Morgunblaðið - 13.01.2022, Síða 56
56 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022
60 ÁRA Einar er Skagamaður og
hefur ávallt búið á Akranesi fyrir
utan þrjú ár erlendis þegar hann
var í námi og þrjú ár í Kópavogi.
Hann er vélstjóramenntaður og
lauk síðan rekstrartæknifræði í
Odense teknikum. Einar er sölu-
hönnuður hjá Skaganum3X og hef-
ur verið bæjarfulltrúi á Akranesi
fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 2010.
Hann er fyrsti varaforseti bæjar-
stjórnar og varaformaður vel-
ferðar- og mannréttindaráðs.
„Ég hef séð um getraunirnar
ásamt fleirum fyrir knattspyrnu-
félagið ÍA í mörg ár, er yfirtippfor-
ingi þar og svo spila ég golf á sumr-
in þegar ég get.“
FJÖLSKYLDA Eiginkona Einars er Ösp Þorvaldsdóttir, f. 1960. Börn
þeirra eru Einar Kristleifur, f. 1982, Guðbjörg Ösp, f. 1984, og Gunnar Davíð,
f. 2002. Barnabörnin eru þrjú, skábarnabörnin eru líka þrjú og eitt skálang-
afabarn. Foreldrar Einars eru Brandur Fróði Einarsson, f. 1931, fv. varð-
stjóri, og Þuríður Skarphéðinsdóttir, f. 1931, húsmóðir og fv. verkakona. Þau
eru búsett á Akranesi.
Einar Brandsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Miklir tekjumöguleikar eru fyrir
hendi núna. Gakktu úr skugga um að þú
misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur
þig til einhvers.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú verður fyrir áhrifum úr óvæntri
átt. Aðgerðir þínar gagnvart stjórnvöldum
eða stórum stofnunum bera takmarkaðan
árangur og valda þér gremju.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þið eigið að láta einskis ófreistað
til þess að skipuleggja betur tíma ykkar, því
eins og er stefnir allt í óefni. Lífið er allt of
stutt.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín
og annarra og setur sjálfum þér oft ströng
skilyrði. Þér verður treyst fyrir miklu leynd-
armáli.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þér hættir til að vera of fastur fyrir og
það leggur stein í götu þína. Annríkið má
aldrei vera svo mikið að þínir nánustu verði
út undan.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Reyndu að ná betri tökum á lífi
þínu, það er ekkert vit að láta bara berast
fyrir straumnum og lenda í hverju sem er.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þótt ráðlegt sé að hafa andvara á sér
er ástæðulust að mála skrattann á vegg-
inn. Mundu að hláturinn lengir lífið.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Reyndu að fá útrás fyrir sköp-
unargleði þína því það gengur ekki til
lengdar að byrgja hana inni. Hafðu það í
huga nú þegar þú tekst á við mikilvæg
verkefni.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú ert á ferð og flugi og vekur
mikla eftirtekt. Þú verður að standast allar
freistingar um frekari fjárútlát meðan þú
ert að koma peningamálunum í rétt horf.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Tímamörk þrýsta á þig og þú
þarft að leggja nokkuð á þig til þess að
mæta þeim. Einhver reynir að sýna þér
stuðning, en gerir það á kolrangan hátt.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þér er lagið að ná árangri í
rannsóknum á nánast hvaða sviði sem er í
dag. Gættu þess að vera háttvís ef þú
stingur upp á umbótum í vinnunni.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Taktu þér tíma til að kanna málin og
láttu svo til skarar skríða en gættu þess þó
að fara ekki of hratt yfir.
strandar í tíu ár og í stjórn Spari-
sjóðs Svarfdæla 1993–2004, þar af
formaður frá 1995. Sveinn sat í fyrstu
bæjarstjórn 1998–2002, eftir samein-
ingu Dalvíkur, Árskógshrepps og
Svarfaðardalshrepps.
Um skeið var Sveinn formaður
Frímerkjaklúbbs Akureyrar og einn-
ig formaður Safnaraklúbbsins Akka
á Dalvík. Þá hefur Sveinn setið í
stjórnum Félags íslenskra vélsleða-
manna FÍV og Félags íslenskra frí-
merkjasafnara FÍF. Hann er heið-
ursfélagi margra félaga og var
þar af formaður í níu ár) og í stjórn
Búnaðarsambands Eyjafjarðar
(BSE) 1969–1984, þar af formaður í
ellefu ár. Búnaðarþingsfulltrúi 1978–
1994 og stéttarsambandsfulltrúi
1979–1984.
Í hreppsnefnd Árskógshrepps sat
Sveinn frá 1970 til 1994, og var odd-
viti 1985–1994. Hann var formaður
skólanefndar í 25 ár, og safnaðar-
fulltrúi Stærri-Árskógskirkju í nokk-
ur ár. Þá sinnti Sveinn kennslu í
barnaskólanum Árskógi í nokkur ár,
sat í stjórn Sparisjóðs Árskógs-
S
veinn Elías Jónsson fædd-
ist 13. janúar 1932 í Ytra-
Kálfsskinni á Árskógs-
strönd. Hann ólst upp við
sveitastörfin, gekk í barna
og unglingaskóla á Árskógsströnd,
fór í Laugaskóla 1950-1952 og lauk
landsprófi þaðan. Veturinn 1952-53
var Sveinn í Ryslinge lýðháskólanum
í Danmörku og starfaði á búgarði sem
fóðurmeistari um sumarið. Hann lauk
sveinsprófi í húsasmíði í Reykjavík
vorið 1959 og hlaut meistararéttindi
árið 1962. Vorið 1959 tók Sveinn við
búinu í Kálfsskinni ásamt eiginkonu
sinni, Ásu Marinósdóttur. Þau létu af
búskap árið 1998. Hjónin fluttu á
Hauganes árið 2005 og hafa búið þar
síðan.
