Morgunblaðið - 14.01.2022, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 14.01.2022, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2022 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Einleikur danska leikskáldsins Peters Asmussens, Það sem er, í flutningi leikkonunnar Maríu Ell- ingsen, verður frumsýndur á sunnu- daginn, 16. janúar, í Tjarnarbíói í þýðingu Auðar Jónsdóttur og leik- stjórn Ólafs Egils Egilssonar. Hefur verkið hlotið fjölda verðlauna og seg- ir frá elskendum sem Berlínarmúr- inn skilur að árið 1987. Eiga elskend- urnir í leynilegu og lífshættulegu ástarsambandi, eins og því er lýst í tilkynningu frá leikhúsinu, og þrá þeir, sakna, örvænta og bíða. „En hver eru þau í raun og veru? Og hvað gerist þegar múrinn á milli þeirra fellur?“ er spurt. María átti frumkvæðið að upp- færslunni og fékk góðan hóp til liðs við sig en auk fyrrnefndra koma að sýningunni Melkorka Gunborg Briansdóttir sem aðstoðarleikstjóri, Anna Kolfinna Kuran sér um sviðs- hreyfingar, Filippía Elísdóttir sér um búninga, Snorri Freyr Hilmars- son um leikmynd, Björn Bergsteinn um lýsingu og Ólafur Björn Ólafsson um tónlist. Þá eru gervi í höndum Erlu Sveinbjarnardóttur og tækni- maður er Stefán Ingvar Vigfússon. Einn sá allra fremsti María segist hafa kynnst verkum Asmussens fyrst þegar hún leiklas verk eftir hann í Norrænu leik- skáldalestinni. „Það var verk sem heitir Enginn hittir einhvern og ég var að leiklesa nokkur verk en tengdi alveg sérstaklega við þetta verk,“ segir María. Leikstjóri að frum- uppfærslunni hafi verið í salnum, Simon Boberger, og tekið eftir því hversu vel María tengdi við verkið. Hann stakk upp á því að þau settu verkið upp á Íslandi sem þau gerðu árið 2016 og sýndu í Norræna húsinu en Björn Ingi Hilmarsson lék með Maríu í því. María segir Asmussen hafa verið einn allra fremsta höfund Danmerk- ur og verðlaunaskáld mikið. Hann hafi m.a. skrifað handritið að kvik- myndinni Breaking the Waves með Lars von Trier. Asmussen lést árið 2016, skömmu eftir að sýningar hóf- ust á Enginn hittir einhvern í Nor- ræna húsinu og skildi eftir sig mik- inn fjölda fjölbreytilegra verka, t.d. leikrit, smásögur og kvikmynda- handrit. Bréfum smyglað milli landa Verkið sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói á sunnudag heitir á frummálinu Det Der eR og var upp- runalega bók eftir Asmussen, að sögn Maríu. „Í formálanum að bók- inni býr höfundurinn til lygasögu um að hann hafi fundið bunka af bréfum í skúffu hjá frænda sínum þegar frændinn dó, í möppu sem á stóð DDR, s.s. Deutsche Demokratische Republik, en á milli stafanna hafi verið búið að krassa „det der er“, búa það til úr stöfunum. Þannig að þetta er orðaleikur og þegar maður sér titilinn á dönsku er DDR stórt og inn á milli et, er og e,“ útskýrir María. Bréfin umræddu voru skrifuð af austurþýskri konu sem er gift, tveggja barna móðir á tímum kalda stríðsins, þegar Berlínarmúrinn stendur enn, á árunum 1987-9. Hún kynnist dönskum manni þegar hún fer sem túlkur til Danmerkur á veg- um Þýska alþýðulýðveldisins og verður ástfangin af honum. Þau eiga í ástarsambandi sem heldur svo áfram í formi bréfa sem smyglað er milli landanna, að sögn Maríu. María segir konuna fara yfir bréf sín til ástmannsins tuttugu árum síð- ar og draga upp mynd af sínum hversdegi, sinni skrítnu tilveru í Austur-Þýskalandi. Að vera inni- múraður Evrópubúi, sem hljóti að vera mjög sérstakt. „Við þekkjum þetta kannski frá Palestínu, að fólk sé innimúrað einhvers staðar,“ bend- ir María á. Skrítinn heimur En hvað hefur reynt hvað mest á leikkonuna í þessum einleik? „Eitt er að setja sig inn í þennan hugarheim, þennan veruleika og kringumstæður, það er þó nokkuð fyrir frjálsan Íslendinga að gera það en það hefur kannski hjálpað að við erum allt í einu í heimi sem er skrít- inn og innimúraður, höft og alls kon- ar sveiflur þar sem stjórnvöld þurfa að taka ákvarðanir og stýra þegn- unum í ákveðnar áttir,“ svarar María. „Svo er Peter náttúrlega að nota þetta líka til að draga upp mynd af manneskjunni. Hvar eru þessir múrar? Eru þeir inni í sjálfum þér? Eins og einhver sagði: Kleppur er víða,“ segir María kímin. María segir Asmussen spyrja spurninga á borð við hvað sé raun- veruleiki og hvað sé hið raunveru- lega líf. „Ertu að horfast í augu við lífið þitt og ertu viðstaddur í lífi þínu? Hún veltir því mikið fyrir sér því þegar hún fer að skrifa finnst henni hún allt í einu sjá líf sitt og veltir fyrir sér af hverju hún hafi ekki séð það áður en hún fór að skrifa,“ segir María. Heljarinnar mál – Er ekki tvöfalt álag fyrir leikara að vera í einleik? Nú er enginn á sviðinu með þér og enginn