Morgunblaðið - 17.01.2022, Page 24

Morgunblaðið - 17.01.2022, Page 24
dag og mun sitja út kjörtímabilið. „Það sem ber hæst á þessum tíma er að Skagafjörður er orðinn mjög stöndugt sveitarfélag, en þegar ég byrjaði þá vorum við að koma út úr kreppu og ástandið var mjög slæmt. Okkur tókst með samstilltu átaki að Háskóla Íslands 2005-2008 samhliða vinnu. Stefán var kosinn í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar árið 2010 og var formaður byggðarráðs frá þeim tíma til ársins 2020 og forseti sveitarstjórnar frá 2020 til dagsins í S tefán Vagn Stefánsson fæddist 17. janúar 1972 í Reykjavík en ólst upp og bjó alla barnæsku sína á Sauðárkróki. „Ég spilaði fótbolta og körfubolta með Tindastól alla mína bernsku, en þegar ég var 15-16 ára ákvað ég að einbeita mér að fótboltanum.“ Stefán var markmaður með Tindastól til 1996, en félagið komst hæst í næst- efstu deild meðan hann lék með því. Hann fluttist til Reykjavíkur árið 1997 og bjó þar til 2008 þegar hann fluttist aftur til Sauðárkróks og hefur búið þar síðan. Stefán fór í Grunnskóla Sauðár- króks og þaðan í Fjölbrautaskóla Norðurlands vesta á Sauðárkróki og lauk stúdentsprófi árið 1995. Árið 1997 hóf hann störf í lögreglunni á Sauðárkróki og sama ár flutti fjöl- skyldan til Reykjavíkur og hóf hann störf í lögreglunni í Reykjavík sama ár. Hann fór í Lögregluskóla ríkisins árið 1998 og lauk þaðan námi árið 2000. Stefán hóf þá störf í lögreglunni í Reykjavík. Fór á nýliðanámskeið sérsveitar ríkislögreglustjóra um haustið 2000 og hóf störf í framhald- inu í sérsveit ríkislögreglustjóra og starfaði þar til ársins 2007. Árið 2004 fór hann í nám hjá breska hernum og útskrifaðist sem sprengju- sérfræðingur, IEDD-sérfræðingur, um haustið það ár. „Ég þurfti að fara í nokkur slík verkefni, að aftengja sprengjur, en sem betur fer eru þau ekki mörg hér á landi.“ Árið 2006 fór Stefán út sem hóp- stjóri friðargæslusveitar íslensku frið- argæslunnar og starfaði frá hausti 2006 til ársins 2007 í Ghore-héraði í Afganistan undir stjórn alþjóðaliðs NATO. Árið 2007 tók hann til starfa í greiningardeild ríkislögreglustjóra og starfaði þar til ársins 2008 þegar hann tók við starfi sem yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Sauðárkróki og lög- reglunni á Norðurlandi vestra frá 2015. „Einhvern veginn átti lögreglu- starfið vel við mig og sérstaklega var tíminn hjá sérsveitinni skemmtilegur. Starfið reyndi á en þá skiptir máli að vera með góðan hóp í kringum sig, bæði heima fyrir og í vinnu.“ Stefán stundaði nám í stjórnmálafræði við koma sveitarfélaginu í rekstrarhæft ástand og núna er orðin mikil upp- bygging hérna og fólksfjölgun. Við höfum farið í mörg stór verkefni á Sauðárkróki, öðrum þéttbýlisstöðum og dreifbýlinu, eins og með hitaveitu og ljósleiðara.“ Stefán sat í stjórn Samtaka sveitar- félaga á Norðurlandi vestra 2014-2018 og var formaður stjórnar 2016-2018. Hann hefur setið í skólanefnd Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra frá 2021. Hann var varaþingmaður kjör- tímabilið 2017-2021 og kjörinn 1. þing- maður Norðvesturkjördæmis 2021 fyrir Framsóknarflokkinn. „Ég er mjög ánægður á þessum nýja vinnu- stað og þetta byrjar vel þótt það taki alltaf smátíma að komast inn í málin og kúltúrinn. Maður þarf að gefa sér tíma í það, en ég er mjög spenntur fyrir þeim verkefnum sem bíða.“ Stefán hefur starfað sem formaður flóttamannaráðs frá 2018. „Árið 2021 var mjög krefjandi en þá vorum við að taka á móti flóttamönnum frá Afgan- istan, en það tókst og þessi 70 manns sem við áttum að sjá um eru komin í öruggt skjól, bæði hér á Íslandi og annars staðar. Það er mjög sérstakt að sjá um þetta verkefni og að hafa starfað með alþjóðaliðinu í Afganist- an. Við vorum þar allir með vænt- ingar um að koma landinu á réttan kjöl, en það er ljóst að það tókst engan veginn, því miður.