Morgunblaðið - 13.01.2022, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 13.01.2022, Qupperneq 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022 Í 26 ár hefur Hjalti Pálsson sagnfræðingur frá Hofi rit- stýrt og verið aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar. Tíunda og lokabindi hennar kom út haustið 2021. Það er um Hofsós, Graf- arós, Haganesvík, Drangey og Málm- ey auk fornbæjatals, skráa yfir sel- stöður, húsmannsbýli, tómthús og mannakofa. Þá er ljósmynda- skrá á sex bls., bæjarnafnaskrá á sjö bls. og skrá yfir kort. Orð og hugtök eru skýrð og birtur listi yfir styrktaraðila. Alls eru þetta með formálum 394 bls. í stóru litprentuðu broti. Umbrotið er margþætt, unnið í Nýprenti á Sauð- árkróki en bókin er Svansvottuð og prentuð í Lettlandi. Góður og vegleg- ur gripur. Auk Hjalta Pálssonar eru Egill Bjarnason og Kári Gunnarsson höf- undar þessa bindis, Kristján Eiríks- son skrifar kaflann um Drangey. Hjalti ritar ítarlegan formála og lýsir útgáfu Byggðasögu Skaga- fjarðar frá upphafi. Hann var ráðinn ritstjóri verksins í september 1995 en fyrsta bindið kom út árið 1999. Hjalti kom sér upp „ákveðinni grind“ fyrir verkið og hefur verið stuðst við hana síðan: landlýsing, staðsetning jarðar, byggingar, búhættir, eignarhald, gamlar jarðlýsingar og jarðarmat. Sagt er frá sögulegum þáttum sem tengjast jörðum og mikil áhersla er lögð á að tilgreina öll fornbýli, stekki, kvíar og selstöður upp til fjalla og dala. Hjalti segir að leitin að því sem er horfið hafi verið ákaflega tímafrek. Það gat tekið fjóra daga að finna einn fornbæ og á fimmta degi hafi forn- leifafræðingur bæst í hópinn til rann- sóknar og tímasetningar. Mikil fróð- leiksfýsn einkennir ritið og mörgum steinum hefur verið velt, í orðsins fyllstu merkingu, til að allar lýsingar séu sem bestar og mestar. Byggðasagan er uppflettirit um 676 jarðir auk þess sem meira en 400 fornbýla frá eldri tíð er getið. Bæk- urnar 10 eru samtals 4.620 blaðsíður með rúmlega 5.080 myndum og kort- um – í 10. bindinu eru 420 ljósmyndir, kort og teikningar. Þorgils Jónasson sagnfræðingur hefur frá árinu 2010 unnið með hléum að gerð nafnaskrár fyrir verkið í heild. Að minnsta kosti 25.000 nöfn verða í skránni og birtist hún stafræn á heimasíðu Sögufélags Skagfirðinga, að líkindum strax í ár. Hér er um sannkallaða fróðleiks- námu að ræða. Hún hlýtur að kveikja frekari athuganir á mannlífi í fortíð og samtíð þegar fram líða stundir. Samhliða lýsingum á lands-, búskapar- og atvinnuháttum er skot- ið inn annars konar fróðleiksmolum til að krydda frásögnina. Má þar nefna þennan um forystusauði sem hafður er eftir Skúla Magnússyni (1711-1794) landfógeta: „Jeg er vottur að því, að Skaga- fjarðardala bændur, brúkuðu með rekstrum sínum í Hofsós, sem er hjer um bil 2 dagferðir, 2 til 3 forustu sauði, og hvar þeir bentu þeim á Vatnsföllin, fóru þessir strax útí á undan, og þegar kom á Hofsós bakka, skildu sig sjálfir frá rekstrinum, hvíldu sig þar litla stund, og gengu fylgdar og mannlausir aptur heim til sín fram í dal, og [svo] tveggja daga fresti, eins og ferðin áfram varað hafði.