Morgunblaðið - 14.01.2022, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2022
✝
Sverrir Valde-
marsson skip-
stjóri fæddist 20.
janúar 1929 í Nýja-
bæ í Saurbæj-
arhreppi. Hann
lést á Hjúkr-
unarheimilinu Hlíð
á Akureyri að
kvöldi gamlárs-
dags.
Sverrir var son-
ur hjónanna Þór-
mundu Guðnýjar Guðmunds-
dóttur, f. 1.9. 1905, d. 26.3.
1967, og Valdimars Jón-
assonar, f. 29.8. 1905, d. 11.11.
1972.
Systkini Sverris: Kristín, f.
1930, d. 1992, og Birgir, f.
Sara og Viktoría Björk. Eig-
inmaður Ingu Þóru er Gauti
Friðbjörnsson, sonur þeirra er
Gauti, f. 15. mars 1996, í sam-
búð með Dóróteu Jóhanns-
dóttur, dóttir þeirra er Gabrí-
ela Myrk. Stjúpbörn Ingu Þóru
eru Kristján, Anna María og
Magnús. 2) Ellen, f. 16. apríl
1958, eiginmaður Ellenar er
Antonio Mendes, börn þeirra
eru: Sævar Mikael, f. 28. júní
1989, í sambúð með Söndru
Dögg Hauksdóttur, dætur
þeirra Kristrún Namoi, Emilía
Rós og Eva Sóley. Anna Katrín,
f. 11. október 1997.
Eftirlifandi sambýliskona
Sverris er Hulda Eggertsdóttir.
Útförin fer fram frá Akur-
eyrarkirkju í dag, 14. janúar
2022, klukkan 13.
Athöfninni verður streymt á
facebooksíðunni Jarðarfarir í
Akureyrarkirkju.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
1941, d. 2008.
Sverrir giftist
Önnu Hjaltadóttur
22. október 1955.
Anna lést 13. jan-
úar 1995. Dætur
þeirra eru tvær: 1)
Inga Þóra, f. 5.
mars 1956. Synir
hennar og Rúnars
Þórs Gylfasonar
eru: Sverrir, f. 5.
júlí 1975, í sambúð
með Sólrúnu Tryggvadóttur,
börn þeirra Arnar Geir, Atli
Fannar, Aron Máni, Hrefna
Huld og Tinna. Hörður, f. 9.
maí 1980, giftur Steinunni
Örnu Jóhannesdóttur, börn
þeirra Andri Dagur, Katrín
Þeir hverfa nú sem óðast af
vettvangi fulltrúar þeirrar kyn-
slóðar sem bar uppi þjóðlífið í
æsku minni. Með Sverri Valde-
marssyni skipstjóra er einn
traustur klettur úr þeim hópi
horfinn úr heimi hér. Sverrir var
eiginmaður Önnu móðursystur
minnar, Anna og mamma voru
ekki aðeins systur heldur og
nánar vinkonur þó stundum
kastaðist í kekki, s.s. í stórfjöl-
skylduboðinu á jóladag er þær
körpuðu stundum um efnið „sjó-
menn – landmenn“ eins og kall-
að var í gríni. Um svipað leyti
öðlaðist ég skilning á hugar-
heimi sjómannskonunnar
frænku minnar þegar ég kvöld
eitt var staddur heima hjá henni
og sá öflugt útvarpstæki með
sleða og tökkum eins og þá var í
tækjum; til að stilla inn bylgjur
og tíðnisvið, tækið var alsett lím-
böndum á stilliborðinu á þeim
stöðum þar sem henni hafði
reynst best að ná hljóði. Þarna
var hún að leita kvöldin löng og
dimm; hvort ekki heyrðist nema
ef vera kynni ómur af rödd
Sverris í radíóinu.
Þessi tími kemur aldrei aftur,
þá var krökkt af erlendum tog-
urum á Íslandsmiðum, mest
breskum, og stundum komu þeir
inn til Akureyrar í stórviðrum
svo tugum skipti, stundum fór
verr og togarar fórust, allir
sigldu þeir þó heilir heim þeir
akureysku, enda einvalalið við
stjórnvölinn á sjó og í landi,
þeim trausta hópi tilheyrði
Sverrir. Eins atviks minnist ég
en þá kom flotinn inn um hávet-
ur eftir þrálátt illviðri og slæmt
útlit framundan. Kaldbak, þar
sem Sverrir var skipstjóri, var
siglt inn á Pollinn og að Torf-
unesbryggju, það fer um mig
hrollur þegar ég hugsa um hvað
togarinn var brynjaður ísingu en
dáðist að Sverri þar sem hann
stóð í brúarglugganum og
renndi Kalbak faglega að
bryggju með camelinn í munn-
vikinu sem þótti krúna karl-
mennskunnar á þeim tíma.