stuðn- ingur frá öðrum leikara. „Ég hélt einmitt að þetta væri bara frekar einfalt og létt, ein mann- eskja að segja sögu, en þetta er helj- arinnar mál því þú þarft að halda uppi öllu ferðalaginu og öllu flæðinu,“ svarar María. Hún þurfi að halda uppi orkunni allan tímann. – Er þetta fyrsti einleikurinn sem þú leikur í? „Já, ég hef aldrei gert þetta áður og það var aðallega vegna þess að ég var svo hrædd um að þetta yrði ein- manalegt og leiðinlegt sem það er síðan alls ekki því maður er að spila tennis við leikstjórann og þýðand- ann,“ svarar María og segir að þýð- andanum, Auði, hafi tekist vel að fanga hnitmiðaðan stíl höfundarins. Ólafur Egill Egilsson leikstýrir og segir María að hann hafi mjög góða tilfinningu fyrir texta og sé auk þess með stórt hjarta fyrir mennskunni. „Mér finnst hann hafa sýnt það í þeim sýningum sem hann er að gera að hann getur umfaðmað manninn í öllum sínum breyskleika og baráttu, þrátt fyrir ungan aldur,“ segir María um Ólaf. María segir verkið tala inn í sam- tímann með sínum höftum, múrum og ógn við lýðræðið, til dæmis í Bandaríkjunum. „Það minnir okkur á að lýðræðið er brothætt, að það er ekkert sjálfsagt,“ bendir María á. Hún segir að lokum dýrmætt að geta boðið upp á leikhús nú á tímum far- aldurs. Þegar umfangsmiklu leik- sýningarnar þurfi að bíða sé gott að geta sótt þær sem litlar eru í sniðum, líkt og Það sem er. Frekari upplýsingar má finna á vef Tjarnarbíós, tjarnarbio.is. Mynd af manneskjunni - María Ellingsen flytur einleik Peters Asmussens, Það sem er - Saga elskenda sem Berlínarmúr- inn skildi að - Talar inn í samtímann með sínum höftum, múrum og ógn við lýðræðið, segir María Ljósmynd/Cristopher Lund Áskorun „Ég hélt einmitt að þetta væri bara frekar einfalt og létt, ein manneskja að segja sögu, en þetta er heljarinnar mál því þú þarft að halda uppi öllu ferðalaginu og öllu flæðinu,“ segir María Ellingsen um áskorunina sem felst í því að leika í einleik. Hér sést hún æfa einleikinn Það sem er. Hjördís Eyþórs- dóttir opnaði í gær sýningu sína Silfurbúrið í Gallery Porti og er hún hluti af Ljósmynda- hátíð Íslands. Silfurbúrið er í raun eitt verk og „óður til þorpsins þar sem ekkert gerist en allir hlutir hafa orðið til og tekst á við upphafið sem endalokin óhjákvæmilega hafa í för með sér“, eins og því er lýst. Er það sagt leiðangur um síðustu klukku- stundir myrkursins, sólarupprás þar sem rómantísk mynd þorpsins brotni hægt niður í auðn, óveður og einveru. Silfurbúrið verður í Gallery Porti til 20. janúar. Óður til þorps þar sem ekkert gerist Úr Silfurbúrinu Reykjavíkurborg og Miðstöð hönn- unar og arkitektúrs stóðu fyrir sam- keppni um ljóslistaverk á Vetrar- hátíð 2022 og varð fyrir valinu „Ofbirta“ eftir hönnuðinn og mynd- listarkonuna Mörtu Sigríði Róberts- dóttur. Verkinu verður varpað á turn Hallgrímskirkju á hátíðinni sem haldin verður 3.-6. febrúar. Í verkum sínum leitast Marta við að kanna og endurskapa rými með hjálp stafrænnar tækni, og yfirstíga þannig efnislegar takmarkanir raun- veruleikans, segir í tilkynningu. Um verðlaunaverkið skrifar Marta meðal annars: „Í rúman mán- uð yfir jól og áramót mótmæla Íslendingar skammdeginu með skreytingu húsa og umhverfis. Ljósadýrðin gleður en það sem gleð- ur jafnvel meira er frumleikinn sem er falinn í skreytingargleðinni, og hugleiðingar um persónugerðir ein- staklinga með val á litum á jólaserí- um og skrauti. Fyrir annars hlé- dræga þjóð er þessi tími sköpunar og metnaðar magnaður. Ljós í görð- um verða að sínum eigin listaverkum þegar þau blandast íslensku veðrátt- unni, feykjast til, speglast í hvítum snjó og leysast upp þegar augun eru pírð til að verjast vindinum á leið til vinnu dimma morgna. Verkið „Ofbirta“ reynir eftir bestu getu að fanga þessa árstíðar- bundnu stemningu þegar hvers- dagsleikinn verður að listaverki.“ Verkið er samansett úr fimm mis- munandi myndbrotum sem öll eru í kringum mínútu í senn og eru þau búin til í þrívíddarforriti þar sem ljósbrotum er stjórnað með tilvilj- unarkenndum hreyfingum, svo að útkoman, rétt eins og í raunveruleik- anum, verði aldrei fullkomlega fyrir- sjáanleg, eins og Marta Sigríður lýs- ir því. Hún útskrifaðist sem innanhússarkitekt frá Konunglega listaháskólanum í Haag og hefur unnið við sýningahönnun, módel- smíði og gerð vídeóverka í Hollandi og á Íslandi auk þess að stýra rann- sóknarverkefni um breytta vinnu- aðstöðu vegna heimsfaraldursins. Litríkt Kynningarmynd með tilkynningu um sigurverkið, „Ofbirtu“. Verk Mörtu Sigríðar varð fyrir valinu - „Ofbirta“ mun prýða turn Hallgrímskirkju á Vetrarhátíð í byrjun febrúar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.