“ (26) Þegar Skúli fógeti heimsótti Hofs- ós hafði þar verið stunduð verslun að minnsta kosti í 200 ár en þar er einn elsti verslunarstaður sem enn heldur velli í landinu. Elsta heimildin um kaupstað við Hofsós er frá 1553. Í frá- sögninni birtast kostir forystusauða. (Í Fræðasetri um forystufé á Sval- barði við Þistilfjörð má fá mikinn fróðleik um þessa kostagripi.) Hofsós var einn þriggja staða á Norðurlandi þar sem danska ein- okunarverslunin hafði aðsetur sitt, 1602-1787, hinir voru Akureyri og Skagaströnd. Síðasti einokunar- kaupmaðurinn á Hofsósi var Johan Høwisch en hann var einnig fyrsti eigandi eftir verslunarfrelsið. Tveir systursynir hans, Jakob og Due Hav- steen, tóku við kaupstjórn á Hofsósi, líklega árið 1804. Yngsti sonur Jakobs var Jörgen Pétur Hafstein (f. 1812), amtmaður á Möðruvöllum, faðir Hannesar Hafstein, sem varð fyrstur ráðherra á Íslandi árið 1904. Rifjað er upp þegar Vesturfara- setrið var opnað þar 7. júlí 1996 að frumkvæði Valgeirs Þorvaldssonar frá Vatni, hátíðina sóttu um eitt þús- und manns. Öllum gömlum húsum á Hofsósi eru gerð skil með myndum og texta og einnig sundlauginni sem Lilja Pálmadóttir á Hofi og Steinunn Jónsdóttir í Bæ kostuðu og opnuð var 27. mars 2010. Um Hofsós er fjallað á 126 bls. í bókinni. Saga Grafaróskaupstaðar hófst með verslun þar árið 1835 en þar féll allt í auðn í árslok 1932. Þegar skoð- aðar eru myndir og lýsingar á aðstöðu á sjó og í landi þarna er ótrú- legt að þar skyldi stunduð verslun. Vildu menn greinilega nokkuð á sig leggja til að skapa samkeppni við kaupmennina á Hofsósi. Meðal kaupmanna í Grafarósi var Skotinn Peter Lindsay Henderson frá Glasgow sem rak þar verslun frá 1861 til 1870 þegar fyrirtækið varð gjaldþrota: „Skagfirðingum þóttu mikil við- brigði að versla við Henderson sem innleiddi ýmis nýmæli í verslunar- háttum. Vörur hans þóttu vandaðri en áður höfðu verið í boði hjá dönsk- um, og sem meira var, einnig ódýrari. Henderson seldi öllum á sama verði en venja hafði verið að stórbændur fengju varning ódýrar en almúginn. Vöruverð var hið sama allt árið hjá Henderson en danskir höfðu þann sið að hækka vörur strax að lokinni kauptíð á haustin.“ (178) Fastaverslun hófst ekki í Haganes- vík fyrr en um aldamótin 1900. Höfn- in varð löggilt árið 1902 og komst inn á strandferðaáætlunina. Árið 1966 hætti strandferðaskipið Skjaldbreið ferðum til Haganesvíkur og þar með lögðust niður reglubundnar siglingar þangað. Næstu fimm ár eða svo höfðu strandferðaskip þar aðeins óreglu- lega viðkomu. (321) Saga verslunar í Haganesvík er rakin þar til hún fluttist að Ketilási í Fljótum 14. júlí 1978. Hér hefur aðeins verið nartað í toppinn á því sem segir um þessa þrjá verslunarstaði í bókinni. Í annáli um Haganesvík hafa dagsetningar eitt- hvað brenglast þegar sagt er frá sjó- slysi árið 1920 og að 2. ágúst hafi tólf menn af norskum selfangara róið á tveimur bátum inn á Haganesvík. Var sagt að skip þeirra hefði sokkið deg- inum áður, síðar í textanum segir hins vegar að 30. ágúst hefði skipið búist til heimferðar með 1033 seli um borð. (319) Kristján Eiríksson gerir Drangey góð skil. Henni er lýst sem arðsam- asta stað í Skagafirði um aldir. Hóla- stóll átti eyjuna og höfðu héraðsmenn rétt á að stunda fuglaveiðar við hana gegn gjaldi til stólsins. Eignir hans voru seldar árið 1802 og keypti Jakob Havsteen í Hofsósi Drangey fyrir 105 ríkisdali en Havsteen-ættin seldi eyj- una Skagafjarðarsýslu 1885 og var eyjan eftir það leigð einstökum mönnum sem höfðu rétt til að halda þar fé og heyja og stundum einnig síga í bjarg til fugls og eggja. Inn á ljósmyndir af Drangey hafa verið skráð örnefni lesendum til glöggv- unar en þeim er lýst af