Morgunblaðið - 17.01.2022, Page 22

Morgunblaðið - 17.01.2022, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2022 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Opin vinnustofa kl. 9 - 12. Boccia með Guðmundi kl. 10. Handavinna kl. 12-16. Glerv- innustofa kl. 13 - 16. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Heitt á könnunni. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími: 411-2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qigong kl. 7:00-8:00. Kaffisopi og spjall kl. 8:30-11:00. Morgunleikfimi með Halldóru á RUV kl. 9:45- 10:00. Ganga kl. 10:00. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Heimaleikfimi á RÚV kl. 13:00-13:10.Tálgun með Valdóri kl. 13:00-15:30. Félagsvist kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Jóga með Ragnheið Ýr kl. 12:20. Zumba með Carynu kl. 13:10. Bridge kl.13:00. Hádegismatur kl. 11:30 – 12:30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. Korpúlfar Morgunleikfimi útvarpsins í Borgum kl. 9:45. Gönguhópur Korpúlfa leggur af stað kl. 10 gengið inni í Egilshöll. frá Grafarvogskir- kju og frá Borgum kaffispjall á eftir. Prjónað til góðs og frjál skartgri- pagerð í Borgum kl. 13:00 og tréútskurður á Korpúlfsstöðum með Gylfa kl. 13:00 Línudans með Guðrúnu kl. 15:00 í Borgum og allir hjartanlega velkomnir. Virðum allar sóttvarnir og grímuskylda í nálægð Seltjarnarnes Ef reglur um sóttvarnir breytast ekki um helgina þá er þetta dagskrá mánudagsins. Kaffikrókur frá kl. 9. Leir á Skólabraut í samráði við leiðb. kl.9. Billjard í Selinu kl.10. Jóga/leikfimi í salnum á Skólabraut kl.11. Handavinna, samvera og kaffi í salnum á Skólabraut kl.13.Glernámskeið kl.13. í samráði leiðb. Vatnsleikfimi kl. 18.30. Virðum mörk, sóttvarnir og grímuskyldu þar sem það á við. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Lok á potta Eigum til lok á flest alla potta á lager. Td. stærðir 200x200, 210x210, 220x220, 235x235, kringlótt lok og átthyrnt lok. HEITIRPOTTAR.IS Sími 777 2000 Húsviðhald Húsaviðgerðir www.husco.is Sími 555 1947 Gsm 894 0217 alltaf - allstaðar mbl.is Vantar þig múrara? FINNA.is ✝ Jórunn Sigríð- ur Sveinbjörns- dóttir (Stella) fædd- ist í Hnausum í Þingi í Sveins- staðahreppi hinum forna í Austur- Húnavatnssýslu 9. mars 1925. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir í Graf- arvogi 20. desem- ber 2021. Foreldrar Stellu voru Svein- björn Jakobsson bóndi í Hnaus- um, f. 20. október 1879, d. 24. október 1958, og Kristín Pálma- dóttir húsfreyja í Hnausum, f. 10.4. 1889, d. 31. mars 1985. Sveinbjörn var sonur Jakobs, verslunarstjóra í Flatey á Breiðafirði, Þorsteinssonar af Grundarætt í Svínadal, og Sveinsínu Sveinbjörnsdóttur, Hilda, f. 1949, d. 2013, hennar dætur eru Sigurlaug, f. 1968, og Margrét, f. 1977; 2) Hjördís, f. 1952, d. 2020. Börn Hjördísar eru Kristín Björk, f. 1971, Berg- lind, f. 1972, Auður, f. 1976, og Ágúst, f. 1978. Sonur Hafsteins af fyrra hjónabandi og fóstursonur Stellu var Tómas Reynir, f. 1935, d. 2016. Hans sonur er Bjarni, f. 1962. Stella ólst upp hjá foreldrum sínum í Hnausum við almenn sveitastörf til 17 ára aldurs, flutti þá til Reykjavíkur og bjó þar síðan. Meðfram húsmóð- urhlutverkinu og barnauppeldi vann Stella iðulega utan heim- ilisins, m.a í Réttarholtsskóla, var þjónn á Gullfossi nokkur sumur, barþjónn á hinum víð- fræga skemmtistað Glaumbæ og um árabil starfaði hún á skrif- stofu Borgarverkfræðings í Reykjavík. Einnig voru þau hjón sannkallaðir frumkvöðlar í ferðaþjónustu því þau leigðu út herbergi með morgunverði á heimili sínu til ferðamanna í mörg ár á áttunda áratugnum. Útför Stellu fór fram í Grafarvogskirkju 14. janúar 