Morgunblaðið - 14.01.2022, Qupperneq 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2022
_ Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elí-
asson dæmdu í gær sinn fyrsta leik á
Evrópumóti karla í handbolta. Þeir
voru í Kosice í Slóvakíu og dæmdu
þar viðureign Rússa og Litháa, þar
sem Rússar höfðu betur, 29:27. Ser-
gei Kosorotov skoraði níu mörk fyrir
Rússland og Aidenas Malasinskas
fimm fyrir Litháen.
_ Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræð-
ingur og fyrrverandi landsliðsþjálfari
Íslands og þjálfari Essen og Kiel í
Þýskalandi, er á sínu sjötta Evrópu-
móti karla í röð. Hans hlutverk er að
styðja við bak dómaranna og byggja
upp andlegu hliðina hjá þeim á
mótinu.
_ Alfreð Gíslason og hans menn í
þýska landsliðinu leika sinn fyrsta
leik á EM í handbolta í dag. Þeir eru í
Bratislava í Slóvakíu og mæta þar
Hvíta-Rússlandi í fyrstu umferðinni
en Austurríki og Pólland eru með
þeim í D-riðli mótsins.
_ Valsmenn tilkynntu í gær að hand-
boltamaðurinn Róbert Aron Hostert
hefði framlengt samning sinn við fé-
lagið til ársins 2024. Róbert, sem er
þrítugur, hefur leikið með Val frá
2018 en lék áður með ÍBV, Mors-Thy í
Danmörku og Fram.
_ Fram og Afturelding áttu að mæt-
ast í úrvalsdeild kvenna í handbolta í
kvöld. Í gær var ákveðið að fresta
leiknum eftir að smit kom upp í leik-
mannahópi Aftureldingar og leik-
menn fóru í sóttkví.
_ Knattspyrnumaðurinn Máni Aust-
mann Hilmarsson er kominn til liðs
við FH frá Leikni í Reykjavík þar sem
hann hefur spilað síðustu tvö ár.
Máni er 23 ára kantmaður sem hefur
einnig leikið með HK, ÍR og Stjörn-
unni.
_ Enska knattspyrnufélagið Aston
Villa gekk í gær frá kaupum á
franska landsliðsbakverðinum Lucas
Digne frá Everton fyrir 25 milljónir
punda. Digne sagði eftir undirritunina
að hann hefði valið Villa fram yfir
önnur lið í deildinni sem vildu fá
hann vegna Stevens Gerrards knatt-
spyrnustjóra Villa sem hefði haft
mikil áhrif á sig þegar þeir ræddu
málin. Newcastle keypti nýsjálenska
framherjann Chris Wood af Burnley
fyrir sömu upphæð.
Eitt
ogannað
Aldís Kara Bergsdóttir keppti í gær
fyrst Íslendinga á Evrópumeist-
aramóti fullorðinna í listhlaupi á
skautum en Evrópumótið 2022
stendur nú yfir í Tondiraba-
skautahöllinni í Tallinn í Eistlandi.
Aldís Kara fékk 42,23 stig í stutta
prógramminu sem var á dagskrá í
gær og var nálægt sínu besta þrátt
fyrir eitt fall og hafnaði í 34. sæti af
36 keppendum en 24 bestu halda
áfram keppni.
Aldís Kara hefur því lokið keppni
í Tallinn en mótið heldur þar áfram
næstu daga.
Aldís keppti fyrst
allra á EM
Ljósmynd/Skautasamband Íslands
Frumherji Aldís Kara Bergsdóttir
keppti á EM í Tallinn í gær.
Knattspyrnumaðurinn Finnur
Tómas Pálmason hefur skrifað
undir fjögurra ára samning við KR-
inga en hann fékk sig á dögunum
lausan undan samningi við Norr-
köping í Svíþjóð. Finnur, sem er tví-
tugur miðvörður, fór frá KR til
Norrköping í árslok 2020 en kom
aftur sem lánsmaður síðasta sumar
og spilaði aldrei með aðalliði
sænska félagsins. Hann lék sinn
fyrsta A-landsleik gegn Úganda í
fyrradag og hefur spilað níu leiki
með 21-árs landsliðinu, m.a. í loka-
keppni EM á síðasta ári.
Finnur samdi til
fjögurra ára
Ljósmynd/Guðmundur Bjarki
Heima Finnur Tómas Pálmason er
aftur orðinn KR-ingur.
