Morgunblaðið - 17.01.2022, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Kórónu-
veiru-
farald-
urinn sem herjað
hefur á heiminn í
um tvö ár hófst í
borginni Wuhan í Kína. Um
það er tæpast deilt, en kín-
versk stjórnvöld hafa þó tek-
ið því illa þegar vírusinn er
kenndur við borgina eða Kína
og því hefur jafnvel verið
haldið fram að hann hafi
komið fram annars staðar í
veröldinni. Allt er það vita-
skuld mjög ótrúverðugt.
Þegar horft er á fyrirliggj-
andi upplýsingar er ekki
hægt að útiloka að leynimakk
stjórnvalda í Kína fyrir rúm-
um tveimur árum, þegar vír-
usinn kom fyrst fram, eigi
þátt í hvernig fór. Um þetta
verður seint hægt að full-
yrða, meðal annars vegna
þess að kínversk stjórnvöld
hafa allar götur síðan reynt
að koma í veg fyrir að botn
fengist í uppruna vírussins,
eins og rannsókn sem Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunin,
WHO, reyndi að gera þó að
seint væri ber vitni um.
Breska blaðið Telegraph
sagði frá því um helgina
hvernig vísindamönnum frá
Taívan, Hong Kong og
Macau var tekið þegar þeir
hittu fulltrúa kínverskra
stjórnvalda og sóttvarnamála
í Wuhan í Peking í janúar
fyrir tveimur árum til að
reyna að meta upphaf farald-
ursins. Í frétt blaðsins er haft
eftir einum þessara sérfræð-
inga að kínversk stjórnvöld
hafi á fyrstu dögum farald-
ursins misst af tækifærinu til
að hindra útbreiðslu hans.
Fulltrúarnir frá Wuhan
voru frá upphafi með undan-
brögð og horfðu til bendinga
frá fulltrúa stjórnvalda í Pek-
ing þegar þeir sögðu frá því
sem væri að gerast í Wuhan.
Þeir héldu því til dæmis fram
að engar sannanir væru fyrir
því að vírusinn bærist á milli
manna.
Vísindamaðurinn frá Taív-
an sem Telegraph ræddi við
sagðist ekki vita hvers vegna
yfirmenn sóttvarnamála í
Wuhan hefðu ekkert gert
dögum saman þrátt fyrir að
hafa haft gögn um aðsteðj-
andi hættu. Yfirvöld hefðu
meira að segja leyft tilraun á
svæðinu til að slá Guinnes-
heimsmet í kvöldverði með
40.000 fjölskyldum eftir að í
ljós var komið hvers kyns var
en áður en aðvörun var gefin
út.
Annar vísinda-
maður sem Tele-
graph ræddi við
nafnlaust, enda
óttast viðkomandi
afleiðingar þess
að stíga fram, fullyrðir að
kínversk stjórnvöld hafi í
upphafi fengið WHO til að
lýsa ekki yfir alþjóðlegu
neyðarástandi af ótta við að
líta illa út í augum heimsins.
Sú yfirlýsing hafi ekki komið
fyrr en í lok janúar fyrir
tveimur árum, einhverjum
vikum eftir að ljóst mátti
vera við hvað var að eiga.
Þetta rímar vel við það sem
Morgunblaðið greindi frá um
helgina, að útlit væri fyrir,
eða í það minnsta alls ekki
hægt að útiloka, að veiran
ætti uppruna sinn á rann-
sóknastofu í Wuhan. Leyni-
makkið í upphafi og síðan
verður skiljanlegra hafi veir-
an verið búin til á kínverskri
tilraunastofu, en því fer
fjarri að í því felist réttlæting
á feluleiknum.
Heimurinn er búinn að
vera í heljargreipum veir-
unnar í tvö ár og ekki sér enn
fyrir endann á ósköpunum.
Engum dettur í hug að kín-
versk stjórnvöld hafi með
vilja komið veirunni af stað,
en það skiptir máli að vita
hvernig hún varð til. Það hef-
ur þýðingu í sjálfu sér, því að
fólk sem hefur þjáðst af
hennar völdum, og jafnvel
misst ástvini, á skilið að vita
hvers vegna. Það að þekkja
upprunann skiptir þó ekki
síður máli til að reyna að
koma í veg fyrir að svona lag-
að endurtaki sig. Ef við vitum
ekki hvort veiran varð til með
stökkbreytingu úti í nátt-
úrunni í Wuhan eða ná-
grenni, sem verður æ ósenni-
legri kenning, eða í
tilraunastarfsemi á rann-
sóknastofu, getum við ekki
brugðist við og reynt að
koma í veg fyrir að þetta end-
urtaki sig. Þess vegna skiptir
þessi þekking máli og þess
vegna verða ríki heims að
þrýsta á um svör.
Það er ekki ásættanlegt að
kínversk stjórnvöld takmarki
aðgang að upplýsingum sem
þessu tengjast og þau þurfa
ekki að óttast að umheim-
urinn grípi til einhverra að-
gerða þó að mistök hafi verið
gerð. Ef þau á hinn bóginn
halda áfram að draga lapp-
irnar í þessum efnum ýtir það
áfram undir grunsemdir og
hlýtur á endanum að rýra
traustið og skaða samskiptin.
