Morgunblaðið - 14.01.2022, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2022
Inn að beini Veirufaraldurinn herjar nú á landsmenn sem aldrei fyrr. Grímuskylda er í almannarými og gildir einnig um Sjúkraþjálfun Reykjavíkur þar sem þessi beinagrind stendur vaktina.
Eggert
Maður um mann. Af
því orði kemur menn-
ing. Það er mikils virði
að vera maður og geta
notið íslenskrar menn-
ingar. Það vill stundum
gleymast að Íslend-
ingar eiga aðra menn-
ingu en bókmenntir og
endurnýjaða frásagn-
arlist Halldórs Kiljans
Laxness.
Frumherjar
Á sama tíma og Halldór Kiljan
Laxness tengir íslenskar bók-
menntir við heimsmenninguna, þá
eru frumherjar íslenskrar mynd-
listar að tengja íslenska sjónmennt
við evrópska samtímamyndlist. Á
eftir frumherjunum koma spor-
göngumenn, bæði karlar og konur.
Ef til vill hefur hlut íslenskra kvenna
ekki verið nægur gaumur gefinn.
Höfundur þessarar greinar reyndi
að vekja máls á hlut íslenskra
kvenna á 100 ára afmæli kosninga-
réttar kvenna. Þáttur kvenna í mód-
ernisma íslenskrar myndlistar er
mikill.
Hvað þarf til að menning dafni?
Það þarf meira en listamenn til
þess að list dafni. Það fallegasta sem
hægt er að segja um íslenska þjóð er
að Íslendingar séu bókaþjóð.
Hörður Ágústsson, listmálari fyr-
ir hádegi og rannsakandi íslenskrar
húsagerðar og sjónmenntar eftir há-
degi, taldi að sjónmennt hefði ekki
verið sinnt sem skyldi. Því er ég
sammála.
Bókaþjóðin keypti bækur en það
voru aðeins örfáir sem sinntu sjón-
mennt. Meðal þeirra voru hjónin
Ingibjörg Guðmundsdóttir lyfja-
fræðingur og Þorvaldur Guðmunds-
son, svínabóndi, hótelhaldari og
kaupmaður.
Listháðir fíklar og
velgjörðarmenn myndlistar
Ævisaga Peggy Guggenheim heit-
ir „Art Adicted“. Hjónin Ingibjörg
og Þorvaldur falla undir það að vera
listháðir fíklar. Það er alveg skað-
laus fíkn og jafnvel ábatasöm á
stundum. Þau hjón eru miklu fremur
velgjörðarmenn íslenskrar mynd-
listar.
Þorvaldur Guð-
mundsson varð ungur
verslunarmaður í mat-
ardeild Sláturfélagsins.
Hann sinnti við-
skiptavininum Jóhann-
esi Kjarval, sem var
ekki mikið fyrir að elda
sér mat. Kynnin urðu
til þess að Þorvaldur og
Ingibjörg kona hans
fengu áhuga á menn-
ingararfi íslenskrar
myndlistar. Þau góðu
hjón urðu velgjörðarmenn íslenskr-
ar myndlistar.
Einstök menningargjöf
Nú hafa börn Ingibjargar og Þor-
valdar, þau Geirlaug, Skúli og Katr-
ín, falið Listasafni Íslands til ævar-
andi vörslu listasafn hjónanna.
Menningargjöfin er 1.400 listaverk.
Stærsti hluti af gjöfinni, um 400
verk, er eftir Jóhannes Kjarval, sem
Þorvaldur hafði kynnst í matardeild-
inni.
Hjónin Ingibjörg og Þorvaldur
voru mjög samlynd í áhugamáli sínu.
Ingibjörg og Þorvaldur voru sam-
hent hjón. Þannig varð til einstakt
safn af íslenskri sjónmenningu.
Kvöldverður á Holti varð menning-
arferð.
Hjónin trúðu því sem Kjarval
sagði þeim. Íslensk þjóð stígur út úr
landslaginu sem ól þjóðina. Ver-
urnar í landslagi Kjarvals eru hin ís-
lenska þjóð.
Hjónin vissu einnig að einhver
hluti af menningararfi íslenskrar
þjóðar var innlyksa í útlöndum. Eins
og við vildum handritin heim vildu
þau hjón sjónlistina heim. Mörg
verkanna keyptu þau í útlöndum, oft
í sama landi og varðveitti handritin.
Verkin voru keypt á löngum tíma.
Ef til vill á 60 árum. Það svarar til
þess að hjónin hafi keypt tvö lista-
verk á mánuði. Eins og safnið sýnir
voru verkin vel valin. Sum verkin
eru gimsteinar. Og allir eru sam-
mála um að þau heiðurshjón voru
sanngjörn í viðskiptum.
Velgjörðarhjón
Ingibjörg og Þorvaldur voru vel-
gjörðarhjón íslenskrar menningar
og íslenskrar myndlistar. Þau ræktu
hlutverk sem íslenska þjóðin náði
ekki sem skyldi í Listasafni Íslands
og Listasafni Reykjavíkur. Það
skiptir ekki öllu hver safnar. Það
skiptir máli að menningararfurinn
sé sýndur þjóðinni sem steig fram úr
landslaginu.
Þess vegna eru Þorvaldur og Ingi-
björg velgjörðarhjón. Og menning-
argjöfin einstök. Þess vegna er ég
þakklátur. Takk fyrir, Þorvaldur og
Ingibjörg, að hafa vakið áhuga minn.
Takk fyrir, Geirlaug, Skúli og Katr-
ín. Njótum íslenskrar sjónlistar.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason
» Ingibjörg og Þor-
valdur voru samhent
hjón. Þannig varð til
einstakt safn af íslenskri
sjónmenningu. Kvöld-
verður á Holti varð
menningarferð.
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Menningargjöf
Dyrfjöll, Jóhannes Kjarval.
Tónar hafsins, Ásmundur Sveinsson.
Hvítárvatn og Langjökull, Ásgrímur Jónsson.
Þorvaldur
Guðmundsson
Hekla, Júlíana Sveinsdóttir.
Ingibjörg
Guðmundsdóttir