Skemmtilegri atvika minnist ég
líka, s.s. þegar fylgst var með
löndun og hversu létt var yfir
frænku þegar aflinn var þorskur
en ekki karfi, enda annan afla-
hlut úr þorskinum að hafa. Einn-
ig tilhlökkunarinnar þegar tog-
arinn var að koma úr siglingu til
Hull eða Grimsby og stoltsins
þegar Sverrir sigldi heim á glæ-
nýjum Kaldbak, Spánarsmíðuð-
um skuttogara hátt í 1.000 lestir.
Mér líkaði strax barnungum
afar vel við Sverri með sína
traustu nærveru, eins atviks
minnist ég þegar ég var með
pabba niðri í kjallara, hann hafði
hengt upp sperðla sem voru ný-
komnir úr reyk. Þegar Sverrir
kom niður til okkar til að spjalla
prílaði ég upp í stiga reif niður
nokkra sperðla og rétti honum
með orðunum: „Þú mátt eiga
þá“, ég man að Sverrir leit til
pabba með spurn í augum; pabbi
sagði þá einfaldlega: „Kiddi er
búinn að gefa þér þá.“
Seinni áratugina hef ég
sjaldnar hitt Sverri, hann kom í
land og þau áttu góð ár saman
hann og Anna frænka sem lést
þó fyrir aldur fram en alltaf
héldust tengsl við Sverri sem
var heilsuhraustur langt fram
eftir aldri og reyndist pabba
hjálparhella. Fyrir nokkrum ár-
um hitti ég Sverri á ferð um
landið, hann lét þá vel af sér og
hefði kynnst góðri konu.
Guð blessi minningu sóma-
mannsins Sverris Valdemarsson-
ar, ég votta ástvinum öllum og
afkomendum dýpstu samúð. Þau
eiga góðs manns að minnast.
Kristinn Hugason.
Sverrir
Valdemarsson
✝
Sigurlína Mar-
grét Kristjáns-
dóttir fæddist á Ak-
ureyri 15. maí 1969.
Hún lést 4. janúar
2022 á æskuheimili
sínu Langholti 18 á
Akureyri eftir
hetjulega baráttu
við krabbamein.
Foreldrar Sig-
urlínu eru Kristján
Valdimar Hann-
esson frá Bárufelli í Gler-
árþorpi, f. 12. maí 1935, d. 3. jan-
úar 2022, og Geirlaug
Sigurjónsdóttir frá Ási í Gler-
árþorpi, f. 8. september 1938.
Systkini Sigurlínu eru María
Helga, f. 29. mars 1963, Hannes
Sigmar Páll, f. 22. apríl 1992,
sambýliskona hans er Nadía Rut
Reynisdóttir, f. 11. ágúst 1990 og
eiga þau saman dótturina Heið-
rós Hörpu, f. 16. nóvember 2019.
2) Sylvía Ösp, f. 12. ágúst 1998.
3) Júlíus Geir, f. 7. janúar 2005.
Sigurlína gekk í Glerárskóla á
Akureyri og lék hand- og fót-
bolta með íþróttafélaginu Þór.
Hún vann fyrstu ár starfsævi
sinnar aðallega við fiskvinnslu
og fór m.a. á vertíð á Höfn þar
sem hún kynntist Jóni Sigmari
árið 1989. Eftir að Sigurlína
flutti á Borgarfjörð eystri starf-
aði hún við verslunarstörf, fyrst
hjá Álfasteini en síðar um langt
skeið sem verslunarstjóri hjá
KHB og síðar Samkaup. Ásamt
eiginmanni sínum starfaði Sig-
urlína jafnframt við almenn
sveitastörf á sauðfjárbúi þeirra
á Desjarmýri.
Útför Sigurlínu verður gerð
frá Bakkagerðiskirkju í dag, 14.
janúar 2022, klukkan 14.
Indriði, f. 17. sept-
ember 1964, Sig-
urbjörn, f. 13. mars
1967, og Kristján, f.
12. febrúar 1979.