Samhliða búskap var Sveinn um-
svifamikill byggingaverktaki, með
marga starfsmenn og lærlinga í húsa-
smíði um tíma. Árið 1983 var ferða-
þjónustu (bænda) bætt við búskapinn
og sá dóttirin Erla Gerður um að
koma henni af stað. Gistingin fór að
mestu fram frá Ytri-Vík á Árskógs-
strönd, en einnig frá Kálfsskinni.
Ferðaþjónustan er starfrækt enn og
er nú í höndum sonarins Marinós.
Þeir feðgar Sveinn, Jón Ingi og Mar-
inó stofnuðu Sportferðir ehf. árið 1994
í þeim tilgangi að efla afþreyingu og
ævintýraferðir bæði á sjó og landi.
Auk gistingar hefur því verið boðið
upp á ferðir á snjósleðum, hestum,
jeppum og mörgu fleiru. Sveinn
byggði upp allan húsakost í Kálfs-
skinni á árunum 1963 til 1975. Árið
1985 var búið að byggja yfir bygging-
arstarfsemina að Melbrún 2 og sama
ár var Byggingafélagið Katla ehf.
stofnað og var Jón Ingi hluthafi frá
upphafi ásamt fleirum og í dag er
fyrirtækið undir hans stjórn.
Sveinn var einn af fimm stofn-
endum Tréverks hf. á Dalvík 1962.
Hann stofnaði einnig félagið Plast og
stálgluggar ehf. árið 1972 ásamt
Helga, Birni og Kristni (Dalvík) – allir
Jónssynir eins og Sveinn, en engir
þeirra bræður! Unnið var að gerð
plast- og stálglugga í ca. 16 ár.
Sveinn er mikill félagsmálamaður
og hefur starfað í óteljandi félögum.
Hann gekk ungur í UMF-Reyni og
var formaður þess í fimm ár. Hann
var einnig í stjórnum UMSE (14 ár,
sæmdur Fálkaorðunni 1. janúar 2013.
Sveinn hefur verið félagi í Frímúrara-
reglunni í 40 ár.
Margt er enn ótalið enda Sveinn
komið víða við. Árið 2007 komu út
endurminningar Sveins og gefur bók-
artitillinn góða vísbendingu um að
Sveinn hafi ekki setið auðum höndum
um ævina; „Vasast í öllu“. Björn Ing-
ólfsson skráði. Sveinn gaf út kver um
Steingrím Eyfjörð lækni árið 2012.
Sveinn nýtur þess að ferðast, bæði ut-
an lands sem innan og sérstaklega að
ferðast um hálendi Íslands að vetri til.
„Ég er búinn að fara á alla helstu jökla
landsins, þetta hefur verið hálfgerð
árátta hjá manni, en þessar ferðir
hafa gefið mér marga skemmtilega
daga.“
Fjölskyldan
Eiginkona Sveins er Ása Marinós-
dóttir, f. 9.2. 1932, húsmóðir og ljós-
móðir. Foreldrar hennar voru hjónin
Guðmunda Ingibjörg Einarsdóttir
ljósmóðir, f. 15.11. 1905, d. 16.5. 1999,
og Marinó Steinn Þorsteinsson bóndi,
f. 28.9. 1903, d. 4.11. 1971.
Börn Sveins og Ásu eru 1) Jón Ingi,
f. 5.6. 1959, framkvæmdastjóri Kötlu
ehf. Maki: Guðbjörg Inga Ragnars-
dóttir, f. 18.8. 1959, vinnur skrifstofu-
störf hjá Kötlu ehf. Börn: Ásrún Ösp,
f. 19.6, 1980, ljósmóðir og hjúkrunar-
Sveinn Elías Jónsson, húsasmíðameistari og fyrrverandi bóndi – 90 ára
Stórfjölskyldan Samankomin á 60 ára brúðkaupsafmæli Sveins og Ásu, 30. ágúst 2018, heima á Kálfsskinni.
Hefur alltaf gaman af að lifa
Nýtrúlofuð Ása og Sveinn árið 1958,
skömmu fyrir brúðkaup þeirra.
Afmælisbarnið Sveinn á hestbaki á
góðum degi í Þorvaldsdal.
Til hamingju með daginn
Reykjavík Hörður Ingi Birgisson fæddist 25. jan-
úar 2021 kl. 7.33. Hann vó 3.380 g og var 48 cm
langur. Foreldrar hans eru Birgir Örn Harðarson
og Íris Irma Garðarsdóttir.
Nýr borgari
Minningarvefur á mbl.is
Minningar og andlát
Á minningar- og andlátsvef mbl.is getur þú lesið minningargreinar,
fengið upplýsingar úr þjónustuskrá auk þess að fá greiðari aðgang
að þeirri þjónustu sem Morgunblaðið hefur veitt í áratugi þegar andlát ber
að höndum. Andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar eru aðgengilegar öllum.
www.mbl.is/andlát
Minningargreinar
Hægt er að lesa minningar-
greinar, skrifa minningargrein
og æviágrip.
Þjónustuskrá
Listi yfir aðila og fyrirtæki
sem aðstoða þegar andlát
ber að höndum.
Gagnlegar upplýsingar
Upplýsingar og gátlisti fyrir
aðstandendur við fráfall
ástvina.