Morgunblaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 13.01.2022, Blaðsíða 58
58 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022 Grill 66-deild kvenna ÍBV U – Grótta ..................................... 25:25 Danmörk Viborg – Ringköbing .......................... 44:25 - Elín Jóna Þorsteinsdóttir var allan tím- ann á bekknum hjá Ringköbing. Svíþjóð Sävehof – Lugi................................. Frestað - Ásdís Þóra Ágústsdóttir er leikmaður Lugi. Undankeppni HM karla Kósóvó – Tyrkland ............................... 26:24 .$0-!)49, Subway-deild kvenna Keflavík – Njarðvík.............................. 63:52 Staðan: Fjölnir 13 10 3 1099:988 20 Njarðvík 12 9 3 802:743 18 Valur 12 8 4 922:870 16 Keflavík 11 5 6 858:833 10 Haukar 8 4 4 544:531 8 Grindavík 13 3 10 935:1073 6 Breiðablik 11 1 10 777:899 2 Evrópubikar karla Ulm – Valencia..................................... 70:76 - Martin Hermannsson skoraði 8 stig, tók 1 frákast og gaf 5 stoðsendingar á 23 mín- útum hjá Valencia. Evrópubikar FIBA Reggiana – Antwerp Giants .............. 86:72 - Elvar Már Friðriksson skoraði 9 stig, tók 4 fráköst og gaf 5 stoðsendingar fyrir Antwerp á 30 mínútum. Belgía/Holland Landstede Hammers – Leeuwarden 82:75 - Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skor- aði 18 stig, tók 7 fráköst og gaf 3 stoðsend- ingar fyrir Landstede á 37 mínútum. Ítalía Fortitudo Bologna – Sassari ............ 84:103 - Jón Axel Guðmundsson skoraði 6 stig og tók 1 frákast á 15 mínútum hjá Bologna. Rúmenía Cluj Napoca – Phoenix Constanta..... 56:59 - Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 7 stig fyrir Phoenix, tók 4 fráköst og átti 3 stoð- sendingar á 33 mínútum. NBA-deildin Washington – Oklahoma City ......... 122:118 Toronto – Phoenix ................................ 95:99 Memphis – Golden State.................. 116:108 New Orleans – Minnesota ............... 128:125 Chicago – Detroit ............................... 133:87 LA Clippers – Denver.......................... 87:85 57+36!)49, _ Hin fimmtán ára gamla Emelía Ósk- arsdóttir samdi í gær við sænska knattspyrnufélagið Kristianstad til þriggja ára. Hún hefur verið í röðum BSF í Danmörku undanfarna mánuði en lék fjórtán ára með Gróttu í 1. deild árið 2020. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad og hefur verið það frá árinu 2009. _ Trent Alexander-Arnold og mark- vörðurinn Alisson Becker eru lausir úr einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna og gætu spilað með Liverpool gegn Arsenal í undan- úrslitum enska deildabikarsins í kvöld. _ Danska knattspyrnufélagið AGF vill fá 5,6 milljónir danskra króna, um 110 milljónir íslenskra króna, fyrir lands- liðsmanninn Jón Dag Þorsteinsson ef hann fer frá félaginu í janúarmánuði. Samningur Jóns Dags við AGF rennur út í sumar þannig að þá gæti hann far- ið frá félaginu án greiðslu. Jón kom til AGF frá Fulham árið 2019. Eitt ogannað landi í tvö ár. Hún er annar markahæsti leikmaður Þórs/KA í efstu deild með 73 mörk í 116 leikjum. Sandra hefur leikið 31 landsleik og skorað sex mörk. Andrea Mist lék með Þór/KA frá 2014 til 2019 og skoraði á þeim tíma 14 mörk í 97 leikjum í úrvals- deildinni. Hún lék með FH árið 2020 og með Växjö í sænsku úr- valsdeildinni á síðasta ári. Andrea hefur leikið þrjá