Eftirlifandi eig-
inmaður Sigurlínu
er Jón Sigmar Sig-
marsson, bóndi og
sjómaður á Desjar-
mýri, Borgarfirði
eystri, f. 1. apríl
1971. Foreldrar
Jóns eru Sigmar Jóhann Ingv-
arsson frá Desjarmýri, f. 19. júlí
1927, d. 1. apríl 2015 og Sesselja
H. Jónsdóttir, f. 4. nóvember
1936 frá Gunnhildargerði í Hró-
arstungu.
Börn Sigurlínu og Jóns eru: 1)
Kveðja til dóttur sem lést langt
fyrir aldur fram þann 4. janúar
umkringd sínum nánustu, mér er
næstum orða vant en ég veit að
hún hefur fengið faðmlag frá
pabba sínum sem kvaddi daginn
áður. Og nú eru þau laus við þá
daglegu verki sem hrjáðu þau.
Þessi yndislega dóttir mín er sú
eina sem bjó í fjarlægð en það leið
ekki sá dagur sem hún hringdi
ekki til að vita hvernig við hefðum
það og aðrir í kring. Ég vil þakka
fyrir þá umönnun sem Lína mín
fékk frá englunum í heimahlynn-
ingu meðan hún dvaldi heima hjá
mér. Mikill er missir Jóns Sig-
mars tengdasonar, barna þeirra
og sonardóttur. Guð styðji þau og
styrki.
Mamma.
Elsku Lína.
Það er mín mesta lukka í lífinu
að hafa slysast til að flytja á Egils-
staði og kynnst Sigmari þínum ár-
ið 2007, meðal annars af því að það
færði mér ykkur Jón Sigmar og
betri tengdaforeldra er ekki hægt
að velja sér. Ég er ekki viss um að
margir foreldrar hafi mikla trú á
sambandi 16 ára sonar síns við
stelpu úr Reykjavík eftir einn
mánuð saman í Menntaskóla á
Egilsstöðum en þú gerðir allt fyrir
strákinn þinn og reddaðir mér
vinnu hjá þér í Kaupfélaginu á
Borgarfirði sumarið eftir að við
kynntumst svo við gætum verið
saman.
Ég og þú áttum margar góðar
stundir saman í vinnunni milli
þess að vera að fylla fram og
tæma úr póstbílnum og það skipti
engu máli hvað ég var búin að fara
oft í gegnum lagerinn og fylla
fram, þú fannst alltaf eitthvað sem
hægt var að koma í hillurnar
frammi.
Þegar þú fórst í fyrri krabba-
meinsmeðferðina þá varstu oft hjá
okkur Sigmari í Hafnarfirðinum
og ég man hvað við gátum talað
tímunum saman, oft langt fram á
kvöld um allt og ekkert. Ég man
hvað mér fannst gott að tala við
þig af því að þú sagðir alltaf þína
einlægu skoðun, skófst ekkert af
hlutunum en dæmdir aldrei.
Þegar ég varð svo móðir sjálf
varst þú með þeim fyrstu til að
mæta og kíkja á litlu ömmustelp-
una þína og þín aðstoð á þessum
tíma var ómetanleg, þá sérstak-
lega þegar þú sást að ég þurfti að
komast að heiman en var ekki
tilbúin að fara frá barninu því ég
hélt hún myndi gráta allan tím-
ann, þá sagðir þú: „Hún grenjar
þá bara á mig“ og þér fannst það
sko ekkert stórmál. Fyrir þér var
aldrei neitt vesen þegar kom að
Heiðrós, þú naust þess að vera
með okkur sama hvað gekk á og í
vor þegar Heiðrós veiktist þá
stökkst þú í næstu vél til að að-
stoða okkur af því að þú varst ein-
stök hjartahlý kona og gerðir allt
fyrir fólkið þitt.
Það sem mér finnst sárast við
að þurfa að kveðja þig er að ég
veit hverju dóttir mín er að missa
af og sá sársauki nístir inn að
beini. Kvöldið áður en þú fórst
settist ég hjá þér í smástund og ég
hvíslaði að þér að ég myndi passa
upp á Sigmar og Heiðrós fyrir þig
og ég mun standa við það loforð
fram á mína hinstu stund. Ég mun
ala Heiðrós upp í minningu þinni
og ég mun gera mitt allra besta að
veita henni þá hlýju og umhyggju
sem hún hefði fengið hjá þér.
Ég vona að þú sért hamingju-
söm með pabba þínum í sumar-
landinu, laus undan þjáningum
krabbameinsins. Ég elska þig og
mun sakna þín þangað til við hitt-
umst aftur.
Þín tengdadóttir,
Nadía.
