fór fram í
kyrrþey.
mikil áhrif á mig.
Takk fyrir, pabbi
minn. Enn hef ég
gaman að fallegum
söng og söngva-
myndum.
Þú varst að
bæta fiskinet í
skúrnum heima
þegar ég var barn.
Ég var oft að leika
mér í skúrnum inn-
an um netin og
horfa á þig bæta net. Þau
héngu í loftinu og það var eitt-
hvað svo sérstakt við það. Og
ekki skorti mig ímyndunaraflið
í æsku.
Svo fórstu að leggja teppi og
það var þín atvinna megnið af
starfsævinni. Vandvirkur, ná-
kvæmur, duglegur og heiðar-
legur.
Þú vildir klára verkin hversu
langan tíma sem það tæki. Þú
skrifaðir allt í pínulitla vasabók
sem var geymd í brjóstvasan-
um á köflóttu vinnuskyrtunni
og skrifaðir mjög smáa skrift,
sem var samt svo vel læsileg.
Mamma og pabbi voru hag-
sýn og skynsöm og samhent.
Mamma ræktaði grænmeti,
rabarbara og ber í stóra garð-
inum okkar. Sem var mikil bú-
bót.
Það var oft gestkvæmt í
Goðatúninu og allir voru vel-
komnir. Gaman að kynnast ætt-
ingjum sem flestir voru frá
Vestfjörðum og frá Húsavík.
Mamma og pabbi voru vin-
mörg. Þau sungu bæði í Skag-
firsku söngsveitinni um árabil.
Þau fóru í margar utanlands-
ferðir með kórnum og tóku þá
oft yngstu börnin með sér.
Pabbi var byrjaður á undan
mömmu í kórastarfinu og var í
Fóstbræðrum.
Hann hafði fallega tenór-
rödd. Svo spilaði hann bridds
með vinum sínum. Hann hafði
gaman af snóker og horfði allt-
af á snóker í sjónvarpinu seinni
ár ævinnar. Svo þrátt fyrir
mikla vinnu hafði hann tíma
fyrir og ánægju af áhugamálum
sínum og sinnti þeim vel.
Yndislegi pabbi minn. Ég á
minningarnar og geymi þær
vel. Þú söngst víst oft vöggu-
vísuna Erla góða Erla fyrir mig
þegar ég var pínulítil og þú
valdir nöfnin Erla María fyrir
mig. Takk fyrir það. Mér þykir
svo vænt um söguna um nöfnin
mín. Þú varst svo barngóður.
En nú er dagur að kveldi
kominn og þú kveður elskulegu
Betu þína í hinsta sinn. Og þú
kveður stóra barnahópinn þinn.
Stóru fjölskylduna þína. Systk-
ini þín og þeirra fjölskyldur
líka. Vini og ættingja.
Seint á gamlárskvöldi kvadd-
ir þú þennan heim. Þú áttir
friðsælt andlát og dætur sem
kvöddu þig með kossi á ennið.
Það er með trega sem ég segi
bless pabbi minn og góða ferð.
Hvíldu í friði. Takk fyrir allt.
Guð geymi þig.
Þín dóttir,
Erla María Vilhjálmsdóttir.