Leynimakki um
uppruna veirunnar
verður að linna}
Uppruninn þarf
upp á yfirborðið
U
m mánaðamótin næstkomandi
tekur til starfa matvælaráðu-
neyti, sem byggir á grunni
þeirra málefna sem heyrðu und-
ir sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðuneytið í atvinnuvega- og nýsköp-
unarráðuneytinu. Auk málefna sjávarútvegs,
landbúnaðar, matvælaöryggis og fiskeldis
munu málefni skóga, skógræktar og land-
græðslu flytjast til matvælaráðuneytisins.
Í nýju matvælaráðuneyti gefst tækifæri til
að fjalla um tækifæri og áskoranir íslenskrar
matvælaframleiðslu til framtíðar í víðu sam-
hengi, og jafnframt leggja áherslu á það að
matvælaframleiðsla styðji í enn meira mæli en
áður við loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar
og mikilvægi sjálfbærrar nýtingar á auðlindum
lands og hafs. Tækifæri til að styrkja sam-
keppnishæfni og verðmætasköpun íslenskra framleiðenda
þarf að fullnýta, til dæmis með eflingu nýsköpunar og
rannsókna á málefnasviði ráðuneytisins.
Verkefni á sviði skógræktar og landgræðslu tengjast
landbúnaði og landnýtingu á margan hátt, sem og lofts-
lagverkefnum í landbúnaði, og með tilfærslu málefna
skógræktar og landgræðslu til matvælaráðuneytis skap-
ast tækifæri til að auka umfang og bæta árangur loftslags-
verkefna á þessum sviðum. Verkefnaflutningurinn styður
þannig við stór markmið ríkisstjórnarinnar í umhverfis-
og loftslagsmálum samkvæmt stjórnarsáttmálanum.
Skógræktin veitir framlög til skógræktar á lögbýlum og
nauðsynlega þjónustu tengda þeim, rekur
þjóðskógana sem eru vettvangur fjölþættra
skógarnytja og skipuleggur skógrækt á lands-
vísu í samráði við sveitarfélög og aðra hagaðila
í formi landsáætlunar og landshlutaáætlana í
skógrækt. Skógræktin stundar einnig rann-
sóknir í þágu skógræktar, veitir ráðgjöf og
fræðslu. Landgræðslan vinnur að stöðvun
jarðvegs- og gróðureyðingar, gróðureftirliti og
gróðurvernd. Hún veitir fræðslu og annast
rannsóknir og þróunarstarf, tengt sjálfbærri
landnýtingu.
Meðal helstu verkefna í skógrækt og land-
græðslu er að huga að því hvernig stuðlað
verði að aukinni bindingu kolefnis í gróðri og
jarðvegi og komið í veg fyrir losun í samræmi
við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands en að-
koma stofnana ríkisins hefur einkum falist í að
þróa vottunarkerfi fyrir skógrækt.
Íslenskur landbúnaður, sjávarútvegur og fiskeldi
mynda þungamiðjuna í innlendri framleiðslu matvæla og
hafa mikil og sterk tengsl við atvinnu fólksins í landinu.
Með ráðuneyti matvæla gefst tækifæri til að leggja
áherslu á matvælaframleiðsluna, nýsköpun og eflingu
loftslagsmála og bæta þar með lífsskilyrðin í landinu okk-
ar enn frekar. Markmiðið er að hér sé gott að búa og
starfa, þannig að hér ríki velsæld og jöfnuður og að þannig
verði það áfram fyrir kynslóðir framtíðarinnar.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Nýtt ráðuneyti matvæla
Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
B
oris Johnson, forsætisráð-
herra Bretlands, á ekki sjö
dagana sæla nú í embætti,
þar sem á hverjum degi
birtast nýjar og nýjar uppljóstranir
um veisluhöld í Downingstræti 10,
meðan strangar samkomutakmark-
anir voru í gildi í Bretlandi.
Nýjustu uppljóstranirnar birt-
ust í sunnudagsútgáfu Daily Tele-
graph, en þar sást Carrie Johnson,
eiginkona forsætisráðherrans, í
faðmlögum með vinkonu sinni í sept-
ember 2020, en á þeim tíma höfðu
Bretar fengið fyrirmæli um að forð-
ast nálægð við nokkurn mann sem
ekki bjó í sömu íbúð.
Carrie Johnson sagði í yfirlýs-
ingu í gær að hún sæi eftir þeim
„tímabundna dómgreindarskorti“
sem hún hefði sýnt af sér, en tilefni
gleðskaparins var að vinkona hennar
hafði trúlofað sig.
Uppljóstranirnar hafa vakið
mikla óánægju meðal bresks almenn-
ings og verða kröfur um að Johnson
segi af sér embætti sífellt háværari.
