Morgunblaðið - 17.01.2022, Side 6

Morgunblaðið - 17.01.2022, Side 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2022 Aðalfundur ÍSTEX hf. verður haldinn fimmtudaginn 20. janúar 2022, kl. 16:00. DAGSKRÁ 1. Almenn aðalfundarstörf samkvæmt 15. grein samþykkta félagsins. 2. Heimild aðalfundar fyrir félagsstjórn til kaupa á eigin hlutabréfum. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Ársreikningur er til sýnis á skrifstofu í Mosfellsbæ og er sendur hverjum þeim hlutahafa sem þess óskar. Í samræmi við fyrirmæli stjórnvalda til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveiru verður fyllstu varúðar gætt. Hægt verður að skrá sig á istex.hf@istex.is eða í 566 6300 til að fylgjast með fundinum rafrænt. Umboðsmenn þurfa að leggja fram dagsett og skriflegt umboð. Aðgöngumiðar, fundargögn og hlekkur á fundinn verða afhent eftir skráningu á fundardag. Mosfellsbæ, janúar 2022. Stjórn ÍSTEX hf. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Alþingi kemur saman klukkan 15 í dag að loknu jólaleyfi þingmanna. Þinginu var frestað 28. desember. Ýtrustu sóttvarna er áfram gætt, segir Ragna Árnadóttir, skrifstofu- stjóri Alþingis. Þingmenn og starfs- fólk fara í sýnatökur fyrir hádegi í dag og gert er ráð fyrir að þær verði framkvæmdar tvisvar í viku. Nefndafundir fara fram í fjar- fundi, gestakomur eru ekki leyfðar og starfsfólk sem það getur vinnur heima. „Við erum í samstarfi og samráði við embætti sóttvarna- læknis og almannavarna um fyrir- komulagið hér,“ segir Ragna. Þingmenn hafa ekki sótt fundi erlendis frá því í nóvember. Fund- arsókn erlendis fer eftir ákvörð- unum alþjóðlegra þingmannasam- taka um hvort fundir fari fram sem staðfundir eða í fjarfundarformi og ríkir óvissa um slíkt fundarhald á næstu vikum og mánuðum að sögn Rögnu. Á þingfundinum í dag eru átta mál á dagskrá. Hann hefst á óund- irbúnum fyrirspurnum en þar verða til svara forsætisráðherra, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, heilbrigðisráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, ferða- mála-, viðskipta- og menningar- málaráðherra og félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis mun 152. löggjafarþingið sitja til 10. júní nk. Kjördæmadagar verða 8.-10. febrúar og eldhúsdagsum- ræður eru á dagskrá 7. júní. Þúsundasti fundurinn Forsætisnefnd Alþingis hélt á föstudag sinn þúsundasta fund. Vegna kórónuveirufaraldursins var fundurinn fjarfundur. Á fundinum var m.a. rætt um skipulag þing- starfanna, fjárhag og rekstur Al- þingis, þátttöku í alþjóðlegu þing- mannastarfi og stöðuna í kórónuveirufaraldrinum, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Al- þingis. Forsætisnefnd kom fyrst saman árið 1991 þegar deildaskipting Al- þingis féll brott við breytingar á stjórnarskrá og hefur þingið starfað í einni málstofu alla tíð síðan. For- sætisnefnd hefur frá upphafi verið skipuð forseta Alþingis og varafor- setum. Við breytingar á þingsköp- um, sem tóku gildi í byrjun árs 2008, var veitt heimild fyrir setu áheyrnarfulltrúa þeirra þingflokka sem ekki hafa þingstyrk til að hljóta kjörinn varaforseta. Núverandi forsætisnefnd skipa Birgir Ármannsson, forseti Alþing- is, og varaforsetarnir: Oddný G. Harðardóttir, 1. varaforseti, Líneik Anna Sævarsdóttir, 2. varaforseti, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, 3. vara- forseti, Diljá Mist Einarsdóttir, 4. varaforseti, Björn Leví Gunnars- son, 5. varaforseti, og Jódís Skúla- dóttir, 6. varaforseti. Þá eiga nú sæti í nefndinni tveir áheyrnar- fulltrúar, Þorbjörg Sigríður Gunn- laugsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Sýnatökur á fyrsta degi þingsins eftir jólaleyfi - Ýtrustu sóttvarna verður áfram gætt við þingstörfin Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alþingi Sóttvarnir og grímuskylda hafa haft sín áhrif á þingstörf. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Að geta fengið sér aðeins í tána ætti að auka á upplifun fólks sem kemur í fjallið,“ segir Sölvi Ant- onsson veitinga- maður. Undir merkjum fyrir- tækisins Ghost Mountains ehf. tók hann nú um áramótin við veitingarekstri á skíðasvæði Akur- eyringa í Hlíðar- fjalli. Á tveimur stöðum þar eru seldar hefð- bundnar veiting- ar og nú vill Sölvi bæta veig- unum við. Óskaði á dögunum eftir leyfi hjá bæjar- ráði Akureyrar, sem tók jákvætt í erindið. Óskað hefur verið eftir umsögnum og áliti á hugsan- legri áfengissölu hjá lögreglu, slökkviliði, heilbrigðiseftirliti og fleiri slíkum stofnunum. Að því leyti er málið komið í farveg í stjórnkerfi bæjarins. Skapa evrópska stemningu Áfengissalan yrði bæði í skíða- hótelinu í Hlíðarfjalli og svonefnd- um Strýtuskála. Yrði opin frá há- degi fram til kl. 20:30 á veturna, en til kl. 22:00 á sumrin. Þannig stend- ur til að nýta frábæra aðstöðuna í fjallinu árið um kring til að taka á móti gestum, enda er umhverfið þar einstakt og útsýnið frábært og skapar mikla möguleika í ferða- þjónustu. „Við viljum skapa góða stemn- ingu í Hlíðarfjalli, líka því sem þekkist til dæmis á skíðasvæðunum í Evrópu þangað sem Íslendingar fara mikið,“ segir Sölvi. „Bjórkolla með kröfugri kryddpylsu gefur líf- inu gildi. Sé áfengi eða bjór seldur í plastglösum í fjallinu verða ekki dósir og flöskur út um allt ef fólk kemur með veigarnar með sér á svæðið. En ég ítreka líka að við munum ef til þess kemur að leyfi til áfengissölu fáist verða með arn- araugu á því að fólk sé ekki ölvað í skíðabrekkunum, með allri þeirri slysahættu sem því kann að fylgja.“ Ekki með fulla stjórn á hreyfingum Við umfjöllun í bæjarráði Akur- eyrar í sl. viku um leyfi til áfeng- issölu í Hlíðarfjalli lagði Sóley Björk Stefánsdóttir, áheyrnar- fulltrúi Vinstri grænna, fram bókun um andstöðu sína. Segir að sér þyki sala áfengis í Hlíðarfjalli ganga harðlega gegn forvarnastefnu Akureyrarbæjar. Sé á engan hátt viðeigandi á svæði þar sem ungt fólk, börn og fjölskyldur njóti úti- vistar og samveru. „Satt að segja finnst mér þessi hugmynd alveg út í hött og andstaða mín er alveg skýr,“ sagði Sóley í samtali við Morgunblaðið. Minnir einnig á að hætta geti skapast sé skíðafólk undir áhrifum áfengis og því ekki með fulla stjórn á hreyfingum sín- um. Umsögn bæjarins um málið hefði að sínu mati átt að vera nei- kvæð. Andri Teitsson bæjarfulltrúi var einn þeirra sem studdu málið í bæj- arráði. Hann segir Hlíðarfjall vera vinsælan ferðamannastað sem styrkja þurfi í sessi. Viðleitni til þess hafi verið ráðandi í afstöðu bæjarstjórnar þegar tekið var já- kvætt í erindi um áfengisveitingar þar. Einnig megi benda á að nokk- uð hafi verið um að fólk sem kemur í fjallið hafi með sér til dæmis létt- vín og bjór, sem neytt sé til dæmis í brekkum og á bílastæðum. Vera kunna þá að betur fari á því að fólk neyti veiganna og kaupi á viður- kenndum veitingastað í fjallinu. Vilja opna áfengissölu í Hlíðarfjalli - Skapa stemningu á skíðasvæði Akureyringa - Fá sér í tána - Arnaraugu svo fólk sé ekki ölvað í brekkunum - Gegn forvarnastefnu, segir bæjarfulltrúi - Léttvín og bjór í brekkum og á bílastæðum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hlíðarfjall Fjöldi fólks og frábært veður á fallegum vetrardegi nyrðra. Vínveitingar eru taldar geta styrkt ferðaþjónustuna á skíðasvæðinu í sessi. Sóley Björk Stefánsdóttir Andri Teitsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.