Morgunblaðið - 14.01.2022, Page 1
F Ö S T U D A G U R 1 4. J A N Ú A R 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 11. tölublað . 110. árgangur .
FRAMKVÆMDIR
FLJÓTAR AÐ
VINDA UPP Á SIG
BERLÍNARMÚR
Á MILLI
ELSKENDA
PORTÚGAL
NÁÐ LENGRA Á
SÍÐUSTU MÓTUM
ÞAÐ SEM ER 28 LANDSLEIKUR Í DAG 27FASTEIGNABLAÐ 16 SÍÐUR
Ekkert er óvenjulegt við hvassviðrið sem
hefur geisað um land allt síðustu vikur.
Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir
í samtali við Morgunblaðið að kominn sé
vetur og vænta megi svipaðs veðurs næstu
daga. „Það er mikið hæðasvæði yfir Bret-
landseyjum núna, þetta beinir lægðunum
svolítið til okkar. Það verður mjög rysjótt
Landsmenn þurfa því að búa sig vel undir
veðrið og fylgjast með spám næstu daga.
Hægt er að fylgjast nánar með veðrinu á
veðurvef mbl.is.
veður í þessari viku og eitthvað fram í þá
næstu.“ Desembermánuður var óvenjulegur
veðurfarslega þar sem lítið var um snjó-
komu og mun janúar mögulega bæta úr því.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Áfram er spáð mjög rysjóttu veðri á landinu
Guðni Einarsson
Inga Þóra Pálsdóttir
„Staðan er orðin ansi þröng mjög
víða. Meðal annars þurftum við að
loka Seljaskóla,“ sagði Jón Viðar
Matthíasson, framkvæmdastjóri al-
mannavarnanefndar höfuðborgar-
svæðisins og slökkviliðsstjóri SHS.
Ekkert skólahald verður í Selja-
skóla í dag og á mánudag vegna
fjölda kórónuveirusmita hjá nem-
endum og starfsmönnum. Þá var frí-
stundastarf í Seljahverfi fellt niður
og íþróttaæfingar ÍR hjá grunn-
skólabörnum.
Jón Viðar sagði að ástandið væri
orðið tvísýnt í fleiri skólum. Einnig
þyrfti að fylgjast vel með velferðar-
þjónustu sveitarfélaganna vegna út-
breiðslu smita. Þar mætti m.a. nefna
sambýli, heimahjúkrun og fleira.
Staðan væri metin frá degi til dags
og jafnvel nokkrum sinnum á dag.
En má búast við fleiri lokunum?
„Það kæmi mér ekkert á óvart
miðað við hvernig þetta hefur þróast
síðustu daga,“ sagði Jón Viðar.
Afléttingar ólíklegar
Afléttingar á sóttvarnaaðgerðum
vegna faraldursins eru ekki í kort-
unum. Slíkt væri órökrétt í ljósi stöð-
unnar á Landspítalanum og neyðar-
stigs almannavarna. Þetta sagði
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
í samtali við mbl.is í gær.
Þórólfur sendi Willum Þór Þórs-
syni heilbrigðisráðherra nýtt minn-
isblað í gær og mun ríkisstjórnin
ræða það á fundi sínum í dag. Verður
að teljast líklegt að hann leggi til
harðari aðgerðir en nú eru í gildi. Í
nokkrum nágrannalöndum Íslands
hafa afléttingar verið tilkynntar.
„Menn eru að aflétta í ljósi stöð-
unnar hjá sér. Hvert og eitt land
verður að horfa á sína stöðu. Við á Ís-
landi þurfum að skoða okkar stöðu.
Það er mjög fróðlegt að sjá hvað aðr-
ir eru að gera en það ræður ekki úr-
slitum um það sem við eigum að
gera,“ sagði sóttvarnalæknir. »4
Ástandið tvísýnt í skólum
- Loka Seljaskóla vegna smita hjá nemendum og starfs-
mönnum - Ríkisstjórnin ræðir minnisblað Þórólfs í dag
Morgunblaðið/Hari
Börn Loka þurfti Seljaskóla vegna
fjölda smita að sögn Jóns Viðars.
Skipulagsstofnun
telur að óvissa
ríki um áhrif lax-
eldis á samfélagið
í Seyðisfirði en
þau geti orðið
talsvert eða veru-
lega neikvæð ef
ekki næst sátt í
nærsamfélaginu. Í því sambandi er
vísað til fjölda athugasemda íbúa
vegna áforma um sjókvíaeldi. Telur
Skipulagsstofnun æskilegt að
strandsvæðaskipulag, sem unnið er
að, liggi fyrir áður en einstökum
svæðum verði ráðstafað.
Fiskeldi Austfjarða hefur unnið
að undirbúningi framleiðslu á 10
þúsund tonnum af laxi í sjókvíum í
Seyðisfirði og er umhverfismati loki.
Áformin miðast við að nýta heimildir
í burðarþolsmati og áhættumati
Hafró og verður hluti heimildanna
notaður til eldis á ófrjóum laxi. »6
Litið til
andstöðu
íbúanna
_ Félag atvinnurekenda hefur beðið
umboðsmann Alþingis að hefja
frumkvæðisathugun á stjórnsýslu
eftirlitsstofnana vegna Íslandspósts.
Lítur félagið svo á að stjórnvöld
hafi virt að vettugi gildandi laga-
ákvæði þegar ákveðið var að ríkið
skyldi greiða Póstinum rúmar 500
milljónir króna fyrir veitta alþjón-
ustu á árinu 2020, að frádregnu 250
milljóna króna viðbótarframlagi.
Stjórnvöldum sé ekki heimilt að
ákveða að gildandi lagaákvæði sé
óvirkt, eins og gert hafi verið, en
yfirlýsingar þar að lútandi grafi
undan grundvallarreglunni um þrí-
skiptingu ríkisvaldsins. »12
Morgunblaðið/Hari
Pósturinn Umboðsmaður Alþingis hefur
nú verið beðinn að skoða málið.
Vilja að umboðs-
maður athugi málið