Morgunblaðið - 13.01.2022, Page 61

Morgunblaðið - 13.01.2022, Page 61
MENNING 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ 95% BESTA SPIDERMAN MYNDIN TIL ÞESSA ! K E A N U R E E V E S C A R R I E  A N N E M O S S SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI EIN ALLRA BESTA MYND STEVEN SPIELBERG NÝÁRSMYNDIN 2022 RALPH FIENNES GEMMA ARTERTON RHYS IFANS HARRIS DICKINSON DJMON HOUNSOU OBSERVER THE GUARDIAN EMPIRE INDIE WIRE TOTAL F ILM 93% SAN FRANCISCO CHRONICLE THE SEAT TLE T IMES INDIEW IREROLL ING STONE F rumraun Maggie Gyllen- haal sem leikstjóri, Týnda dóttirin, er einlæg drama- mynd byggð á samnefndri bók eftir Elenu Ferrante. Kvikmynd- in fjallar um Ledu (Olivia Colman), konu á fimmtugsaldri og prófessor í samanburðarbókmenntum, sem fær- ist nær fortíðinni þegar fjölmenn fjöl- skylda tekur sér bólfestu á sömu bað- strönd og hún í Grikklandi. Leda fylgist grannt með fjölskyldunni og þá sérstaklega Ninu (Dakota John- son), ungri móður sem sýnilega á erf- itt með að sinna móðurhlutverkinu. Leda sér sig sjálfa í Ninu og lítur yfir farinn veg sem birtist áhorfendum sem endurlit, þ.e. atriðarunur sem gerast í fortíðinni. Áhorfendur kynn- ast þá Ledu (Jessie Buckley) þegar hún er ung framakona með tvær stúlkur á herðum sér og er ætlað að endurspegla blendnar tilfinningar Ledu gagnvart móðurhlutverkinu. Gyllenhaal heldur áhorfendum á tánum alla myndina sem átta sig ekki á af hverju þessi ónotatilfinning staf- ar. Snemma í myndinni varar ljúfi strandbarþjónninn Will (Paul Mesc- el) Ledu við fjölskyldunni: „Þetta er vont fólk.“ Þetta villir um fyrir skelk- uðum áhorfendum sem átta sig síðan á því að fjölskyldan virðist haga sér nokkuð eðlilega í samanburði við Ledu. Ef til vill hefði það verið meira viðeigandi að lýsa Ledu á þessa vegu, konu á fimmtugsaldri sem að ástæðu- lausu stelur dúkku af ungu stúlku- barni. Það sem síðar kemur í ljós er að Will og umhverfinu, eða mynd- heildinni, er einungis ætlað að villa um fyrir áhorfandanum sem er of fljótur að mynda sér skoðun um við- fangsefni myndarinnar. Ljóst er að ekki er allt með felldu og eru áhorf- endur varaðir við því með grísku náttúrunni, líkt og Will varaði Ledu við fjölskyldunni. Í fyrstu virðist gríska náttúran einkennast af fegurð og hreinleika en þegar Leda tekur upp appelsínu úr fallegu ávaxtaskál- inni á hótelherberginu kemur í ljós að allir ávextirnir eru myglaðir á þeirri hlið sem áður sást ekki. Náttúran tekur sér stöðu geranda og kemur sér fyrir á óþægilegum stöðum í til- veru Ledu eins og t.d. í formi kakka- lakka í rúmi hennar. Náttúran er dæmi um það að tvær hliðar er að finna á öllu, hið ljóta og hið fallega, og í Týndu dótturinni er hið ljóta við- fangsefnið. Það er hinn ljóti sannleikur um móðurhlutverkið sem er viðfangsefni myndarinnar. Týnda dóttirin tekst á við málefni sem gjarnan hefur verið talið tabú, þ.e. hina óhamingjusömu móður þar sem móðurhlutverkið er konunni mikil byrði og frelsissvipt- ing. Leda er 23 ára þegar hún eignast sína fyrstu dóttur og 25 ára þegar hún eignast þá yngri. Hún á sér enga undankomuleið frá móðurhlutverkinu og er í stöðugum slag við það. Móður- hlutverkið gjörbreytti lífi hennar, og það sem kvikmyndin gefur í skyn, ekki endilega til þess betra. Móður- hlutverkið hefur áhrif á líkama, svefn, fræðilegan feril og atvinnutækifæri, sjálfsmynd, hjónaband og margt fleira í lífi Ledu, líkt og annarra mæðra. Hinar neikvæðu hliðar móð- urhlutverksins fá þannig stöðu í myndinni enda er ómögulegt að líta svo á að hlutverkið sé öllum mæðrum „náttúrulegt“ eins og gjarnan er gefið í skyn. Eftir situr falleg og reynslu- mikil kona í þreyttum líkama sem refsar sér fyrir sínar neikvæðu hugs- anir og þær erfiðu ákvarðanir sem fylgdu hlutverkinu. Það sem gerir sögupersónuna Ledu svo áhugaverða er hversu mannleg hún er, sem er að verða sjaldséð í kvikmyndum. Ef til vill halda sumir því fram að Leda sé frá- hrindandi og þeir geti ekki samsamað sig svo eigingjarnri persónu en það er einmitt það sem Gyllenhaal gerir svo vel sem leikstjóri; hún manar áhorf- andann til þess líta í eigin barm og gerast eigingjarn. Hún notar kvik- myndaformið listilega til þess að draga fram óþægilegar og erfiðar til- finningar og áhorfendur tengja við persónuna út af breyskleika hennar, ekki fegurðinni. Týnda dóttirin var heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum síðastliðið haust þar sem Gyllenhaal hlaut Golden Osella-verð- launin fyrir besta handritið og ekki að ástæðulausu. Kvikmyndin fangar fal- lega og án nokkurra fordóma þær oft gleymdu neikvæðu hliðar móðurhlut- verksins sem „góðar“ mæður nefna ekki og opnar þannig umræðuna. Hér er á ferðinni efnilegur kvikmyndahöf- undur sem áhugavert verður að fylgj- ast með í framtíðinni móta eigin stíl. Móðir í gíslingu Fordómalaus „Kvikmyndin fangar fallega og án nokkurra fordóma þær oft gleymdu neikvæðu hliðar móðurhlutverksins sem „góðar“ mæður nefna ekki og opnar þannig umræðuna,“ skrifar gagnrýnandi um The Lost Daughter. Hér sést enska leikkonan Olivia Colman í hlutverki Ledu á grískri strönd. Háskólabíó, Smárabíó og Borgarbíó The Lost Daughter/Týnda dóttirin bbbbn Leikstjórn og handrit: Maggie Gyllenha- al. Aðalleikarar: Olivia Colman, Jessie Buckley, Dakota Johnson, Paul Mescel, Peter Sarsgaard, Jack Farthing og Ed Harris. Bandaríkin, 2021. 121 mín. JÓNA GRÉTA HILMARSDÓTTIR KVIKMYNDIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.