Morgunblaðið - 17.01.2022, Side 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2022
Sími 555 2992 / 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu ogMelabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustaðmínum sem ég hafði ekki getað áður.“
FRÉTTASKÝRING
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Margt bendir til að seðlabanki
Bandaríkjanna muni hækka stýri-
vexti hvað úr hverju og vísbend-
ingar um að áður en árið er á enda
verði búið að hækka stýrivexti um
heilt prósentustig.
Á þessu ári eru átta vaxtaákvörð-
unarfundir á dagatali seðlabankans
og fer sá fyrsti fram dagana 25. og
26. janúar næstkomandi. Stýrivöxt-
um var síðast breytt í mars á síðasta
ári þegar þeir voru lækkaðir úr 1-
1,25% niður í 0-0,25% með það fyrir
augum að milda neikvæð efnahags-
leg áhrif kórónuveirufaraldursins.
Í nýlegu viðtali við CNBC sagði
Jamie Dimon, stjórnandi JPMorgan
Chase & Co, að sér þætti líklegt að
stýrivextir yrðu hækkaðir oftar en
fjórum sinnum á árinu enda yrði
seðlabankinn að grípa inn í til að
draga úr ört hækkandi verðbólgu í
landinu.
„Það er mögulegt að verðbólgan
sé meiri en fólk gerir sér grein fyrir.
Hvað mig varðar kæmi á óvart ef
það verður látið nægja að hækka
stýrivexti fjórum sinnum. En það
væri mjög auðvelt fyrir hagkerfið að
aðlagast fjórum hækkunum,“ sagði
Dimon og vísaði til þess að heilt á
litið stæðu bandarísk heimili vel að
vígi líkt og sjá má af hækkandi inni-
stæðum á ávísanareikningum og
hækkandi virði fasteigna samhliða
því að skuldavanskil eru í lágmarki.
Fyrr í janúar birtu markaðsgrein-
endur Goldman Sachs spá sem gerir
ráð fyrir fjórum stýrivaxtahækkun-
um og árinu og að seðlabankinn
kunni strax í sumar að byrja að losa
sig við hluta þeirra skuldabréfa sem
keypt voru sem liður í örvunarað-
gerðum bankans. Væntir Goldman
þess að ákveðið verði að hækka
vexti í mars, júní, september og des-
ember.
Greinendur JPMorgan eiga von á
hækkun í mars og reikna síðan með
stýrivaxtahækkun á hverjum fjórð-
ungi þessa árs. Þá gerir Deutsche
Bank einnig ráð fyrir fjórum hækk-
unum og spáir því að bankinn taki
að grynnka á skuldabréfasafni sínu
á þriðja ársfjórðungi.
Hækki um prósentustig
á ári næstu þrjú árin
Í desember mældist verðbólga í
Bandaríkjunum 7% miðað við verð-
lag í sama mánuði ári áður og hefur
verðbólga þar í landi ekki verið jafn
mikil síðan sumarið 1982. Í verð-
bólgutölum desember munaði mest
um hækkun á verði húsnæðis og
notaðra ökutækja, að því er FT
greinir frá, en orku- og eldsneytis-
liðurinn dróst lítillega saman á milli
mánaða.
„Seðlabankinn missti boltann og
sá áhyggjutónn sem heyra má þegar
[Jay] Powell [seðlabankastjóri] ræð-
ir verðbólguþróunina er til marks
um að hann sé að reyna að ná aftur
tökum á vandanum. Bankinn hafði
góða ástæðu til að bregðast við
verðbólgunni fyrir mörgum mánuð-
um,“ hefur FT eftir Tom Porcelli,
hagfræðingi hjá RBC Capital Mar-
kets.
Á fundi með bankamálanefnd
Bandaríkjaþings í síðustu viku sagði
Powell að áframhaldandi efnahags-
bata Bandaríkjanna stafaði mikil
ógn af háu verðbólgustigi og sagði
hann seðlabankann reiðubúinn að
hækka stýrivexti af þeim sökum.
Taldi hann jafnframt að ekki væri
lengur þörf á að styðja við hagkerfið
með þeim úrræðum sem gripið var
til vegna kórónuveirufaraldursins.
Í nýlegri skýrslu vaxtaákvörðun-
arnefndar seðlabankans kom í ljós
að meirihluti meðlima nefndarinnar
væntir þess að á þessu ári lendi
stýrivextir á bilinu 0,5 til 1%, hækki
upp í 1-2% árið 2023 og verði á
bilinu 1,75 til 2,5% árið 2024. Til
lengri tíma litið vænta meðlimir
nefndarinnar þess að stýrivextir
verði í kringum 2,25 til 2,5%.
