Morgunblaðið - 17.01.2022, Side 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2022
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
GOLF OG SKEMMTUN Á EL PLANTIO
WWW.UU.IS HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 GOLF@UU.IS
MEÐ ÁRNA FREYR HALLGRÍMSSYNI
Komdu með í frábæra ferð fyrir golfara á öllu
getustigi og fyrir þá sem langar að læra golf. Boðið
verður upp á kennslu og ótakmarkað golf fyrir alla.
Dvalið verður á hinu sívinsæla íbúðarhóteli El Plantio
en þar er stutt í allar unaðssemdir nágrennisins og
Alicante-borgar aðgengilegar.
Á El Plantio er hægt að finna teigna sem henta öllum
kylfingum og því þarf engum að leiðast á meðan á
ferinni stendur. Auk þess býður Árni Freyr upp á
golfkennslu fyrir farþega ferðarinnar og heldur vel
utan um hópinn á meðan ferðinni stendur.
BEINT FLUG, INNRITUÐ TASKA 20 KG. OG
HANDFARANGUR, GISTING Á EL PLANTIO Í 7 NÆTUR,
FLUTNINGUR Á GOLFSETTI, AKSTUR TIL OG FRÁ
FLUGVELLI, VAL UM MORGUNVERÐ EÐA HÁLFT FÆÐI,
ÍSLENSK FARARSTJÓRN, ÓTAKMARKAÐ GOLF ALLA
DAGA GOLFKENNSLA (3 X 30 MÍN.) OG GOLFBÍLL
INNIFALIÐ Í VERÐI:
8 DAGA FERÐIR
17. - 24. MARS | 24. - 31. MARS
VERÐ FRÁ 199.900 KR.
Á MANN M.V. 4 FULLORÐNA
VERÐ FRÁ 209.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
Árni Freyr
Hallgrímsson
Inga Þóra Pálsdóttir
ingathora@mbl.is
Fleiri fyrsta árs hjúkrunarfræðinem-
ar við Háskóla Íslands komust í
gegnum samkeppnisprófin við deild-
ina en fyrst var gert ráð fyrir. Þetta
var ákveðið af hálfu skólayfirvalda
eftir að þeim barst ákall frá heil-
brigðisráðuneytinu og Landspítalan-
um. Háskólinn á Akureyri á eftir að
ákveða hvort ákallinu verði svarað.
Hinn 4. janúar sendu heilbrigðis-
ráðuneytið og Landspítalinn sameig-
inlegt ákall til hjúkrunarfræðideilda
Háskóla Íslands og Háskólans á Ak-
ureyri. Beðið var um að fleiri hjúkr-
unarfræðinemum yrði hleypt í gegn-
um samkeppnisprófin, sem eru betur
þekkt sem klásus.
Vilja fjölga nemendum
Að sögn Ingu Þórsdóttur, forseta
heilbrigðisvísindsviðs HÍ, átti að
hleypa 122 nemendum í gegn í ár.
Háskólinn ákvað hins vegar að svara
ákallinu og tók inn fimm til viðbótar.
Alls voru það því 127 nemendur og
var þar með öllum sem náðu tilskil-
inni einkunn hleypt í gegn.
HÍ byrjaði með tveggja ára nám til
BS-gráðu í hjúkrunarfræði haustið
2020, sem kallað er hjúkrunarfræði –
önnur háskólagráða. Námið er fyrir
einstaklinga sem hafa lokið öðru há-
skólaprófi en vilja breyta um starfs-
vettvang. Inn í námið eru að hámarki
teknir 20 einstaklingar og þurfa þeir
ekki að þreyta samkeppnispróf.
Inga segir Háskóla Íslands vera
tilbúinn að fjölga hjúkrunarfræði-
nemum, en það séu klínísk pláss, t.d.
á Landspítalanum, sem séu takmark-
andi.
„Við getum fjölgað nemendum
smátt og smátt. Ástæðan fyrir því að
við höfum klásus er sú að það er ekki
pláss í klínísku námi. Landspítalinn
samþykkti nú fleiri pláss og því
ákváðum við að hleypa fleiri nemend-
um inn.“
Taka ákvörðun í dag
Háskólinn á Akureyri hleypti 75
nemendum í gegnum samkeppnis-
prófin í ár. Fjórir aðrir náðu tilskil-
inni einkunn en hafa ekki fengið að
vita hvort þeir munu komast inn.
Ákvörðun í málinu verður tilkynnt í
dag.
Sigríður Sía Jónsdóttir, forseti
heilbrigðisvísindasviðs HA, tekur
undir með Ingu að klínísku plássin
séu vandamál.
,„Klínísku plássin eru flöskuháls-
inn, þau segja til um hversu marga
við getum menntað. Að sjálfsögðu
spilar fjármagn frá ríkinu líka inn í,
bæði varðandi mönnun og aðstöðu.
Einn af lykilþáttum til að geta kennt
fleiri hjúkrunarfræðinemum er fjár-
mögnun og uppbygging færni- og
hermiseturs við Háskólann á Akur-
eyri. Einnig vantar okkur fleiri
stöðugildi kennara. En það er krafa
um að allir lektorar þurfi að hafa
doktorspróf og doktorsnám tekur
mörg ár.“
Sama gildi í báðum skólum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,
háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráð-
herra, segir í samtali við Morgun-
blaðið að hún bindi miklar vonir við
að hjúkrunarfræðinemarnir verði
teknir inn.
„Ég hef átt gott samtal við Háskól-
ann á Akureyri. Að mínu mati er
mjög mikilvægt að verða við þessari
ósk og ég bind miklar vonir við að svo
verði. Það er mikilvægt að það sama
gildi í báðum skólum.“
Jafnframt segir Áslaug að það
verði í áframhaldandi skoðun hjá
henni og Willum Þór Þórssyni heil-
brigðisráðherra hvort fjölga þurfi
nemum í heilbrigðisvísindum enn
frekar.