nákvæmni í textanum. Búið var í Málmey þar til hún fór í eyði árið 1952 en árið 1944 keypti rík- issjóður hana og árið 2020 er eyjan skráð í eigu Vita- og hafnarmála- stofnunar ríkisins segir á bls. 225. Sú stofnun fór hins vegar undir Vega- gerðina árið 2013 og má því skilja þetta svo sem hún fari nú með eign- arhald á Málmey. Eyjan er klettum girt á alla vegu. Hæsti punktur hennar, Kaldbakur, er 156 metrar. „Þaðan mun sjást í góðu skyggni norður til Grímseyjar og vestur til Hornbjargs, sem ber yfir Skagatá. Til suðurs gefur sýn til Hofsjökuls og ber jökulbunguna austan við Mælifellshnjúk.“ (227) Nafnið Málmey er einstakt á land- inu. Samnefnd eyja er á Óslóarfirði og önnur stór eyja undan strönd Sví- þjóðar. Malm á sænsku þýðir sendin slétta. Málmey er að stærstum hluta úr sandsteini (móbergi) og jarðvegur víða sendinn. Gæti það skýrt nafn hennar Malmey (Sandey), sem síðar varð Málmey. (225) Bjarni Maronsson, formaður útgáfustjórnar byggðasögunnar, seg- ir að með henni sé ofinn þráður milli fortíðar og nútíðar í Skagafirði, hann nýtist þeim sem hafi vit og vilja til að nýta sér fróðleik og reynslu kynslóð- anna til að mæta viðfangsefnum líð- andi stundar. Undir þetta skal tekið af heilum hug. Byggðasaga Skagafjarðar er einstakt þrekvirki sem ber Skagfirð- ingum lofsamlegan vott um óbilandi ræktarsemi við byggð sína, sögu hennar og þá sem þar hafa búið. Skín við sólu Skagafjörður Sagnfræðingur Hjalti Pálsson, aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar í 26 ár. Héraðssaga Byggðasaga Skagafjarðar X. bindi bbbbb Ritstjóri Hjalti Pálsson frá Hofi. Innb. 394 bls., ríkulega myndskreytt. Útgefandi: Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki, 2021. BJÖRN BJARNASON BÆKUR Joelle Taylor hlýtur TS Eliot- ljóðlistarverðlaunin í ár. Í frétt The Guardian segir að Taylor hljóti verðlaunin fyrir sýn sína á það sem kallað er „karlmannleg andspyrnumenning lesbía“ á tí- unda áratug síðustu aldar í ljóða- bók sinni C+nto & Othered Poems. Dómnefnd verðlaunanna ber lof á bókina fyrir ólgandi reiði og birtu, eins og því er lýst. Er hún sögð blanda endurminninga og ágisk- ana. Bókin er sú fjórða sem Taylor sendir frá sér og fjallar um neðan- jarðarmenningu þar sem konur gátu endurheimt líkama sína, eins og segir í fréttinni. Ljóðabók Tayl- or þótti betri en tilnefnd verk eftir Raymond Antrobus, Selimu Hill og Michael Symmons Roberts og hlýt- ur hún 25.000 pund í verðlaunafé. Verðlaunin þykja þau virtustu á Bretlandseyjum og af fyrri verð- launahöfum má nefna Ted Hughes, Carol Ann Duffy og Bhanu Kapil. Verðlaunaskáld Joelle Taylor að flytja eitt af ljóðum sínum á sviði árið 2012. Taylor hlaut ljóðaverðlaun TS Eliot Tónleikaröðin Jazz í hádeginu hef- ur göngu sína á ný í Borgarbóka- safninu í dag með tónleikum í Gróf- inni sem hefjast kl. 12.15 og bera yfirskriftina Ferðalag með Elvari Braga. Á þeim munu Elvar Bragi Kristjánsson trompetleikari og Leifur Gunnarsson kontrabassa- leikari fara með tónleikagestum í ferðalag um tónheima sem sækja innblástur út fyrir höfuðborgina. Munu þeir halda aðra tónleika á sama tíma á morgun í Gerðubergi og í Spönginni laugardag kl. 13.15. Tónleikunum í Gerðubergi verð- ur streymt á facebooksíðu Borgar- bókasafnsins. Ferðalag með Elvari Braga og Leifi Trompetleikari Elvar Bragi Kristjánsson býður upp á ferðalag í Borgarbókasafni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.