Morgunblaðið - 17.01.2022, Síða 8

Morgunblaðið - 17.01.2022, Síða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2022 Fyrir helgi voru aðgerðir gegn kórónuveirunni hertar hér á landi þrátt fyrir að nær allir full- orðnir og meira að segja fjöldi barna hafi fengið bólusetn- ingu. Þetta gerist á sama tíma og ljóst er orðið að það afbrigði veirunnar sem nú geisar er allt annars konar en það sem við var að eiga fyrir ári eða tveimur. - - - Í hlaðvarpi Þjóðmála um helgina var rætt við tvo fyrrverandi þingmenn, Sigríði Andersen og Þor- stein Víglundsson, sem bæði lýstu efasemdum um hertar aðgerðir. - - - Þorsteinn velti því meðal annars upp hvort ráðist yrði í slíkar að- gerðir ef við værum nú fyrst að kynnast veirunni og þá því afbrigði sem gengur yfir nú. Er líklegt að gripið yrði til allra þessara aðgerða ef við værum ekki orðin svo vön slík- um hömlum? - - - Þorsteinn sagðist telja að svarið við því væri klárlega nei, og telja má líklegt að þar hann hafi rétt fyrir sér. - - - Ragnar Freyr Ingvarsson læknir, sem áður stýrði Covid- göngudeildinni, sagði um helgina að nýkynntar takmarkanir myndu lík- lega ekki skila tilætluðum árangri enda hefði faraldurinn breyst. - - - Hann sagði að víða erlendis væri verið að endurskoða nálgun í ljósi breyttra aðstæðna og að tíma- bært væri að við gerðum slíkt hið sama. - - - Þetta eru athugasemdir sem stjórnvöld geta ekki horft framhjá. Ragnar Freyr Ingvarsson Erum við pikkföst í gömlu hjólfari? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Erlendir ríkis- borgarar eru komnir í meiri- hluta meðal Mýr- dælinga, skv. nýj- um tölum Hagstofu Íslands. Alls er 51% íbúa sveitarfélagsins með erlent ríkis- fang. Þetta eru 412 manns, en alls búa nú 808 manns í Mýrdalshreppi. Um 540 manns búa í Víkurþorpi. „Fyrst og fremst er þetta fólk sem starfar við ferðaþjónustuna sem er stærsta atvinnugreinin hér,“ segir Einar Freyr Elínarson oddviti. „Í raun hefur allt gjörbreyst á þessu svæði á ekki löngum tíma. Árið 2012 voru íbúar í sveitarfélaginu um 460, en nú rúmlega 800 sem er 46% fjölg- un. Þetta hefur vissulega skapað áskoranir í sveitarfélaginu sem eru þó skemmtilegri en þegar hér var sam- dráttur og íbúafækkun. Á þessu ári til dæmis reikna ég með að hér verði byggðar 30 nýjar íbúðir og ég er bjartsýnn á að ferðaþjónustan gangi vel, náist tök á faraldrinum.“ Næsthæsta hlutfall erlendra ríkis- borgara er í Skaftárhreppi, það er Kirkjubæjarklaustri og þar í kring, og í Súðavíkurhreppi. Í báðum byggð- um er fólk af erlendu bergi brotið um þriðjungur íbúa. sbs@mbl.is Erlendir í meirihluta í Mýrdalnum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Víkurþorp Íbúar nú um 540 talsins. Einar Freyr Elínarson - Eru 51% um 800 íbúa - Flestir við ferðaþjónustuna - Klaustur og Súðavík vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is Eigum úrval af miðstöðvar- og handklæðaofnum hafðu það notalegt Fyrir tæpum tveimur árum var aldarafmæli Hæstaréttar Íslands fagnað með margvíslegum hætti. Var meðal annars stofnað til þess að saga réttarins í hundrað ár yrði skráð og gefin út. Nú tæpum tveim- ur árum síðar er sagan komin út á bók, sem er tæpar 600 síður og ríkulega myndskreytt. Bókina skráði Arnþór Garðarsson, sagn- fræðingur og ferðamálafræðingur. Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, segir í formála útgáf- unnar: „Rit þetta er mikilvægt framlag til sögu Íslands eftir að landið öðlaðist fullveldi 1918. Hér er dómsvaldinu gefinn sérstakur gaumur en áherslan hefur oft og tíðum fremur beinst að hinum tveimur greinum ríkisvaldsins, framkvæmdarvaldinu og löggjafar- valdinu.“ Hæstiréttur 100 ára afmælinu hefur verið fagnað með ýmsum hætti. Hæstiréttur í hundrað ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.