2022. prestsdóttur frá Árnesi á Ströndum en Vatnsenda-Rósa var amma hennar. Kristín var dóttir Pálma Erlends- sonar bónda á Vest- urá á Laxárdal í Austur-Húna- vatnssýslu, og Jór- unnar Sveins- dóttur, bóndadóttur frá Starrastöðum í Skagafirði. Systkini Stellu voru: Guðrún, f. 1917, d. 2016, Leifur, f. 1919, d. 2008, Jakob, f. 1921, d. 2002, Svava, f. 1926, d. 1927, og Svava Sveinsína, f. 1931, d. 2018. Stella giftist 29. nóvember 1947 Hafsteini Hjartarsyni lög- reglumanni í Reykjavík, f. 5. september 1908, d. 20. ágúst 1994. Dætur þeirra eru: 1) Fallin er frá móðuramma mín Jórunn, sem alltaf var kölluð Stella. Ég var alin upp hjá henni og afa, Stellu og Hafsteini í Gnoð- arvogi, við gott atlæti. Amma lét mig lesa daglega upp úr blöðunum á meðan hún eldaði kvöldmat og varð ég því fluglæs 5 ára. Hún lét mig lesa upp allskonar greinar um sam- félagsmál og allskyns matarupp- skriftir og einnig hafði hún áhuga á landsbyggðarmálum. Amma var myndarlegasta húsmóðir sem ég hef kynnst. Hún bakaði, eldaði og straujaði rúmfötin og allt var svo fínt hjá henni. Árið 1973 saumaði ég bóka- merki í rauðan java með úttöld- um blómum og gaf henni í jóla- gjöf. Þetta fann ég hjá henni hálfri öld síðar en hún varðveitti þessa gjöf alla ævi og notaði á milli bóka sem hún las. Stella var gift miklum öðlingi, honum Haf- steini afa mínum, og við þrjú gerðum margt skemmtilegt. Á árunum 1970-80 rak amma ferðaþjónustu heima í Gnoðar- vogi. Hún leigði út svefnherberg- in fyrir þýska ferðamenn á sumr- in með morgunmat. Amma ók með þá um alla Reykjavík, svo tók hún fólk í borgargöngur um miðbæinn og endaði hún uppi á Skólavörðuholti og tók myndir af fólkinu með Hallgrímskirkju í baksýn. Segja má að Stella hafi verið frumkvöðull í ferðaþjónustu á Íslandi á þessum árum. Stella vann á skipinu Gullfossi nokkur sumur og sigldi á milli Íslands og Danmerkur. Hún gisti þá ávallt hjá tengdamömmu sinni í Kaup- mannahöfn, Sigríði, sem bjó í Danmörku. Stella hafði einkar gaman af að ferðast og dásamaði alltaf Kaupmannahöfn. Stella vann mikið yfir ævina. Til að mynda vann hún í Glaumbæ sem þjónn, í Réttar- holtsskóla og svo síðar hjá Lóða- skrárritara í Borgartúni, fram að starfslokum. Stella var fagurkeri, skipulögð, drífandi og glettin kona. Fór sínar eigin leiðir og var útsjónarsöm og hugrökk. Tók bíl- próf fertug og keypti bíl. Síðar flutti ég til Parísar og kom amma þá í heimsókn til mín og við áttum dásamlegan tíma saman þar. Eins líka á háskólaárunum, þá fylgdist hún vel með mér og hvatti mig áfram og var stolt af árangrinum. Þegar sonur minn fæddist kom hún til mín með Svövu systur sinni og var heilluð af fegurð barnsins og var hann skírður Hafsteinn. Síðustu ævi- árin dvaldi hún á hjúkrunarheim- ilinu Eir í Grafarvogi og þar var mjög vel hugsað um hana. Hún dásamaði alla starfsmennina og unga fólkið sem þar vann og leið vel. Ég vil koma á framfæri þakk- læti til Eirar fyrir faglega umönnun. Ég kveð þig, amma mín, með virðingu og þökk fyrir gott upp- eldi á fallegu heimili. Ég veit að þú ferð nú til foreldra þinna, barna og systkina sem öll eru far- in yfir móðuna miklu. Eins veit ég að Hafsteinn afi tekur vel á móti þér loksins þegar þið hittist á ný. