Morgunblaðið - 14.01.2022, Síða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2022
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Sérhæfð þjónusta fyrir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
544 5151
tímapantanir
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Fyrirtaka var í vikunni fyrir Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í máli Hug-
ins VE-55 gegn ríkinu vegna tjóns
sem útgerðin varð fyrir við útgáfu
makrílkvóta. Lögmaður Hugins
lagði fram matsgerð vegna tjóns-
ins og nemur tjón útgerðarinnar
um 540 milljónum króna, að sögn
Sigurgeirs Brynjars Kristgeirsson-
ar, framkvæmdastjóra Vinnslu-
stöðvarinnar í Vestmannaeyjum,
en fyrirtækið eignaðist öll hluta-
bréf í Hugin ehf. á síðasta ári. Að
fyrirtöku lokinni var málinu frest-
að til 10. febrúar.
Hæstiréttur felldi tvo dóma í
desember 2018 um að ekki hefði
verið byggt á aflareynslu við út-
gáfu makrílkvóta á grundvelli
reglugerða 2011
til 2014 eins og
skylt hefði verið
og sama fyrir-
komulag hefði
verið viðhaft
fram til 2018.
Ríkið væri
skaðabótaskylt í
málinu þar sem
ranglega hefði
verið staðið að
úthlutun kvótans og minna komið í
hlut fyrirtækjanna en þeim hefði
borið samkvæmt lögum. Sjö út-
gerðarfélög stefndu ríkinu til
greiðslu skaðabóta alls að upphæð
um 10,2 milljarðar, en fimm félag-
anna féllu frá málarekstri.
Vinnslustöðin og Huginn héldu
málinu áfram og var upphafleg
krafa Vinnslustöðvarinnar upp á
982 milljónir króna og Hugins 839
milljónir. Að sögn Sigurgeirs
Brynjars sættust aðilar á dóm-
kvadda, óvilhalla matsmenn til að
meta fjárhagslegt tjón. Aðilar
hefðu hvor fyrir sig lagt gögn og
spurningar fyrir matsmennina. Á
grundvelli matsgerðar hafi lög-
menn Hugins lagt fram bókun um
breytta kröfugerð þar sem aðal-
krafa er nú 547 milljónir, en vara-
krafa 532 milljónir. Mat liggur
ekki fyrir í máli Vinnslustöðvarinn-
ar.
Vekur spurningar
Sigurgeir Brynjar segir að ríkið
hafi lagt eigin forsendur; gögn og
spurningar, fyrir matsmennina, en
við fyrirtökuna hafi ríkið ekki lagt
fram niðurstöður matsgerðar.
Hann segir það athyglisvert og
veki spurningar um hvort ríkislög-
manni hafi ekki þótt hún hagstæð
ríkinu. Mögulega geti ríkið farið
fram á yfirmat í málinu.
Hann segir að allt frá áliti um-
boðsmanns Alþingis árið 2014 um
ólögmæti kvótasetningar hafi
fyrirtækið verið tilbúið í samtal við
ríkisvaldið um lyktir málsins, en
nú fari það sína leið í dómskerfinu.
Hann bendir á að ef Vinnslustöðin
hefði gerst sek um skattalagabrot
hefði fyrirtækinu verið refsað og
málið sett í innheimtuferli. Varð-
andi makrílkvótann væri ekki leng-
ur deilt um hvort ríkið hefði brotið
af sér heldur hversu miklu tjóni
fyrirtækið hefði orðið fyrir.
Frumkvöðlar á Hugin
Það væri líka athyglisvert að í
málinu sem var tekið fyrir í vik-
unni ætti Huginn VE í hlut. Út-
gerð þess hefði verið frumkvöðull í
makrílveiðum við Ísland ásamt
öðrum útgerðarfyrirtækjum í
Vestmannaeyjum.
Árin 2002 til 2006, áður en
makrílveiðar hófust, hefðu Hugins-
menn byrjað að þreifa fyrir sér í
þessum efnum og sótt um leyfi til
tilraunaveiða á makríl sem annars
vegar hefði ekki verið svarað og
hins vegar upplýst að starfsmenn
ríkisins hefðu ekki tíma til að sinna
umsókn eða eftirliti sökum sumar-
leyfa. Sumarið 2007 hefði áhöfn
Hugins VE síðan náð alls um 3.000
tonnum af makríl, þar af um 2.500
tonnum í íslenskri lögsögu og 500
tonnum í þeirri færeysku. Þar með
hófust beinar makrílveiðar í lög-
sögu Íslands, eins og segir á
heimasíðu Vinnslustöðvarinnar.