Keir Starmer, leiðtogi Verkamanna-
flokksins, kallaði þannig eftir afsögn
forsætisráðherrans í fyrirspurnatíma
þingsins á miðvikudaginn, og í gær
bætti hann um betur og sakaði John-
son um að hafa brotið bresk lög með
veisluhöldunum, sem og að hafa logið
að þinginu. „Forsætisráðherrann hef-
ur lítillækkað embættið og hann hef-
ur glatað trausti, ekki bara innan eig-
in flokks, heldur hjá þjóðinni,“ sagði
Starmer við breska ríkisútvarpið
BBC.
Sex búnir að senda bréfið
Nú hafa að minnsta kosti sex
þingmenn Íhaldsflokksins sent van-
traustsyfirlýsingu á Johnson til 1922-
nefndarinnar svonefndu, en svo heitir
þingflokkur almennra þingmanna
Íhaldsflokksins, þ.e. þeirra sem ekki
gegna neinu ráðherraembætti. Hver
þeirra hefur rétt til þess að skila inn
með leynd bréfi, þar sem þeir lýsa yf-
ir vantrausti á leiðtoga flokksins, og
berist 54 slík bréf, þá ber að efna til
leiðtogakjörs. Komi til þess mætti
Johnson sjálfur taka þátt, en ljóst er
að róðurinn gæti þar orðið þungur
fyrir forsætisráðherrann.
Það sem helst telst Johnson til
tekna nú er að enginn ráðherra hefur
lýst yfir vantrausti á hann eða gert
sig líklegan til þess að segja af sér í
mótmælaskyni. Víst er að arftaki
Johnsons myndi líklega koma úr
þeirra röðum, og hafa ýmis nöfn verið
nefnd. Tveir þykja þó koma helst til
greina, annars vegar Rishi Sunak
fjármálaráðherra og hins vegar Liz
Truss utanríkisráðherra.
Frægðarsól Sunaks hefur risið
hátt síðan hann var gerður að fjár-
málaráðherra í febrúar 2020. Hann
hefur þótt standa sig með mikilli
prýði á erfiðum tímum fyrir ríkis-
kassann, en á sama tíma hefur hann
reynt að forðast sviðsljósið í erfiðum
málum.
Það þótti til dæmis lýsandi að
þegar Johnson baðst afsökunar á
veisluhöldunum í fyrirspurnatíma
miðvikudagsins, þá var Sunak hvergi
nærri, heldur var hann að heimsækja
lyfjafyrirtæki í Devon, rúmlega 320
kílómetra frá Lundúnum. Samkvæmt
fréttaskýringu Daily Telegraph þótti
það til marks um að Sunak skorti
„drápseðlið“ sem þyrfti til þess að
gera tilkall til forsætisráðuneytisins.
Vinsælli meðal grasrótarinnar
Hinn helsti „kandídatinn“ til að
taka við forsætisráðuneytinu er Liz
Truss, en hún tók við utanríkisráðu-
neytinu af Dominic Raab í sept-
ember, eftir að hafa gegnt nokkrum
minni ráðherraembættum frá árinu
2012. Truss er nokkuð vinsæl meðal
grasrótar Íhaldsflokksins, þrátt fyrir
að hún hafi kosið gegn því að Bretar
yfirgæfu Evrópusambandið í þjóðar-
atkvæðagreiðslunni 2016.
Truss þykir hins vegar hafa
áorkað fremur litlu á skömmum tíma
sínum í utanríkisráðuneytinu, og því
kynni það að þykja heldur bratt að
veita henni lyklavöldin að Downings-
træti 10 að svo stöddu. Þá eru uppi
stórar spurningar hvort Truss eða
Sunak gætu höfðað til kjósenda á
svipaðan hátt og Boris Johnson gerði
í desember 2019.
Aðrir þingmenn og ráðherrar
hafa einnig verið nefndir til sögunnar
sem hugsanlegir arftakar Johnsons.
Þar á meðal er Michael Gove, sem
sveik Johnson á sínum tíma þegar
velja átti eftirmann Davids Cameron.
Gove er sagður hafa haft augastað á
embættinu í nokkurn tíma, en röð
hneykslismála hefur gert það ólíklegt
að flokkurinn myndi hefja hann þang-
að, komi til þess að Johnson þurfi að
víkja.
Það er engan veginn öruggt, þó
að vissulega sé útlitið dökkt sem
stendur. Íhaldsmenn eru, eðlis máls-
ins samkvæmt, tregir til breytinga
breytinganna vegna, og nú er þess
beðið hvað komi út úr skýrslu sem
embættismaðurinn Sue Gray er að
rita um hin miklu veisluhöld í Down-
ingstræti 10. Johnson gæti þar fengið
líflínu til að halda embætti sínu, en
víst er að hans eigin flokksmenn
munu ekki þola það, ef fleiri hneyksl-
ismál koma upp.
Arftaki Johnsons
ekki enn í sjónmáli
AFP
Í vanda Sótt er að Boris Johnson úr öllum áttum vegna fregna um tíð veislu-
höld í forsætisráðuneytinu meðan strangar sóttvarnaaðgerðir voru í gildi.