Í BÚDAPEST
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Karlalandslið Portúgals í hand-
knattleik tók fram úr karlalandsliði
Íslands á síðustu árum. Portúgal hef-
ur náð lengra á síðustu stórmótum en
getumunurinn á liðunum hefur þó
verið lítill. Á EM í Ungverjalandi og
Slóvakíu, sem hófst í gærkvöldi, mun
Ísland vonandi taka fram úr Portúgal
í íþróttinni á ný. Liðin mætast í Búda-
pest í B-riðli keppninnar í kvöld og er
þetta annað árið í röð sem Portúgal
er fyrsti andstæðingur Íslands á stór-
móti.
Portúgal komst ekki í lokakeppni
stórmótanna frá árinu 2007 til 2019.
Liðið var á EM 2006 en ekki aftur
fyrr en á EM 2020. Liðið er nú á
fjórða stórmótinu í röð og hefur nán-
ast stimplað sig inn á meðal átta
bestu liðanna. Portúgal var til dæmis
á Ólympíuleikunum í fyrra og hafnaði
í 9. sæti. Engar Evrópuþjóðir ná inn á
Ólympíuleikana í handknattleik nema
þær séu með hörkulið. Það þekkjum
við Íslendingar. Portúgal hafnaði í 10.
sæti á HM í fyrra og í 6. sæti á EM í
Svíþjóð fyrir tveimur árum.
Ísland hafnaði þá í 11. sæti en vann
hins vegar Portúgal 28:25. Portúgal
vann hins vegar þegar þjóðirnar
mættust í fyrsta leik á HM í fyrra
25:23. Í janúar í fyrra mættust liðin
einnig í undankeppni EM og unnu
sitt hvorn leikinn. Portúgal vann í
Portúgal og Ísland vann á Ásvöllum.
Margir í Meistaradeildinni
Ein af ástæðum þess að Portúgal
náði að búa til öflugt landslið eftir
mögur ár er sú að fram kom sterk
kynslóð í yngri landsliðunum. Þeir
leikmenn skiluðu sér upp í A-
landsliðið og fengu samninga hjá
sterkum félagsliðum. Hljómar kunn-
uglega, ekki satt?
Önnur ástæða fyrir velgengni
portúgalska landsliðsins er sú að leik-
menn liðsins leika margir í Meist-
aradeildinni. Porto er í Meistaradeild-
inni og hafa margir landsliðsmenn
leikið með liðinu. Í Meistaradeildinni
eru ekki nema sextán lið og lið Porto
er því sterkt. Portúgölsku hand-
boltamennirnir eru því vanir að spila
á móti bestu leikmönnum Evrópu og
samæfing í félagsliði skilar sér hjá
landsliðinu. Einnig eru leikmenn í
hópnum hjá Portúgal sem leika með
öflugum liðum eins og Montpellier,
Pick Szeged og Nantes.
Öfluga leikmenn vantar
Skakkaföll eru hins vegar í portú-
galska liðinu. Línumaðurinn Luis
Frade er ekki með. Hann leikur með
Barcelona og ljóst má vera að það
munar um mann sem leikur með
Barcelona. André Gomes er öflugur
leikmaður sem er hjá Íslendingaliðinu
Melsungen og hann er ekki heldur
með. Hann hefur oft leikið vel gegn
Íslandi. Diogo Silva, leikmaður Porto,
Alexis Borges og Belone Moreira,
leikmenn Benfica, Pedro Portela frá
Nantes og Joe Ferraz frá Suhr Aarau
eru einnig allir fjarverandi í liði
Portúgals.
Markvörðurinn Alfredo Quintana
lék megnið af leikjunum gegn Íslandi
í fyrra og árið þar áður. Hann er far-
inn og kemur ekki aftur. Quintana
lést í fyrra eftir að hafa fengið hjarta-
stopp, aðeins 32 ára að aldri. Eftir
andlátið hefur Portúgal leikið á einu
stórmóti, þ.e. Ólympíuleikunum í
Tókýó.
Gott tækifæri
Manni virðist því sem Íslendingar
eigi nú gott tækifæri til að vinna
Portúgal og byrja mótið vel. Ein-
hver áhrif hlýtur það að hafa á
portúgalska liðið þegar svo miklar
breytingar verða á leikmannahópn-
um. Ekki síst í fyrsta leik þegar
menn eru að átta sig.
Það hefur hins vegar ekki hentað
íslenska liðinu neitt sérstaklega vel
að spila á móti því portúgalska.