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín uppeldisdóttir, Sigurlaug Hrafnkelsdóttir. Um jól og áramót minnist ég oft ánægjulegra samfunda hjá ættingjum og vinum á barns- og unglingsárum. Eitt fyrstu jóla- boðanna sem ég man eftir var hjá Stellu móðursystur minni, Haf- steini manni hennar og börnum, upp úr 1950, í vistlegri íbúð þeirra í fjölbýlishúsi sem lög- reglumenn höfðu byggt við Snorrabraut, norður undir gatna- mótunum við Laugaveg. Einnig eru minnisstæð slík boð víðar í Reykjavík, einkum ætluð okkur börnunum, svo sem hjá Guð- björgu Erlendsdóttur og Magn- úsi Pálmasyni ömmubróður mín- um, og var Stella ævinlega hress og kát, greip jafnvel í gítar á yngri árum. Eftir að við fluttumst í Vogana urðum við nágrannar Stellu og fjölskyldu hennar þegar þau fluttu á Gnoðarvog og þar og reyndar alla tíð voru íbúðir þeirra hjóna vel búnar enda bæði snyrti- menni. Auk þess að vera glaðvær og hláturmild var allt smekklegt í kring um Stellu, hvort sem var í húsbúnaði eða í klæðaburði. Her- bergið hennar á Eir á efri árum minnti reyndar mikið á stássstof- ur hjá henni fyrr á tímum. Ég get ekki látið hjá líða, þeg- ar ég minnist Stellu frænku, að rifja upp svipmyndir frá ættar- klúbbi kvenna á ýmsum aldri, sem kom saman reglubundið í heimahúsum, jafnvel utan Reykjavíkur, um margra áratuga skeið. Flestar voru þær af Grundarætt í Svínadal og með tengsl við Hnausa í Þingi. Á slík- um kvöldum var mikið talað og hlegið, sögur að norðan voru sagðar og Stella átti það til að herma eftir ýmsum við mikinn fögnuð. Borð svignuðu undan bollastellum, kaffikönnum og bakkelsi af bestu og fjölbreytileg- ustu gerðum. Þessir samfundir kvennanna styrktu fjölskyldu- og ættartengsl og Stella birtist mér gjarnan í æskuminningunni um þessi kvöld heima þegar röðin kom að Guðrúnu mömmu að vera gestgjafinn. Stella átti ekki aðeins fallegt heimili. Hún eignaðist marga vini og kunningja enda félagslynd, var hugmyndarík, handlagin, dugleg og fylgin sér og sinnti mörgum störfum utan heimilis um fjölda ára; þótti rösk við öll verk sem henni voru falin. Á meðal þess sem ég kunni að meta vel í fari Stellu var sú virð- ing sem frænka sýndi minningu Sigurlaugar Guðmundsdóttur frá Helgavatni í Þverárhlíð, fyrri eig- inkonu Hafsteins, sem lést 1943. Hún var uppeldissystir Óskars Jónssonar, tengdaföður míns, og þaðan kemur annað af nöfnum konu minnar, Svanfríður Sigur- laug. Nafn sömu Sigurlaugar ber einnig dótturdóttir Stellu og Haf- steins sem ólst upp hjá þeim. Ég minnist Stellu frænku af hlýju og þakka vinskapinn alla tíð. Mörgum hinum góðu minn- ingum deila með mér Svanfríður Sigurlaug eiginkona mín og systkin mín, Kristín Jórunn, Sveinbjörn Kristmundur og Gylfi, svo og fjölskyldur okkar. Öll minnumst við Stellu með virð- ingu og þökk og vottum aðstand- endum innilega samúð. Ólafur Rúnar Dýrmundsson. Í dag kveðjum við kæra frænku, hana Stellu föðursystur mína og vinkonu móður minnar. Jórunn Sigríður, ávallt kölluð Stella, fæddist og ólst upp í Hnausum í Austur-Húnavatns- sýslu, dóttir hjónanna Kristínar Pálmadóttur og Sveinbjörns Jak- obssonar, fjórða í röð sex systk- ina og sú síðasta sem kveður. Hún ólst upp í Hnausum til full- orðinsára en bjó allar götur síðan í Reykjavík. Kært var milli þeirra systkina og einstaklega eftirminnilegt okkur yngra fólkinu þegar Stella og pabbi rifjuðu upp æskuminn- ingar úr sveitinni, svo sem um álfkonuna í Grásteini, komu út- varpsins og skemmtisögur af ýmsum toga. Ískraði þá í þeim hláturinn og væntumþykjan til sveitarinnar og æskuáranna. Stella og eiginmaður hennar Hafsteinn Hjartarson, virðulegur lögregluþjónn, áttu tvær dætur og bjuggu þau lengst af í Gnoð- arvogi. Nokkur samgangur var á milli okkar fjölskyldna á æskuár- um mínum, en þær Hilda og Hjördís eru nú báðar látnar, og blessuð sé minning þeirra. Stella var afskaplega vinnu- söm og vann víða, þar á meðal á farþegaskipinu Gullfossi, sem sveipað var ljóma. Hún var jafn- framt mikill fagurkeri og báru heimili hennar því gott vitni. Hún hafði auk þess einkar gaman af því að ferðast og gerðu þau hjón- in víðreist. Hafsteinn lést 