Sigurlína Margrét
Kristjánsdóttir
✝
Guðrún Björns-
dóttir fæddist í
Reykjavík 29. júlí
1941. Hún lést á
heimili sínu á Reyni-
mel 22. desember
2021.
Foreldrar Guð-
rúnar voru Sigríður
Hallgrímsdóttir hús-
móðir, frá Málmey í
Skagafirði, f. 1903,
d. 1989, og Björn
Rögnvaldsson byggingameist-
ari, frá Gröf á Höfðaströnd í
Skagafirði, f. 1896, d. 1962.
Björn Þór, f. 30. júlí 1973. Eig-
inkona hans er Guðrún Elsa
Bragadóttir. Barnabarn Guð-
rúnar er Magnús Kolbjörn, f. 23.
október 2009, sonur Björns Þórs
og fyrrverandi eiginkonu hans,
Heiðu Jóhannsdóttur.
Guðrún ólst upp í Norður-
mýri í Reykjavík. Að loknu
gagnfræðaskólanámi dvaldi hún
sumarlangt í Cambridge við
enskunám. Sem ung kona var
Guðrún bankaritari í Iðn-
aðarbankanum. Eftir fæðingu
einkasonarins gerðist hún hús-
móðir, en þegar hann var vax-
inn úr grasi vann Guðrún fram á
eftirlaunaaldur við skrifstofu-
störf á Landsbókasafni Íslands –
Háskólabókasafni.
Útförin fer fram frá Mosfells-
kirkju í dag, 14. janúar 2022,
klukkan 11.
Hálfsystkini
Guðrúnar voru
Margrét Kristín
Björnsdóttir, f.
1924, d. 2015;
Steingrímur Bjarni
Björnsson, f. 1928,
d. 2015; Rögnvald-
ur Björnsson, f.
1928, d. 2009; Sig-
urður Birgir
Björnsson, f. 1934,
d. 1997.
Sonur Guðrúnar og fyrrver-
andi eiginmanns hennar, Vil-
hjálms Guðmundssonar, er
Það er mér ljúft að minnast
hennar Gunnu. Hún var tengda-
móðir dóttur minnar Heiðu og var
mjög kært með þeim alla tíð, þó
svo að þær væru ekki alltaf sam-
mála, enda hafði Gunna sterkar
skoðanir á mönnum og málefnum
– og Heiða líka!
Ég fann skilaboð í símanum
mínum eftir andlát Gunnu þar sem
hún óskar mér til hamingju með
„12 ára gullmolann okkar“, Magn-
ús Kolbjörn, en hann átti tólf ára
afmæli 23. október, örfáum dögum
eftir að Heiða mamma hans
kvaddi þennan heim 18. október
2021, það var sárara en tárum taki.
Ég mun sakna Gunnu og sím-
tala okkar sl. 20 ár, þar sem um-
ræðuefnið var oftar en ekki líf og
störf okkar sameiginlegu fjöl-
skyldu. Það er ótrúlegt að hún
skyldi kveðja svona skyndilega,
því enda þótt skrokkurinn væri
orðinn lélegur þá var kollurinn
100%.
Góða ferð á ókunnar slóðir,
Gunna mín.
Elsku Bjössi og fjölskylda,
hugur minn er hjá ykkur.
Hanna Gunnarsdóttir.
Minning um barnapíu mína og
síðar fylgdarvin inn í lífið og til-
veruna. Það er margs að minnast,
þú varst mér alltaf svo góð,
kenndir mér margt í gegnum
æsku mína og fram eftir aldri leit-
aði ég mikið til þín elsku Gunna
mín. Ég man enn eftir mínum
fyrsta og eina Álfadansi á þrett-
ándabrennu þegar þú fórst með
okkur Axel og ég aðeins fjögurra
ára og þú nýkomin með bílpróf og
sóttir okkur til Hafnarfjarðar á
flotta bílnum hans pabba þíns. Þú
varst nýkomin frá Englandi, fær-
andi gjafir. Ég man enn hvað ég
fékk, bollastell í tösku.
Það eru mörg afmæli og jól
sem þú gladdir mig mikið. Þú
gafst mér fyrstu myndina af Bítl-
unum og fyrstu Bítlaplötuna fékk
ég einnig frá þér á jólunum en því
fylgdi að ekki mætti spila hana á
jólunum og fór ég örugglega eftir
því.
Margar bíóferðir fórst þú með
mig, man ég vel þegar þú keyptir
fyrsta Volkswagen-bílinn þinn og
allar sumarbústaðaferðinar.
