Morgunblaðið - 14.01.2022, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 14.01.2022, Qupperneq 32
TAK- MARKAÐ MAGN FYRSTIR KOMA, FYRSTIR FÁ H Ó TE LV Ö R U R ·D ÝN U R ·S K IP TI D ÝN U R ·R Ú M ·S ÝN IS H O R N ·S Ó FA R H Ö FU Ð G A FL A R ·S M Á B O R Ð ·H Æ G IN D A ST Ó LA R & FL EI R A ! Allt fyrir góðan svefn og betri heilsu Frönsk þýðing á Fjarvera þín er myrkur, skáldsögu Jóns Kalmans Stefáns- sonar, hlaut í vikunni þýðingarverðlaun France Inter – Le Point sem best þýdda skáldsagan árið 2022. Bókin kom út hér á landi árið 2020 og kom nýverið út í Frakklandi í þýðingu Erics Bourys með titlinum Ton ab- sence n’est que tén- ébres. Jón hefur verið önnum kafinn við að kynna bókina í bókabúð- um í Frakklandi og var gestur í sjónvarpsþættinum La Grand Librairie í síð- ustu viku og einnig í útvarpsþættinum L’heure bleue. Þá tók hann þátt í pallborðsumræðum í Maison de la Poésie. Verðlaunin fyrrnefndu eru nú veitt í fyrsta sinn. Fjarvera þín er myrkur verðlaunuð sem besta þýdda skáldsagan FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 14. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Lærisveinar Erlings Richardssonar í hollenska landslið- inu komu gríðarlega á óvart og unnu glæsilegan en jafnframt verðskuldaðan 31:28-sigur á heimamönnum í Ungverjalandi í B-riðli Íslands á EM karla í handbolta í gærkvöldi. Ungverjaland komst aldrei yfir í leiknum en náði þó að jafna í 28:28 þegar skammt var eftir. Þá skoruðu Hollendingar þrjú síðustu mörkin og fögnuðu fræknum sigri. Þá byrjuðu Svíþjóð, Noregur og Danmörk öll á stór- sigri og ríkjandi meistarar Spánar fögnuðu sigri. »26 Stórkostleg byrjun Erlings á EM ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Páll Ólafsson og Sigurður Valur Sveinsson, fyrrverandi landsliðs- menn í handbolta, sprungu út með liði Þróttar 1979 til 1982 og héldu út í atvinnumennsku í kjölfarið. „Árangur Þróttar á þessum tíma kom okkur Palla á kortið, við fór- um að hugsa og æfa eins og menn,“ segir Siggi, sem var Reykjavíkur- meistari með Þrótti 1976, þá 17 ára. Þróttarar fögnuðu hápunkti fé- lagsins í handboltanum fyrir um 40 árum, þegar þeir urðu bikarmeist- arar í fyrsta og eina sinn í meist- araflokki karla 1981, og komust síð- an í undanúrslit í Evrópukeppni bikarhafa tæplega ári síðar. Auk þess urðu þeir í öðru sæti á Ís- landsmótinu 1980-81, eftir að hafa komið upp úr 2. deild árið áður, og Siggi varð markakóngur deild- arinnar með 135 mörk í 14 leikjum, sem var met, skoraði m.a. 16 mörk á móti Val í sigurleik, 28:25. „Við æfðum í Vogaskólanum með Óla H.,“ minnir hann á. „Liðið leystist upp eftir Evrópukeppnina og við tók frekar brött brekka niður á við, en óþarfi er að rifja það upp,“ segir Einar Sveinsson, bróðir hans. Ólafur H. Jónsson fór fyrir muln- ingsvél Vals á sínum tíma og eftir nokkur ár í atvinnumennsku tók hann við þjálfun Þróttar í 2. deild 1979 auk þess sem hann spilaði með liðinu. Og árangurinn lét ekki á sér standa. „Þessi ár voru stór- kostleg,“ rifjar Einar upp. „Við elt- um Víkingana, sem höfðu lengi ver- ið óstöðvandi, í deildinni og það var frábært að vinna þá 21:20 í úrslita- leik bikarkeppninnar í kjaftfullri Höllinni, þar sem frábærir stuðn- ingsmenn okkar hvöttu okkur til dáða. Þá er ekki leiðinlegt að minn- ast þess að aðeins Valur hafði náð betri árangri í Evrópukeppni en við, lék til úrslita í Evrópukeppni meistaraliða í mars 1980.“ Herinn stöðvaði Þrótt Þróttarar slógu út norsku bikar- meistarana Kristiansand, hollenska liðið Sittardia Sittard og ítalska lið- ið Tacca Pallamano áður en kom að fjórðungsúrslitunum í apríl 1982, þar sem mótherjarnir voru Dukla Prag frá þáverandi Tékkóslóvakíu. „Við stóðum okkur vonum framar á móti tékkneska hernum, töpuðum með fjórum mörkum heima, 21:17, en komumst svo í 7:0 úti áður en við töpuðum 23:19,“ rifjar Einar upp. „Aðstæður hentuðu okkur ekki vel, leikurinn byrjaði klukkan hálftíu að morgni og höllin var full af hermönnum.“ Tónninn var gefinn í 2. deildinni og bræðurnir voru í sviðsljósinu eftir 27:23-sigur á Þór fyrir norðan laugardaginn 22. mars 1980. Einar segir að eftir leik hafi verið haldið beint í veislu í Ármúlanum í Reykjavík, þar sem Óli H. hafi ver- ið að opna nýja Hummelbúð. Kjart- an L. Pálsson íþróttafréttamaður hafi verið á meðal gesta og spurt sig um úrslit á Akureyri. „Ég sagði honum það. Þá spurði hann hverjir hefðu skorað. „Við bræður skor- uðum 19 mörk og aðrir færri,“ svaraði ég og gekk síðan í burtu. Ég lét ósagt að Siggi bróðir skoraði 18 mörk og ég eitt, en síðan hefur varla liðið sú vika að ég hafi ekki verið minntur á svarið.“ Bikarmeistarar Þróttar 1981 Efri röð frá vinstri: Guðmundur Pálsson, formaður Þróttar, Haukur Þorvaldsson, Árni Svavarsson, Þormóður Jónsson, Haukur Hafsteinsson, Magnús Margeirsson, Sigurður Sveinsson, Ólafur H. Jónsson, fyrirliði og þjálfari, Sveinlaugur Kristjánsson, Jón Viðar Jónsson og Axel Axelsson. Neðri röð frá vinstri: Einar Sveinsson, Gísli Óskarsson, Gunnar Gunnarsson, Sigurður Ragnarsson, Örn Thors og Páll Ólafsson. „Við bræður skoruðum 19“ - Um 40 ár frá hápunkti Þróttar í Reykjavík í handbolta - Bikarmeistarar og í undanúrslitum Evrópumótsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.