1994 og lifði því Stella mann sinn í rúm 27 ár. Um áttrætt flutti Stella á dval- arheimilið Eir og lét afskaplega vel af dvöl sinni þar alla tíð, og hældi starfsfólki og aðbúnaði öll- um. Síðustu tvö árin hefur nánast verið tekið fyrir strjálar heim- sóknir okkar til hennar vegna Co- vid-faraldursins, en þá sjaldan við litum inn mætti okkur alltaf sama hlýjan, kátínan og brosin. Við kveðjum þessa kæru frænku með vinsemd og virðingu og óskum henni Guðs blessunar. Niðjum hennar vottum við samúð og óskum þeim velfarnaðar. Sigrún Jakobsdóttir og Ómar. Amma Stella er sú síðasta af fimm systkina hóp frá Hnausum í Þingi sem kveður þessa jarðvist eftir langa og viðburðaríka ævi. Systkinin frá Hnausum voru öll merkisfólk, alin upp af um- hyggjusömum foreldrum við al- menn sveitastörf á stóru heimili þar sem annríki var mikið enda símstöð sveitarinnar á bænum. Því starfi þurfti að sinna ásamt hefðbundnum bústörfum. Gest- risni var annáluð í Hnausum, vinnusemi og dugnaður í háveg- um hafður. Þetta góða veganesti tóku systkinin með sér út í lífið og vegnaði vel. Lifðu öll langa og farsæla ævi, sveitin fallega var ávallt ofarlega í huga þeirra og minningarnar góðar. Það sem einkenndi þessi systkini í mínum huga er skopskynið og glæsileik- inn, öll myndarfólk svo eftir var tekið, léku á als oddi og kunnu að segja sögur. Amma Stella var sannkölluð nútímakona á þess tíma mælikvarða, fædd 1925 í torfbæ en fór ekki endilega hefð- bundnar leiðir á sínu lífsskeiði. 17 ára fór hún að heiman og leiðin lá til höfuðborgarinnar. Sjálfstæð ung kona, ákveðin og dugleg. Hún kynntist afa mínum Haf- steini um miðjan fimmta áratug- inn og áttu þau góða og farsæla ævi saman, eignuðust tvær dæt- ur, sex barnabörn og langömmu- börnin eru 15 talsins. Þau byggðu framtíðarheimili sitt í Gnoðar- vogi 56 og þar bjuggu þau frá 1956. Í minningunni var alltaf gott að koma til ömmu og afa í Gnoðarvoginn. Ég var svo heppin að búa í næstu götu við þau og ég var því iðulega rápandi út og inn eftir því hvernig staðan var á hvorum stað. Ef yngri systkini mín voru þreytandi þá fór ég til ömmu og afa, þar var mitt at- hvarf og alltaf velkomin. Sumt fannst mér skrítið hjá þeim, t.d. þegar afi drakk kaffið sitt úr und- irskál en ekki bolla, kaffið kom heldur ekki úr Bragakaffipoka keyptum í Vogaveri heldur var það malað úr baunum í virðulegri kvörn sem geymd var uppi á hillu. Hjá ömmu og afa fékk ég líka velling, soðna ýsu með höms- um, heimabakað bakkelsi á heimsmælikvarða og margt fleira góðgæti. Jólabaksturinn hennar ömmu var líka einstakur, margar tegundir af smákökum sem voru geymdar í gulum dósum inni í þvottahúsi að ógleymdum lag- tertunum. Hjá ömmu og afa átti ég líka mitt eigið bókasafn. Í stórri kistu í kjallaranum var safn af barnabókum sem ég fékk lánaðar að vild og það var heill ævintýraheimur í þeirri kistu. Reyndar voru margir fjársjóðir í kjallaranum í Gnoðarvogi, ég fann t.d. gamla skauta sem ég notaði óspart og einnig forláta ritvél sem ég hamraði á. Það var aldrei neitt bannað, nema jú að lesa dagblöð á gólfteppinu í stof- unni, sú iðja skildi eftir sig prent- svertu sem frú Stella kunni ekki að meta! Fallegra heimili var ekki til í mínum huga, amma var fagurkeri og heimili þeirra afa bar þess merki. Ég er þakklát fyrir allar minningarnar og sam- veruna sem ég naut með ömmu Stellu og afa Hafsteini og minnist þeirra með hlýju og væntum- þykju. Elsku amma mín, ég óska þér góðrar heimkomu í sveitina þína fögru sem átti hug þinn allan síðustu árin, takk fyrir allt og allt. Berglind Magnúsdóttir. Jórunn Sigríður Sveinbjörnsdóttir (Stella)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.