Þetta var alltaf svo gaman, þú
varst mér svo góð, mér fannst þú
oft eins og systir enda var þér
treyst fyrir okkur systkinum,
passaðir heimilið og okkur svo
pabbi og mamma gátu farið í
burtu, mikill fjölskylduvinur okk-
ar allra, mamma kunni heldur
betur að velja sér barnapíu!
Óx ég úr grasi en alltaf í sam-
bandi við Gunnu mína þó að ég
hafi flutt úr landi. En það var ann-
að dásamlegt sem sameinaði okk-
ur, við eignuðumst báðar flotta
stráka og tæpum 50 árum seinna
eru þeir vinir.
Mikið er ég búin að sakna þín
elsku Gunna mín, það er erfitt að
sætta sig við sumt sem maður fær
ekki breytt, það er bara stundum
svo erfitt að greina þar á milli og
lífið er ekki alltaf sanngjarnt en
mikið er ég þakklát fyrir að hafa
haft þig í lífi mínu síðan 1956 en
sárastur er síðasti parturinn.
Votta ég Bjössa mínum, Magn-
úsi Kolbirni og Guðrúnu Elsu
mína dýpstu samúð.
Matthildur Skúladóttir
(Matta þín).
Í dag minnumst við vinkonu
okkar, Guðrúnar Björnsdóttur
ætíð kölluð Gunna, sem við höfum
þekkt frá árinu 1959, þegar við
unnum saman hjá Pósthúsinu í
Reykjavík. Þá barst í tal að hún
hefði verið í Cambridge á Eng-
landi og var á leið þangað aftur.
Úr varð að ég, Sigtryggur, varð
samferða henni með Gullfossi til
Leith og þaðan með lestum til
Cambridge.
Á þessum tíma fór margt ungt
fólk í enskunám. Jafnframt námi
hittust Íslendingarnir á alþjóða-
klúbbi fyrir erlenda námsmenn,
þar sem hægt var að spjalla, tefla,
læra og eiga saman notanlegar
stundir. Einnig fóru Íslending-
arnir oft á dansstaðinn Dorothy,
ásamt öðrum námsmönnum og
heimamönnum. Þeir stunduðu
líka kaffistaðinn Kenya Coffee
House. Þessi hópur hefur síðan
haldið saman og átt góðar stundir
í sælureit Gunnu í sumarbústaðn-
um hennar í Helgadal í Mosfells-
sveit og á heimilum okkar. Segja
má að Gunna hafi alltaf verið með
myndavél á lofti og því sannkall-
aður hirðljósmyndari hópsins.
Vilhjálmur var í verkfræðinámi
í Karlsruhe og Gunna að vinna
þar í banka, þá heimsóttum við
þau hjónin. Dvöldum þar í góðu
yfirlæti í nokkra daga og nutum
leiðsagnar þeirra um borgina og
nágrenni.
Guðrún og Vilhjálmur byggðu
hús í Seljahverfinu eins og við.
Þau fluttust þangað með son sinn,
Björn, sem var þeirra gleðigjafi í
lífinu. Síðar varð sonur Björns,
Kolbjörn Magnús, mesti ham-
ingjuvaldur í lífi Gunnu og einnig
þótti henni afar vænt um Heiðu
móður hans, sem nú er nýlátin.
Hin síðari ár hittumst við
sjaldnar, en litum inn til Gunnu við
og við. Alltaf sýndi hún okkur vin-
arhug, en mest töluðum við saman
í síma. Guðrún átti úrval bóka og
gat spjallað um bækur af ánægju
og gaf manni hlutdeild í þeim.
Síðasta símtalið var rétt fyrir
andlátið. Þá var hún hin kátasta,
sýndi okkur alúð og er gott að
minnast hennar þannig.
Við vottum Birni og fjölskyldu
samúð.
Sigtryggur Rósmar og
Þorbjörg.
Guðrún
Björnsdóttir
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
fráfall okkar ástkæru
GUÐNÝJAR ÞÓRARINSDÓTTUR
og
ÓSKARS SIGURFINNSSONAR
frá Meðalheimi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á HSN Blönduósi fyrir
einstaka umönnun og velvilja.
Þóranna Björg Óskarsdóttir Þorsteinn Björnsson
Hólmfríður Sigrún Óskarsd. Vignir Björnsson
Þorleifur Helgi Óskarsson Þórey Guðmundsdóttir
Júlíus Árni Óskarsson Dýrfinna Vídalín Kristjánsd.
barnabörn og barnabarnabörn