A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Akureyrarliðið Þór/KA fékk mik- inn liðsauka í gær þegar Sandra María Jessen og Andrea Mist Páls- dóttir sneru aftur heim eftir dvöl erlendis og munu leika með liðinu á komandi keppnistímabili. Sandra varð Íslandsmeistari með Þór/KA 2012 og 2017 og var fyrirliði í seinna skiptið og Andrea var í meistaraliðinu 2017. Sandra er að fara aftur af stað eftir barneignarfrí á síðasta ári en hún lék með Leverkusen í Þýska- Sandra og Andrea heim til Akureyrar Ljósmynd/Leverkusen Leverkusen Sandra María Jessen varð tvisvar meistari með Þór/KA. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason Växjö Andrea Mist Pálsdóttir varð meistari með Þór/KA 2017. Í BÚDAPEST Kristján Jónsson kris@mbl.is Nú í aðdraganda EM karla í hand- knattleik hef ég af og til verið spurður um hvers megi vænta af ís- lenska landsliðinu. Ekki er furða þótt hinn almenni íþrótta- áhugamaður velti því fyrir sér. Ís- lenska liðið hefur verið í uppbygg- ingarferli í þeim skilningi að mörgum ungum mönnum var nán- ast kippt inn í landsliðið en hafa nú kynnst stórmótum og vilja ná meiri árangri. Önnur skilaboð hafa borist frá mönnum í landsliðshópnum en fyrir ári. Bæði í nóvember þegar liðið kom saman til æfinga og nú í jan- úar hafa menn talað um að þeir vilji ná lengra á EM í Ungverjalandi en á síðustu stórmótum. Menn telja sig vera komnir nær bestu liðum heims, sem er ánægjulegt en einnig nokkuð sem að var stefnt því efni- viðurinn er fyrir hendi. Þar sem ís- lenska liðið hefur lítið spilað síðan á HM fyrir ári er einnig erfiðara fyr- ir fólk að átta sig á því hversu sterkt liðið gæti verið á EM. Tvö efstu liðin fara áfram Frá mínum bæjardyrum séð á Ís- land nú að komast í milliriðil á EM. Segja má að þegar dregið var í riðl- ana þá var það ekki endilega eitt- hvað sem hægt var að krefja liðið um. Einfaldlega af þeirri ástæðu að Ungverjaland og Portúgal hafa ver- ið heldur sterkari lið en það ís- lenska á allra síðustu árum. Þótt við séum stolt af handboltasögu okkar verðum við stundum að við- urkenna að aðrir séu betri og Ung- verjar og Portúgalar hafa verið það á síðustu stórmótum. Ungverjar unnu okkar menn með sex marka mun á EM í Svíþjóð fyrir tveimur árum og Portúgal vann tvo leiki af þremur gegn Íslandi fyrir ári. Í B-riðlinum eru einnig Hollend- ingar. Þeir sýndu fyrir tveimur ár- um undir stjórn Erlings Richards- sonar að þeir eiga erindi á stórmót en fyrir fram telst Holland vera veikasta liðið. Tvö efstu liðin í riðl- inum komast áfram í milliriðil en þangað fara einnig tvö efstu liðin úr A- og C-riðli. Okkar menn að eflast Mín tilfinning er sú að íslenska liðið muni nú gera meira en á síð- ustu mótum. Liðið hefur átt góða leiki en stöðugleikinn hefur ekki verið nægur. Ísland vann til dæmis Danmörku og Portúgal fyrir tveim- ur árum en lenti í vandræðum gegn Ungverjalandi og Slóveníu. Án Ar- ons Pálmarssonar í fyrra var nið- urstaðan á HM ekki góð. En þegar maður fer yfir leikina og rifjar upp þá var aldrei valtað yfir íslenska liðið þótt andstæðingarnir væru til dæmis Noregur og Frakkland. Það sem situr í manni er að Ísland skor- aði ekki nema 18 mörk gegn Sviss og tapaði því skiljanlega leiknum. Landsliðsmennirnir hafa flestir verið að eflast og taka framförum í atvinnumennskunni. Þar af leiðandi gerir maður ráð fyrir því að