Taka fleiri inn í hjúkrunarfræðinám
- Heilbrigðisráðuneytið og Landspítalinn sendu ákall til hjúkrunarfræðideilda HÍ og HA- Allir sem
náðu tilskilinni einkunn komast inn í HÍ en óljóst með HA - Háskólamálaráðherra hefur rætt við HA
Landspítalinn
Vinna Hjúkrunarfræðingar eru eftirsóttir starfskraftar, bæði á Landspít-
alanum sem og á heilbrigðisstofnunum og hjúkrunarheimilum.
Fjármála- og efnahagsráðherra
leggur frumvarp um breytingu á
lögum um staðgreiðslu opinberra
gjalda, lögum um tryggingagjald og
lögum um viðspyrnustyrki (frestun
gjalddaga og framlengingu umsókn-
arfrests) fyrir Alþingi á morgun.
Frumvarpið er lagt fram sem
þáttur í stuðningsaðgerðum ríkis-
stjórnarinnar við fyrirtæki sem
hafa sætt tjóni vegna sóttvarna-
aðgerða.
Fresta staðgreiðslu launa
Meðal annars er lagt til að heim-
iluð verði frestun á staðgreiðslu
launa og tryggingagjalds á allt að
tveimur gjalddögum á tímabilinu 1.
janúar til 1. júní 2022. Þeim
greiðslum sem frestað kann að
verða skal skipt á fjóra gjalddaga,
þ.e. 15. september, 17. október, 15.
nóvember og 15. desember, að upp-
fylltum skilyrðum frumvarpsins.
Með því verða nýir gjalddagar og
eindagar þeir sömu en gjalddagi
staðgreiðslu launa og trygginga-
gjalds er að óbreyttum lögum 1.
hvers mánaðar og eindagi 14 dögum
síðar.
Jafnframt er lagt til að umsókn-
arfrestur vegna viðspyrnustyrkja
fyrir nóvembermánuð 2021 verði
framlengdur til 1. mars 2022. Frest-
ur til að sækja um viðspyrnustyrki
rann út 31. desember 2021.
Sveitarfélög fá aðstoð
Frestun á staðgreiðslu launa og
tryggingagjalds hefur þau áhrif að
þær tekjur ríkissjóðs tefjast innan
ársins. Staðgreiðsla launa felur
einnig í sér útsvarsgreiðslur til
sveitarfélaga og mun ríkissjóður
fjármagna þann hluta sem tilheyrir
sveitarfélögum. Þetta hefur í för
með sér aukinn fjármagnskostnað
fyrir ríkissjóð en aukinn viðnáms-
þróttur þeirra fyrirtækja sem nýta
sér úrræðið er einnig til þess fallinn
að auka umsvif og skattgreiðslur
síðar á árinu. Kemur fram að áhrif
á ríkissjóð séu því ekki kunn en í
öllu falli óveruleg.
Í frumvarpinu segir að ætla megi
að heildaráhrif af framlengingu um-
sóknarfrests viðspyrnustyrks vegna
a.m.k. 40% tekjufalls í nóvember
2021 verði ekki meiri en 150 millj.
kr. Talsverð óvissa ríkir þó um mat-
ið þar sem ekki liggur fyrir endan-
legt umfang þeirra viðspyrnu-
styrkja fyrir nóvember sem sótt var
um fyrir 1. janúar 2022. Enn er eft-
ir að afgreiða um 600 umsóknir sem
gætu numið um 550 millj. kr.
Sóttvarnaaðgerðir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, í fjarveru Bjarna Bene-
diktssonar fjármálaráðherra, tilkynnti um frumvarpið á föstudaginn.
Flytja frumvarp
fyrir fyrirtækin
- Aukinn kostnaður fyrir ríkissjóð
Göngufélagarnir Þorlákur Morthens
listmálari, betur þekktur sem Tollli,
Arnar Hauksson og leiðsögumaður
þeirra Sebastian Garcia náðu ekki á
topp Aconcagua, hæsta fjalls Suður-
Ameríku, í gær eins og áætlað var
vegna slæms veðurs. Þetta staðfesti
talsmaður leiðangursins.
Mennirnir voru komnir upp úr
grunnbúðum og komnir í búðir þrjú
þegar veður tók að versna. Ákváðu
Arnar og Sebastian þó að sjá hvernig
staðan væri og gengu upp í búðir tvö en Tolli hélt kyrru
fyrir í búðum þrjú.
Í gærkvöldi sneru þeir þó allir við og héldu niður í
grunnbúðir og því ólíklegt að þeir nái á toppinn í dag.
Þeir munu gera aðra tilraun til að komast á toppinn
þegar veður skánar og næsti rammi opnast.
Safna áheitum fyrir Batahús
Leiðangurinn er farinn til að vekja athygli á starf-
semi Batahúss sem tók til starfa á síðasta ári og um leið
safna áheitum fyrir starfsemina.
Batahús er einstaklingsmiðað bataúrræði við enda
afplánunar þar sem einstaklingum er boðin heimilis-
aðstaða til allt að tveggja ára eða eftir atvikum til
skemmri tíma. Unnið er með einstaklingum á jafn-
ingjagrundvelli út frá hugmyndum um áfallamiðaða
nálgun. Tolli og Arnar eru báðir í stjórn Batahúss.
gunnhildursif@mbl.is
Tolli og félagar komust ekki á topp
Aconcagua í gær vegna veðurs
Göngufélag-
arnir þrír.