Leikstíllinn hefur stundum verið
áþekkur þeim spænska. Portúgal
hefur verið með marga líkamlega
sterka leikmenn og það tekur á að
glíma við þá. Guðmundur Þ. Guð-
mundsson landsliðsþjálfari er búinn
að skoða vel leikina þrjá gegn
Portúgal í fyrra. Hann mun líklega
reyna einhverjar aðrar leiðir á
morgun til að hafa betur gegn
Portúgal.
Vörnin þarf að halda
Það eru gömul sannindi og ný að
spila þarf öfluga vörn til að hægt sé
að ná árangri. Það hjálpar mark-
vörðunum þegar andstæðingurinn
er þvingaður í skot úr erfiðum fær-
um eða í skot þegar dómararnir eru
farnir að gefa merki um leiktöf.
Vörnin þarf því að vera í lagi hjá ís-
lenska liðinu ef það ætlar að komast
aftur í hóp tíu bestu liðanna.
Persónulega fannst mér vörnin
ekki vera nægilega góð á EM í Sví-
þjóð árið 2020. En það var reyndar
misjafnt eftir andstæðingum. Mér
fannst hins vegar vörnin vera tölu-
vert öflugri á HM í fyrra heldur en á
EM fyrir tveimur árum. Þótt Ísland
hafi hafnað í 20. sæti þá voru menn á
réttri leið í vörninni. Arnar Freyr
Arnarsson, Ýmir Örn Gíslason, El-
liði Snær Viðarsson og Elvar Örn
Jónsson hafa nú tekist á við verk-
efnið oftar en einu sinni. Þeir ná
vafalítið betri tökum á varnar-
leiknum með hverju mótinu.
Daníel Þór Ingason kom inn í
hópinn sem varamaður fyrir Svein
Jóhannsson sem meiddist. Daníel
leikur í efstu deild í Þýskalandi og
hefur fengið heilmikið hlutverk í
vörn Balingen. Sýnir þetta hve mikil
breiddin er orðin í íslenska landslið-
inu þegar við eigum leikmenn í
Bundesligunni til vara.
Leikstíll Portúgals hefur
ekki hentað Íslandi vel
- Portúgal komst hratt í hóp bestu liðanna - Nú er tækifæri til að vinna
AFP
Nautsterkur Línumaðurinn Victor Iturizza sloppinn úr gæslunni í leik þjóðanna á HM í fyrra. Ýmir Örn Gíslason og
Arnar Freyr Arnarsson glíma væntanlega við hann á morgun en Alexanders Peterssonar nýtur ekki við.
Gustavo Capdeville, Benfica, markvörður, 24 landsleikir
Manuel Gaspar, Sporting, markvörður, 9 landsleikir
Diogo Branquinho, Porto, hornamaður, 66 landsleikir
Leonel Fernandes, Porto, hornamaður, 13 landsleikir
Alexandre Cavalcanti, Nantes (Frakklandi), skytta, 53 landsleikir
Fábio Magalhaes, Porto, skytta, 160 landsleikir
Gilberto Duarte, Montpellier (Frakklandi), skytta, 107 landsleikir
Salvador Salvador, Sporting, skytta. 4 landsleikir
Daymaro Salina, Porto, línumaður, 65 landsleikir
Tiago Rocha, Nancy (Frakklandi), línumaður, 140 landsleikir
Victor Iturriza, Porto, línumaður, 22 landsleikir
Martim Costa, Sporting, miðjumaður, nýliði
Miguel Martins, Szeged (Ungverjalandi), miðjumaður, 67 landsleikir
Rui Silva, Porto, miðjumaður, 104 landsleikir
Angel Hernandez, Kuwait SC (Kúveit), skytta, 3 landsleikir
Daniel Vieira, Avanca, skytta, nýliði
Antonio Areia, Porto, hornamaður, 66 landsleikir
Miguel Alves, Porto, hornamaður, 3 landsleikir
Hópur Portúgals á EM 2022
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Subway-deildin:
TM-hellirinn: ÍR – Vestri .................... 18.15
Origo-höll: Valur – Tindastóll.............. 20.15
1. deild karla:
Hveragerði: Hamar – ÍA ..................... 19.15
KNATTSPYRNA
Faxaflóamót kvenna:
Samsung-völlur: Stjarnan – Þór/KA .. 18.30
Fótbolti.net mót karla:
Domusnovav.: Leiknir R. – Breiðablik.... 18
Í KVÖLD!