lands- liðið sé einnig að eflast auk þess sem liðið endurheimtir nú Aron Pálmarsson, sem ekki var með á HM. Í ljósi þeirra forfalla sem orðið hafa í liði Portúgals þá getur Ísland unnið tvo fyrstu leikina með góðri spilamennsku og komist áfram. Lið Portúgals hefur ekki hentað okkar mönnum neitt sérstaklega vel en þær útskýringar bíða þar til í blaðinu á morgun. Ungverjar á heimavelli Þriðji leikurinn verður gegn heimamönnum. Forvitnilegt verður að sjá hvort heimavöllurinn verður drifkraftur eða dragbítur fyrir ung- verska liðið. Liðið fær væntanlega mjög góðan stuðning en mörg dæmi eru hins vegar um að það geti verið yfirþyrmandi fyrir lið að vera á heimavelli á stórmóti. Eins og gerðist hjá íslenska liðinu 1995. Við eigum eftir að sjá hvort Ung- verjar blómstra í nýju höllinni sinni. Takist Íslandi að komast í milli- riðil á EM þá leikur liðið þar fjóra leiki til viðbótar. Andstæðingarnir þar gætu hæglega orðið Danmörk, Frakkland, Króatía og Slóvenía. Hrikalega erfið leikjatörn sem þá færi í hönd en við skulum fara yfir þá á þegar við komum að henni. Forsendur hafa breyst fyrir EM - Hvers er að vænta af landsliðinu? - Útlitið er betra en síðustu ár Ljósmynd/HSÍ Búdapest Ágúst Elí Björgvinsson markvörður og Gísli Þorgeir Krist- jánsson á æfingu landsliðsins í gær. Fyrsti leikur Íslands er annað kvöld. A-RIÐILL: Danmörk, Slóvenía, Norður-Makedónía, Svartfjallaland. B-RIÐILL: Ungverjaland, Portúgal, Ísland, Holland. C-RIÐILL: Frakkland, Króatía, Serbía, Úkraína. D-RIÐILL: Þýskaland, Pólland, Hvíta-Rússland, Austurríki. E-RIÐILL: Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Bosnía. F-RIÐILL: Noregur, Rússland, Slóvakía, Litháen. Tvö efstu liðin í A-, B- og C-riðli fara saman í milliriðil eitt en tvö efstu liðin í D-, E- og F-riðli fara saman í milliriðil tvö. Neðstu tvö liðin í hverjum riðli í fyrstu umferðinni hafa lokið keppni. Riðlarnir á EM karla 2022 Evrópumeistarar Spánverja í hand- knattleik karla hefja titilvörnina í dag þegar þeir mæta Tékkum í fyrstu umferð EM sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu næstu sautján dagana. Spánverjar lögðu Króata að velli, 22:20, í úrslitaleik keppninnar í Stokkhólmi fyrir tveimur árum en Norðmenn sigruðu þá Slóvena, 28:20, í leik um bronsverðlaunin. Þessi fjögur lið verða öll á ferðinni í dag og kvöld en Króatar mæta Frökkum í stórleik fyrstu umferð- arinnar. Króatar mæta verulega laskaðir til leiks en tveir þeirra bestu manna, Domagoj Duvnjak og Luka Cindric, leika ekki með í fyrstu leikjunum eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Erlingur Richardsson mætir fyrstur Íslendinganna til leiks þegar Hollendingar, undir hans stjórn, mæta Ungverjum í Búdapest. Liðin eru í B-riðlinum með Íslandi og Portúgal sem mætast í kvöld. Leikirnir á fyrsta degi mótsins eru þessir: 17.00 A Slóvenía – N-Makedónía 17.00 C Serbía – Úkraína 17.00 E Spánn – Tékkland 17.00 F Rússland – Litháen 19.30 A Danmörk – Svartfjallal. 19.30 B Ungverjaland – Holland 19.30 C Króatía – Frakkland 19.30 E Svíþjóð – Bosnía 19.30 F Noregur – Slóvakía Aðrir leikir í fyrstu umferð keppn- innar fara síðan fram á morgun, föstudag. Spánverjar hefja titilvörnina á EM í dag - Níu leikir á fyrsta leikdegi mótsins - Erlingur mætir Ungverjum í Búdapest
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.