“ Stefán Vagn Stefánsson alþingismaður – 50 ára Fjölskyldan Stefán, Hrafnhildur og börn í landi Steinsstaða í gamla Lýt- ingsstaðahreppi þar sem er sumarbústaður stórfjölskyldunnar, Steinahlíð. Skilar góðu búi í Skagafirði Skagfirðingurinn Stefán fyrir ofan Sauðárkrók þar sem hann ólst upp og býr, en Stefán er Skagfirðingur í húð og hár. Alþingismaðurinn Stefán Vagn. 24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2022 –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR um auglýsingapláss: Berglind Bergmann Sími: 569 1246 berglindb@mbl.is fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 18. janúar 2022 Auglýsendur athugið SÉRBLAÐ B A BLAÐ 60 ÁRA Jóna er fædd og uppalin á Fremra-Nýpi í Vopnafirði en býr í Hafnarfirði. Hún er viðurkenndur bókari og er í námi til löggildingar fasteignasala hjá Endurmenntun HÍ. Jóna rekur bókhaldsfyrirtækið Hjá Jónu ehf. „Áhugamálin eru að- allega fjölskyldan og ferðalög og að njóta lífsins. FJÖLSKYLDA Sonur Jónu er Aron Óttar Traustason, f. 1985. Kona hans er Agnes Gústafsdóttir. Barnabörn Jónu eru Stefanía, f. 2011, og Emil Óli, f. 2019. For- eldrar Jónu eru Stefanía Sigurjóns- dóttir, f. 1941, d. 2006, bóndi á Fremra-Nýpi, og Jósep Hjálmar Þorgeirsson, f. 1934, d. 2011, bóndi á Fremra-Nýpi, síðar vörubílstjóri á Vopnafirði. Jóna Hildur Jósepsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú ert jarðbundinn, hugrakkur og stórhuga og átt auðvelt með að tileinka þér nýja hluti. Á árinu mun nánasta samband þitt verða innilegra og veita þér hamingju. 20. apríl - 20. maí + Naut Það eru margar hliðar á sömu mál- um og þú kemst ekki hjá því að kynna þér þær ef þú vilt komast að réttlátri nið- urstöðu. Ræddu markmið þín við traustan vin. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Sýndu öðrum tillitssemi og um- burðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Fólk sem hugsar sér að vera á móti þér getur það ekki. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Fyrr eða seinna þarftu að mæta þeim sem þú hefur verið að forðast. Ekki hafa áhyggjur ef þú ert ekki of sterkur hið innra. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú hefur lofað upp í ermina á þér og sérð nú fram á að geta ekki staðið við orð þín. Ef menn geta ekki tekið þér eins og þú ert, er það þeirra vandamál. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Forðastu að hrekja aðra út í horn þar sem lygin er eina björgun þeirra. Haltu þínu striki varðandi önnur mál. 23. sept. - 22. okt. k Vog Það má margt læra af samferða- mönnum sínum. Eitthvað á eftir að koma þér á óvart en láttu það ekki trufla þig. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Svo virðist sem ákveðin per- sóna eigi erfitt með að þiggja aðstoð þína. Ekki kasta öllu frá þér vegna smávegis hnökra. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú ert á öndverðum meiði gagnvart ættingja og þarft að hafa hemil á skapi þínu ef þú vilt ekki að allt fari úr böndunum. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Notaðu daginn til þess að sinna samningaviðræðum eða skrifa undir samn- inga. Einhvers konar endurnýjun er nauð- synleg. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þér finnast of margir sækja að þér í einu og vilt því leita uppi einveruna. Gerðu það upp við þig með hverjum þú vilt verja tímanum. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Forgangsraðaðu og settu niður á blað. Leystu eigin vandamál áður en þú fæst við vanda annarra. Til hamingju með daginn Reykjavík Aron Ragnar Maslanka fæddist 25. desember 2021 kl. 19.02. Hann vó 3.970 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Maciej Maslanka og Malgorzata Kedziora. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.