Tjón Hugins metið um 540 milljónir
Sigurgeir Brynjar
Kristgeirsson.
- Krafa byggð á niðurstöðu matsmanna í deilu um makríl - Ríkið lagði ekki fram matsgerð við fyrirtöku
Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is
Ragnar Hjartarson, listrænn stjórn-
andi hjá Georg Jensen í Kaup-
mannahöfn, og Mehul Tank, for-
stjóri fyrirtækisins, urðu þess
heiðurs aðnjótandi í vikunni að
ganga á fund Margrétar Þórhildar
II. Danadrottningar í Amalien-
borgarhöll og færa henni forláta
nælu að gjöf í tilefni af því að á þessu
ári eru liðin fimmtíu ár frá því að
hún settist á valdastól.
Um er að ræða nælu úr gulli og
hvítagulli með 135 listilega út-
skornum demöntum sem Georg Jen-
sen lét hanna sérstaklega af þessu
tilefni. „Það var gert til að fagna
einni merkustu vörðunni á vegferð
hennar hátignar,“ segir í frétta-
tilkynningu frá fyrirtækinu.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Ragnar fundinn hafa verið mjög
ánægjulegan og að það hafi verið
mikil upplifun og heiður að hitta
drottninguna. „Það er mikill hátíðar-
andi hér í Danmörku í kringum af-
mælið og búast má við mikilli um-
fjöllun um það á næstunni.“
Ljósmyndir/Keld Navntoft, Kongernes Samling
Gjöf Mehul Tank, Margrét Þórhildur og Ragnar Hjartarson við hið hátíðlega tilefni í Amalienborgarhöll í vikunni.
„Mikil upplifun og heiður“
- Færðu Margréti Danadrottningu forláta nælu í tilefni af
fimmtíu ára valdaafmæli hennar - 135 útskornir demantar
Demantar Nælan góða sem Ragnar Hjartarson afhenti drottningu.
„Niðurstaðan þýðir auðvitað bara
það sem hún segir, að mjög stór hóp-
ur kennara er sammála því að þessi
samningur sé ekki nægilega góður
og ekki á vetur setjandi, sem þýðir
að hann var felldur,“ segir formaður
Félags grunnskólakennara, Þor-
gerður Laufey Diðriksdóttir.
Ljóst varð í gær að grunnskóla-
kennarar hefðu fellt nýjan kjara-
samning í atkvæðagreiðslu. Tæplega
þrír af hverjum fjórum félagsmönn-
um í félaginu kusu að fella samning-
inn, en kjörsókn var 69%.
„Tölurnar eru bara skýrar og
kennarar eru samhentir í verkefnum
sínum, þarna sést það enn og aftur,
og það er ljóst að niðurstaðan er af-
gerandi,“ segir Þorgerður og bætir
við að ekki sé hægt að greina úr töl-
unum hvað hafi orðið til þess að
samningurinn var felldur.
Aldís Hafsteinsdóttir, stjórnarfor-
maður Sambands íslenskra sveitar-
félaga, segir niðurstöðuna gríðarleg
vonbrigði. „Þetta kemur okkur auð-
vitað mjög á óvart af því að viðræð-
urnar gengu það vel að eftir var tek-
ið.“
Hún bætir við að vonast hafi verið
til þess að samninganefnd kennara
hefði það bakland að þessi samning-
ur yrði samþykktur.
„Við töldum að í þessum samningi
fælist allt það sem við gátum boðið
og þarna er verið að bjóða það sem
aðrir launþegar á Íslandi fengu í lífs-
kjarasamningunum, þannig að við
áttum okkur ekki á hvaða staða er
þarna uppi og um hvað er verið að
biðja,“ segir hún. „Við buðum allt
sem við gátum; í þessum samningi
fólst það sem við höfðum að bjóða.“
Að sögn Aldísar hafi það legið fyr-
ir allan tímann að samninganefnd
sveitarfélaganna hefði ekkert umboð
til þess að bjóða neitt annað en það
sem aðrir Íslendingar hefðu fengið í
lífskjarasamningunum.
„Ef kennarar telja sig þurfa að fá
meira en allir aðrir hafa fengið, þá
verður mjög snúið að ná lendingu um
það.“ rebekka@mbl.is
Samningurinn
ekki nógu góður
- Ekki hafi verið hægt að bjóða meira
Þorgerður L.
Diðriksdóttir
Aldís
Hafsteinsdóttir