Morgunblaðið - 14.01.2022, Síða 25

Morgunblaðið - 14.01.2022, Síða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2022 110 stærsta hlutverkið sem ég hef fengist við. Mér þykir rosa vænt um þessa sögu og að hafa unnið með Kristínu. Þetta var rosalega dýrmæt reynsla.“ Á síðasta ári kom einnig út sjón- varpsserían Ófærð 3 þar sem Snæ- fríður lék persónuna Hrönn. Helstu áhugamál Snæfríðar eru leiklist, söngur, dans, kvikmyndir og tónlist. „Áhugamál mín liggja í því sem ég vinn við og er heppin með það.“ Snæfríður ætlar ekki að láta Covid-faraldurinn trufla afmælið, en hún hefur alltaf haldið upp á það. „Það var tíu manna samkomubann á síðasta ári þegar ég átti afmæli svo ég var með tíu manna veislu fyrir vin- konur mínar. En núna ætla ég að halda afmælisveislu í tveimur hlut- um, fyrst 20 manna veislu fyrir fjöl- skylduna og svo aðra veislu fyrir 20 vini mína. Mér hefði fundist glatað ef ég hefði ekki haldið veislu á 30 ára afmælinu.“ Fjölskylda Maki Snæfríðar er Högni Egilsson, f. 3.10. 1985, tónlistarmaður, söngvari og tónskáld. Foreldrar Högna eru Erna Guðrún Árnadóttir, f. 8.1. 1948, íslenskufræðingur og var sérfræð- ingur í íslenskum fræðum við mennta- málaráðuneytið, býr í Reykjavík, og Egill Benedikt Hreinsson, f. 30.6. 1947, verkfræðiprófessor og píanó- leikari, býr í Reyjavík. Þau voru gift. Systkini Snæfríðar eru Áslákur, f. 22.11. 1990, óperusöngvari, býr í Ant- werpen í Belgíu; Sigurður, f. 15.4. 1998, leiklistarnemi, býr í Vestur- bænum í Reykjavík; Hringur, f. 5.9. 1999, kvikmyndanemi, býr í Dan- mörku. Foreldrar Snæfríðar eru hjónin Ingvar E. Sigurðsson, f. 22.11. 1963, leikari, og Edda Arnljótsdóttir, f. 22.11. 1964, leikkona. Þau búa í Reykjavík. Snæfríður Ingvarsdóttir Soffía Hólmfríður Sigfinnsdóttir húsfreyja í Stykkishólmi og Reykjavík Sigurður Skúlason skipstjóri og verslunarmaður í Stykkishólmi, síðar kaupmaður í Reykjavík Lovísa Sigurðardóttir kennari í Reykjavík Arnljótur Björnsson lögfræðingur, prófessor og hæstaréttardómari í Reykjavík Edda Arnljótsdóttir leikkona í Reykjavík Þórdís Ófeigsdóttir húsfreyja í Reykjavík Björn Snæbjörnsson stórkaupmaður í Reykjavík Þorleifur Ásmundsson útvegsbóndi í Naustahvammi í Neskaupstað María Jóna Aradóttir húsfreyja í Naustahvammi Guðbjörg Þorleifsdóttir húsmóðir í Reykjavík og Borgarnesi og verslunareigandi í Rvík Sigurður Ólafsson loftskeytamaður, símvirkjameistari og verslunareigandi í Reykjavík, síðar póst- og símstöðvarstjóri í Borgarnesi, kjörfaðir Sigurðar var Ólafur Jónsson Halldóra Steinunn Bjarnadóttir framreiðslukona í Reykjavík Benedikt Hjartarson bifreiðarstjóri í Reykjavík Ætt Snæfríðar Ingvarsdóttur Ingvar E. Sigurðsson leikari í Reykjavík „HEFURÐU UPPLIFAÐ ÞAÐ AÐ VILJA BREMSA ÞIG AF EN ÁN ÁRANGURS?“ „ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ VERA EKKI AÐ HRINGJA Í MIG Í VINNUNA EFTIR KLUKKAN NÍU.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að deila kodda saman. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann BÍDDU, HVERSU GAMALL VERÐURÐU? FARÐU 43 Á ÉG AÐ KANNA LÍFSMÖRKIN? HVERNIG HEFUR ÞESSI TVEGGJA VIKNA EINANGRUN GENGIÐ? ALLT FRAM TIL ÞESSA HÉLT ÉG AÐ ÉG MYNDI DEYJA ÚR TILBREYTINGARLEYSI OG LEIÐINDUM! EN ÞÁ FÓR GULLI ALTT Í EINU AÐ SYNDA ANDSÆLIS Í BÚRINU SÍNU! EN FRÁBÆRT. BREMSU- VIÐGERÐIR Auðvitað er ort um veiruna. Hall- mundur Kristinsson á Boðn- armiði: Sóttvarnarlög má lina svo leggist veiran á hina. Lýð allan þá langar að sjá langtímaáætlunina. Jón Gissurarson skrifar: „Hér er nú allhvöss suðvestanátt með hríð- aréljum (vindhraði 16 m sek.) Hita- stigið er ein gráða. Stundum verður maður latur við slíkar aðstæður og vill þá helst halda sig inni við. Lík- lega er þó best að fara að hafa sig út til að sinna skepnunum, enda bara hressandi að fara út í hríðina.“ Vinnusaman vart mig tel verkum þó að sinni. Komin eru koldimm él og karlinn situr inni. Hólmfríður Bjartmarsdóttir skrifar boðráðin: Elska guð. Guðstrúin er góð, án vafa gefur samviskunni hlíf. Guð er fínt að eiga að afa ef hann býður framhaldslíf. Að stela. Hvað girnist þú, er gott að fela glopraðu ekki slúðri á blað Enginn maður á að stela sem ekki kann að fela það. Síðan skrifar Hólmfríður „Meiri boðorð“: Þú skalt ekki drýgja hór. Að þú girnist annars maka er allt í lagi, en þó ég tel: Áhættu skal enga taka oft má leyna slíku vel. Þú skalt ekki bera ljúgvitni. Framhjá sönnu er fínt að smjúga felist gróði þessu í. En ósköp fánýtt er að ljúga ef enginn maður trúir því. Jóni Jens Kristjánssyni verður það að yrkisefni að hross og geitur fá úrelt jólatré til afnota. Dreifir huga daga langa dágóð næring fylgir með þegar hross og geitur ganga glöð í kringum jólatréð. Hjálmar Jónsson bætir við: Sjónvarpsfréttum fagna má, fóðrun nýstárlega sé. Rósa gefur garðann á græn og falleg jólatré. Gömul vísa að lokum: Rauður bera manninn má, mun hann vera þungur, eins og þytur er að sjá yfir hraun og klungur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Fyrst er það veiran, síðan boðorðin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.