Ár vaxtahækkana framundan
AFP
Skrúfað fyrir Powell segir seðlabankann tilbúinn að hækka vexti.
- Greinendur reikna með að á þessu ári muni seðlabanki Bandaríkjanna hækka
stýrivexti allt að fjórum sinnum - Hagkerfið vel í stakk búið fyrir hækkunina
fangakeðjunni, aukna verðbólgu,
vöntun á starfsfólki og tilkomu
Ómíkrón-afbrigðisins, þá tókst selj-
endum að bjóða neytendum upp á
ánægjulega jólaupplifun,“ hefur
Reuters eftir Matthew Shay, for-
stjóra NRF.
Meðal þess sem kann að skýra
kaupgleði Bandaríkjamanna er að
laun hafa farið hækkandi og vara-
sjóður margra heimila stækkað í
faraldrinum. Bæði seljendur og
neytendur gættu þess líka að hefja
jólavertíðina snemma, af ótta við að
ófyrirsjáanlegar uppákomur gætu
raskað sölu á jólavörum í desem-
ber. Kom jólavarningurinn fyrr í
hús en venjulega og neytendur
keyptu jólagjafirnar snemma. Enda
sýna mælingar NRF að salan í des-
ember dróst saman um 2,7% milli
ára og skrifast það einkum á áhrif
Ómíkron-afbrigðis kórónuveir-
unnar. ai@mbl.is
Mælingar bandarísku verslana-
samtakanna National Retail Fe-
deration (NRF) sýna að á jólavertíð-
inni 2021 eyddu bandarískir
neytendur sem nemur 886,7 millj-
örðum dala. Jókst sala í verslunum
og á netinu í nóvember og desem-
ber um 14,1% á milli ára en NRF
hafði vænst 11,5% vaxtar.
Koma tölurnar á óvart því reikn-
að hafði verið með að ný bylgja kór-
ónuveirusmita og flöskuhálsar í
flutninga- og aðfangakeðjum
myndu hafa dempandi áhrif, að því
er Reuters greinir frá:
„Þrátt fyrir vandamál í að-
Jólaverslun vestanhafs umfram spár
- Samdráttur varð í desember en
fólk kláraði jólainnkaupin snemma
AFP
Eyðsluglöð Ágætis fjárhagsstaða bandarískra heimila hafði sín áhrif.
17. janúar 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 128.42
Sterlingspund 176.03
Kanadadalur 102.58
Dönsk króna 19.754
Norsk króna 14.72
Sænsk króna 14.316
Svissn. franki 140.95
Japanskt jen 1.1293
SDR 180.78
Evra 147.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 180.872
Bandaríski rafbílaframleiðandinn
Tesla hyggst hefja framleiðslu á
pallbílnum Cybertruck á fyrsta
ársfjórðungi 2023. Þetta hefur
Reuters eftir ónafngreindum
heimildarmanni en áður stóð til
að framleiðsla hæfist í lok þessa
árs, og upphaflega var ætlunin að
fyrstu kaupendur fengju Cyber-
truck í hendurnar síðla árs 2021.
Cybertruck vakti mikla athygli
þegar bíllinn var frumsýndur
síðla árs 2019 og greindi Tesla
frá að fyrsta einn og hálfa sólar-
hringinn eftir að byrjað var að
taka við pöntunum hefðu um
146.000 manns tekið frá eintak af
pallbílnum. Viku eftir frumsýn-
ingu voru forpantanirnar orðnar
um 250.000 talsins.
Að sögn Reuters frestast fram-
leiðslan vegna þess að Tesla
hyggst gera breytingar og betr-
umbætur á eiginleikum pallbílsins
til að standa betur að vígi gagn-
vart ört vaxandi hópi framleið-
enda rafknúinna pallbíla. Hafa
fyrirtæki á borð við Bollinger,
Chevrolet, Ford og Rivian þegar
frumsýnt eða hafið framleiðslu á
rafmagns-pallbílum. Um 15%
allra nýrra bíla í Bandaríkjunum
eru pallbílar og því um að ræða
mjög stóra og verðmæta sneið af
markaðinum þar sem Ford ber
höfuð og herðar yfir keppinaut-
ana.
Er rafmagnsútgáfa af pall-
bílnum F-150 frá Ford væntanleg
á planið hjá bílasölum í vor og
hyggst Ford framleiða 150.000
slík ökutæki í fyrstu atlögu.
ai@mbl.is
AFP
Bið Framleiðslu Cybertruck hefur
núna verið frestað í tvígang.
Fresta framleiðslu
Cybertruck enn á ný